Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 14

Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » Skammt er síðan seðla-banki Bandaríkjanna ákvað að lækka ekki stýrivexti sína þrátt fyrir að ólgan væri þá þegar hafin. » Þá leið sem bankinn fernú túlka menn sem svo að bankinn telji vandann liggja í aðgengi að lánsfé, en ekki lánskostnaði. » Ekki er talið útilokað aðstýrivaxtalækkun fylgi. VERÐ Á hlutabréfum hækkaði í Evr- ópu og Bandaríkjunum eftir að Seðla- banki Bandaríkjanna ákvað að lækka vexti til fjármálastofnana um 0,5%. Þetta þýðir að í stað þess að lána- stofnanir greiði 6,25% í vexti af því fé sem þær fá að láni hjá Seðlabankan- um greiða þær nú 5,75% vexti. Stýri- vextir bankans eru hins vegar óbreyttir eða 5,25%. Úrvalsvísitala kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 2,94% og sam- norræna OMXN40 vísitalan hækkaði um 2,28%. Í upphafi viðskipta í gær var upplitið á evrópskum hlutabréfa- mörkuðum ekki bjart, einkum vegna mjög mikillar lækkunar í Asíu. Má sem dæmi nefna að japanska Nikkei- vísitalan lækkaði um ein 5,42%. Eftir að fréttir bárust af vaxta- lækkuninni í Bandaríkjunum réttu markaðirnir hins vegar úr kútnum. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 3,5% og þýska DAX um 1,49%. Vestanhafs hækkaði Dow Jones um 1,8% og er nú 4,9% hærri en í árs- byrjun. Nasdaq hækkaði um 2,2% og S&P um 2,5%, sem er mesta hækkun síðan í apríl 2003. Fjallað var um vaxtalækkunina í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans og kemur þar fram að með henni vilji seðlabankinn auðvelda fjármálastofnunum aðgang að lánsfé og létta þar með á þeirri miklu spennu sem einkennt hefur markað- inn síðustu vikur með lækkun dag- lánavaxta. Ný fjármögnunarleið Í frétt Financial Times kemur fram að seðlabankinn telji að aðstæður á fjármálamarkaði hafi versnað svo mikið undanfarið að frekari hagvexti stafi af því ógn. Undanfarna daga hafa seðlabankar víða um heim veitt fjármagn inn á fjármálamarkaði í von um að minnka þá óvissu sem þar hefur ríkt, meðal annars vegna vanskila á bandarískum húsnæðislánum. Í Vegvísinum segir að fremur fátítt sé að gripið sé til aðgerða af þessu tagi þar sem stjórn peningamála í Bandaríkjunum byggist fyrst og fremst á því að halda vöxtum á milli- bankamarkaði sem næst stýrivöxtum. Vöxtum á lánum til fjármálastofnana sé haldið einu prósentustigi yfir stýri- vöxtum, sem þýðir að þessi lán eru sjaldan nýtt. Með því að lækka vexti á lánunum sé seðlabankinn í raun að opna tímabundið nýja fjármögnunar- leið fyrir lánastofnanir. Vaxtalækkun slær á áhyggjur á markaði Reuters Hækkun Evrópskar vísitölur hækk- uðu í gær þrátt fyrir að útlitið hefði ekki verið bjart í gærmorgun. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 2,94% í Kauphöll OMX á Íslandi í gær, eftir miklar lækkanir daginn áð- ur, og er lokagildi vísitölunnar 7.794,91 stig. Exista hækkaði um 4,97%, Landsbankinn um 3,33%, FL Group um 3,31% og Kaupþing um 3,22%. Mjög miklar sveiflur voru á gengi krónunnar í gær og nam velta á markaði 64,3 milljörðum króna. Svo fór að krónan styrktist um 0,79%. Viðsnúningur á hlutabréfamarkaði ● GLITNIR hef- ur fengið heim- ild fjármálaeft- irlits Finnlands til að eignast FIM Group Cor- poration og hefur Glitnir banki eignast 100% hlutafjár í FIM. Ekki hefur verið ákveðið það verð sem þeir hluthafar í FIM sem eru í innlausnarferlinu fá en þeir munu eingöngu eiga rétt á ákveðnu inn- lausnarverði og vöxtum skv. því verði. FIM verður í kjölfarið skráð af aðallista finnsku kauphallarinnar. Glitnir fær að eignast FIM að fullu ● FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu frá 10. ágúst til og með 16. ágúst 2007 var 199. Þar af voru 167 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.739 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,8 milljónir króna. