Morgunblaðið - 14.09.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MÓTVÆGI VIÐ
KVÓTANIÐURSKURÐI
Ríkisstjórnin tilkynnti í fyrra-dag að 10,5 milljörðum krónayrði varið í mótvægisaðgerðir
vegna niðurskurðar þorskveiðiheim-
ilda á þessu fiskveiðiári. Fyrirhugað-
ar aðgerðir ná til margra þátta og
hefur ekki verið ákveðið endanlega
hvernig öllu fénu verður varið vegna
þess að enn er ekki ljóst með hvaða
hætti áhrif kvótaniðurskurðarins
munu koma fram.
Ákvörðunin um að skera niður
þorskveiðiheimildir úr 193 þúsund
tonnum í 130 þúsund tonn á næsta
fiskveiðiári kemur harkalega niður á
mörgum byggðarlögum, sem byggja
á sjávarútvegi. Sú ákvörðun að fara
að ráðum Hafrannsóknastofnunar
var hins vegar óhjákvæmileg. Sú
uppbygging þorskstofnsins, sem von-
ast hafði verið til að kvótakerfið
myndi leiða til, hefur ekki skilað sér.
Frá því að kvótakerfið var tekið upp
hafði aldrei verið farið eftir ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar og var tíma-
bært að láta nú á hana reyna. Meg-
inástæðan er vitaskuld sú að það er
eina leiðin til að komast að því hvort
vísindin hafa rétt fyrir sér, en einnig
má segja íslenskt efnahagslíf standi
svo sterkum fótum um þessar mundir
að sennilega hafa aldrei verið jafn
miklar efnahagslegar forsendur fyrir
slíkum aðgerðum og nú.
Tilgangurinn með niðurskurðinum
er að byggja upp þorskstofninn í
þeirri von að innan skamms verði
hægt að auka veiðiheimildir að nýju
og það til frambúðar. Niðurskurður-
inn þýddi hins vegar að með einhverj-
um hætti varð að koma til móts við
byggðarlög, sem yrðu illa úti, og
hjálpa þeim að brúa bilið. Þetta á við
um sveitarstjórnir, sem skyndilega
missa tekjur án þess að geta dregið
úr útgjöldum, og fyrirtæki, sem þurfa
tímabundið að halda velli.
Eins og áður sagði eru aðgerðirnar
af ýmsum toga og ljóst er að þær
koma sér vel fyrir flest þau sveitar-
félög, sem í hlut eiga, þótt gagnrýni
hafi borist frá tveimur um að þau hafi
orðið útundan, Grindavík og Grund-
arfirði. Samband íslenskra sveitarfé-
laga lýsti yfir óánægju með skort rík-
isstjórnarinnar á samráði og verður
að teljast klaufalegt að það skyldi
ekki gert. Á hinn bóginn ber þess að
gæta að ekki hefur öllu því fé, sem
ákveðið hefur verið að veita í aðgerð-
irnar, verið ráðstafað þannig að enn
er hægt að taka upp samræðustjórn-
mál.
Mikilvægast er hins vegar að að-
gerðirnar gagnist þeim einstakling-
um, sem haft hafa atvinnu af sjávar-
útvegi og sjá nú fram á að missa
vinnuna eða að dragi verulega úr at-
vinnumöguleikum. Með mótvægisað-
gerðunum hefur ríkisstjórnin sýnt að
hún hyggst hjálpa til við að milda af-
leiðingar kvótaniðurskurðarins. Það
er mikilvægt að mótvægisaðgerðirn-
ar beri árangur.
EFLD TENGSL VIÐ ÍRA
Margt er skylt með Írum og Ís-lendingum. Milli landanna
liggur menningarlegur strengur,
sem nær allt aftur til upphafs byggð-
ar á Íslandi, og rannsóknir hafa sýnt
að írsk gen er að finna í stórum hluta
Íslendinga. Geir H. Haarde er nú
staddur á Írlandi til að eiga viðræður
við þarlenda ráðamenn. Heimsókn
hans ber upp á tíma mikils uppgangs
í landinu. Fyrir tveimur áratugum
var efnahagsástandið slæmt á Ír-
landi og atvinnuleysi gríðarlegt. Síð-
an þá hafa orðið alger umskipti sem
byggst hafa á áherslu á útflutnings-
greinar og efnahagslífið fór á fljúg-
andi ferð. Í viðtali við Davíð Loga
Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag
segir Geir að viðræður hans við
menn á Írlandi hafi ekki aðeins fært
honum heim sanninn um að ýmislegt
megi læra af þeim, heldur einnig að
menn hafi verið að taka réttar
ákvarðanir á Íslandi.
