Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Ég finn fyrir breyt-
ingu á ferðahegðun fólks sem heim-
sækir Ísland. Það sækist meira eftir
upplifun og vill kynnast íslenskri
menningu, borða íslenskan mat, sjá
íslensk heimili og kaupa íslenskt
handverk, helst beint af handverks-
manninum sjálfum,“ sagði Rannveig
Lilja Garðarsdóttir, verkefnisstjóri á
Upplýsingamiðstöð Reykjaness, í
samtali við Morgunblaðið. Heim-
sóknum ferðamanna hefur fjölgað á
upplýsingamiðstöðina í sumar og
koma flestir við strax eftir komuna til
landsins eða í ferðalok.
Upplýsingamiðstöð Reykjaness
hefur verið starfrækt í rúm 4 ár en
hún er rekin af Reykjanesbæ og
Ferðamálastofu Íslands. Auk þess að
annast upplýsingastarf um ferðamál
á Reykjanesi eru ferðamenn aðstoð-
aðir við bókun gistinga og skipulagn-
ingu ferða um landið, svo sem með
ábendingum um hvar upplýsinga-
miðstöðvar er að finna, með bækl-
ingum og svörun fyrirspurna.
Rannveig Lilja Garðarsdóttir hef-
ur verið verkefnisstjóri Upplýsinga-
miðstöðvar Reykjaness frá upphafi
og sagðist hún hafa orðið vör við
aukningu ferðafólks í sumar. Hún
sagði í samtali við blaðamann að
ferðamenn komi misjafnlega vel
undirbúnir til landsins. „Flestir sem
koma hingað eru búnir að kynna sér
land og þjóð á Veraldarvefnum en
sumir ekki. Þeim bregður oft í brún
þegar þeir uppgötva stærð landsins.
Ég hef fengið til mín gesti sem eru að
skipuleggja ferðir fyrir hópa til
landsins og spurð spurninga eins og:
„Hvar er keyrt upp á jöklana?“, „Má
keyra utan vega?“ og „Þarf að nota
bílbelti?“ Þetta segir mér að við þurf-
um að auðvelda ferðamanninum að-
gengi að upplýsingum og vera vak-
andi yfir því að þær séu réttar og
góðar,“ sagði Rannveig.
Brimið og náttúra
Reykjaness heillar
Að sögn Rannveigar eru margir
möguleikar fyrir ferðamenn á svæð-
inu. Hún sagðist meðal annars benda
ferðafólki á þá skemmtilegu hringi
sem hægt sé að keyra; Reykjanes-
bær – Garður – Sandgerði með öllum
þeim stöðum sem hægt sé að skoða
þar og Reykjanesbær – Reykjanes-
viti – Grindavík – Bláa lónið. Báðir
hringirnir hafa upp á að bjóða fjöl-
breytta afþreyingu fyrir alla fjöl-
skylduna. „Íslenskir ferðamenn eru
mikið á ferðinni hjá okkur á haustin
og veturna og þá eru óvissuferðir og
starfsmannaferðir vinsælar, auk
fræðsluferða hjá skólahópum.“
Rannveig er félagi í Leiðsögumönn-
um Reykjaness og sagði hún að þeir
hafi haft í mörg horn að líta. „Í sumar
hafa leiðsögumenn séð um leiðsögn
daglegra gönguferða hringinn í
kringum Bláa lónið en við höfum ver-
ið í samstarfi við fyrirtækið, meðal
annars með kennslu við Bláa lóns-
skólann. Einnig hafa nokkrir félagar
staðið fyrir fróðlegum gönguferðum
og fyrirlestrum um Reykjanes-
svæðið, bæði vetur og sumar, ásamt
útgáfu tveggja rita með fróðleik um
Reykjanesskagann.“
Aðspurð um vinsæla viðkomustaði
sagði Rannveig að alltaf væri vinsælt
að fá skipulagðar ferðir með leiðsögn.
