Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,25% og er 7.889 stig. Bréf Foröya Bank hækk- uðu um 3,2%, bréf Atlantic Petrolium um 2,26% og Tryggingamiðstöðv- arinnar um 1,77%. Bréf Flögu lækk- uðu um 2,07% og bréf Century Al- uminium um 2,01%. Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,46% í viðskiptum gærdagsins og styrktist gengi krónunnar sem því nemur. Nam velta á gjaldeyrismark- aði 16,5 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals var 63,79 krónur við lokun markaða, gengi evru var 88,6 krónur og gengi breska pundsins var 129,29 krónur. Hækkanir á markaði ● STJÓRNVÖLD í Kína hyggjast fjórfalda olíu- birgðir landsins á næstu þremur ár- um og eiga þá 12 milljónir tonna af gullinu svarta. Þetta sagði Chen Dem- ing, aðstoðarfor- stjóri Þróunar- og umbótastofnunar alþýðunnar, á ráðstefnu í Bandaríkj- unum nýlega. Samkvæmt frétt China Daily jafn- gilda 12 milljónir tonna af olíu eins mánaðar olíuþörf landsins en þar segir jafnframt að stefnt sé að því að árið 2020 muni olíubirgðir Kína jafngilda þriggja mánaða olíuþörf. Hyggjast fjórfalda ol- íubirgðirnar í Kína ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að út- lánsvextir íbúðalána sjóðsins verði óbreyttir, þ.e. 4,85% á lán með upp- greiðsluálagi og 5,1% án upp- greiðsluálags. Ákvörðunin byggist á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa, sem fór fram í gær, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna á veðbréfum sjóðsins. Vegnir vextir í útboðinu voru 4,42% og vaxtaálag samtals 0,70%. Óbreyttir útlánavextir hjá Íbúðalánasjóði LÖGREGLA í Svíþjóð hefur hand- tekið tvo menn sem grunaðir eru um gróf innherjasvik. Að sögn frétta- vefjar Dagens Nyheter er annar maðurinn starfsmaður fjárfestinga- bankans Carnegie og var í kjölfarið gerð húsleit í skrifstofum bankans þar sem maðurinn hefur starfað. Blaðið hefur eftir Andreas Koch, upplýsingafulltrúa Carnegie, að maðurinn hafi starfað í ráðgjafar- deild bankans í Svíþjóð þar sem veitt er fjárfestinga- og viðskiptaráðgjöf. Um 130 manns starfa í þeirri deild. Annar maðurinn var handtekinn í Malmö á mánudag og var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til síðdegis í gær. Hinn maðurinn var kallaður til yfirheyrslu í fyrradag og handtekinn í kjölfarið. Lögreglan mætti síðan á skrifstofur Carnegie klukkan 8.30 að þarlendum tíma í gærmorgun. Saksóknarar hafa staðfest að mál mannanna tengist. Í gær var svo krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum, sem handtekinn var á mánudag og gæsluvarðhalds yfir hinum. Landsbankinn átti 20% hlut í Carnegie en seldi á síðasta ári. Tryggingamiðstöðin á óbeint hlut í sænska bankanum gegnum fjárfest- ingafélagið Kinnevik. Handteknir fyrir innherjasvik ráð fyrir að verðbólga verði enn meiri. Hagstofa Íslands birtir í dag yfirlit yfir landsframleiðslu á öðrum árs- fjórðungi þessa árs og fáum við þá enn eina vísbendingu um hvert hag- kerfið stefnir. Verði þær tölur hærri en reiknað hefur verið með er ljóst að grundvöllur fyrir stýrivaxtalækkun- um er enn sem komið er enginn. Hagtölur benda til áframhaldandi þenslu Erfitt að sjá stýrivaxtalækkun verða að veruleika í mars Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Fæst bendir til þess að hagkerfið sé að kólna og grundvöll- ur fyrir lækkun stýrivaxta á næstunni er því varla sjáanlegur. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HAGTÖLUR þær sem Hagstofa Íslands sendi frá sér í fyrradag benda síður en svo til þess að vaxta- lækkunarferli Seðlabankans geti hafist í mars á næsta ári eins og margir höfðu vonað. Þvert á móti benda tölurnar til þess að hagkerfið sé ennþá funheitt og á meðan svo er, er erfitt að sjá hvernig hægt er að réttlæta stýrivaxtalækkun. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar um verga landsframleiðslu árið 2006 benda til þess að hagvöxtur hafi ver- ið mun meiri en gert var ráð fyrir, bæði af opinberum aðilum sem og öðrum sem spá í efnahagsspilin. Hægari hagvöxtur var einmitt ein helsta röksemd þeirra sem vildu meina að hægja væri á hagkerfinu og lögðu til að stýrivextir yrðu lækkaðir sem fyrst. Þeim verður vart að ósk sinni. Verðbólga ekki á niðurleið Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,8 prósentustig á milli mánaða og ef litið er til þróunar síðustu ára má ætla að verðbólgan sé ekki á leiðinni niður fyrir efri þolmörk verðbólgu- markmiðs Seðlabanka. Árið 2006 hækkaði vísitala neysluverðs um 0,23% á milli september og október og árin þar áður um 0,6% (2005) og 0,76% (2004). Sem sagt, vísitala neysluverðs hækkar yfirleitt á milli september og október. Hversu mikil hækkunin verður að þessu sinni er ekki hægt að segja til um að svo stöddu en verði hún jafn mikil og í fyrra, þ.e. 0,23%, verður tólf mánaða verðbólga í október 4,2%. Þar sem undirliggjandi verðbólguþrýstingur nú er umtalsverður má jafnvel gera GREININGARAÐILAR telja nú auknar líkur á kreppu í bandarísku efnahagslífi á næstu tólf mánuðum, að því er segir í frétt Wall Street Jo- urnal. Ástæðurnar eru frekari sam- dráttur á bandarískum húsnæðis- markaði og áframhaldandi óvissa á lánamörkuðum. Hins vegar eru greiningaraðilarnir ekki sammála um hve miklar líkurnar á kreppu eru í raun og veru. Halda sumir þeirra því fram að kreppa sé óumflýjanleg og aðrir vilja meina að hagkerfið muni með herkjum komast hjá kreppu. Í könnun, sem gerð var fyrir Wall Street Journal telja 55 hagfræðing- ar, sem rætt var við, að meðaltali 36% líkur á kreppu, en fyrir mánuði síðan var meðaltalið 28%. Var könn- unin gerð eftir að nýjar vinnumark- aðstölur voru gefnar út, en þær sýndu að störfum hafði fækkað í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í fjög- ur ár. Munur á svörum hagfræðinganna var mikill, eða allt frá 5% líkum á kreppu í 90% líkur. Ellefu hagfræð- ingar telja að minnsta kosti 50% lík- ur á að kreppa hefjist á næstu tólf mánuðum, en 13 hagfræðingar töldu líkurnar minni en 30%. Segir í fréttinni að þessi mikli munur endurspegli þær deilur sem nú eigi sér stað meðal hagfræðinga um ástand efnahagsmála í Banda- Auknar líkur á kreppu Ný könnun endurspeglar deilur meðal hagfræðinga Reuters Kreppa Ný könnun meðal hagfræð- inga sýnir að þeir telja 36% líkur á kreppu á næstu 12 mánuðum. LÍKLEGT má telja að íslenska hagkerfið sé að ganga í gegnum tímabundna upp- sveiflu í aðdrag- anda þess að efnahagslífið sé nú á niðurleið eft- ir mikinn hag- vöxt 2004-2006, að því er Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir. „Fyrr eða síðar hljóta háir vextir Seðlabankans að fara að bíta.“ Í dag mun Hagstofan birta áætlun fyrir landsframleiðslu á öðrum árs- fjórðungi 2007 og gerir greining- ardeild Kaupþings ráð fyrir end- urnýjuðum vexti einkaneyslu hagvöxt eftir stöðnun á fyrsta fjórð- ungi, en áframhaldandi samdráttur í fjárfestingu komi þó á móti. „Það er einnig töluverð verðbólga í pípunum sem á eftir að koma fram þegar líður á haustið, en þensla á vinnumarkaði, snögg veiking krón- unnar í ágúst og hærri leigukostn- aður fyrirtækja skiptir þar mestu.“ Hvað varðar áhrif áðurnefnds þenslutímabils á stýrivaxtastefnu Seðlabankans segir Ásgeir að Seðla- bankinn hafi áður gert ráð fyrir að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á fyrsta ársfjórðungi 2008, en geri nú ráð fyrir að það hefjist á fyrri helm- ingi ársins. „Í samræmi við það spáir greiningardeild Kaupþings því að vextir taki í fyrsta lagi að lækka í maí á næsta ári, en áður höfðum við spáð lækkun í marsmánuði.