Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 39
Á stundu sem
þessari koma í huga
manns alls kyns
minningar, einstakur
vinur og félagi hefur
verið hrifinn á brott
svo alltof, alltof fljótt.
Gulli var einn af þeim sem
þurfti ekki að segja neitt, hann
var bara á staðnum og heimurinn
virtist verða heill.
Með ró sinni og yfirvegun kom
hann manni í gegnum erfiðleika
sem á herjuðu og þó svo að hann
ætti stundum erfitt með að tjá til-
finningar sínar vissi maður
hvernig hjarta hans sló og hvern-
ig honum leið innanbrjósts. Orðin
voru oft svo óþörf í kringum
hann.
Á síðastliðnum tveimur árum
hefur vinátta okkar þróast svo
ótrúlega hratt og vorum við ef
svo má segja orðin hluti af dag-
legri rútínu hvors annars. Við
heyrðum svo oft í hvort öðru og
ekki voru kaffihúsa- og bíóferð-
irnar ófáar svo fátt eitt sé nefnt.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast Gulla, það voru ein-
stök forréttindi að fá að eiga
hann sem vin.
Ég tel það vera mikla gæfu að
kynnast fólki á lífsleiðinni sem
með framkomu sinni og verki er
öðrum góð fyrirmynd í orði og
verki, þannig var Gulli, fátt
þroskar mann meira í lífinu en
svona samferðarfólk.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í vinahóp þessa einstaka manns
en minningin um ungann og lífs-
glaðan mann lifir í brjóstum okk-
ar. Með söknuði kveð ég þig kæri
vin og vona að þér líði vel þar
sem þú ert.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín vinkona,
Eva Rós.
Gunnlaugur Björnsson
✝ GunnlaugurBjörnsson fædd-
ist á Selfossi 8. nóv-
ember 1977. Hann
lést af slysförum 28.
júlí síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju
8. ágúst.
Með þessari bæn
viljum við minnast
okkar kæra vinar og
bekkjarfélaga Gulla,
sem féll frá í blóma
lífsins.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mighvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Kæra Ásta, Björn, Guðjón og
Hafþór við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Hvíl í friði kæri vinur.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar allra
Þínir
bekkjarfélagar
úr Grunnskólanum
í Hveragerði.
Jæja elsku kallinn minn, þá er
ferðum okkar lokið í bili. Við
fáum víst ekki yfir örlögunum
ráðið, bókin er skrifuð og hand-
ritið getur ekki alltaf orðið eins
og við kjósum okkur. En maður
getur samt ekki annað en setið
sár og reiður eftir og velt fyrir
sér spurningum eins og af hverju
og hvað ef …
Við Gulli kynntumst í gegnum
okkar sameiginlega áhugamál
sem eru mótorhjól. Við hjóluðum
mikið saman í sumar, og sötr-
uðum ófáa kaffibollana á kaffi-
húsum og iðulega snerist mót-
orhjólaakstur okkar um það eitt
að keyra góðan túr út á land,
finna einhvern til að heimsækja
eða bara að setjast á kaffihús
(mér fannst nú stundum eins og
þú hefðir bara átt að éta sykurinn
beint upp úr karinu kallinn minn
og sleppa kaffinu). Ég veitti því
athygli að mótorhjólaumræðurnar
sem allt snerist um í upphafi voru
farnar að víkja fyrir annars konar
málefnum, við vorum farnir að
ræða meira saman um persónu-
legri málefni eins og vinnu, vini
og fjölskyldu. Ég get með stolti
sagt að við vorum orðnir meira en
bara hjólafélagar, við vorum
orðnir góðir vinir. Þegar ég
hugsa til baka var geðveikt gam-
an að hjóla með þér en hangsið á
kaffihúsum og öðrum stöðum var
jafnvel enn skemmtilegra. Það
broslega er, að stundum ákváðum
við að fara út að hjóla og hittast
einhvers staðar á hjólunum, en
hjóluðum svo ekki neitt allt
kvöldið, heldur bara kjöftuðum
saman, sýndum okkur og sáum
aðra, við gleymdum bara að hjóla
meira og þegar ég kom heim eftir
„langan“ hjólatúr og konan mín
spurði hvert var hjólað, fannst
mér eitthvað bogið við þetta, við
hefðum alveg eins getað mætt á
bíl eða eitthvað og skilið hjólin
eftir heima. En ég var búin að
átta mig á því að það var umfram
allt góður félagsskapurinn sem
við sóttumst í og það skipti ekki
lengur höfuðmáli að hjóla sem
mest.
