Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 21 AUSTURLAND PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Calsium eap Kalk sem nýtist Ljósmynd/BG Bros Ljúfsárt Guðmundur R. Gíslason gefur út nýja trúbadoraplötu þar sem um- fjöllunarefnin eru sum þungbær og snerta sammannlegan sársauka. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem forsetar bæjarstjórna gefa út plöt- ur, en einn slíkur er þó að koma með nýja músík þessa dagana. Það er Guðmundur R. Gíslason, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggð- ar, en hann er kannski betur þekkt- ur í tónlistarheiminum fyrir að hafa verið söngvari í hljómsveitinni Súellen, sem spilar enn við hátíðleg tækifæri. Guðmundur rak einnig Hótel Egilsbúð í Neskaupstað um 9 ára skeið, heldur árlega Trúba- dorahátíð Íslands, spilar með BRJÁN og er nú mannauðsstjóri hjá ESS á Reyðarfirði. „Íslensk tónlist“ er fyrsta sóló- plata Guðmundur og inniheldur 11 lög, þar af 8 eftir hann sjálfan. Tvö laganna eru eftir Halla Reynis og eitt frá Bubba Morthens, sem Magni Ásgeirsson syngur með Guð- mundi. Kveður sveitaballapoppið Diskurinn er að sögn Guðmundar trúbadorahliðin á söngvaranum og var lagt upp með að gera yfirveg- aðan disk þar sem textar fengju að njóta sín. „Mig langaði að gera öðru- vísi tónlist en Súellen gerði á sínum tíma og kveðja sveitaballapoppið – alla vega í bili,“ segir Guðmundur. „Mottóið var „less is more“ og áhersla lögð á einfaldar útsetning- ar.“ Hann segir það hafa verið yfir- vegaða ákvörðun að vera ekkert að rembast á þessum diski og sýna alla stælana. „Það eru alltof margir í þeim pakka að syngja eins hátt og þeir geta og taka eins hröð gítarsóló og hægt er. Fegurð tónlistar er ekki síður að finna í einfaldleikanum. Ég vil meina að þetta sé svolítið þrosk- uð tónlist sem fer ákaflega vel með rauðvíni og ostum.“ Guðmundur byrjaði að hlusta á tónlist í kringum Rokk í Reykjavík og segir þá rokkara sem einnig voru trúbadorar hafa haft mikil áhrif á sig. Súellen var í poppi og rokki og smám saman varð til safn allt öðru- vísi laga í fórum Guðmundar sem hentaði aldrei að nota með hljóm- sveitinni. „Mig langaði alltaf að gefa út trúbadoraplötu og elstu lögin eru sjálfsagt frá 1990.“ Textarnir fjalla t.d. um hjónaskilnað, föðurást, alkó- hólisma, bróðurmissi og kynferðis- legt ofbeldi gagnvart stúlkubörnum og tileinkar Guðmundur Stígamót- um eitt lag plötunnar. Tilfinningar og sterk þjóðfélagsádeila einkenna þannig textana. Tónlistin og pólitík- in fer ágætlega saman að sögn Guð- mundar, sem segir þetta tvennt skyldara en ætla mætti. Hann held- ur í lok mánaðarins í tónleikaferða- lag um Austurland. Hann spilar einnig á Austfirðingaballi á Players í Kópavogi 21. september nk. Útgáfu- tónleikar í Reykjavík verða svo á Organ 11. október þar sem Dúkku- lísurnar kynna einnig nýjan disk. Forseti bæjarstjórnar sleppir trúbadornum út Í HNOTSKURN »Íslensk tónlist er ný platafrá Guðmundi R. Gíslasyni í Neskaupstað. »Hann er forseti bæjar-stjórnar í Fjarðabyggð, mannauðsstjóri hjá EES á Reyðarfirði, spilar með BRJÁN og stendur fyrir Trú- badorahátíð Íslands árlega. »Guðmundur kynnir plöt-una á Austurlandi í sept- emberlok og í Reykjavík 11. október. SÍLDARVINNSLAN hf. hefur lok- að öllum starfsstöðvum sínum fram til 17. september nk. og boðið starfsmönnum fyrirtækisins og mökum þeirra til borgarinnar Tall- inn í Eistlandi. Skip félagsins verða í höfn og öll vinnsla lokuð, en sinna á þó afgreiðslum í kringum frysti- klefa. 317 manns og makar frá öllum starfsstöðvum Síldarvinnslunnar, þ.e. Neskaupstað, Seyðisfirði, Siglufirði og Helguvík, fóru utan með þremur flugvélum frá Egils- staðaflugvelli seint í fyrrakvöld. Annað kvöld mun fyrirtækið halda fólkinu hóf í óperuhúsinu í Tallinn og er það, líkt og ferðin sjálf, í til- efni hálfrar aldar afmælis Síld- arvinnslunnar nú í ár. Fram kemur á vef fyrirtækisins, svn.is, að um leið og vonast er til að ferð starfsmanna valdi við- skiptavinum ekki óþægindum sé þess farið á leit að þeir verði ekki ónáðaðir að óþörfu í gsm-símum sínum vegna vinnunnar. Það er ferðaskrifstofan