Morgunblaðið - 14.09.2007, Page 30

Morgunblaðið - 14.09.2007, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erna Halldórs-dóttir Kolbeins fæddist á Stað í Súgandafirði 21. janúar 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík að morgni 5. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru sr. Halldór K. Kolbeins, f. 16.2. 1893 á Staðarbakka í Miðfirði, V-Húna- vatnssýslu, d. 29.11. 1964, og Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins, f. 26.3. 1898 í Hvallátr- um á Breiðafirði, d. 18.3. 1973. Systkini Ernu eru: 1) Ingveldur Aðalheiður ljósmóðir, f. 1924. Maki: Sæmundur Jón Krist- jánsson vélvirkjameistari, f. 1924, d. 1991. 2) Gísli prestur f. 1926. Maki: Sigríður Ingibjörg Bjarna- dóttir Kolbeins, tónlistarkennari og húsfreyja, f. 1927. 3) Eyjólfur kennari, f. 1929. Maki: Ragnhild- ur Lára Hannesdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 1926. Samvistum slitið. 4) Þórey Mjallhvít kennari, f. 1932. Maki: Baldur Ragnarsson kennari, f. 1930. 5) Lára Ágústa bankaritari, f. 1938. Maki: Snorri Gunnlaugsson gjaldkeri, f. 1922, d. 1996. Fóstursystkini Ernu eru: 6) Guðrún Sesselja Guðmunds- dóttir skrifstofumaður, f. 1927. Maki l: Jón Guðjónsson Scheving skrifstofumaður, f. 1924, d. 1992. 1952. Börn þeirra eru: a) Guðrún Erna kennari, f. 1979. Dóttir hennar og Skúla Sigurðssonar er Andrea Dís, f. 2004. b) Jóhanna Rut háskólanemi, f. 1984. c) Snævar Ingi framhaldsskólanemi, f. 1988. 4) Ásthildur Gyða skrif- stofumaður, f. 1958, maki Krist- berg Tómasson véliðnfræðingur, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Tóm- as rafvirki, f. 1983. b) Erna Sif starfsstúlka, f. 1985. c) Guð- mundur Freyr framhaldsskóla- nemi, f. 1988. d) Torfi framhalds- skólanemi, f. 1990. 5) Erna kennari, f. 1966, maki Geir Sæ- mundsson rafmagnstæknifræð- ingur, f. 1965. Þeirra börn eru: a) Sólveig framhaldsskólanemi, f. 1988. b) Heimir grunnkólanemi, f. 1992. c) Ragnheiður grunnskóla- nemi, f. 2001. Erna ólst upp á Stað í Súganda- firði til 13 ára aldurs er hún flutt- ist að Mælifelli í Skagafirði með fjölskyldu sinni. 1945 flutti fjöl- skyldan að Ofanleiti í Vestmanna- eyjum. Erna lauk gagnfræðaprófi 1945 frá Menntaskólanum á Akureyri og handmenntakenn- araprófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1949. Í Reykjavík kynntist hún eigin- manni sínum og hófu þau búskap í Reykjavík 1950 og bjuggu þar síðan. Erna stundaði húsmóð- urstörf og var handmenntakenn- ari við grunnskóla Reykjavíkur um árabil, síðast við Seljaskóla. Einnig kenndi Erna í mörg ár við Námsflokka Reykjavíkur. Útför Ernu verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Slitu samvistir. Maki 2: Jón Hjalti Þor- valdsson húsasmíða- meistari, f. 1918, d. 1994. 7) Ólafur Valdimar Valdimars- son bóndi, f. 1935. Maki: Anna Jörg- ensdóttir húsfreyja, f. 1937. Erna giftist Torfa Magnússyni, skrif- stofumanni frá Fremri-Brekku í Saurbæ, Dalasýslu, f. 27.1. 1919, d. 9.5. 