Morgunblaðið - 14.09.2007, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
LÍSA, LANGAR ÞIG AÐ KOMA
Í GÖNGUTÚR Í GARÐINUM?
JÁ,
ENDILEGA
ÆÐI! ER Í LAGI AÐ ÉG
KOMI MEÐ?
ÆTLI
ÞAÐ EKKI
HERRA
ÓÖRUGGUR
HELDUR ÞÚ
Í ALVÖRUNNI
AÐ KALLI
GETI ORÐIÐ
FORSETI?
HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ?
VEIST ÞÚ EKKI NEITT?
FYRST VERÐUR HANN AÐ
VERÐA PRINS... SÍÐAN
VERÐUR HANN FORSETI!!
ÞAÐ SKELFIR MIG AÐ
KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ ÉG
VEIT LÍTIÐ UM GANG MÁLA
Í ÞJÓÐFÉLAGINU
ÞÚ HEFUR TÍU SEKÚNDUR
TIL ÞESS AÐ OPNA
DYRNAR OG LÁTA MIG FÁ
GLÓSURNAR MÍNAR!
ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ
ÞÚ ÞURFIR AÐ BIÐJA MIG
FALLEGA... ÞÚ VILT EKKI AÐ
NEITT KOMI FYRIR
GLÓSURNAR ÞÍNAR,
ER ÞAÐ NOKKUÐ?
ÞÚ ERT
MEIRA
KVIKINDIÐ!
ÞEGAR
FORELDRAR
ÞÍNIR...
ÞAR
FÓR
EIN
SÍÐA
HVAÐ RÁÐLEGGUR
ÞÚ MÉR
LÆKNIR?
ÞÚ ÆTTIR AÐ HREYFA
ÞIG MEIRA, DREKKA MINNA
OG HUGSA BETUR
UM MATARÆÐIÐ
TIL AÐ
LOSNA VIÐ
FLÖSU?!?
ÞAÐ GETUR
VARLA
SKAÐAÐ
ÉG MÁ EKKI LENGUR
BÍTA BRÉFBERANN!
HVAÐ Á ÉG ÞÁ AÐ
GERA? HVERNIG Á
ÉG AÐ GETA LIFAÐ?
ÉG ER MEÐ
SENDINGU...
GET ÉG
FENGIÐ
SENDIL HEIM?
GRÍMUR!
VILTU GJÖRA
SVO VEL AÐ
LEGGJA Á...
NÚNA!!
KRAKKAR, HVAÐ LANGAR
YKKUR AÐ GERA Í DAG?
GERA?
NÚNA ÞEGAR ÉG ER
BYRJUÐ AÐ VINNA HEIMA
ÞÁ HEF ÉG NÓGAN TÍMA TIL
AÐ FARA Í GÖNGUTÚR MEÐ
YKKUR, BAKA SMÁKÖKUR
EÐA BARA SLAPPA AF YFIR
GÓÐRI BÍÓMYND
ÉG ER MAMMAN
SEM YKKUR HEFUR
ALLTAF DREYMT UM
TAKK... ÉG
ER FREKAR
UPPTEKINN
ÉG ÆTLA
AÐ FARA TIL
GUNNU
RUSLABÍLLINN ÆTTI AÐ
KOMA FLJÓTLEGA
BARDAGAMAÐURINN GETUR
HORFIÐ UM LEIÐ OG BÚNINGUR-
INN ER KOMINN Á HAUGANA
Æ, NEI!
dagbók|velvakandi
Margt skal varast
FYRIR skömmu heyrði ég öm-
urlega sögu. Fyrir utan barnafata-
verslun á Skólavörðustíg hafði ung
móðir skilið barnavagninn eftir með
litla barninu sínu í. Fljótlega kemur
inn í búðina maður með látum og
spyr hvort einhver þarna inni sé með
þennan vagn. Hann hafi séð mann
taka vagninn úr bremsu og vagninn
var byrjaður að renna.
Þarna höfðu verið að verki tveir
ungir ógæfumenn. Varð uppi fótur
og fit og lögreglan kölluð til. Ekki
fylgdi sögunni hvort mennirnir náð-
ust en mér finnst rétt að vara fólk
við því að skilja barnavagna eftir eft-
irlitslausa. Því miður lifum við á tím-
um þar sem svona hlutir gerast.
Sigurbjörg Hjörleifsdóttir.
Léleg aðstaða bitnar
á nemendum
SKÓLASTJÓRN gerir náms-
mönnum ekki auðvelt fyrir, heldur
lætur það bitna á þeim að ekki er
hægt að hafa næg bílastæði fyrir
nemendur. Nýlega lenti ég í því að
ég var að keyra í skólann og þegar
ég kem að skólanum vill svo til að
það er ekki EITT bílastæði laust.
