Morgunblaðið - 14.09.2007, Side 20

Morgunblaðið - 14.09.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FLEIRI áskriftarkort hafa selst hjá Leik- félagi Akureyrar í haust en nokkru sinni fyrr og áberandi er hve margt ungt fólk fjárfestir í korti, að sögn starfsmanns LA. Í fyrra seldust rúmlega 1.200 áskriftar- kort þær sjö vikur sem kortasalan stóð sem var nífalt miðað við söluna nokkrum árum áður. Nú eru tvær og hálf vika síðan sala áskriftakorta hófst og metið frá því í fyrra hefur þegar verið slegið. Þegar keypt er kort tryggir viðkomandi sér miða á þrjár ákveðnar sýningar en get- ur valið eina til viðbótar. „Kortagestir okk- ar eru fjölbreyttur hópur. Stök hjón, vina- hópar og starfsmannahópar eru áberandi en einnig er töluvert um að foreldrar komi með krökkum, velja fyrir þau aukasýn- inguna og borga, en það er áberandi nú hve margir koma sjálfir, jafnvel nokkrir saman, og kaupa sér kort; 14, 15 ára krakkar og svo er fjöldi háskólanema með fasta miða. Það er enginn að draga þessa krakka í leikhúsið, þeim finnst greinilega við hafa eitthvað skemmtilegt að bjóða,“ sagði Þóra Hjalta- dóttir starfsmaður LA. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri segir töluvert um það nú að fólk á höfuð- borgarsvæðinu kaupi áskriftarkort, sem hafi heyrt til algjörra undantekninga áður. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Áhugi Leikritið Ofvitar er fyrsta verk vetrarins hjá LA og áhuginn er mikill. Enn fellur met hjá LA BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti í gær samning við Íþrótta- félagið Þór um uppbyggingu á fé- lagssvæði þess í Glerárhverfi og þar með er endanlega ljóst, með formlegum hætti, að Landsmót Ungmennafélags Íslands fer fram á Akureyri 2009. Samningurinn var kynntur á fjölmennum fé- lagsfundi Þórsara í gærkvöldi. „Ég fagna því að löngu og ströngu samningaferli sé lokið og tel að í þessum samningi felist mikil tækifæri fyrir Íþróttafélagið Þór. Framundan eru spennandi tímar,“ sagði Sigfús Helgason for- maður Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri lýsti einnig yfir mikilli ánægju í gær, í samtali við blaðið. „Ég held þetta verði mjög gott fyrir bæinn, svæðið er miðsvæðis og þegar það verður fullbyggt er ég sannfærð um að það verður glæsilegt og fólk mjög sátt.“ Aðalfundur Þórs felldi í sumar samning félagsins við bæinn en fjölmennur félagsfundur veitti stjórn umboð til samninga á nýjan leik. Og Sigfús segir niðurstöðuna töluvert aðra nú en í fyrri samn- ingi. Fastar sé að orði kveðið en í fyrri samningi, félagið beri meira úr býtum „og sýn okkar er sú að nú verði stigið stórt skref í þá átt að gera íþróttasvæði Þórs að ein- hverju því besta hér á landi“. Sigfús segir suma félagsmenn gagnrýna að svæði Þórs sé skert með því að þar komi inn frjáls- íþróttavöllur, það sé vissulega rétt „en við förum í landvinninga ann- ars staðar á móti – fáum nýtt æf- ingasvæði vestan við vellina okkar, svæði norðan við Bogann verður lagfært og síðan getum við nýtt svæðið norðan Skarðshlíðar til æf- inga og ætlum í framkvæmdir þar strax. Því má heldur ekki gleyma að við höfum afnot af Boganum og af grasinu innan hlaupabrautanna á frjálsíþróttavellinum.“ Sigfús segir stúkubygginguna veigameiri en áður var gert ráð fyrir og þar geti t.d. í framtíðinni setið 1.000 áhorfendur undir þaki á knattspyrnuleik og sæti fyrir 300 snúi að frjálsíþróttavellinum, „sem nýtist okkur reyndar líka sem knattspyrnuvöllur. Við verðum því með stúku við tvo knattspyrnu- velli.“ Hann segist hlakka til sam- starfs við Ungmennafélag Ak- ureyrar á svæðinu. „Ég býð UFA hjartanlega velkomið til okkar.“ Loks er allt klappað og klárt  Formlega búið að ganga frá samningi við Þór  Landsmótið við Hamar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson VINSTRA megin á myndinni, austast á Þórssvæðinu, verður fullkomin aðstaða til frjálsra íþrótta sem nýtast mun Ungmennafélagi Akureyrar og uppfyllir kröfur sem gerðar eru til mótshaldara á Landsmóti UMFÍ. Keppnisvöllur í knattspyrnu (náttúrulegt gras) verður þar við hliðina, beint framan við félagsheimili Þórs, Hamar, sem er litla húsið með rauða þakinu við hornið á Boganum, stóra fjölnotahúsinu. Á milli vall- anna verður stúka; sæti fyrir 1.000 áhorfendur í þeim hluta sem veit að knattspyrnuvellinum, en 300 frjálsíþróttavallarmegin. Þór fær til æfinga grassvæðið lengst til hægri á myndinni, á milli blokkanna og verður það girt af. Litla svæðið norðan við Bogann, þar sem æft var til skamms tíma, verður lagfært. Náttúrulegt gras verður á keppnisvöllunum en komist samstarfshópur Þórs og bæjarins að þeirri niðurstöðu, eftir þriggja ára notkun, að það henti ekki á knatt- spyrnuvellinum verður hann lagður gervigrasi 2016-2018. Flóðlýsingu verður komið upp 2015 ef þurfa þykir, stúkubygging verður fullkláruð 2012 að undanskildu þaki sem sett yrði upp á árunum 2013-2014. Hvað verður hvar? