Morgunblaðið - 14.09.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2007 47
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
7
-1
0
7
3
NÝ ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPINU – Á HVERJUM DEGI Í VETUR
ÚTSVAR
Stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmti-
legum spurningaleik sem Sigmar Guðmundsson og Þóra
Arnórsdóttir stýra. Dómari og spurningahöfundur er
Ólafur Bjarni Guðnason.
Í fyrsta þættinum keppa Hveragerði og Kópavogur.
KL. 20.10 Í KVÖLD
SÖNGLEIKJAMYNDIN Ha-
irspray verður frumsýnd í kvik-
myndahúsum landsins í dag.
Cult-myndin Hairspray sem hinn
magnaði leikstjóri John Waters
gerði árið 1988 er hér sett í nýjan
búning, en að þessu sinni er stuðst
við söngleikjaútfærsluna sem hefur
sópað til sín verðlaunum síðan hún
var fyrst sett á svið á Broadway árið
2002.
Það eru þau John Travolta og
Queen Latifah sem leika aðal-
hlutverkin í myndinni sem gerist ár-
ið 1962 og fjallar um unga stúlku
(Nicole Blonsky) sem setur allt á
annan endann eftir að hún fær tæki-
færi til að koma fram í vinsælum
dansþætti í sjónvarpinu. Frjálsleg
framkoma hennar hristir upp í hinu
íhaldssama þjóðfélagi og brátt fer
fólk að taka eftir því að hin hefð-
bundnu gildi samfélagins eiga undir
högg að sækja undan kraftinum í
ungu kynslóðinni.
Meðal leikara í myndinni eru þau
John Travolta, Queen Latifah, Chri-
stopher Walken og Michelle Pfeiffer
en auk þess koma fram í myndinni
fjöldinn allur af óþekktum en bráð-
efnilegum leikurum.
Myndin er sýnd í Laugarásbíói,
Smárabíói, Háskólabíói og Borg-
arbíói, Akureyri.
Söngleikja-
útfærsla
Hairspray
Hairspray Litrík söngleikjamynd.
Erlendir dómar:
Metacritic 81/100
New York Post 100/100
Entertainment Weekly 91/100
Variety 80/100
Empire 80/100
BRATZ-dúkkurnar hafa nú lifnað
við á hvíta tjaldinu en unglinga-
myndin Bratz – The Movie kemur í
bíóhús í dag.
Þar segir frá fjórum góðum vin-
konum, Yasmin, Jade, Sasha og
Cloe, sem hafa verið óaðskiljanlegar
frá því þær hittust fyrst. Nú tekur líf
þeirra nýja stefnu þegar þær byrja í
unglingaskólanum, Carry Nation
High. Þar bíður þeirra nýr heimur
þar sem útlit og félagsstaða skiptir
öllu máli með tilheyrandi baráttu.
Stúlkurnar finna að þeir fjarlægj-
ast hver aðra í skólanum en ákveða
að láta það ekki gerast og rísa á ný
saman sem „the Bratz“ til að berjast
gegn þrýstingnum sem er á þeim
sem unglingum.
Leikstjóri er Sean McNamara og
aðalhlutverk er í höndum: Paula Ab-
dul, Skyler Shaye og Janel Parrish.
Myndin er sýnd í Sambíóunum.
Bratz Um unglingsstúlkur sem
læra að meta vináttuna.
Unglinga-
veiki
Erlendir dómar:
Metacritic 21/100
The Hollywood Reporter 50/100
Variety 40/100
The New York Times 30/100
FRUMSÝNING» ÞETTA HELST UM HELGINA»
Föstudagur
<til fjársjóðsleitar>
Organ
Rjóma-tónleikar til styrktar BUGL
(barna- og unglingageðdeild). Fram
koma April, Hellvar, Vicky Pollard,
Coral og Jan Mayen. Miðaverð er
500 krónur.
Paddy’s
Rockville Festival
Nasa
Franz Ferdinand
Háskólabíó
Jethro Tull
Oliver
DJ JBK
Sólon
DJ Rikki G
Hressó
Hljómsveitin Dalton og DJ Maggi
Kringlukráin
Geirmundur Valtýsson
Players
Paparnir
Prikið
Tónleikar með Vilhelm. Jóna og
Ladycats.
Vegamót
DJ Símon
Laugardagur
<til Led Zeppelin>
Norræna húsið
Færeyskir tónleikar. Fram koma
Jensina Olsen, Budam og Jógvan
Hansen & Ízafold.
LIDO
Opnunartónleikar. Fram koma Blo-
odgroup.
Paddy’s
Rockville Festival
Edinborgarhúsið á Ísafirði
Megas og Senuþjófarnir
Organ
Endurkoma DJ KGB
Háskólabíó
Jethro Tull
Oliver
DJ JBK & Addi trommari
Sólon
DJ Rikki G og DJ Maggi
Hressó
Alexander og Örvar. DJ Maggi.
Kringlukráin
Geirmundur Valtýsson
Nasa
Stórdansleikur SSSól
Players
Paparnir
Prikið
DJ Danni Deluxe
Vegamót
DJ Jónas
Morgunblaðið/ÞÖK
Jan Mayen Sveitin kemur fram á tónleikum til styrktar BUGL í kvöld.