“ Töluverð verðbólga í pípunum Ásgeir Jónsson.              !""# ) *  ! !"  " !     # " !    #"  !# " #     #         ! " ! !!" ! !!" ! #!" ! $%" &! '(" & ! !!" ! )!" & ! %'" )" & *$" & ! (%" % %'" !+" &% !$" ( %!" ! !!" &! !" & $$" & &% ! " & &       456  7 8 9 1*%20*%331 0/,%22,%/** 0+/%)30%02) 0)*%2),%))2 2-/%/+1%)/* 0*%*,/%*22 0%0**%**3 3)-%/00%00) +30%)*,%-23 )%0)1%,02 ))2%**)%22+ 0)%+-*%0+1 ))/%1**%203 0%)12%*** 3%203%-33 )0%)*1%/*) 00%*++%020 0%,)3%*** /%,)+%,-- " ),%1-/%,), +,2%*** /02%)0+ " 2-%03*%0** " " /:/+ +1:1* 1*:+* )2:** )3:32 1/:22 )2:/2 0*-3:** 1/:32 0/:)* +:*3 //:+* ):,2 +:)1 01*2:** ++):** 0:,* ))2:** 2:/* /-:1* )0:2* ,2:-* )-/*:** 0*:2* +:)* /:/- +1:2* 1*:3* )2:0* )3:-2 1/:-2 )+:)* 0*/*:** ,*:** 0/:1* +:0+ //:/* ):,3 +:)3 0102:** +3*:** 0:,) )12:** 2:/- /-:/* )0:/* ,+:** /:** )/1):** 0):2* +:22      00 + )3 0+ ,0 , ) +) )1 0 12 2 10 1 1 )/ 0) 1 )) " + 0 0 " 3 " " ;     % 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 ,%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 0)%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 01%/%)**3 ))%-%)**3 01%/%)**3 3%/%)**3 2%/%)**3 +, - .$) ) $ #  % ' #  % <=  % #  % # 5  % %<  >?  @A #  % 8 B 5  %  5 ?   % ! A   % 9   "'   %5% % 4( % C  % /$ 0$,"  1) 1+2 % $ A % $  AD  D <' #  % E('  @A A#  % ! % FG   % 4(    %     % +$) 23$(  4)' H ($   H% '#  %     % I!J5 I!J6 # $  # & & I!J! 7'J !$! # #  & & ;KL  F !$# $  # & & 49< ;$J $! # "$!   & & I!J802 I!J2,* "$ $!# !  & & HÖSKULDUR Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstjóri Nýsis frá 1. desember nk. en eins og fram kom í Morgunblaðinu er að hann hætta sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar. Á sama tíma hættir Sigfús Jónsson sem framkvæmda- stjóri Nýsis eftir tíu ára starf. Sig- fús mun hverfa til starfa erlendis og stýra útrás Nýsis í Bretlandi og víðar, ásamt því að sitja í stjórn félagsins. Höskuldur er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur verið forstjóri Leifsstöðvar frá árinu 2000, var þar áður hjá Iceland Seafood. Fer til Nýsis Höskuldur Ásgeirsson ● ATLANTIC Petroleum hefur ásamt samstarfsaðilum sínum fengið leyfi írskra stjórnvalda til olíuleitar á nýju svæði undan ströndum Írlands. Um er að ræða 375 þúsund ferkílómetra svæði og gildir rannsóknaleyfið til eins árs. Svæðið er nálægt Hood Head hafsvæðinu sem nýlega var greint frá að hefðu bundist góðar vís- bendingar um olíu- eða gaslindir. Í tilkynningu fagnar forstjóri Atlantic Petroleum þessu nýja leyfi, það gefi félaginu aukna möguleika á að finna frekari olíulindir. Nýtt olíuleitarsvæði ACTAVIS hefur lagt inn skráningu til bandaríska Matvæla- og lyfjaeft- irlitsins fyrir samheitalyf verkjalyfs- ins Avinza® og véfengir félagið einkaleyfi King Pharmaceuticals á lyfinu. Rennur einkaleyfi King út ár- ið 2017, en Actavis vonast til að geta markaðssett lyfið eftir þrjú ár. Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Actavis lagði inn lyfjaskrán- ingu fyrir lyfið í júní. Í vikunni til- kynnti King að það muni lögsækja Actavis á grundvelli einkaleyfis sem það telur Actavis brjóta. Í tilkynningu Actavis segir að lög- sóknin komi ekki á óvart, því nær al- gilt sé í slíkum tilvikum að einkaleyf- ishafi höfði mál. Ekki hafi fengist staðfest að Actavis sé fyrsta félagið til að leggja inn skráninguna, en reynist það rétt þá fái félagið sex mánaða einkaleyfi á sölu lyfsins. Véfengir einka- leyfi King ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.