Af einstökum stöðum nefndi Rann-
veig Brú milli heimsálfa þar sem
Evrópa og Ameríka mætast, en hægt
er að fá skírteini með nafni og dag-
setningu á Upplýsingamiðstöðinni
sem staðfestir brúarheimsóknina.
„Sandvíkin er líka mjög vinsæl eftir
að Clint Eastwood dvaldi þar. Á
Reykjanesvita og Reykjanestánni
finnst ferðamönnum gott að upplifa
náttúruna og brimið en Gunnuhver
er líka vinsæll áningastaður og stend-
ur til að bæta aðgengi að honum enn
frekar,“ sagði Rannveig að lokum.
Hvar er keyrt upp á jöklana?
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Fjölgun ferðafólks Rannveig Lilja Garðarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Upp-
lýsingamiðstöð Reykjaness, segist merkja fjölgun ferðafólk til svæðisins.
Hér aðstoðar hún erlenda ferðamenn sem vildu komast upp á Langjökul.
Í HNOTSKURN
»Erlent ferðafólk sækistmeira eftir upplifun og vill
kynnast íslenskri menningu,
borða íslenskan mat, sjá ís-
lensk heimili og kaupa ís-
lenskt handverk.
»Á Reykjanesvita ogReykjanestánni finnst
ferðamönnum gott að upplifa
náttúruna og brimið.
» Íslenskir ferðamenn erumikið á ferðinni hjá okkur
á haustin og veturna og þá eru
óvissuferðir og starfs-
mannaferðir vinsælar.
Ferðafólki hefur
fjölgað á Reykja-
nesinu í sumar
TENGLAR
..............................................
www.reykjanes.is www.
reykjanesguide.is
Reykjanesbær | Fjórða árið í röð
efnir Reykjanesbær til umferðar- og
öryggisátaks í samstarfi við ýmsa
aðila. Leiðir sem hafa verið farnar er
m.a. að draga úr hraðakstri í íbúða-
hverfum og við gönguleiðir og
ókeypis strætisvagnar, hafa dregið
úr slysahættu í umferðinni. Átakið
hófst 13. ágúst og stendur til 21.
september.
Markmiðið er að vekja almenning
til umhugsunar um umhverfið sitt og
umferðarmenningu og stefnt er að
slysalausri umferð í Reykjanesbæ.
Sérstök áhersla er lögð á mikil-
vægi þess að skapa meira öryggi fyr-
ir unga vegfarendur á leið í skólann
og ekki síður þeirra ungu ökumanna
sem hafa nýlega lokið ökuprófi og
eru að öðlast reynslu í umferðinni
sem nýir vegfarendur.
Fánar hafa verið settur upp víða
um bæinn með slagorðum til dæmis
Aktu varlega! „ég er ný í umferð-
inni“.
„Skipt getur máli að við leiðbein-
um börnum okkar eins vel og kostur
er og gætum þess að ofmeta ekki
hæfni þeirra í umferðinni.
Við viljum minna á að hámarks-
hraði í grennd við alla grunnskóla er
30 kílómetrar á klukkustund,“ segir í
frétt frá Reykjanesbæ.
Umferðar- og
öryggisátak í
Reykjanesbæ
SUÐURNES
SUMARSÝNINGU Listasafnsins á
Akureyri lýkur á sunnudag. Sýn-
ingin er helguð yfirliti á verkum
Georgs Guðna landslagsmálara, en
þar gefur að líta höfundarverk eins
helsta listamanns sinnar kynslóðar.
Listasafnið á Akureyri hefur af
þessu tilefni gefið út bók um
Georg Guðna sem prýdd er fjölda
mynda. Í bókinni er að finna fræði-
lega ritgerð eftir Hannes Sigurðs-
son, forstöðumann safnsins, „Þar
sem himinn mætir jörð“, ásamt
grein eftir Aðalstein Ingólfsson um
Guðna og íslensku landslagshefð-
ina.
Í ritgerð Hannesar er fjallað um
hvernig samræða landslagsins í
verkum Guðna leitar jafnvægis við
þá skynjun sem þetta viðfangsefni
veitir, hvernig Guðna tekst að
töfra fram þær fíngerðu sjónhverf-
ingar sem fært hafa honum við-
urkenningu og aðdáun svo margra.