1990. Börn þeirra eru: 1) Halldór jarðfræðingur, f. 1951, kvæntur Védísi Stefánsdóttur stuðnings- fulltrúa, f. 1949. Börn þeirra eru: a) Hrafnhildur talmeinafræð- ingur, f. 1976, gift Magnúsi Ragn- arssyni organista, f. 1975. Sonur þeirra er Ísak, f. 2005. b) Hjalti háskólanemi, f. 1980, sambýlis- kona Vala Þórólfsdóttir stoð- tækjafræðingur, f. 1980. Sonur þeirra er Jökull, f. 2005. c) Daði háskólanemi, f. 1986. 2) Ragn- heiður kennari, f. 1953, gift Gunnari Inga Hjartarsyni við- skiptafræðingi, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Torfi Þór kerfis- fræðingur, f. 1977, sambýliskona Júlía G. Sveinbjörnsdóttir há- skólanemi, f. 1980. b) Tryggvi líf- fræðingur, f. 1980. c) Berglind Inga háskólanemi, f. 1984. 3) Lára kennari, f. 1956, gift Haf- steini Pálssyni verkfræðingi, f. Elsku besta mamma mín. Það er svo sárt að missa þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, ég gat alltaf leit- að til þín með hvað sem var, smátt og stórt. Nú sakna ég þess. Það er ekki hægt að hugsa sér betri mömmu en þig, hlý, kát, skemmtileg, jákvæð, bjartsýn, þolinmóð og jarðbundin. Ég er þér svo óendanlega þakklát fyrir alla þá ótakmörkuðu ást, gleði og stuðning sem þú veittir mér og fjölskyldu minni. Og öll góðu ráðin. Allar peysurnar, sokkarnir, vettling- arnir og allt það fallega sem þú saumaðir handa okkur eru gersem- arnar okkar. Af öllum minningunum um þig er ein sem oftast kemur upp í hugann þessa dagana. Það er minningin um mömmu sem leiðir litlu stelpuna sína eftir Skeiðarvoginum á leið í strætó. Báðar búnar að punta sig og með veski á leið í eina af mörgum bæj- arferðum. Ég í öruggum höndum þínum, í fallegu kápunni sem þú saumaðir á mig. Elsku mamma, ég veit að nú líður þér vel, syngjandi glöð með pabba í Paradís. Þín, Erna. Elsku systir. þú flaugst á vængjum morgunroðans, meira af starfa guðs um geim. Mín fyrsta bernskuminning var þegar mér var lyft upp til þess að sjá litlu systur mína, bara horfa ekki snerta. Ég var með kíghósta. Æska okkar var ljúf og góð á Stað í Súgandafirði. Við sváfum í sama rúmi þangað til ég tók svo mikið pláss að þú varst að detta fram úr. Við fórum á berjamó. Þú komst ekki yfir lækinn og ég ætlaði að bera þig á langabaki sem endaði með því að við duttum báðar í lækinn, við grétum smá en lifðum af. Þegar þú varst fimm ára fengum við elstu systkinin þrjú að heim- sækja afa í Hvallátrum á Breiðafirði. Mamma og systir hennar voru að baka kleinur, þá sagði gamall maður við þig: „Mamma þín er myndar- kona.“ Þú svaraðir um hæl: „Já, hún mamma mín er myndarleg kona og eins verð ég.“ Þú stóðst svo sann- arlega við það. Þið Torfi áttuð yndislegt heimili sem öllum stóð opið. Mamma og pabbi voru í skjóli ykkar síðustu árin sem þau lifðu. Það er aldrei hægt að þakka alla þá elsku sem þið veittuð þeim og hvað þið voruð mér og okkur öllum mikils virði í gleði og erfiðleik- um. Þegar ég hugsa um síðustu erfiðu árin þín er mér alltaf efst í huga hún litla systir mín sem fór svo innilega með kvöldbænina sína. Ljúfi Jesú líttu á mig lítið barn, sem elskar þig. Fátt ég veit ó vorkenn mér vef mig upp að brjósti þér. Ó ég hlakka hlakka til hjarta þíns að vermast yl. Þú varst líka lítið barn lyndisglaður yndisgjarn. Guð blessi börnin þín Halldór, Ragnheiði, Láru, Ásthildi og Ernu tengdabörn, barna- og langömmu- börn. Megi æskuminningar ykkar lifa og milda síðustu erfiðu árin. Guð blessi þig, elsku systir. Þín, Aðalheiður. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Elskuleg fóstursystir mín Erna er látin, þegar komið er að leiðarlokum bregður okkur alltaf við, þó svo að við höfum séð að hverju stefndi. Löngum og ströngum veikindatíma er lokið, sem var mjög erfiður fyrir hana og alla hennar ástvini. Hugur- inn reikar til æskuáranna í Súganda- firði og út á Stað, þar sem við ólumst upp sem börn. Séra Halldór Kol- beins og Lára Ágústa Ólafsdóttir kona hans voru mikil sómahjón, kær- leiksríkir, vandaðir og góðir uppal- endur. Stóri hópurinn þeirra, Aðal- heiður, Gísli, Erna, Eyjólfur, Þórey og Lára ásamt fósturbörnunum Guð- rúnu og Ólafi. Það var mikið verk að koma öllum hópnum til manns. Erna var þriðja elst í röðinni, fædd 21. jan- úar 1928. Á milli okkar voru fjórir mánuðir. Ég aðeins eldri, fædd 16. sept. 1927, svo við vorum mjög sam- stiga. Í Staðardalnum er yndislega fal- legt, grösugur dalur og há og tign- arleg fjöll. Frá Stað flutti fjölskyldan svo að Mælifelli í Skagafirði 1941. Það voru mikil viðbrigði að koma þangað, öll sú mikla víðátta og feg- urð, þar vorum við til ársins 1945 en þá fluttum við til Vestmannaeyja en þar var Halldór prestur í tæpa tvo áratugi. Á öllum þessum stöðum var gott að vaxa upp, bernsku-, unglings- og fullorðinsárin sem fóru svo í lær- dóms- og þroskaleit. Og við eignuð- umst marga góða vini á öllum þess- um stöðum. Erna tók gagnfræða- próf, hún fór í húsmæðraskóla í Danmörku og nam síðan handa- vinnukennslu. Hún var mjög vand- virkur og dugandi handavinnukenn- ari. Erna átti góðan lífsförunaut sem var Torfi Magnússon. Hann vann lengst af sem skrifstofumaður. Torfi var mjög góður smiður og reyndar laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikill og góður söngmaður og var einn af kvartettinum ,,Leikbræður“. Börnin þeirra fimm, Halldór, Ragnheiður, Lára, Ásthildur og Erna bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Það var alltaf mikill gestagangur á heimili Ernu og Torfa, og mæddi mikið á húsmóðurinni, en alltaf voru allir svo velkomnir. Það eru svo margar minningar sem leita á hug- ann og svo margt sem ég vildi segja. En mest er um vert að hafa fengið að alast upp með svo elskulegu fólki, öll þessi samheldni og vinátta sem við systkini og fóstursystkini berum hvert til annars, það er svo kærleiks- ríkt. Ég þakka þér, elsku Erna mín, all- an tímann sem við áttum saman. Guð blessi þig og styrki börnin þín og alla fjölskylduna. Ég veit að þau sakna þin svo sárt. Í litlum dal við lygnan fjörð lágu bernskusporin. Í háum fjallahamrasal var himneskt oft á vorin. Minningarnar magnast nú, myndir þjóta um huga minn. Örlát gleði, einlæg trú, ætíð sýndi vilji þinn. (G.S.G.) Ég kveð þig, elsku Erna mín, fjöl- skylda mín sendir kveðjur og þakkir. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir. Við erum heppin. Við áttum bestu ömmu í heimi. Það var alltaf sam- þykkt einhljóða þegar um það kom tillaga á félagsfundum okkar barna- barnanna. Hún átti svo mikla ást til okkar, að okkur finnst öllum við hafa verið í uppáhaldi. Hún sá okkur öll 16 og lét okkur finnast sem við vær- um mikilvæg hvert um sig. En það var ekki bara það sem var eftirsókn- arvert við að koma til ömmu. Því eft- irsóknarvert var það. Frekar til ömmu en til vina eða vinkvenna og þegar við fengum að gista þar, þá var hátíð. Það var þá alltaf með þeim frænda eða frænku sem var næst í aldri og stundum var svo ásetið í öm- mugistingu að það varð fullt. Það eftirsóknarverða var líka í formi ævintýralandsins sem húsið og garðurinn í Rauðagerði buðu upp á. Amma leyfði allt. Inni var hægt að fara í fataleiki og jafnvel nota skart- gripina, leika sér á saumavélina, horfa á sömu vídeómyndina átta sinnum, vaka alla nóttina, fá súkku- laðiköku í morgunmat og hlaðborð með kvöldkaffinu. Úti var stóri garð- urinn með skóginum (að okkur fannst), bröttu brekkunni sem leyfði m.a.s. skíðaiðkun, rifsberjum, rabar- bara og rósailmi. Svo var hægt að fela sig í svartholinu og róta í gömlu dóti. Allt sem þurfti í spennandi ímyndunarleiki var til staðar. Og alltaf leið okkur eins og heima. Stundum lenti maður í raunveruleg- um ævintýrum eins og að fá títu- prjón í hæl eða hné, þar sem þeir voru ekki af skornum skammti hjá handavinnukonunni. Eða að fá pitsu með „afgöngum“, fiski, gulum baun- um og hrísgrjónum. En þá var nú alltaf hægt að fá franskbrauð með súkkulaði eða örbylgjubrauð með aromati í eftirrétt. Amma leit líka á lífið sem ævintýri og hló og söng há- stöfum í gegnum það, eða fram að þeim veikindum sem svo allt of fljótt hrifsuðu hana frá okkur inn í heim gleymskunnar. En jafnvel eftir að hún var orðin veik var hún síbros- andi og lék þannig á fólk sem ekki þekkti hana vel. Sérstaklega minnumst við hátíð- ardaga þegar allir voru samankomn- ir og mikið gekk á. Amma var fé- lagslynd og vildi hafa fólk í kringum sig. Við fengum að hitta fullt af ætt- ingjum og vinum, og upplifa ótrú- lega félagshæfni, þar sem amma gat talað mikið og hratt við marga í einu um margt í einu án þess að missa þráðinn. Stundum var hún meira að segja líka að horfa á sjónvarpið og prjóna á meðan hún talaði í símann. Amma Erna var nefnilega síprjón- andi og við fengum að njóta kennslu- hæfileika hennar þegar hún kenndi okkur handavinnu, stærðfræði og ýmislegt annað. Hún kenndi okkur bænir, söng fyrir okkur þreyttist ekki á að segja okkur sögur úr æsku. Og að þessu búum við alla ævi. Við söknum þín, elsku amma. Hrafnhildur, Torfi Þór, Guðrún Erna, Hjalti, Tryggvi, Tómas, Hanna Rut, Berglind Inga, Erna Sif, Daði, Guðmundur Freyr, Sólveig, Snævar Ingi, Torfi, Heimir og Ragnheiður. Eitt það besta sem við mannfólkið eignumst í lífinu eru góðar minning- ar um gott fólk. Minningar sem rifj- ast upp við hin ýmsu atvik. Nú þegar Erna frænka mín Kolbeins kveður þetta líf eftir erfiða baráttu síðari ára þegar hún hvarf inn í óminnið, en lifði þó, þá koma minningarnar fram í hugann hver af