Mér fannst við tveir vera í
þessu sporti af sömu ástæðu það
var mikið að gera hjá okkur báð-
um utan áhugamálsins, þú gegnd-
ir ábyrgðarstöðu hjá Tölvulistan-
um og varst að læra viðskipta-
fræði með vinnu, ég sjálfur
nýbúin að ljúka námi og mikið um
að vera hjá mér í vinnu og öðru,
og við töluðum oft um það hversu
gott það var að komast út að
hjóla því það hreinsaði hugann al-
gjörlega og athyglin og einbeit-
ingin fór bara í stund og stað. Við
vorum sammála um, og grínuð-
umst oft með, að ef við hjóluðum
ekki í langan tíma yrðum við
skapstyggir og ómögulegir að-
standendum, og þar sem við vor-
um svo góðir strákar vildum við
ekki hafa það þannig og notuðum
þau broslegu rök óspart til þess
að hittast og hjóla eins oft og við
gátum.
Þú varst ábyrgðarfullur og góð-
ur hjólari og enn betri félagi og
vinur.
Ég þekkti þig því miður allt of
stutt en þú skilur samt mikið eftir
hjá mér. Þú hjólar áfram með
mér í minningunni, svo lengi sem
ég lifi, það er klárt mál kallinn
minn.
Takk fyrir sumarið Gulli! Minn-
ingarnar lifa.
Ég vil senda fjölskyldu þinni og
vinum, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þinn hjólafélagi og vinur,
Ingólfur Jörgensson (Ingó).
Ég hitti Stefán
æskuvin minn fyrir
um mánuði síðan fyr-
ir hálfgerða tilviljun.
Það mátti örugglega
ekki á milli sjá hvor okkar varð
glaðari við þennan fund. Við féll-
umst í faðma, kysstumst og hlóg-
um af fögnuði eftir að hafa hvorki
heyrst né sést í áraraðir. Við gát-
um spjallað saman í örstutta
stund, rétt nóg til að segja hvor
öðrum helstu fréttir af lífinu og
tilverunni. Áður en við kvöddumst
lofuðum við hvor öðrum því að
bæta nú aldeilis úr sambandsleysi
síðustu ára, það væri löngu kom-
inn tími til að endurnýja gamla
vináttu. Tveimur vikum síðar
frétti ég af andláti Stefáns.
Ég man þegar Stefán kom nýr í
bekkinn minn í Heiðarskóla. Ein-
hvern veginn æxlaðist það þannig
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist í
Reykjavík 12. júní
1972. Hann lést í
Reykjavík 29. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Langholtskirkju 9.
ágúst.
að hann settist við
hliðina á mér í skóla-
stofunni og eftir
ótrúlega stuttan
tíma vorum við farn-
ir að þræta um eitt-
hvert einfalt mál-
fræði- eða
stafsetningaratriði.
Ég man ekki ná-
kvæmlega hvert
deiluefnið var en ég
man hins vegar að
hann hafði rétt fyrir
sér en ég ekki. Upp
úr þessu urðum við
perluvinir og sóttumst eftir því að
fá að vinna eins mikið saman og
mögulegt var, kepptumst við að fá
sem hæstar einkunnir og báðir
vildum við helst vera aðeins hærri
en hinn. Ekki lágum við þó alla
daga yfir bókum heldur tókum
líka þátt í íþróttum og öðru fé-
lagsstarfi og þar hafði Stefán iðu-
lega vinninginn. Það virtist vera
sama hverju hann kom nálægt,
allt lék í höndunum á honum og
alls staðar var hann í fremstu röð.
Um nokkurra ára skeið vorum við
svo góðir vinir, að ég man varla
eftir því að nokkurn tíma hafi
okkur orðið sundurorða fyrir utan
okkar fyrsta fund. Samt hlýtur
það einhvern tíma að hafa gerst
þótt ég muni ekki eftir því en það
segir þó alltént meira en mörg orð
um okkar vináttu að þau skipti
skuli vera gleymd en aðeins
ánægjulegu minningarnar standi
eftir.
Fjölskylda Stefáns flutti burt
frá Heiðarskóla áður en grunn-
skólagöngu okkar lauk og fljót-
lega misstum við sjónar hvor á
öðrum í erli lífsins. Ég hef alla tíð
séð mikið eftir því að hafa ekki
gert meira til að halda sambandi
við minn góða vin. Af og til frétti
ég þó af honum og það kom mér
alls ekki á óvart að hann skyldi
verða hámenntaður vísindamaður
þegar fram liðu stundir. Slíkur
hæfileikamaður og dugnaðarfork-
ur sem hann var hlaut að feta ein-
hverja slíka braut.
Fagnaðarfundur okkar Stefáns í
sumar var í tvær vikur í huga mér
ánægjulegur atburður sem gaf
fyrirheit um einhvers konar end-
urheimt gamallar vináttu. Nú lít
ég á þennan fund sem óvænta og
dýrmæta gjöf sem tilviljunin færði
mér og er óendanlega þakklátur
fyrir að hafa fengið að hitta minn
gamla, góða vin og faðma hann
einu sinni að mér, áður en öllu
lauk.
Fjölskyldu og öllum ástvinum
Stefáns sendi ég innilega samúð-
arkveðju.
Valgarður Lyngdal Jónsson.
