Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún IngaSigurgeirs-
dóttir fæddist í Mó-
eiðarhvolshjáleigu í
Rangárvallasýslu,
2. október 1941.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 12. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðríður Guð-
mundsdóttir, f. 14.
nóvember 1918, d.
24. febrúar 1996 og
Sigurgeir Ingvars-
son, f. 18. júlí 1914. Bræður Sig-
rúnar eru Guðmundur Birnir, f.
1970, kvæntur Sigrúnu Magn-
úsdóttur, dætur þeirra eru Ragn-
heiður Inga, f. 6. febrúar 1996,
Guðlaug Hildur, f. 16. mars 1999
og Magnea Reyndís, f. 8. ágúst
2004. 2) Gunnar Valgeir, f. 19.
október 1971, unnusta Kristina
Tyscenko. Sonur Gunnars Val-
geirs er Gunnar Gauti, f. 15.
ágúst 2002 og dóttir Kristinu er
Gerda Taujanskyté, f. 8. desem-
ber 1994. 3) Uppeldissonur frá
árinu 1969 er Pétur Kúld, f. 25.
mars 1954, kvæntur Margréti
Auði Óskarsdóttur. Synir þeirra
eru Pétur Kúld, f. 4. mars 1981,
Birkir Kúld, f. 1. ágúst 1984 og c)
Óskar Kúld, f. 11. apríl 1989.
Sigrún stundaði nám á Selfossi,
við Skógaskóla og Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, auk þess sem
hún var við nám í Danmörku.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
1944, kvæntur
Ágústu Traustadótt-
ur og Pálmar Sölvi,
f. 1952, kvæntur
Valgerði K. Sigurð-
ardóttur.
Fyrri maður Sig-
rúnar var Sigurður
Þorvaldsson og
eignuðust þau son-
inn Þorvald, f. 2.
ágúst 1963, d. 11.
febrúar 1992. Þau
skildu.
Seinni maður Sig-
rúnar er Reynir Val-
geirsson, f. 1943, synir þeirra
eru: 1) Sigurgeir, f. 27. ágúst
Elsku mamma, okkur skilur
að um tíma dauðans hönd.
Þó að hvíld sé þreyttum blessun,
og hægur byr að ljóssins strönd.
Þó er jafnan þungt að skilja:
Þokast nær mörg fögur mynd,
þegar hugur krýpur klökkur,
kær er minninganna lind.
Sérhvert barn á mæltri móður
margt að þakka, er samvist dvín.
Yfir brautir æskubreka
okkur leiddi höndin þín.
Því við bindum þöglum huga,
þýtt, með hlýrri vinamund,
þakkarkrans, sem tregatárin
tállaus vökva á kveðjustund.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkar hugsun með þér fer
yfir hafið. Hinum megin
horfnir vinir fagna þér.
Þó við dóminn skapa ei skiljum,
skýrist margt við kærleiks yl.
Lítil barnssál líka getur
leitað, saknað, fundið til.
Vinarkveðja okkar allra
er hér borin fram í dag,
kærleikshlý við hvílu þína,
er klukkur leika sorgarlag.
Fögur samstarfsmanna minning
mestur dýrðarsjóður er.
Blítt á leiði blómum vaggar
blærinn, sem um dalinn fer.
(Höf. ók.)
Sigurgeir, Valgeir,
Sigrún og Kristina.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
alls staðar fyllir þarfir manns.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Kveðja frá barnabörnum.
Það er sunnudagur og sólin skín í
heiði. Fallegur síðsumardagur eins og
margir bræður hans þetta sumarið.
En slæmar fréttir vekja okkur. Sig-
urgeir tengdafaðir minn hringir og til-
kynnir lát Sigrúnar dóttur sinnar.
Þetta er óvænt frétt þrátt fyrir veik-
indi Sigrúnar hin síðari ár. Það er
stutt síðan ég talaði við Sigrúnu og þá
var hún hress, kát og glöð og hafði
helst áhyggjur af mér.
Sigrún var elst af þremur börnum
Sigurgeirs Ingvarssonar og konu hans
Guðríðar Guðmundsdóttur. Þau
systkinin ólust upp á Selfossi þegar
kauptúnið var að byggjast upp. Þá
hefur Sigrún verið ung og glaðvær
kona og lífið brosað við henni. Hún
eignaðist sitt fyrsta barn, Þorvald og
síðar þá Sigurgeir og Valgeir. Þorvald
missti Sigrún ungan. Enginn getur
skilið hversu mikið áfall það er að
missa barnið sitt nema sá sem sjálfur
reynir.
