Morgunblaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Pretoria. AFP, AP. | Fimm áhrifa-
menn á tímum aðskilnaðarstefn-
unnar í Suður-Afríku voru í gær
fundnir sekir um að hafa árið 1989
lagt á ráðin um að myrða Frank
Chikane, sem nú er ráðgjafi Thabo
Mbeki, forseta Suður-Afríku.
Adriaan Vlok, sem var ráðherra
lögreglumála í Suður-Afríku 1986-
1989, og Johan van der Merwe,
fyrrum lögreglustjóri, voru hvor
um sig dæmdir til tíu ára skilorðs-
bundinnar fangelsisvistar en þrír
undirmenn þeirra voru dæmdir til
fimm ára skilorðsbundinnar fang-
elsisvistar.
Mennirnir hafa allir játað að hafa
lagt á ráðinu um að myrða Chikane
árið 1989 með því að setja eitur í
undirfatnað hans. Chikane, sem er
prestur og skrifstofustjóri hjá
skrifstofu forseta Suður-Afríku,
hafði áður lýst því yfir að hann ósk-
aði ekki eftir því að mennirnir yrðu
dæmdir til fangelsisvistar en á síð-
asta ári bað Vlok hann afsökunar
með því að þvo fætur hans.
Tveir hópar mótmælenda höfðu
þó safnast saman við dómshúsið í
Pretoria í gær.
Krafðist annar
réttlætis fyrir
hönd fórnar-
lamba aðskiln-
aðarstefnunnar
en hinn þess að
meðlimir Afríska
þjóðarráðsins
verði einnig
dregnir fyrir rétt
vegna þeirra glæpa sem þeir
frömdu á tímum aðskilnaðarstefn-
unnar.
30.000 hnepptir í varðhald
Áætlað er að 30.000 manns hafi
verið hneppt í varðhald í ráðherra-
tíð Vloks. F.W. de Klerk varð for-
seti Suður-Afríku 1989 og hóf í kjöl-
farið viðræður um endalok
aðskilnaðarstefnunnar við fulltrúa
blökkumanna. Hlaut hann fyrir vik-
ið friðarverðlaun Nóbels árið 1993,
sem hann deildi með Nelson Man-
dela. Í fyrstu frjálsu kosningunum
1994 var Mandela síðan kosinn for-
seti í stað de Klerks og Afríska
þjóðarráðið (ANC) komst til valda.
Fyrrverandi lögreglumála-
ráðherra S-Afríku dæmdur
Adriaan Vlok
Ottawa. AFP. | Skipuleggjendur
fundar leiðtoga frá Norður-
Ameríku fullvissa mótmælendur
um að þeir muni bæði sjást og
heyrast á fundinum eins og kan-
adískir dóm-
stólar hafa úr-
skurðað að þeir
eigi rétt á – úr
fjarska.
Tekin hefur
verið sú ákvörð-
un að girða af
ráðstefnusvæðið
í 2,5 kílómetra
geisla með
þriggja metra
hárri girðingu.
Skipuleggjendur fullyrða að þetta
komi alls ekki í veg fyrir að mót-
mælendur fái að setja mark sitt á
ráðstefnuna – það verði nefnilega
sýnt beint frá mótmælendum inni
á ráðstefnunni og búið er að út-
hluta mótmælendum sérstöku mót-
mælasvæði í hæfilegri fjarlægð frá
ráðstefnunni. Það eina sem gæti
hugsanlega farið úrskeiðis í þess-
ari áætlun væri að ráðamönnum í
Kanada, Mexíkó og Bandaríkj-
unum dytti í hug að skipta um
stöð.
„Lýðræðið er fótum troðið,“
sagði Sophie Shoen frá People’s
Global Action-samtökunum í sam-
tali við AFP-fréttastofuna.
Óvenjuleg
mótmæli
George Bush verð-
ur á fundinum.
COSTAS Karamanlis, forsætisráð-
herra Grikklands, boðaði í gær til
kosninga og fara þær fram 16. sept-
ember nk., sex mánuðum áður en
fjögurra ára kjörtímabili stjórnar
Karamanlis lýkur. Karamanlis
sagðist vilja endurnýja umboð sitt
til að stjórna landinu.
Grikkir kjósa
DÓMUR hefur fallið um það í Bras-
ilíu að þeir sem gangast undir leið-
réttingu á kyni þurfi ekki að greiða
fyrir þá læknisþjónustu sem því
fylgir. Dómarinn sagði leiðréttingu
á kyni falla undir stjórnarskrár-
bundin réttindi.