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði um 1,4% frá fyrra mánuði. Undanfarið ár hefur hún hækkað um 12,7%. Þinglýstir kaupsamn- ingar 199 talsins ● EIMSKIP steig nýtt skref á Asíu- markaði í gær er félagið opnaði skrifstofu í Japan. Skrifstofan er staðsett í Tókýó og er sú fimmta í Asíu og sú fyrsta utan Kína, en um- svif Eimskips í Asíu og á Kyrra- hafssvæðinu eru nú ört vaxandi. Hin nýja starfsstöð mun bjóða upp á al- hliða flutningaþjónustu til fyrirtækja í Japan, má þar nefna umboðsþjón- ustu í skipaflutningum, innflutnings- og útflutningsþjónustu, auk frysti- og kæligeymslu. Þá hefur Eimskip Jap- an þegar hafið rekstur á einu stór- flutningaskipi. Framkvæmdastjóri Eimskip Japan er Yoshito Oyanagi, en hann hefur mikla reynslu af flutningastarfsemi í Japan. Eimskip opnar skrifstofu í Japan Yokohama-höfn, sunnan við Tókýó. FØROYA Banki ætlar að opna útibú í Danmörku á fyrsta ársfjórð- ungi 2008 undir nafni Føroya Banka. Í tilkynningu kemur fram að tveir danskir bankamenn muni stýra starfseminni í Danmörku, Carlo Chow, sem verður forstjóri og Kim Linnemann, sem verður framkvæmdastjóri Føroya Banka í Danmörku. Kemur þetta fram í til- kynningu. Eigið fé danska bankans, Føroya Bank A/S, verður 300 milljónir danskra króna, jafngildi um 3,7 milljarða íslenskra króna. Mun þetta vera til þess að honum sé kleift að þjónusta stærri við- skiptavini. Føroya Banki í Fær- eyjum mun eiga 92% hlutafjár í danska bankanum og afgangurinn verður í eigu stjórnenda og lykil- starfsmanna hans. Auka vöruúrvalið Føroya Bank A/S mun verða opn- aður á fyrri hluta næsta árs og er gert ráð fyrir að starfsmenn verði um 20 talsins. Er ætlunin að danski bankinn leggi áherslu á fjárfestingabanka- starfsemi og eignastýringu og þannig auka vöruúrval Føroya Banka almennt. Þá mun útrás Føroya Banka til Danmerkur gera það að verkum að hann verður ekki eins háður fær- eysku efnahagslífi og viðkvæmur fyrir sveiflum í því. Føroya Banki er skráður í Kaup- höll OMX á Íslandi og Danmörku. Opnar í Danmörku              !    ! " ! ""     $% '  !! " "    ()  *+ !!"                 !" #$$  ! " #$   "%&!  '  , -  . / 0 ,, 1 -  . / 0 &2  / 0 $ -  . / 0 -  3, / 0 4 0 & ,.  67 -  . / 0  .8 3, / 0 3, 5 / 0 7 $/ / 0      $9 030 / 0 %:  / 0 ; / 0 ' $ $(   %& <=) / 0 '7   -  . / 0 ' 7 / 0 '  7 >  >?$ &, , $  -  . / 0 $@ : 677 -  . / 0   / 0 "A/ 9 / 0 % :    1 / 0 B  1 / 0 %$& )$&* +  % C : '  C0 4 -  / 0 4 .9 / 0 ,% -%.& $   " " "    " ""   !" !"  " "  " ""   ! !  " "    "  "  "                                                 B,.  %3 D ,  .  F*0GH<0+G= ))*0**=0(+* (0=(*0+H=0(I< GH+0H(G0G+F F0+*H0+I=0)*( (GI0FFH0F+= (<+0(IG0=*( )0<<*0(IF0(IF (0H+<0I=*0(*( FH0FFG0<H) (F0)HI0F)G0))F (**0FFH0((G I0GF*0(GF <H=0=++  F+0H*G0F+< G0**(0<(H *=0+<)0=+F  *F0+I=0)I< H)=0G++ *)<0F(<0H**    (FH0)F<0(++   GJG+ =*JI+ <+J*) F*JH+ F=J=) <HJ+) F)J=) (+H+J++ <GJ)+ (HJ<+ )JFI (+<J)+ FJG( )JHF (+()J++ =I+J++ (JI( FFGJ++ )JH+ HFJ)+ <HJG+ FGI*J++ GJG* =)J*+ <+J=) F)J+) F=JG+ <HJ() F)JG) (+H(J++ <GJI) (HJ*+ )J<+ (+*J)+ FJG) )JH= (+FGJ++ =I)J++ (JIF F<FJ++ )JHG H<J++ F(J)+ *+JF+ FH++J++ ((J)+ =JI) $91 ,. (F *= F<= I* (<+ F( FH *+H ()I () (FG <I (+ F  I (H F*  FH ( (=    ()     ,0   (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I F+0I0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I H0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I (I0G0F++I H0G0F++I (=0G0F++I F)0I0F++I (I0G0F++I (G0I0F++I F+0=0F++I ● TESSERA Holding ehf., sem gerði yfirtökutilboð í Mosaic Fashions fyrr á árinu, hefur ákveðið að innkalla úti- standandi hlutafé í Mosaic. Þetta er hægt í krafti eignarhlutar sem er stærri en 90% en Tessera hafði við lok viðskipta í fyrradag eignast 99,8% hlut í Mosaic. Í tilkynningu til kauphallar