Allt frá því að ég kynntist Sigrúnu
hefur hún átt stórt pláss í mínu hjarta.
Hún var mikil gæðakona þó að lífið léki
ekki alltaf við hana. Bar umhyggju fyr-
ir öðrum í ríkum mæli. Sérstaklega var
henni umhugað um föður sinn. Þau
voru náin og hjálpuðust mikið að.
Seinni árin bjuggu þau á sama hlaðinu
og þegar Sigrún var lasin var pabbi
hennar alltaf nærri og aðstoðaði hana.
Frá fæðingu var hún heilsutæp og
versnaði heilsa hennar hin síðari ár.
Það er ekkert líf að vera tengd við súr-
efnisvél allan sólarhringinn og fara
ekki út úr húsi. Þrátt fyrir það hélt hún
glaðværð sinni og góðu geði.
Ég man eftir því þegar Gauja sagði
mér frá því þegar Sigrún fæddist. Við
höfðum farið á fornar slóðir til að
skoða bæinn sem þau bjuggu á,
Móeiðarhvolshjáleigu. Gauja og Geiri
stóðu yfir rústum síns gamla bæjar.
Þetta hafði verið óeinangrað steinhús
og sagði Gauja mér að á veturna hefði
verið svo kalt í húsinu að rúmteppin
frusu föst við veggina. Ljósmóðirin var
móðir Sigurgeirs, Sigríður Steinsdótt-
ir húsfreyja á Minna- Hofi. Gauja hafði
fengið rauða hunda á meðgöngunni og
skaðaðist heyrn Sigrúnar og heilsa við
það.
Sigrún var lágvaxin og nett kona.
Hún hringdi oft í Pálmar bróður sinn
og spurði þá hvort litli-stóribróðir væri
heima. H ann var yngstur en hún elst
og minnst. Þá var talað lengi og spjall-
að um heima og geima. Sigrún var
spaugsöm og glaðlynd. Þegar krakk-
arnir mínir þrír höfðu vaxið henni yfir
höfuð ung að aldri hrópaði hún upp yfir
sig. ,,Hvað, ertu orðinn stærri en
frænka!“ Það var nú auðvelt því hún
var lítil og börnin mín hávaxin. Þeim
þótti mjög vænt um frænku sína og
hlógu að gríninu. Þau voru þakklát fyr-
ir gjafirnar hver jól þó að ríkidæminu
væri ekki fyrir að fara hjá henni, enda
öryrki og ekki er nú mulið undir þá hjá
þeim, sem yfir þeim málum ráða.
Elsku Geiri og fjölskyldur Sigur-
geirs og Valgeirs. Ég sendi ykkur inni-
legar samúðarkveðjur vegna andláts
Sigrúnar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikindaviðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Valgerður K. Sigurðardóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Það er ekki á óskalista að kveðja
Sigrúnu litlu frænku mína, sem ég tók
á móti þegar hún kom í þennan heim.
En heimurinn hefur svo sannarlega
ekki verið léttur yfirferðar fyrir hana.
Mikið mun ég sakna hennar. Að
heyra ekki lengur röddina þegar ég
hringdi og hún sagði glöð, Dóra
frænka, en gaman að heyra í þér, svo
var spjallað og það oft ansi lengi. Sig-
rún var bæði glöð og þakklát fyrir allt
sem fyrir hana var gert. Fylgdist af
einlægni með líðan og gjörðum mínum
og þeirra sem stóðu henni nær.
Alltaf voru bréf og kort frá Sigrúnu
minni þess eðlis að þau voru geymd og
lesin mörgum sinnum, seinast núna
fyrir örfáum dögum þegar ég stóð í
flutningum. Ekki datt mér í hug þegar
ég kvaddi hana á sunnudegi í byrjun
ágúst að það væri okkar síðasta sam-
verustund. Glaðar og hressar rædd-
um við um barnabörn og eins og vant
var þakkaði hún mér innilega fyrir að
nenna að koma í heimsókn og bjarta
brosið hennar mun fylgja mér og góð-
ar óskir.
Börn og barnabörn hafa misst góða
móður og ömmu, sem var svo stolt af
þeim og þreyttist aldrei á að lofa þau
fyrir gæði þeirra við sig. Þakka ber
öllum þeim sem héldu tryggð við hana
og heimsóttu í veikindum hennar í
gegnum árin.
