Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 24
Það var annaðhvort að seljaog bæta við sig herbergimeð tilheyrandi kostnaðieða að endurhugsa allt
rýmið,“ segir húsmóðirin á heim-
ilinu á meðan hún leiðir blaðamann
og ljósmyndara inn í bjarta og
skemmtilega íbúð. Fjölskyldan
hafði hins vegar engan sérstakan
hug á að flytja, enda kunna þau af-
skaplega vel við sig í þessu rólega
og gróna hverfi og ekki spillir fyrir
að róluvöllur sem drengirnir tveir
á heimilinu kunna vel að meta
blasir við út um eldhúsgluggann.
Það var því ákveðið að ráðast í
framkvæmdir.
„Þar sem að þetta er ekki stór
íbúð, 88 m², og nýta þarf hvert
horn ákváðum við strax að hafa
arkitekt með í ráðum. Ég byrjaði
því á að setja mig í samband við
Ingunni Hafstað, sem rekur teikni-
stofuna Arktíka, og fékk hana til
að koma með hugmyndir.“
Ákveðið var að gera íbúðina
opnari, stækka hurðarop og fjar-
lægja veggi. „Það fór mikið pláss í
gang sem lá eftir íbúðinni endi-
langri, auk þess sem dökkur ma-
hóníviður á gólfum og hurðum
gerði hana dimma,“ segir Ingunn
Hafstað um breytingarnar. „Með
því að fjarlægja vegg milli stofu og
gangs og opna meira inn í eldhúsið
þá hefur náðst að nýta plássið sem
áður fór í dimman gang. Að auki
er núna góð tenging milli borð-
stofu og eldhúss en það var líka
markmiðið og öll íbúin er orðin
bjartari.“
Ljós eik sem er notuð er í gólf,
innréttingar og hurðar ásamt ljós-
um veggjum á svo sinn þátt í að
auka birtu og rýmiskennd.
Breyttir notkunarmöguleikar
Fjölskyldan flutti út í sex vikur
á meðan að á framkvæmdunum
stóð en auk þess að brjóta veggi,
var skipt um eldhúsinnréttingu,
hurðir, skápa, gólfefni og rafmagn.
„Hún var tekin algjörlega í gegn
og þegar það var dregið í nýtt raf-
magn kom í ljós að við höfðum
ekki einu sinni haft jarðtengingu,“
segir húsmóðirin og bætir við að
breytingarnar hafi haft heilmikil
áhrif á það hvernig fjölskyldan
noti húsnæðið.
„Strákarnir hafa til dæmis nú
gert rýmið sem áður fór undir
gang að sínu leiksvæði og það
hentar okkur vel þegar við sitjum
við matarborðið eða inni í stofu.
Sömuleiðis þarf nú ekki að nálgast
borðstofuborðið eftir krókaleiðum
heldur er tengingin við eldhúsið
bein.“
Það felst líka óneitanlega tölu-
verð hagkvæmni í því að gera
borðstofuna að framlengingu á eld-
húsinu og eyða ekki miklu plássi
undir bæði eldhús- og borðstofu-
borð. Fráleggsborð á hjólum, sem
gengur haganlega undir borðplöt-
una við eldhúsgluggann, eykur svo
enn á þessa tengingu þar sem að
auðvelt er að rúlla því fram þegar
að boðið er til veislu, ekki síður en
að leyfa því að gegna hlutverki
teikniborðs fyrir drengina.
Dauða rýmið sem venjulega
myndast í hornskáp eldhúsinnrétt-
inga hefur þá einnig fengið nýtt og
skemmtilegt hlutverk. „Ingunn
kom með þá hugmynd að grynnka
hornskápinn og nýta plássið þess í
stað sem skóskáp með efri hillum
fyrir húfur vettlinga og þess hátt-
ar á ganginum sem er hinu megin
við vegginn og sú útfærsla virkar
frábærlega.“
Og rýmisnýtnin skilar sér á
fleiri stöðum á heimilinu, því að
bókahillurnar í borðstofunni eru
verk húsbóndans. „Þegar að pláss-
ið er lítið gengur náttúrlega ekki
að taka 40 cm dýpi undir bókahill-
ur þegar meðalbókin er engan veg-
in svo breið,“ segir hann og málið
var leyst fyrir nokkrum árum með
því að sérsmíða 20 cm breiða bóka-
hillu sem rúmar vel lesefni fyrir
bókaorma.
Frumlegt flokkunarkerfi
Bækur geta líka vel verið stof-
ustáss og sér til gaman hefur hús-
móðirin á heimilinu komið sér upp
allsérstæðu flokkunarkerfi. „Ég
var orðin svo leið á að raða þeim
eftir venjulegum leiðum í hilluna
þannig að ég ákvað raða í nokkrar
hillur eftir lit,“ og það leynir sér
ekki að gult, rautt og blátt lita-
þema má finna í hinum ýmsu hill-
Hvert horn
úthugsað
Allt litrófið Bókunum er raðað eftir lit í þessar hillur sem eru sérlega grunnar og sérhannaðar af húsbóndanum.
Lausn Áður var þarna langur og þröngur gangur sem nýttist illa, en með því
að opna inn í borðstofuna skapast nýtt rými og aukin tenging við eldhúsið.
Í gróinni íbúðagötu í Vesturbænum býr fjögurra
manna fjölskylda sem kann vel þá list að nýta plássið.
Nýlega tóku þau íbúðina, sem þau hafa búið í sl. 10 ár,
algjörlega í gegn og útkoman felur í sér gjörbreytta
notkunarmöguleika. Anna Sigríður Einarsdóttir brá
sér í heimsókn.
Maddama Húsfreyjan hefur afskaplega gaman af gömlum munum og ber
heimilið þess skemmtileg merki.
lifun
24 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