„Við getum lært ýmislegt af þeim,
en þeir geta líka lært af okkur,“
sagði Geir.
Í frásögn Davíðs Loga kemur fram
að Geir hafi sérstaklega sýnt þjóð-
arsáttarkerfinu, sem Írar komu sér
upp 1987 áhuga, enda er í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar frá því í vor
vikið að því að stofna skuli samráðs-
vettvang aðila vinnumarkaðar og
stjórnvalda á Íslandi í líkingu við það
sem gert hefur verið á Írlandi.
Sagði Geir að ætlunin væri ef til
vill ekki að koma þessum samskipt-
um í jafn fast form og á Írlandi, enda
ekki ástæða til þess, en markmiðið
væri að binda hlutina fastar en nú
væri.
Heimsóknin til Írlands hefur þeg-
ar skilað árangri á menningarsvið-
inu. Í Morgunblaðinu í dag kemur
fram að efna eigi til samstarfs milli
þjóðminjasafna Írlands og Íslands
og er stefnt að því að sameiginleg
sýning um tengsl landanna verði sett
upp í Dyflinni sumarið 2010 með
áherslu á írsk áhrif frá upphafi. Þar
stæði sýningin yfir í sex mánuði og
yrði síðan flutt yfir til Íslands. Þarna
er af miklu að taka og gæti þetta orð-
ið fróðleg og merk sýning.
Ekki hafa verið mikil viðskipti
milli Írlands og Íslands. Andvirði
innflutnings til Íslands frá Írlandi er
8,4 milljarðar króna og útflutningur
frá Íslandi til Írlands er rúmlega
milljarður króna á ári. Sjö íslensk
fyrirtæki eru með umsvif af ýmsum
toga á Írlandi, allt frá fjármálastarf-
semi til netagerðar og fiskeldis.
Írar fengu ekki sjálfstæði fyrr en
árið 1937 og líkt og Íslendingar voru
þeir með fátækustu þjóðum Evrópu.
Bókmenntaarfurinn hefur reynst
báðum þjóðum mikilvægur. Að Norð-
urlöndunum undanskildum eiga Ís-
lendingar sennilega mestan skyld-
leika við Íra. Á þessum skyldleika á
að byggja.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Davíð Loga Sigurðsson í Dublin
david@mbl.is
Geir H. Haarde forsætis-ráðherra segir margasnertifleti milli Írlandsog Íslands í efnahags-
málum en ráðherrann kynnti sér
aðstæður á Írlandi á öðrum degi
opinberrar heimsóknar sinnar
þangað í gær. Hann átti m.a. fund
með viðskiptaráðherra Írlands,
Micheal Martin, en meðal umræðu-
efnanna voru evrumál og skatta-
mál.
Um miðjan níunda áratuginn
ríktu „hinar myrku miðaldir“ í írsk-
um efnahagsmálum en þá var at-
vinnuleysi á ársgrundvelli meira en
15%, þjóðarskuldirnar gríðarlegar
og halli á ríkissjóði varanlegur.
Ljóst var að bregðast þurfti við
með ýmsum hætti og rakti Micheal
Martin viðskiptaráðherra í gær-
morgun fyrir Geir þær aðgerðir
sem gripið var til á sínum tíma. Um
leið reyndi hann að útskýra hvers
vegna Írland hefði náð jafn frábær-
um árangri og raun bæri vitni í
efnahagsmálum, en mikill upp-
gangur hefur verið á Írlandi und-
anfarin ár.
Geir sagði fundinn með Martin
hafa verið sérlega áhugaverðan:
„Við getum dregið ýmsan lær-
dóm af reynslu manna hér en þó
fyrst og fremst þann að árangurinn
hér á Írlandi byggist ekki á neinu
einu atriði. Ræðir þar m.a. um fjár-
festingu í menntun, eins konar
þjóðarsáttarsamninga (Social Part-
nership) sem tryggt hafa stöðug-
leika og ró á vinnumarkaði, auk að-
ildarinnar að Evrópusambandinu.“
Mikill uppgangur hefði hins veg-
ar verið á Íslandi einnig, m.a. fyrir
tilstilli aðgerða íslenskra stjórn-
valda, s.s. með sölu ríkisfyrirtækja
og vinsamlegra umhverfis fyrir
fjárfesta og fyrirtæki. Sagði Geir að
samræður hans við aðila á Írlandi
hefðu ekki aðeins fært honum heim
sanninn um að ýmislegt mætti læra
af þeim, heldur einnig að menn
hefðu verið að taka réttar ákvarð-
anir á Íslandi.