Nú er Sigrún mín laus úr viðjum
veikinda og komin til ástvinanna, sem
hún saknaði oft svo sárt. Megi guð og
góðar vættir vernda okkur sem sökn-
um hennar. Geiri minn, þú varst klett-
urinn hennar sem ekkert haggaði,
enginn gæti átt betri föður en þig.
Nú hallar að hausti og áður en varir
kem ég í hópinn, þá tekur litla frænka
á móti mér og vísar mér veginn. Vertu
sæl mín ljúfa.
Þín,
Dóra frænka.
Elsku Sigrún með þessum orðum
kveðjum við þig:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Innilegustu samúðarkveðjur send-
um við til ykkar allra, Geiri, Sigurgeir,
Valli og fjölskyldur.
Guð veiti ykkur styrk og kraft á
þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning hennar.
Hildur og fjölskylda.
Elsku Sigrún
Huggun er okkur í þungum harmi
að vita þig lausa við sjúkdóms böl.
Hvílandi nú upp aðalföðurs barmi
hugljúfa, fríska og lausa við kvöl.
Ástvinir allir nú saman hér stöndum
og leitum að styrk kæri Drottinn til þín.
Trú á þig bindi os fastari böndum
nú að huggun í harmi við leitum til þín.
Á kveðjustund við erum hér
kæru vinir, frændur og frænkur.
Lífið kemur og lífið fer
en öll við hittumst um síðir aftur.
Nú kveðjum við þig kæri vinur
sem á förum ert í burtu hér.
En nú hittir þú alla ættmennina
sem farnir eru á undan þér.
(Höf. ók.)
Innilegar samúðarkveðjur sendum
við ykkur öllum Geiri, Sigurgeir, Valli
og fjölskyldur. Megi Guð veita ykkur
styrk á þessum erfiða tíma.
Valdís og fjölskylda.
Sigrún Inga
Sigurgeirsdóttir
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis á Melhaga 18,
lést þriðjudaginn 7. ágúst.
Sálumessa verður sungin fyrir henni, þriðjudaginn
21. ágúst kl. 13.00 í Kristskirkju í Landakoti.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
minningarkort Kristskirkju í Landakoti.
Einar Magnússon,
Steinunn Stefánsdóttir,
Sigrún Brynja Einarsdóttir, Magnús Rannver Rafnsson.
✝
Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma og
systir,
Pálína Kristín Björnsdóttir,
lést á hjúkrunarhemilinu Skjóli, laugardaginn
11. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Rósa Björg Andrésdóttir,
Andrés Páll Hallgrímsson, Ragnheiður Guðnadóttir,
Hallgrímur Valur Hallgrímsson, Kikki Kristine Koch,
Stefán Þór Hallgrímsson,
Ingibjörg Björnsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR GAUTI VALDIMARSSON,
Bröttuhlíð 10,
Akureyri,
lést mánudaginn 13. ágúst.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju, föstudaginn
24. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á líknarfélög.
Anna Lilja Valdimarsdóttir, Guðmundur A. Stefánsson,
Sigurður Valdimarsson, Sigrún Björk Kristinsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐLAUG ÓSK FJELDSTED
frá Raknadal,
Aðalstræti 71,
Patreksfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtu-
daginn 16. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björgvin Björgvinsson, Ingibjörg Svala Ólafsdóttir,
Kristín Guðlaug Björgvinsdóttir,
Þórarinn Helgi Bergsson, Deborah Leah Bergsson,
Kristín Ósk Bergsdóttir, Bergþór Smári Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, sonur,
bróðir, mágur og tengdasonur,
ÁSGEIR ÞÓR JÓNSSON,
til heimilis í Bólstaðarhlíð 58,
Reykjavík,
lést í Reykjavík, sunnudaginn 12. ágúst.
Útförin verður gerð frá Háteigskirkju, mánudaginn
20. ágúst kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hins látna er vinsamlegast bent á að láta börn hans njóta þess.
Stofnaður hefur verið reikningur þeim til handa:
0117-05-068920, kt. 310869-3849.
Ása Ásmundardóttir,
Ásgrímur Þór Ásgeirsson,
Ásgerður Margrét Ásgeirsdóttir,
Óskírð Ásgeirsdóttir,
Ásdís Bjarkadóttir,
Jón Friðgeir Einarsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
Einar Þór Jónsson, Stig A. Wadentoft,
Kristján Jónsson,
Ásmundur Þórarinsson, Auðbjörg H. Hrafnkelsdóttir.