Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » Skammt er síðan seðla-banki Bandaríkjanna ákvað að lækka ekki stýrivexti sína þrátt fyrir að ólgan væri þá þegar hafin. » Þá leið sem bankinn fernú túlka menn sem svo að bankinn telji vandann liggja í aðgengi að lánsfé, en ekki lánskostnaði. » Ekki er talið útilokað aðstýrivaxtalækkun fylgi. VERÐ Á hlutabréfum hækkaði í Evr- ópu og Bandaríkjunum eftir að Seðla- banki Bandaríkjanna ákvað að lækka vexti til fjármálastofnana um 0,5%. Þetta þýðir að í stað þess að lána- stofnanir greiði 6,25% í vexti af því fé sem þær fá að láni hjá Seðlabankan- um greiða þær nú 5,75% vexti. Stýri- vextir bankans eru hins vegar óbreyttir eða 5,25%. Úrvalsvísitala kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 2,94% og sam- norræna OMXN40 vísitalan hækkaði um 2,28%. Í upphafi viðskipta í gær var upplitið á evrópskum hlutabréfa- mörkuðum ekki bjart, einkum vegna mjög mikillar lækkunar í Asíu. Má sem dæmi nefna að japanska Nikkei- vísitalan lækkaði um ein 5,42%. Eftir að fréttir bárust af vaxta- lækkuninni í Bandaríkjunum réttu markaðirnir hins vegar úr kútnum. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 3,5% og þýska DAX um 1,49%. Vestanhafs hækkaði Dow Jones um 1,8% og er nú 4,9% hærri en í árs- byrjun. Nasdaq hækkaði um 2,2% og S&P um 2,5%, sem er mesta hækkun síðan í apríl 2003. Fjallað var um vaxtalækkunina í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans og kemur þar fram að með henni vilji seðlabankinn auðvelda fjármálastofnunum aðgang að lánsfé og létta þar með á þeirri miklu spennu sem einkennt hefur markað- inn síðustu vikur með lækkun dag- lánavaxta. Ný fjármögnunarleið Í frétt Financial Times kemur fram að seðlabankinn telji að aðstæður á fjármálamarkaði hafi versnað svo mikið undanfarið að frekari hagvexti stafi af því ógn. Undanfarna daga hafa seðlabankar víða um heim veitt fjármagn inn á fjármálamarkaði í von um að minnka þá óvissu sem þar hefur ríkt, meðal annars vegna vanskila á bandarískum húsnæðislánum. Í Vegvísinum segir að fremur fátítt sé að gripið sé til aðgerða af þessu tagi þar sem stjórn peningamála í Bandaríkjunum byggist fyrst og fremst á því að halda vöxtum á milli- bankamarkaði sem næst stýrivöxtum. Vöxtum á lánum til fjármálastofnana sé haldið einu prósentustigi yfir stýri- vöxtum, sem þýðir að þessi lán eru sjaldan nýtt. Með því að lækka vexti á lánunum sé seðlabankinn í raun að opna tímabundið nýja fjármögnunar- leið fyrir lánastofnanir. Vaxtalækkun slær á áhyggjur á markaði Reuters Hækkun Evrópskar vísitölur hækk- uðu í gær þrátt fyrir að útlitið hefði ekki verið bjart í gærmorgun. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 2,94% í Kauphöll OMX á Íslandi í gær, eftir miklar lækkanir daginn áð- ur, og er lokagildi vísitölunnar 7.794,91 stig. Exista hækkaði um 4,97%, Landsbankinn um 3,33%, FL Group um 3,31% og Kaupþing um 3,22%. Mjög miklar sveiflur voru á gengi krónunnar í gær og nam velta á markaði 64,3 milljörðum króna. Svo fór að krónan styrktist um 0,79%. Viðsnúningur á hlutabréfamarkaði ● GLITNIR hef- ur fengið heim- ild fjármálaeft- irlits Finnlands til að eignast FIM Group Cor- poration og hefur Glitnir banki eignast 100% hlutafjár í FIM. Ekki hefur verið ákveðið það verð sem þeir hluthafar í FIM sem eru í innlausnarferlinu fá en þeir munu eingöngu eiga rétt á ákveðnu inn- lausnarverði og vöxtum skv. því verði. FIM verður í kjölfarið skráð af aðallista finnsku kauphallarinnar. Glitnir fær að eignast FIM að fullu ● FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu frá 10. ágúst til og með 16. ágúst 2007 var 199. Þar af voru 167 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.739 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,8 milljónir króna. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði um 1,4% frá fyrra mánuði. Undanfarið ár hefur hún hækkað um 12,7%. Þinglýstir kaupsamn- ingar 199 talsins ● EIMSKIP steig nýtt skref á Asíu- markaði í gær er félagið opnaði skrifstofu í Japan. Skrifstofan er staðsett í Tókýó og er sú fimmta í Asíu og sú fyrsta utan Kína, en um- svif Eimskips í Asíu og á Kyrra- hafssvæðinu eru nú ört vaxandi. Hin nýja starfsstöð mun bjóða upp á al- hliða flutningaþjónustu til fyrirtækja í Japan, má þar nefna umboðsþjón- ustu í skipaflutningum, innflutnings- og útflutningsþjónustu, auk frysti- og kæligeymslu. Þá hefur Eimskip Jap- an þegar hafið rekstur á einu stór- flutningaskipi. Framkvæmdastjóri Eimskip Japan er Yoshito Oyanagi, en hann hefur mikla reynslu af flutningastarfsemi í Japan. Eimskip opnar skrifstofu í Japan Yokohama-höfn, sunnan við Tókýó. FØROYA Banki ætlar að opna útibú í Danmörku á fyrsta ársfjórð- ungi 2008 undir nafni Føroya Banka. Í tilkynningu kemur fram að tveir danskir bankamenn muni stýra starfseminni í Danmörku, Carlo Chow, sem verður forstjóri og Kim Linnemann, sem verður framkvæmdastjóri Føroya Banka í Danmörku. Kemur þetta fram í til- kynningu. Eigið fé danska bankans, Føroya Bank A/S, verður 300 milljónir danskra króna, jafngildi um 3,7 milljarða íslenskra króna. Mun þetta vera til þess að honum sé kleift að þjónusta stærri við- skiptavini. Føroya Banki í Fær- eyjum mun eiga 92% hlutafjár í danska bankanum og afgangurinn verður í eigu stjórnenda og lykil- starfsmanna hans. Auka vöruúrvalið Føroya Bank A/S mun verða opn- aður á fyrri hluta næsta árs og er gert ráð fyrir að starfsmenn verði um 20 talsins. Er ætlunin að danski bankinn leggi áherslu á fjárfestingabanka- starfsemi og eignastýringu og þannig auka vöruúrval Føroya Banka almennt. Þá mun útrás Føroya Banka til Danmerkur gera það að verkum að hann verður ekki eins háður fær- eysku efnahagslífi og viðkvæmur fyrir sveiflum í því. Føroya Banki er skráður í Kaup- höll OMX á Íslandi og Danmörku. Opnar í Danmörku              !    ! " ! ""     $% '  !! " "    ()  *+ !!"                 !" #$$  ! " #$   "%&!  '  , -  . / 0 ,, 1 -  . / 0 &2  / 0 $ -  . / 0 -  3, / 0 4 0 & ,.  67 -  . / 0  .8 3, / 0 3, 5 / 0 7 $/ / 0      $9 030 / 0 %:  / 0 ; / 0 ' $ $(   %& <=) / 0 '7   -  . / 0 ' 7 / 0 '  7 >  >?$ &, , $  -  . / 0 $@ : 677 -  . / 0   / 0 "A/ 9 / 0 % :    1 / 0 B  1 / 0 %$& )$&* +  % C : '  C0 4 -  / 0 4 .9 / 0 ,% -%.& $   " " "    " ""   !" !"  " "  " ""   ! !  " "    "  "  "                                                 B,.  %3 D ,  .  F*0GH<0+G= ))*0**=0(+* (0=(*0+H=0(I< GH+0H(G0G+F F0+*H0+I=0)*( (GI0FFH0F+= (<+0(IG0=*( )0<<*0(IF0(IF (0H+<0I=*0(*( FH0FFG0<H) (F0)HI0F)G0))F (**0FFH0((G I0GF*0(GF <H=0=++  F+0H*G0F+< G0**(0<(H *=0+<)0=+F  *F0+I=0)I< H)=0G++ *)<0F(<0H**    (FH0)F<0(++   GJG+ =*JI+ <+J*) F*JH+ F=J=) <HJ+) F)J=) (+H+J++ <GJ)+ (HJ<+ )JFI (+<J)+ FJG( )JHF (+()J++ =I+J++ (JI( FFGJ++ )JH+ HFJ)+ <HJG+ FGI*J++ GJG* =)J*+ <+J=) F)J+) F=JG+ <HJ() F)JG) (+H(J++ <GJI) (HJ*+ )J<+ (+*J)+ FJG) )JH= (+FGJ++ =I)J++ (JIF F<FJ++ )JHG H<J++ F(J)+ *+JF+ FH++J++ ((J)+ =JI) $91 ,. (F *= F<= I* (<+ F( FH *+H ()I () (FG <I (+ F  I (H F*  FH ( (=    ()     ,0   (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I F+0I0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I H0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I H0G0F++I (=0G0F++I F)0I0F++I (I0G0F++I (G0I0F++I F+0=0F++I ● TESSERA Holding ehf., sem gerði yfirtökutilboð í Mosaic Fashions fyrr á árinu, hefur ákveðið að innkalla úti- standandi hlutafé í Mosaic. Þetta er hægt í krafti eignarhlutar sem er stærri en 90% en Tessera hafði við lok viðskipta í fyrradag eignast 99,8% hlut í Mosaic. Í tilkynningu til kauphallar OMX á Íslandi