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur | Svo þrengir að Hér- aðsskjalasafni Kópavogs í Hamra- borg 1 að ekki er hægt að taka við miklu fleiri skjölum. Að því er Hrafn Sveinbjarnarson héraðs- skjalavörður segir er það vegna þess að ekki er hægt að treysta gólfplötunni í húsnæðinu. „Skjöl eru með því þyngsta sem sett er í inn í hús,“ útskýrir Hrafn. „Papp- írinn er vatnsbaseraður þannig að þetta er næstum því á við sund- laug í þyngd, ef maður tekur massann.“ Húsnæði skjalasafnsins er bráðabirgðahúsnæði sem tekið var í notkun upp úr aldamótum. „Staðan er erfið en þetta er allt í skoðun,“ segir Hrafn. „Sigurður Geirdal var bæjarstjóri þegar hús- næðið var tekið í notkun og hann lýsti því yfir að húsnæðið væri til bráðabirgða. Það var aldrei neitt launungarmál.“ Býður skrifstofuna Engin lestraraðstaða er í skjalasafninu en Hrafn býður þeim sem slíkt þurfa að setjast inn á skrifstofu sína til að athafna sig. Vandann segir Hrafn ekki óvenjulegan fyrir skjalasöfn á Ís- landi og nefnir sem dæmi að ástandið á Þjóðskjalasafninu sé líka bágt. „Þau bágindi eru svo óskapleg að engu tali tekur og segja má að hlutfallslega sé ástandið svipað hér,“ segir Hrafn. Til eru staðlar til að reikna út hversu marga metra af pappír má setja inn í húsnæði. Úrbætur segir Hrafn velta á vilja bæjaryfirvalda. „Ég hef fulla trú á því að lausn fáist á þessu,“ segir hann. Morgunblaðið/Frikki Þrengsli Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður. Húsnæðið er of lítið en Hrafn er bjartsýnn á úrbætur. Eins og sundlaug að þyngd NESBRYGGJA ehf. hefur óskað eftir heimild til landfyllingar fyrir utan lóð sína á Kársnesi. „Þeir eru bara búnir að óska eftir við- ræðum við bæjarráð og málinu var vísað til mín. Ég hef bara ekki haft tíma til að hitta þá ennþá,“ segir Gunnar Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, um ósk Nes- bryggju ehf. Athugasemdir íbúa vegna Kársness hafa verið lagðar fyrir skipulagsnefnd og skipulagsyfir- völd eru að fara yfir þær. „Vænt- anlega verða þær teknar upp á næsta fundi skipulagsnefndar,“ segir Gunnar. Alls bárust 1.674 athugasemd- irfrá einstaklingum og samtökum, þar af 1.117 af Kársnesinu sjálfu. Ein athugasemd barst frá heim- ilisketti en hún var ekki talin með. Biðstaða á Kárs- nesinu Miðborgin | Alls söfnuðust um 305 þúsund krónur í „stærsta pylsupartíi Íslandssög- unnar“ sem Bæjarins beztu efndu til í tilefni af 70 ára afmæli fyrirtækisins um síðustu helgi og haldið var á sölustöðum þess; í Tryggvagötu, Skeifunni og Smáralind. Frá laugardagsmorgni til sunnudags- kvölds bauðst gestum og gangandi að kaupa sér pylsu fyrir 10 krónur og kókglas fyrir annað eins; pylsu og kók fyrir tuttugu krón- ur. Því var jafnframt heitið að allt sem „í kassann kæmi“ myndi renna til góðgerð- armála. Í lok helgar réðst eigandi í það verk ásamt starfsfólki sínu að telja alla tíkallana – og þegar upp var staðið reyndust 30.554 tíkallar hafa safnast – og reyndar 6 krónum betur, hvernig svo sem á því stendur, segir í frétt frá fyrirtækinu. Lokatalan reyndist því vera 305.546 krónur. Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, ákvað að afrakstur helgarinnar skyldi renna til Konukots, næt- urathvarfs fyrir heimilislausar konur, sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Reykjavíkurborgar. Gjöf Kristín Helga Guðmundsdóttir, verk- efnisstjóri í Konukoti, tekur við gjöfinni frá Guðrúnu Kristmundsdóttur. 305 þúsund krónur til Konukots KANNABISPLANTA fannst við húsleit í fjölbýlishúsi í Árbæ í gær. Húsráðandi, sem er karl á miðjum aldri, var handtekinn en í íbúð hans fannst einnig lítilræði af ætluðu maríjúana. Á sama stað fannst einnig riffill sem hafði verði stolið á Norðurlandi fyrir tveimur árum. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kannabis í Árbæ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.