Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 14.09.2007, Síða 22
|föstudagur|14. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Nanaimo-bitar eru hnossgæti sem allir Kanadamenn kannast við, en fáir þekkja utan þeirra. »26 matur Í suðurhluta Toskana, suður af Siena, er helsta aristókrata toskanskra vína er að finna: Brunello di Montalcino. »27 vín Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég er mikið náttúrubarn oghef voða gaman af allriútiveru enda má segja aðlaugardagarnir fari svo- lítið í að þefa uppi landið á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur sem er að byrja með námskeið undir yf- irskriftinni „Sæl og sátt börn“. Námskeið þessi eru ætluð for- eldrum sem vilja kenna börnunum sínum réttu lífsgildin svo þau séu betur í stakk búin til að verja sig fyr- ir öllu því áreiti sem er í kringum þau. Fyrsta námskeiðið er á morgun og stendur frá kl. 10-17. Spurð um uppskrift af uppáhalds- helgi, segist Ágústína kjósa að fá að kúra aðeins lengur fram eftir um helgar. „En svo dríf ég mig af stað og þykist ansi góð ef ég er komin af stað upp í Mosskóga í Mosfellsdal um eða upp úr kl. 11. Það er algjör hátíð að koma í Mosskóga þar sem hægt er að kaupa nýjar rósir, ferskt grænmeti, afbragðs góðar sultur, belgískt konfekt og annað fínirí. Næsti viðkomustaður er nýja Mos- fellsbakaríið þar sem ég sest niður með capuccino og kaupi svo brauð fyrir vikuna. Þaðan lalla ég yfir í æv- intýralandið til Hlínar í samnefndri blómabúð til að fá hugmyndir og innblástur af gjafavöru. Úr Mos- fellsbæ bruna ég svo í Hafnarfjörð með tóma eggjabakka, sem ég safna fyrir karmelklaustursystur, en þær eru með hænsn og selja egg sér til viðurværis. Gott er að kíkja í kapell- una til að fá hugarró áður en haldið er af stað á ný með fersk kærleiks- egg og gaman er að fara í hunangs- smökkun að Lambhaga þegar vel stendur á. Dagskráin eftir þetta helgast mik- ið til af árstíma því á aðventunni er voða gaman að kíkja á jólaútimark- aðinn í Hafnarfirði. Á haustin er yndislegt að kíkja eftir berjum eða sveppum í Heiðmörk og á sumrin er yndislegt að fara í fuglaskoðun um Álftanesið,“ segir Ágústína og bætir við að sunnudagana taki hún hátíð- lega sem algjöra hvíldardaga. Snýst um hugsun og skipulag En hver er besta leiðin til þess að kenna börnunum okkar réttu lífs- gildin og hvernig undirbúum við þau fyrir lífið? „Ætli uppeldi barns sé ekki það erfiðasta og mikilvægasta hlutverk sem nokkur einstaklingur getur tek- ið sér fyrir hendur. Með því að kenna börnum ákveðna ramma og viðmið þá eru foreldrarnir í raun með barninu þó að þeir séu fjarri. Börn vilja skýrar og einfaldar reglur því þær veita þeim öryggiskennd og börn verða þá færari en ella að meta hlutina betur sjálf. Stöðugt áreiti er orðið á börn í nánasta umhverfi þeirra og því þurfa foreldrarnir orð- ið að búa við samkeppni á takmörk- uðum tíma. Foreldrar upplifa stöðugan tíma- skort og telja sig ekki hafa mikla möguleika til að takast á við utanað- komandi áreiti. En málið snýst ekki um tíma heldur hugsun og skipulag. Fólk þarf bara að hafa sýn fyrir framtíðina, markmið til að stefna á og undirmarkmið, sem varða leið- ina,“ segir Ágústína. Reglur, samkennd og hlutverk „Stöðugt áreiti er á nútíma- fjölskyldum. Börnin upplifa að þau þurfi að vera með í öllu sem býðst og foreldrarnir dragast inn í hringiðu þarfa og væntinga. Mikilvægt er að foreldrar nái tökum á atburða- rásinni og stýri henni. Ýmsar leiðir eru til að ná tökum á áreitinu, skapa áhugaverða valkosti fyrir börnin og góða samveru fyrir fjölskylduna alla. Foreldrar þurfa sko ekki að standa hjá áhrifalausir og horfa á umhverfið móta börnin sín í ein- staklinga sem fjarlægjast smám saman. Foreldrarnir geta tekið í taumana og stýrt málum innan fjöl- skyldunnar. Þeir geta einnig tekið saman við foreldra félaga barna sinna þannig að reglur verði sam- ræmdar. Þá er líka hægt að kenna börnum samkennd, að hugsa meira um hvert annað og þora að segja frá þegar einhver í hópnum lendir í vandræðum. Með því að læra að láta sig varða, eykst samkenndin og stuðningur innan hópsins og þá er síður hætta á að barn eða unglingur verði útundan eða lendi í ógöngum. Samkennd er líka hægt að kenna með því að barn læri að leggja hluta af peningum fyrir laugardagsnammi í sjóð, sem allir í fjölskyldunni leggja sömu upphæð í. Þessa peninga má t.d. nota til að styrkja hjálparstarf með því að fylgja ákveðnum ein- staklingi eftir og leyfa