Elsku Jóna.
Það er óraunverulegt að hugsa til
þess að þú sért ekki með okkur leng-
ur, við áttum saman yndislegan dag
þegar við fögnuðum 5 ára afmæli
Gauta 15. júlí.
Jafnvel þegar okkur var sagt frá
því hversu alvarlega veik þú værir
trúðum við því að samverustundir
okkar yrðu fleiri. Það var sár stund
þegar við fréttum að baráttu þinni
væri lokið. Við trúðum því ekki.
Nú hugsum við til baka, hvernig
þú leiddir okkur áfram með styrk
þínum og jákvæðni. Alltaf glöð og
falleg, að hugsa um hvernig þú gætir
glatt aðra. Aldrei heyrðum við þig
kvarta vegna veikinda þinna. Það er
mikið hægt að læra af því hvernig þú
tókst á við þinn sjúkdóm, hugsaðir
vel um þig og líkama þinn. Fram á
síðasta dag gafst þú okkur von, fyllt-
ir okkur öryggi og trú.
Þær eru margar minningarnar
sem vakna. Ég man vel eftir því þeg-
ar ég kom til að hitta þig og Bergþór
Jóna Friðfinnsdóttir
✝ Jóna Friðfinns-dóttir fæddist á
bænum Vallholti í
Glerárhverfi á
Akureyri hinn 22.
nóvember 1951.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við Hring-
braut hinn 18. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bústaðakirkju
27. júlí.
í fyrsta skipti, það var
þægileg stund. Við
sátum saman í eldhús-
inu í Funafold og
drukkum te. Mér leið
vel, nærvera þín hafði
góð áhrif allt í kring-
um þig.
Börnum okkar þyk-
ir afar vænt um þig,
hjá þér fengu þau
óskipta athygli. Fátt
þótti Atla Geir betra
enn að vera hjá ömmu
og afa á kósíkvöldi,
smá dekur, ást og
hlýja. Að heimsækja ykkur Bergþór
hefur alltaf verið gott, hvort sem
maður mætti boðinn eða óboðinn
voru móttökur alltaf góðar. Elda-
mennska þín var einstök, og gaman
að sjá hversu mikinn metnað þú
lagðir í allt sem þú gerðir.
Missirinn er mikill, en ljósið ert þú
og þær fallegu minningar sem við
eigum öll með þér. Það veitir okkur
styrk.
Með hlýhug til þín förum við með
bæn fyrir þig elsku amma.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku afi, hugur okkar er hjá þér á
þessum erfiða tíma.
Guðmundur, Íris, Atli Geir,
Gauti og Guðjón.
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og
bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku mamma, hafðu hjartans
þakkir fyrir samverustundirnar og
minningarnar sem munu lifa með
okkur alla tíð. Við eigum eftir að
sakna þín og trúum því að við mun-
um hittast á ný. Við kveðjum þig
með þakklæti, sofðu rótt og guð
geymi þig.
Elsku Gunnar, við vottum þér
samúð, þú átt okkur alltaf að.
Börnin.
Þegar þrek og kraftur þagnar
og þreytta sálin öðlast frið.
Þinni sál minn drottinn fagnar
í dýrðar himinn þess ég bið
vef þú hana verndar örmum
Jesús besti himnum á
þerra trega tár af hvörmum
þeim sem eftir sjá.
Elsku amma, við þökkum þér fyr-
ir samfylgdina og að hafa fengið að
kynnast þér.
Stefán og fjölskylda,
Fjóla og fjölskylda.
Ingunn Eiríksdóttir
✝ Ingunn Eiríks-dóttir fæddist í
Kampholti í Flóa 13.
maí 1923. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. júní síð-
astliðinn. og var út-
för hennar gerð frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 15. júní.
Drottinn vakir, Drottinn
vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta
móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir
bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar,
– Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Löng þá sjúkdómsleiðin
verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, –
Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Elsku Ingunn amma, nú ertu far-
in frá okkur, við eigum eftir að
sakna þess að koma í heimsókn til
þín og fá pönnukökur, kaffi og ann-
að meðlæti.
Alltaf vorum við velkomin og þú
hafðir skemmtilegar sögur að segja
okkur.
Þú varst sterk og ákveðin með
skoðanir á flestum hlutum. Þú
fylgdist vel með málefnum fjölskyld-
unnar og ferðaðist gjarnan á milli til
að taka púlsinn á okkur, en núna síð-
astliðin ár voru veikindi farin að
draga úr tíðni heimsókna. Það er
svo margt sem kemur upp í hugann,
margs að minnast. Takk fyrir að
hafa átt þig að.
Elsku Gunnar, sár er þinn missir,
en þú veist að þú átt marga að sem
vilja hugga þig og styðja á erfiðum
tímum.
Lilja, Teitur, Tinna Sif og
Viktor Daði,
Jón Valgeir, Steinunn,
Guðný Margrét,
Guðmundur og Pálína Ósk.