OMX á Íslandi kemur fram að þegar inn- lausnarferlinu er lokið verði óskað eftir afskráningu Mosaic úr kauphöll- inni enda uppfyllir félagið ekki lengur skilyrði um skráningu. Innlausn beitt Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is KAUPHÖLLIN í Dubai hefur boðið 27,7 milljarða sænskra króna til yf- irtöku á norrænu kauphöllinni OMX. Tilboðið hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, samanborið við 198 krónu tilboð bandarísku kauphallarinnar Nasdaq í maí. Samkvæmt yfirlýsingu frá ráða- mönnum í Dubai hefur kauphöllin vilyrði fjárfesta fyrir 28,4% hlut í OMX, en fyrr í mánuðinum voru fest kaup á 4,9% hlut. Nasdaq segist enn hafa mikinn áhuga á OMX og hvetur hluthafa til að styðja tilboð þeirra, sem þeir telja heppilegra þó fjárupphæðin sé lægri. Forsvarsmenn Nasdaq segja samlegðaráhrifin af sameiningu við OMX muni nema í það minnsta 150 milljónum dollara á ári. Sambærileg tala liggur ekki fyrir hjá Kauphöll Dubai. Haft er eftir ráðamönnum hennar að viðskiptin myndu styrkja tengsl Stokkhólms sem fjármálamiðstöðvar við Mið- austurlönd og Asíu. Víst má ætla að leiðandi tækni OMX kitli eigendur Kauphallarinnar í Dubai. Meiri samleið með Nasdaq Ekki er öll von úti hjá Nasdaq um stuðning núverandi hluthafa. Inve- stor AB, sem er stærsti hluthafinn í OMX með 10,7% hlut, segir að boð Dubai sé ekki endilega betra þótt krónutalan sé hærri. Helsta ástæðan eru samlegð- aráhrif, eða skortur á þeim. Í sam- tali við sænska fréttavefinn Dagens Industri segir upplýsingafulltrúi Investor að félagið sjái þýðing- armikla samleið með Nasdaq og OMX og markaðssvæðum þeirra. Slík áhrif séu ekki eins ljós þegar litið er til mögulegrar sameiningar við Dubai, þetta kunni að vega upp á móti fjárhæðunum til lengri tíma litið. Bæði tilboðin verði þó skoðuð. Sænska ríkið á 6,6% hlut í OMX, og kvaðst munu skoða bæði tilboðin einnig. Þá mun fjármálaeftirlitið í Svíþjóð kanna hvort heimildir séu fyrir sameiningunum. Athygli vekur að forstjóri Kaup- hallarinnar í Dubai er Per Larsson, fyrrum forstjóri OMX. Dubai býð- ur í OMX Reuters Fjárfestar Kauphöllin í Dubai. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAMSON Properties, fasteigna- félag í eigu Samson eignarhalds- félags, eignaðist í gær að fullu verslunarmiðstöð í Vantaa-hverfinu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Með kaupunum er Samson Proper- ties orðið stærsti erlendi fasteigna- eigandinn í Þúsund vatna landinu. Heildarvirði fasteigna Samson Pro- perties í landinu er um 635 millj- ónir evra, jafngildi um 59,1 millj- arðs króna, og er samanlagður fermetrafjöldi tæplega 230 þúsund. Því til viðbótar á Samson Pro- perties fasteignir í Danmörku, Króatíu, Búlgaríu og Tyrklandi auk Íslands og hefur umsjón með fasteignum á Spáni. Heildarverð- mæti eignasafns félagsins er um 1,7 milljarðar evra, jafngildi um 155 milljarða króna. Af þessu má sjá að meira en 37% eigna félagsins eru í Finnlandi, en að sögn Sveins Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Samson Properties, hafa verið mjög góð tækifæri á finnskum fasteignamarkaði. Verð á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hefur verið lægra þar en á hinum Norðurlöndunum auk þess sem efnahagsástandið í landinu er mjög gott. Sveinn segir Samson Properties hafa byrjað að fjárfesta í Finnlandi upp úr síðustu áramótum en félag- ið hefur einbeitt sér að því að kaupa skrifstofu- og verslunarhús- næði á besta stað í Helsinki og í Vantaa og Espoo, sem er útborg Helsinki. Viðskiptin þar í landi eru gerð í samstarfi við Royal Bank of Scotland og finnskt fyrirtæki er nefnist Ajanta. Stærsti erlendi fast- eignaeigandi Finnlands Morgunblaðið/Eggert Helsinki Stærstur hluti eigna Samson Properties er í borginni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.