Búin að keyra nokkra hringi í leit að
stæði, sé bíla allsstaðar þar sem þeir
mögulega gátu troðið sér, ég að
verða sein í tíma og er á samning og
má ekki við því að koma seint. Ég
keyri á planið fyrir ofan en þar er
allt fullt líka og allsstaðar í kring,
þannig að ég legg uppi á grasinu fyr-
ir ofan skólann ásamt mörgum öðr-
um bílum sem höfðu lent í því sama
og ég. Hleyp síðan í tíma en áður en
ég veit af er búið að draga bílinn
minn í burtu og ég þarf að borga
10.500 kr. til þess að fá bílinn minn
aftur, sem er kannski helmingur
launa minna yfir heilan mánuð. Síð-
an þegar ég fer til skólastjórnar og
spyr hvað ég hefði átt að gera, þá
var mér einfaldlega svarað: „Það var
alveg nóg af stæðum, við kíktum út.“
Ekkert nema ókurteisi. Mér var
ekki einu sinni gefið færi á að færa
bílinn. Ég er mjög sár yfir því hvern-
ig þessi heimur er að verða, og er ég
örugglega ekki sú eina sem er búin
að lenda í þessu. Endilega notið
þennan pening sem þið eruð að stela
af okkur til þess að gera ný stæði!
Ósáttur námsmaður.
Ruslatunnur á strætisvagn-
astoppistöðvar
ÉG er margbúin að tala við stræt-
isvagnabílstjóra um að fá ruslatunn-
ur á hverja einustu stoppistöð í
Reykjavík og vil ég einnig koma því
á framfæri hér. Mér finnst að borg-
aryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því
að gera umhverfið snyrtilegra með
því að hafa ruslatunnur á stoppi-
stöðvunum.
Elín.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Það er stundum betra að nota brjóstvitið en fylgja götuskiltum í blindni.
Ekki er gott að segja til um hvar konan hefði endað hefði hún tekið þennan
vegvísi bókstaflega.
Morgunblaðið/Golli
Á niðurleið?
FRÉTTIR
HINN árlegi haust- og grænmet-
ismarkaður Kristniboðssambands-
ins verður haldinn laugardaginn
15. september, kl. 13-15, í kjallara
húss KFUM&K á Holtavegi 28.
Í fréttatilkynningu segir að til
sölu verði ávextir, grænmeti, sult-
ur, kökur o.fl. Þá verður lítið Afr-
íkuhorn á markaðnum með slæður
og handunnar festar frá Afríku.
Tilgangur markaðarins að þessu
sinni er að afla fjár til verkefnis
sem kallast Af götu í skóla. Mark-
mið þess er að bæta líf götubarna í
Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu,
með því að gera þeim mögulegt að
ganga í skóla. Íslenskir kristniboð-
ar, sem starfa í borginni, munu
fylgja verkefninu eftir. Allir sem
hafa áhuga eru velkomnir.
Haustmark-
aður Kristni-
boðssam-
bandsins
FJÖLSKYLDUVÆN starfs-
mannastefna – að skapa fyrirmynd-
arvinnustað er heiti fyrirlesturs
sem Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
lektor og umsjónarmaður MS-náms
í mannauðsstjórnun við Háskóla Ís-
lands, heldur í boði Rannsóknastofu
í vinnuvernd í dag, föstudaginn 14.
september, kl. 12.15-13.15.
Fyrirlesturinn verður í Háskóla
Íslands, Lögbergi, stofu 201. Er
hann ókeypis og opinn öllu áhuga-
fólki um vinnuvernd.
Hádegisfyrirlestrar Rann-
sóknastofu í vinnuvernd verða
haldnir annan hvern föstudag á
tímabilinu 14. september til 23. nóv-
ember. Fyrirlestrarnir eru í Lög-
bergi, stofu 201, kl. 12.15-13.15.
Fjölskylduvæn
starfsmanna-
stefna
JÓHANNES Geir Sigurgeirsson
kynnir lokaritgerð sína frá Háskól-
anum á Bifröst á morgunfundi
Samtaka atvinnulífsins í fyrra-
málið, föstudaginn 14. september.
Ritgerðin er lokaritgerð í fram-
haldsnámi í viðskiptum sem er 45
eininga nám sem samsvarar MA-
námi í hag- og viðskiptatengdum
greinum. Ritgerðin ber nafnið Frá
höndum til hugar – breytingar í ís-
lensku atvinnulífi 1995-2005, mögu-
leg þróun til 2015. Í ritgerðinni er
fjallað um þær miklu breytingar
sem hafa átt sér stað í íslensku at-
vinnulífi 1995-2005. Staða Íslands
sem þekkingar- og þjónustu-
samfélags er sett í alþjóðlegt sam-
hengi og rýnt í þær miklu breyt-
ingar sem hafa orðið á íslenskum
vinnumarkaði á örfáum árum.
Fundurinn fer fram í Húsi at-
vinnulífsins – á 6. hæð í Borgartúni
35 – kl. 8.30-10.
Frá höndum
til hugar