Trans- Atlantic á Akureyri sem skipulegg- ur ferðina til Tallinn og hefur stað- ið fyrir beinu flugi frá Egilsstöðum og Akureyri undanfarin misseri. Að Síldarvinnslustarfsfólki með- töldu fóru í fyrrakvöld alls út 378 farþegar með þremur Boeing- vélum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rólegt á kajanum Starfsemi Síldarvinnslunnar hf. liggur niðri enda starfsmennirnir allir í Tallinn í boði fyrirtækisins að skemmta sér. Síldarvinnsluhóf í óperuhúsi Tallinn SUÐURNES ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN í Reykjanesbæ fá Íþróttamiðstöðina í Akurskóla til afnota eftir að leikfimi- og sundtím- um nemenda lýkur. Töluverð eft- irspurn er eftir æfingatímum í íþróttasalnum sem er sá sjötti í Reykjanesbæ. Íþróttamiðstöðin er ekki eyrna- merkt Ungmennafélagi Njarðvíkur og bauð bærinn öllum íþróttafélög- unum að sækja þar um æfingatíma. Ragnar Örn Pétursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, segir að í Reykja- nesbæ sé lögð sé áhersla á að æf- ingatímar yngstu íþróttaiðkendanna séu hafðir strax eftir að skólatíma lýkur, meistaraflokkarnir fái yf- irleitt tíma um kvöldmatarleytið og unglingarnar snemma kvölds. Segir hann að nánast fullbókað sé í íþróttasal Akurskóla frá klukkan þrjú til níu alla virka daga. UMFN fær flesta tíma í húsinu fyrir yngri iðkendur í körfubolta. Þá fær Badmintondeild Keflavíkur tíma ásamt knattspyrnudeild UMFN og körfuknattleiksdeild Keflavíkur sem fær þarna inni æfingatíma fyrir einn flokk. Sunddeild UMFN fær æfinga- tíma fyrir ungt sundfólk í lauginni. UMFN fær flesta tímana Opnun Lára Rut Björgvinsdóttir, nemandi í Akurskóla, opnaði nýja íþróttamiðstöð. Hún er hér með Árna Sigfússyni og Jónínu Ágústsdóttur. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Innri-Njarðvík | Íþróttamiðstöð Ak- urskóla hefur verið opnuð formlega. Var það gert við athöfn sem fram fór í húsinu í fyrradag. Í Íþróttamiðstöð- inni er íþróttasalur og innisundlaug. Akurskóli er í Tjarnahverfi sem er í örri uppbyggingu. Þar eru nú 202 nemendur, liðlega sextíu fleiri en í fyrra. Skólinn tók til starfa fyrir tveimur árum og bætist einn árgang- ur við á ári. Nemendurnir sem nú eru í skólanum eru í 1. til 8. bekk, 9. bekkur bætist við næsta haust og 10. eftir tvö ár. Börnin byrjuð Bygging Íþróttamiðstöðvarinnar er annar áfanginn í uppbyggingu skólans. Miðstöðin skiptist í þrjá hluta, það er 16,6 metra innisund- laug og kjallara, búningsaðstöðu með tækjarými og íþróttahús með áhaldageymslu. Hægt er að koma upp löglegum körfuboltavelli í saln- um og þar er stúka sem tekur 120 manns í sæti. Eignarhaldsfélagið Fasteign lét byggja Íþróttamiðstöðina og leigir Reykjanesbæ. Bergur Hauksson framkvæmdastjóri afhenti Árna Sig- fússyni bæjarstjóra hana og Árni af- henti aftur skólanum til afnota. Lára Rut Björgvinsdóttir tók við aðstöð- inni fyrir hönd nemenda. Börnin tóku íþróttasalinn og sundlaugina strax í notkun. Nemendur Akurskóla hafa sótt tíma og leikfimi í Íþróttamiðstöðina í Njarðvík. „Það er óskastaða hvers skóla að hafa íþróttahús og sundlaug innan seilingar,“ sagði Jónína Ágústsdóttir. Reykjanesbær hefur fylgt þeirri stefnu að byggja íþrótta- aðstöðu við alla grunnskólana sem nú eru fimm. Íþróttasalurinn er sá sjötti í Reykjanesbæ og sundlaugin sú fimmta og er þá ekki talin með sundlaug sem tekin verður í notkun á næstunni á Vallarheiði, háskóla- hverfinu á Keflavíkurflugvelli. Byrjað á lokaáfanganum Gert er ráð fyrir allt að 400 nem- endum í Akurskóla, þegar honum verður að fullu lokið. Byrjað er á framkvæmdum við þriðja og síðasta áfanga. Í honum verða stofur fyrir hönnun og smíðar, sérgreinastofur og fleiri kennslustofur. Jónína von- ast til að hægt verði að taka hluta stofanna í notkun næsta haust og það sem á vantar í framhaldinu. Óskastaða hvers skóla að hafa íþróttaaðstöðu Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Fimleikar Nemendur Akurskóla voru komnir á fullt í íþróttasalnum strax eftir opnun íþróttamiðstöðvarinnar. Brúnkaka og aðrar veitingar biðu. Sundlaug og íþróttasalur við Akurskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.