kemur fram að þegar inn- lausnarferlinu er lokið verði óskað eftir afskráningu Mosaic úr kauphöll- inni enda uppfyllir félagið ekki lengur skilyrði um skráningu. Innlausn beitt Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is KAUPHÖLLIN í Dubai hefur boðið 27,7 milljarða sænskra króna til yf- irtöku á norrænu kauphöllinni OMX. Tilboðið hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, samanborið við 198 krónu tilboð bandarísku kauphallarinnar Nasdaq í maí. Samkvæmt yfirlýsingu frá ráða- mönnum í Dubai hefur kauphöllin vilyrði fjárfesta fyrir 28,4% hlut í OMX, en fyrr í mánuðinum voru fest kaup á 4,9% hlut. Nasdaq segist enn hafa mikinn áhuga á OMX og hvetur hluthafa til að styðja tilboð þeirra, sem þeir telja heppilegra þó fjárupphæðin sé lægri. Forsvarsmenn Nasdaq segja samlegðaráhrifin af sameiningu við OMX muni nema í það minnsta 150 milljónum dollara á ári. Sambærileg tala liggur ekki fyrir hjá Kauphöll Dubai. Haft er eftir ráðamönnum hennar að viðskiptin myndu styrkja tengsl Stokkhólms sem fjármálamiðstöðvar við Mið- austurlönd og Asíu. Víst má ætla að leiðandi tækni OMX kitli eigendur Kauphallarinnar í Dubai. Meiri samleið með Nasdaq Ekki er öll von úti hjá Nasdaq um stuðning núverandi hluthafa. Inve- stor AB, sem er stærsti hluthafinn í OMX með 10,7% hlut, segir að boð Dubai sé ekki endilega betra þótt krónutalan sé hærri. Helsta ástæðan eru samlegð- aráhrif, eða skortur á þeim. Í sam- tali við sænska fréttavefinn Dagens Industri segir upplýsingafulltrúi Investor að félagið sjái þýðing- armikla samleið með Nasdaq og OMX og markaðssvæðum þeirra. Slík áhrif séu ekki eins ljós þegar litið er til mögulegrar sameiningar við Dubai, þetta kunni að vega upp á móti fjárhæðunum til lengri tíma litið. Bæði tilboðin verði þó skoðuð. Sænska ríkið á 6,6% hlut í OMX, og kvaðst munu skoða bæði tilboðin einnig. Þá mun fjármálaeftirlitið í Svíþjóð kanna hvort heimildir séu fyrir sameiningunum. Athygli vekur að forstjóri Kaup- hallarinnar í Dubai er Per Larsson, fyrrum forstjóri OMX. Dubai býð- ur í OMX Reuters Fjárfestar Kauphöllin í Dubai. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAMSON Properties, fasteigna- félag í eigu Samson eignarhalds- félags, eignaðist í gær að fullu verslunarmiðstöð í Vantaa-hverfinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Með kaupunum er Samson Proper- ties orðið stærsti erlendi fasteigna- eigandinn í Þúsund vatna landinu. Heildarvirði fasteigna Samson Pro- perties í landinu er um 635 millj- ónir evra, jafngildi um 59,1 millj- arðs króna, og er samanlagður fermetrafjöldi tæplega 230 þúsund. Því til viðbótar á Samson Pro- perties fasteignir í Danmörku, Króatíu, Búlgaríu og Tyrklandi auk Íslands og hefur umsjón með fasteignum á Spáni. Heildarverð- mæti eignasafns félagsins er um 1,7 milljarðar evra, jafngildi um 155 milljarða króna. Af þessu má sjá að meira en 37% eigna félagsins eru í Finnlandi, en að sögn Sveins Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Samson Properties, hafa verið mjög góð tækifæri á finnskum fasteignamarkaði. Verð á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hefur verið lægra þar en á hinum Norðurlöndunum auk þess sem efnahagsástandið í landinu er mjög gott. Sveinn segir Samson Properties hafa byrjað að fjárfesta í Finnlandi upp úr síðustu áramótum en félag- ið hefur einbeitt sér að því að kaupa skrifstofu- og verslunarhús- næði á besta stað í Helsinki og í Vantaa og Espoo, sem er útborg Helsinki. Viðskiptin þar í landi eru gerð í samstarfi við Royal Bank of Scotland og finnskt fyrirtæki er nefnist Ajanta. Stærsti erlendi fast- eignaeigandi Finnlands Morgunblaðið/Eggert Helsinki Stærstur hluti eigna Samson Properties er í borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.