börnunum að fylgjast með í gegnum myndir og bréfaskriftir hvernig viðkomandi reiðir af með þeirra hjálp. Foreldrar geta líka látið börnin fá hlutverk á heimilinu með ákveðnum tímasetn- ingum. Með því má minnka álagið á foreldrana um leið og börnin fá að- hald, sem stýrir tíma þeirra. Það má líkja þessu við stjórnun fyrirtækis þegar hlutirnir ganga eðlilega fyrir sig þó að stjórnandinn sé ekki við. Síðan fer það eftir stjórnendunum hversu vel fyrirtækið er rekið. Það sama á við í fjölskyldum. Það þýðir ekkert að setja reglur og fella þær svo úr gildi við fyrstu mótmæli,“ segir Ágústína. Börn þurfa að læra réttu lífsgildin Morgunblaðið/Árni Sæberg Sálfræðingurinn Ágústína Ingvarsdóttir notar laugardagana gjarnan til að kaupa rósir og grænmeti í Mosfells- dal, nýbökuð brauð í Mosfellsbakaríi og sækir svo fersk egg og hugarró til Karmelsystranna í Hafnarfirði. www.lifenavigation.com Fallegasti staðurinn: Snæ- fellsnesið, sunnan megin við Snæfellsjökul. Göngutúrinn: Það er stórkost- legt að labba meðfram sjónum úti á Seltjarnarnesi. Sundlaugin: Bláa lónið er lúx- us baðstaður. Besti maturinn: Grillaður sil- ungur fylltur með blóðbergi, en nú er ég að skipta yfir í hrá- fæði. Líkamsræktin: Ég reyni að halda í góðan líkamlegan styrk án þess að vilja vöðva og geri það í Hreyfingu. Matsölustaðurinn: Austur-Indíafjelagið, La Prima- vera, Sjávarkjallarinn, Vox og Holtið eru allir flottir staðir auk Ambrosiu, sem er hráfæð- isstaður við Ingólfsstræti. Ágústína mælir með Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttirvar í útreiðartúr á Ísafirði og orti undir yfirskriftinni: „Á hesti í villta vestrinu“: Hvernig sem að byrinn blæs hjá byssuveiðiköllum. Allir fara að elta gæs Á undirlendi og fjöllum. Ég sem kjarki er góðum gædd gerist niðurbrotin. Alvarlega orðin hrædd um að verða skotin. Þegar Morgunblaðið auglýsti eft- ir blaðbera „á Mývatni“ orti Hjálm- ar Freysteinsson: Mývatn löngum mesti merkisstaður var. Jesús bróðir besti ber út Moggann þar! Jóhannes frá Syðra-Langholti bætir við: Oft meiri hluta ársins á Mývatni er ís svo mannssonurinn sleppur þá frá Mogga. Hann hasta kann á vindinn ef hátt þar aldan rís svo hringja má í Júdas eða blogga. VÍSNAHORNIÐ Af villta vestrinu pebl@mbl.is Nú þegar bændur landsins smala samanlömbum sínum sem blómstrað hafa áfjalli sumarlangt, hlakka margir til að bergja á gómsætri réttarsúpu, sem er ómiss- andi hluti af réttunum. Hvað er betra eftir að hafa dregið fé í dilka en að ríða heim með fjár- hópinn og setjast svo glorhungraður að borði og gæða sér á kraftmikilli kjötsúpu? Mat- reiðslumeistarinn Andreas Jacobsen hefur aldrei smalað kindum eða dregið fé réttum en hann segir haustið vera besta tíma íslensku kjötsúpunnar enda ætlar hann fyrir hönd ís- lenskra garðyrkjubænda að bjóða þeim sem verða á ferðinni í dag í Bónus á Selfossi, til að smakka á kjötsúpu sem hann hefur lagað af list. Þannig vill hann vekja athygli fólks á úr- vali íslensk grænmetis sem nú er í boði frá grænmetisbændum. „Fólk er fastheldið á kjötsúpuna og vill hafa hana hefðbundna. Þess vegna bý ég hana til eins og amma gerði en ég nota kannski meira af íslensku grænmeti en hún gerði. Ég nota allt það grænmeti sem er í blóma núna, eins og hnúðkál, blómkál og hvítkál. Það jafnast ekk- ert á við íslenskt grænmeti, sem kemur ferskt og gott til kaupenda.“ Andreas eldaði súpuna í gær enda segir hann súpuna langbesta daginn eftir, þannig verði hún bragðbetri. Kjötsúpa grænmetisbóndans fyrir 4 2 l vatn 1 kg gott súpukjöt 1 msk. salt (eftir smekk) ½ laukur, saxaður smátt 25g sellerí, saxað 1 dl hrísgrjón 500 g gulrófur 500 g kartöflur 250 g gulrætur 100 g hvítkál 50 g blómkál 50 g hnúðkál 25g grænkál nýmalaður pipar eftir smekk Kjötið fituhreinsað og sett í pott. Vatninu hellt yfir og hitað að suðu. Froðu fleytt ofan af og saltað. Lauk, sellerí og hrísgrjónum hrært saman við. Soðið við vægan hita í 45 mín. Á meðan eru gulrófurnar og kartöflurnar af- hýddar og skornar í bita ásamt gulrótum og þessu bætt út í og soðið í 15 mín. til viðbótar. Kálið skorið í mjóar ræmur og blómkálið skor- ið smátt. Þessu er bætt saman við og soðið í 5- 10 mín. eða þar til allt grænmetið er meyrt. Smakkað og bragðbætt með salti og pipar. Mörgum finnst kjötsúpan best er hún er hit- uð upp í annað eða þriðja sinn. Íslensk kjötsúpa, best á haustin Morgunblaðið/Kristinn Andreas Jacobsen Lagar matarmikla súpu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.