Tímamótadómur
PRESTUR í Hollandi er nú sekt-
aður um 5.000 evrur í hvert sinn
sem hann hringir til morgunbæna í
kjölfar þess að hringingarnar voru
bannaðar. Bæjarbúar höfðu kvart-
að mikið undan stöðugum hring-
ingum sem veki þá kl. 7.15. á hverj-
um degi. Klerkur gefst þó ekki upp.
Dýrar hringingar
ÞRÍR björgunarmenn biðu bana og
sex slösuðust þegar náma hrundi
ofan á þá en þeir tóku þátt í til-
raunum til að bjarga sex náma-
mönnum sem lokuðust inni í námu í
Utah 6. ágúst sl. Björgunarstarfi
var hætt í bili a.m.k. en ekki er vit-
að hvort sexmenningarnir eru á lífi.
Slys í námu í Utah
Eftir Davíð Loga Sigurðsson og
Arndísi Þórarinsdóttur
david@mbl.is, arndis@mbl.is
RÚSSNESK stjórnvöld hafa ákveð-
ið að taka aftur upp reglulegt eft-
irlitsflug út fyrir lofthelgi Rússlands
og komu rússneskar flugvélar þrisv-
ar inn á eftirlitssvæði Íslands í gær.
Heimildarmaður Morgunblaðsins
sagði rússnesku vélarnar hafa komið
úr norðri og flogið meðfram strönd-
inni. Íslensk stjórnvöld fylgdust með
þeim allan tímann og skiptust á upp-
lýsingum við stjórnstöðvar bæði í
Noregi og Bretlandi. Breskar og
norskar þotur flugu svo í veg fyrir
rússnesku vélarnar og fylgdu þeim
eftir, en það eru stöðluð viðbrögð
Atlantshafsbandalagsins, NATO, í
tilfellum sem þessu.
Grétar Már Sigurðsson, ráðuneyt-
isstjóri í utanríkisráðuneytinu, vildi
ekki tjá sig að svo stöddu um málið.
Hann sagðist þó myndu kalla rúss-
neska sendiherrann á Íslandi á sinn
fund eftir helgi og leita skýringa.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
greindi frá þessari breyttu varnar-
málastefnu Rússa í gær en fjórtán
langdrægar sprengju- og könnunar-
vélar munu hafa hafið eftirlitið.
„Flugmenn okkar hafa verið fastir
á jörðu niðri of lengi. Þeir eru
ánægðir að komast í loftið á ný,“
sagði Pútín. Í kalda stríðinu flugu
sovéskar sprengjuvélar reglulega
inn á svæði þaðan sem hæglega hefði
mátt skjóta stýriflaugum með
kjarnaoddum á skotmörk í Banda-
ríkjunum. Slíkar aðgerðir lögðust
hins vegar af við hrun Sovétríkjanna.
Pútín harmaði í gær að frá 1992 hefði
Rússland hætt eftirlitsflugi á fjar-
lægum slóðum. Það hefði valdið
vandræðum í öryggismálum Rúss-
lands enda hefðu aðrir ekki fylgt for-
dæmi þeirra. Virtist Pútín þar vera
að vísa til Bandaríkjamanna.
Ekki í fyrsta sinn við Ísland
Rússneskum sprengjuvélum hef-
ur á undanförnum árum endrum og
sinnum verið flogið til svæða undan
ströndum Noregs og Íslands, sem og
undan norðausturströnd Rússlands,
yfir Beringshafið að Alaska. Slíkt
eftirlitsflug hefur hins vegar ekki
verið algengt og benda ummæli Pút-
íns í gær til þess að breyting kunni
að verða þar á.
Fyrr í þessum mánuði gerðu rúss-
neskir embættismenn grein fyrir því
að rússneskar herþotur hefðu flogið
nálægt Kyrrahafsríkinu Guam þar
sem Bandaríkjaher rekur herstöð og
að bandarískar herflugvélar hafi
verið sendar á loft til að veita þeim
eftirför. Bandaríska varnarmála-
ráðuneytið sagði rússnesku flugvél-
arnar hins vegar ekki hafa komið svo
nálægt að ástæða hefði verið talin til
að grípa til aðgerða.
Þá flugu rússneskar sprengjuvél-
ar inn í breska lofthelgi í síðasta
mánuði og voru breskar Tornado-
herþotur sendar í veg fyrir þær.