annarri, allar góðar en fyrst og fremst glaðar. Við þekkt- umst ekki sem börn og unglingar nema í gegnum bréfaskriftir mæðra okkar, sem voru systur. En það voru líka talsverð kynni og notadrjúg. Ég hef oft vitnað í það hvað mér fannst tengslin sterk þegar við loks hittumst, allt vegna bréfaskrifta og myndanna sem mamma fékk af prestsfjölskyldunni á Mælifelli og í Vestmannaeyjum. Fallegt fólk á framabraut. Þá var ekki „hlaupið“ á milli Vestmannaeyja og Breiðafjarð- areyja en þó kom Lára frænka og við börnin hennar „Borgu systur“ fengum að kynnast henni ung að aldri. Fyrstu kynnin af Ernu voru svo á Ránargötu 20 í húsi Berg- sveins og Elínar. Það var um miðja síðustu öld og stóra húsið hans móð- urbróður okkar iðaði af mannlífi. Sumir dvöldu þar, en aðrir komu í heimsókn. Erna var ein af þeim sem komu oft, kát og glöð og var að leggja drög að lífsstarfinu, að kenna ungum stúlkum handavinnu. Ég var nokkrum árum yngri og var því feimin við frænku mína, en dáðist mjög að henni. Nokkru áður var stór atburður í lífi móður minnar og Önnu frænku, sem einnig var í Breiðarfjarðareyjum, þær voru boðnar til brúðkaups Ernu og Torfa, alla leið til Vestmannaeyja. Það full- yrði ég að stærri hátíð upplifðu syst- urnar ekki á þessum árum, en að fara í flugvél í fyrsta sinn og það til Vestmannaeyja. Þær voru duglegar að segja frá, við upplifðum þetta allt með þeim. Og hvað þeim leist vel á brúðgumann. „Hann var svo góðleg- ur, söng í Leikbræðrum en hafði verið heilsulítill. Var frá góðu heimili vestur í Dölum.“ Þetta var umsögn þeirra systra og fyrstu áhrif. Seinna þegar ég var tíður gestur á heimili Ernu og Torfa þá gat ég svo vel tek- ið undir þetta. Þau höfðu bæði svo góða nærveru, enda var bæði ást og virðing áþreifanleg á þeirra heimili. Ferðirnar urðu margar til þeirra í Skeiðarvog, þar sem Lára frænka bjó þá í skjóli þeirra hjóna. Ein dótt- ir mín sem oft kom til þeirra sagði: „Það var svo gott að koma þangað og finna sig alltaf velkomna á hvaða tíma sem var.“ Síðasta minningin um frænku mína er héðan úr Mos- fellsbæ, það eru rúmlega þrjú ár síð- an og hún farin að heilsu. Ég hitti þær mæðgur úti á íþróttavelli, dæt- urnar allar komnar til að taka þátt í kvennahlaupi. Hún var í góðri fylgd tengdasonar til að horfa á. Hún fagnaði mér af hjartans einlægni, án þess að vita hver ég var, við ræddum ekkert um það, en brosið og viðmót- ið eins og áður. Síðan hef ég bara frétt af henni frá börnunum hennar. Þessi litli atburður sýnir samstöðu Erna H. Kolbeins ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför KRISTMUNDAR BJÖRNSSONAR, Tjarnarlundi 10 B, Akureyri. Fanney Kristmundsdóttir, Viðar Kristmundsson, Dóróþea Reimarsdóttir, Guðmundur Björn Kristmundsson, Sigríður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDUR J. GUNNLAUGSDÓTTIR Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést sunnudaginn 2. september. Að ósk hinnar látnu fór jarðaförin fram í kyrrþey. Gunnhildur Kristjánsdóttir, Kristján Einarsson, Unnur Pálsdóttir, Sigurður Magnússon, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.