Þegar Guðni hóf nám við Mynd-
lista- og handíðaskólann árið 1980
var málverkið nýlega aftur komið í
tísku með skvettum og slettum. Á
skólaárunum gusaði hann málningu
á strigann, lét hana leka í dropatali
eða bókstaflega rigna á léreftið.
Þegar Guðni afhjúpaði verk sín í
Nýlistasafninu árið 1985 urðu
áhorfendur heillaðir. Persónuleg
efnistök og sérstæð nálgun Guðna
gerði það að verkum að honum var
strax hampað og hann lauk námi
sem boðberi nýrrar sýnar á eitt-
hvað sem kallast gat séríslenskt.
Guðni hafði enduruppgötvað og
endurreist íslensku landslagshefð-
ina sem listheimurinn var búinn að
afskrifa sem dauða og úr sér
gengna. Síðan hafa margir mynd-
listarmenn fetað í spor hans þannig
að úr hefur orðið nýr skóli ís-
lenskrar landslagslistar.
Síðasta sýningar-
helgi Guðna
Morgunblaðið/Kristján
Frumherji Sýningu Georgs Guðna í
Listasafninu lýkur á morgun.
ÍÞRÓTTA- og tómstundaskóla KA lauk í gær, en haldin
eru námskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára þar sem
farið er í helstu íþróttir; sund, boltaleiki, óvissuferðir
og fleira. Skólinn hefur staðið fyrir tveggja vikna nám-
skeiðum á sumrin undanfarin ár. Umsjónarmenn voru
Edda L. Kristjánsdóttir og Inga Dís Sigurðardóttir.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Íþrótta- og tómstundaskólanum lokið
MINJASAFN Akureyrar býður til
sögugöngu um Oddeyrina í dag kl
14.
Margs konar atvinnustarfsemi
hefur verið á eyrinni, fiskvinnsla,
matvælaiðnaður og þjónusta, og
henni tengjast nokkrir þekktir ein-
staklingar úr sögu Akureyrar.
Fyrir þá sem eru áhugasamir um
liðna tíma er því kærkomið að rifja
þá upp með Hönnu Rósu Sveins-
dóttur, sérfræðingi á Minjasafninu,
sem mun veita svör við spurn-
ingum svo sem: Hvenær er manna-
ferða fyrst getið á Oddeyrinni?
Hvað fór fram í Gránufélagshús-
unum?
Allir eru velkomnir, en ekkert
þátttökugjald er í gönguna sem
tekur um tvo tíma og hentar öll-
um. Lagt verður af stað frá Gránu-
félagshúsunum, Strandgötu 49.
Söguganga um Oddeyrina
Mörgum spurningum svarað
Ljósmynd/Hörður Geirsson
Eyrin Áhugasamir geta í dag fræðst
um Sweizerstíl í sögugöngu.
ÓPERA Skagafjarðar mun í sam-
vinnu við Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands sýna óperuna La Traviata
eftir G. Verdi á Akureyrarvöku kl.
16 í íþróttahúsinu við Glerárskóla.
Hljómsveitarstjóri verður Guð-
mundur Óli Gunnarsson, leikstjóri
og sögumaður Guðrún Ásmunds-
dóttir og listrænn stjórnandi er
Alexandra Chernyshova. Alex-
andra mun einnig vera einsöngvari
ásamt Ara J. Sigurðssyni, Þórhalli
Barðasyni, Jóhannesi Gíslasyni, Ír-
isi Baldvinsdóttur og Sigríði Ingi-
marsdóttur. Einnig kemur fram
kór Óperu Skagafjarðar og 14
manna kammerhljómsveit Sinfón-
íuhljómsveitarinnar. Forsala miða
verður í Pennanum Akureyri, midi-
.is og Kaupþingi á Sauðárkróki.
Flytja Verdi á Akureyrarvöku