Rússar taka aftur
upp eftirlitsflug
Rússneskar herþotur birtust við strendur Íslands í gær
Í HNOTSKURN
»Talsmaður rússneska flug-hersins, Alexander Drobísj-
evskí, segir flugvélar af gerðinni
Tupolev-160, Tu-95 og Tu-22M
m.a. hafa tekið þátt í eftirlits-
fluginu í gær.
»Bandarískir embættismennsögðust ekki hafa áhyggjur
af ákvörðun Rússa. Aðrar að-
stæður væru uppi nú en á tímum
kalda stríðsins. Sean McCor-
mack, talsmaður utanríkisráðu-
neytisins, kallaði ákvörðunina þó
„áhugaverða“.
ANGELA Merkel, kanslari Þýska-
lands, lagði á það áherslu á frétta-
mannafundi í Ilulissat á Grænlandi
að bæði Kína og Bandaríkin yrðu að
eiga aðild að nýju samkomulagi um
takmörkun á losun gróðurhúsa-
lofttegunda út í andrúmsloftið sem
tæki við af Kyoto-bókuninni svo-
nefndu þegar hún rennur úr gildi
2012. Engin ríki losa eins mikið
magn koltvísýrings út í andrúms-
loftið og löndin tvö.
Merkel var á Grænlandi til að
kynna sér afleiðingar loftslags-
breytinga en nærri Ilulissat er að
finna jökullinn Sermeq Kujalleq
sem vísindamenn segja eitt skýrasta
dæmið um loftslagsbreytingar. „Það
hafði sterk áhrif á mig að sjá ísinn
og heyra að jökullinn hefur hopað
15 km á sex árum,“ sagði Merkel á
blaðamannafundinum sem haldinn
var seint í fyrrakvöld. Áður hafði
hún skoðað jökulinn ásamt Anders
Fogh Rasmussen, forsætisráðherra
Dana, og Hans Enoksen, formanni
grænlensku landstjórnarinnar.
Reuters
Nýr loftslagssamningur mikilvægur
MICHAL Krzyzanowski, sérfræð-
ingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
inni (WHO), hefur varað við því að
loftmengun í Peking í Kína geti vald-
ið mörgum keppendum á Ólympíu-
leikunum árið 2008 alvarlegum
vandræðum. Þá hefur hann ráðlagt
þeim áhorfendum, sem eiga við ein-
hvers konar öndunarfæravandamál
að stríða, að hugsa sig tvisvar um áð-
ur en þeir ákveði að sækja leikana.
Þetta kom fram á fréttavef BBC í
gær.
Ein af helstu orsökum loftmeng-
unarinnar í Peking er sögð sú að þar
eru um þrjár milljónir bíla og fjölgar
bifreiðum í borginni um 1.200 á dag
að jafnaði. Í gær hófst fjögurra daga
tilraun borgaryfirvalda í Peking til
að draga úr loftmengun en tilraunin
felst í því að fækka bílum á götum
borgarinnar um 1,3 milljónir. Er það
gert með því að banna bifreiðar sem
enda á ákveðnum númerum að aka
um götur borgarinnar á ákveðnum
dögum.
Vonir standa til að með þessu móti
megi minnka loftmengun í borginni
um 40% en borgarbúar sögðust þó
lítinn mun hafa fundið í gær og enn
mátti sjá mengunarský yfir borg-
inni. Gangi tilraunin hins vegar að
óskum stendur til að aðferðinni verði
beitt við að draga úr mengun á með-
an á Ólympíuleikunum stendur.
Jacques Rogge, yfirmaður Al-
þjóða-Ólympíunefndarinnar varaði
við því í síðustu viku að hugsanlega
verði keppni í einhverjum greinum
frestað á Ólympíuleikunum verði að-
stæður taldar heilsuspillandi.
Varað við loftmenguninni
Reuters
Loftmengun Mengunin blasir við
hvert sem litið er í Peking.
Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í ágúst á ótrúlegu tilboði. Bjóð-
um einstök kjör á gistingu á nokkrum af okkar vinsælustu gististöð-
um, Las Gaviotas eða Alcudia Pins í Alcudia. Góðar íbúðir á frábær-
um sumarleyfisstað sem bjóða frábæran aðbúnað í sumarfríinu.
Njóttu lífsins á Mallorca við góðan aðbúnað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Mallorca
Sértilboð 24. og 31. ágúst
frá kr. 29.990
Góð gisting - aðeins örfáar íbúðir
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
íbúð á Las Gaviotas eða Alcudia Pins í viku.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Las Gaviotas
eða Alcudia Pins í viku.
Munið Mastercard
ferðaávísunina