„Við getum lært ýmislegt af þeim
en þeir geta líka lært a
Orkumálin eru þar veiga
líka lífeyrismálin,“ sagði G
erum auðvitað í fararbrod
um sviðum. Við höfum mj
lífeyrissjóðakerfi sem b
sjóðssöfnun sem þeir h
hérna. Það er eitt af þessu
málum sem þeir eiga óle
eru það orkumálin: þeirra
byggist nánast eingöngu á
jarðefnaeldsneyti og þar e
lega mikill munur á aðs
löndunum tveimur.“
Sagði Geir að viðskipta
ann írski hefði sýnt íslens
stæðum í þessum efnum
áhuga og léði hann máls á s
í þeim geira, enda byggju
Getum lært af Íru
Á öðrum degi opinberr-
ar heimsóknar sinnar til
Írlands hitti Geir H.
Haarde m.a. forseta Ír-
lands, Mary McAleese,
og viðskiptaráðherrann,
Micheal Martin, auk
þess sem hann kom við í
höfuðstöðvum Merrion
Capital, fyrirtækis í eigu
Landsbankans.
Í höfuðstöðvunum Sigurjón Árnason, Geir H. Haarde forsætisr
GEIR H. H
fund með
lands, í gæ
Phoenix P
forseti Írla
og er því n
Á forsetaf
Ánæ
Áform eru uppi um að efna til sam-starfs milli Þjóðminjasafns Ís-lands og þess írska en stefnt erað því að setja upp sameiginlega
sýningu um tengsl Írlands og Íslands sum-
arið 2010 í Dublin og á hún að vera opin í
sex mánuði. Að því búnu yrði hún sett upp á
Íslandi. Áhersla yrði lögð á írsk áhrif á Ís-
landi í öndverðu.
Geir H. Haarde forsætisráðherra er í op-
inberri heimsókn á Írlandi en tilgangur
ferðarinnar er að stuðla að auknum sam-
skiptum landanna, bæði á sviði menningar
og viðskipta. Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður er með Geir í heimsókn-
inni og fundaði hún í gær og fyrradag með
forsvarsmönnum írska þjóðminjasafnsins
um þau áform sem fyrir liggja um samstarf
safnanna tveggja.
Margrét segir að um samvinnuverkefni
stjórnvalda, safnanna tveggja og Árna-
stofnunar yrði að ræða. Horft yrði til þess á
umræddri sýningu hvaða írskra áhrifa sæi
stað í fornminjum á Íslandi, í frásögnum af
landnámi, mannanöfnum, íslenskri tungu,
örnefnum og erfðafræðirannsóknum. Enn-
fremur yrði horft til þeirrar trúar, siða og
venja sem þróuðust á Íslandi, með dæmum
af fornsögum og þjóðtrú/þjóðháttum síðari
alda. Sérstaklega yrði staldrað við minn-
ingar um papana, sem hermt er að hafi
fyrstir komið til Íslands, frumkristni í land-
inu og á Grænlandi, þátt fólks af gelískum
uppruna í Vínlandsferðum og hlutverk
hinna gelísku áhrifa í að móta sérstaka frá-
sagnar- og kveðskaparhefð á Íslandi.
Markmiðið er að draga fram sameig-
inlega fortíð þeirra sem nú byggja Ísland
og Írland og benda á þau menningar-
sögulegu áhrif sem bárust vestan um haf til
Íslands með það í huga að efla samkennd
þjóðanna og opna leið fyrir greið samskipti
á viðskipta- og menningarsviði. Segir Mar-
grét að valdir verði gripir af þjóðminjasöfn-
un Írlands og Íslands auk handrita úr
Árnasafni og greint frá þverfaglegum
rannsóknum. Einnig yrði beitt margmiðlun
og nýjustu aðferðum á sviði sýningatækni.
Skemmtilegt verkefni
„Margt af þessu hefur ekki verið mikið
rannsakað, einkum það sem varðar fyrstu
aldirnar, og það verður svolítið gaman að
spreyta sig á svona sýningarverkefni,“ seg-
ir Margrét um tengslin milli Íslands og Ír-
lands. Ekki sé ólíklegt að rannsóknir sem
gerðar yrðu samhliða þessu samstarfi skil-
uðu nýrri þekkingu. „Þetta er metnaðarfull
hugmynd og aðstæðurnar sem okkur bjóð-
ast í Þjóðminjasafni Írlands eru mjög góð-
ar.“
Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi
hugmyndina um samstarf þjóðminjasafn-
anna á fundum sínum með írskum ráða-
mönnum í gær og fyrradag og segist hafa
fengið góð viðbrögð. „Ég fagna því mjög að
við gátum notað þessa opinberu heimsókn
til að vinna í þessu máli einnig,“ segir hann.
Efla á menning-
artengsl landanna
Stefnt að auknu samstarfi þjóðminjasafnanna