Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 67 Þjónustuauglýsingar 5691100 Byggingafélag Sími 894 1454 fagafl@simnet.is E H FFAGAFL Elsku afi minn. Það er svo erfitt að missa þig, ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar svona lengi. Þú varst einstakur mað- ur, alltaf blíður og góður við alla. Það er svo skrítið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að fá að knúsa þig aft- ur og segja þér fréttir úr sveitinni. Síðast þegar ég kom til þín borð- uðum við ber og rjóma með vel af sykri út á, það er alveg uppáhaldið mitt. Þú varst auðvitað nýkominn úr berjamó. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu. Við spjölluð- um mikið og hlógum, alltaf hress og kát. Þú sagðir mér alltaf þegar ég kom, hvað þú værir stoltur af mér, það var alltaf svo gott að heyra það. Ég gleymi aldrei göngutúrnum okkar í Kjarnaskógi. Það var sól og yndislegt veður. Þar var labbað og skokkað til skiptis. Það var þér ekk- ert mál að skokka, þú varst svo hraustur og naust þess að anda að þér ferska loftinu. Við eigum svo góðar minningar saman, elsku afi minn, þær gleymast aldrei. Eins og þegar við krakkarnir fengum að gista í tjaldvagninum hjá ykkur ömmu. Þá var búið að hita sængurnar með hitapokum svo að okkur yrði ekki kalt, það var svo notalegt að skríða upp í. Það er svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman, öll ættarmótin, útilegurnar og allar góðu stundirnar. Þú varst mikið snyrtimenni, alltaf hreint og fínt í kringum þig. Bíllinn þinn var alltaf glansandi hreinn. Oft þegar ég kom í heimsókn þá kíktir þú út um gluggann, glottandi og Aðalsteinn Friðrik Þórólfsson ✝ Aðalsteinn Frið-rik Þórólfsson fæddist í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit 17. október 1925. Hann lést á heimili sínu, Melateig 33 á Akur- eyri, hinn 25. sept- ember síðastliðinn. Útför Aðalsteins fór fram frá Akur- eyrarkirkju 5. okt. sl. sagðir: Jæja, Freyja mín, væri nú ekki gott að fara að þrífa bílinn. Það kemur bros í gegnum tárin þegar ég hugsa um allar minningarnar. Þið amma voruð bú- in að ferðast svo mikið saman um allan heim, þið áttuð yndislega ævi saman. Við verðum hér hjá elskunni okkar, henni ömmu og styðjum hana, ég verð áfram dugleg að fara í heimsókn. Þú varst aldrei veikur og aldrei neitt að. Þegar mamma kom til þín, morguninn 25. september, varstu sofnaður í rúminu þínu, djúpum og værum svefni. Það var mikið högg að heyra að þú værir látinn og svo sárt og erfitt að trúa því en þegar ég hugsa um það núna þá er það gott að þú þurftir ekki að verða veikur eða kveljast, þú sofnaðir svefninum langa. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Elsku besti afi minn, ég á eftir að sakna þín rosalega mikið, mig langar að senda þér ljóð sem mér finnst lýsa þér eins og þú varst. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi, eða sólarlagi, eða manni sem veitir ástúð með brosi og vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér (Terri Fernandez) Þín Freyja Hólm. Elsku hjartans afi minn. Ég átti erfitt með að trúa pabba þegar hann hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Það fyrsta sem ég hugs- aði var: hvað mun amma gera án þín. Þið eruð í mínum huga fullkomnustu hjón sem ég þekki og vona ég að ein- hvern tíma eigi ég eftir að upplifa, þó ekki væri nema brot af þeirri ást, virðingu, vináttu og trausti sem þið áttuð. Aldrei er talað um annað ykk- ar án þess að hitt sé nefnt um leið. En hún sýnir það og sannar enn á ný að hún er algjör klettur, við munum passa hana fyrir þig. Þegar ég lít til baka og hugsa um þig kemur strax upp í huga minn, blíður, áhugasamur, traustur og fal- legur maður. Þú sýndir mér og hest- unum mínum alltaf einlægan áhuga og mér þótti mjög gaman að ræða um þá við þig. Það var eitthvað sem „við“ áttum. Þegar ég hugsa lengra til baka þá kemur upp í huga minn sveitin, þar varstu í þínu umhverfi og þar áttum við flestar okkar samverustundir, ferðirnar þínar uppí gamla fjós til að tékka á „þú veist“, lokkurinn góði sem fékk að dangla frjáls þegar kom- ið var í aðra tána, leikirnir sem þú fórst í með okkur, bíló brjóstsykur- inn og jólin. Mér hefur varla fundist vera alvöru jól síðan þið fluttuð úr Skarðshlíðinni og ég gat ekki lengur lagt mig eftir matinn í þinni holu. Í mínum huga eru það jólin og þær minningar mun ég varðveita i hjarta mínu. Það er mikið á okkur lagt þessi síðustu misseri og trúir maður því að allt hafi þetta æðri tilgang og að þú hafir miklu og góðu hlutverki að gegna þarna uppi, sennilega að hlúa að bróður mínum. Ég held að hann þurfi á þér að halda. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa þessi orð en veit í hjarta mínu að þú ert á góðum stað og í góð- um félagsskap. Knúsaðu Bigga frá mér og alla hina, við sjáumst síðar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt Matthías Jochumsson (P. C. Krossing.) Elsku amma mín, pabbi, Auður, Þórey, Toggi, Signý og fjölskyldur, Guð gefi okkur styrk til að takast á við þennan mikla missi. Með kveðju, Andrea Margrét Þorvaldsdóttir. Fyrstu kynni mín af Friðbirni Ingvari Björnssyni – eða Ingv- ari eins og hann var betur þekktur – urðu fyrri hluta árs 1994 en um það leyti hófst náinn vinskapur hans og móður minnar, Gróu Jóhönnu Sal- varsdóttur, sem hélst á meðan Ingvar lifði. Vinátta þeirra og ástúð var falleg og þó að þau hafi aldrei búið saman dvöldu þau oft hvort á heimili annars í Nóatúni og á Flókagötu eða í sumar- húsunum við Reynisvatn og á Bjarna- stöðum við Djúp. Gömlu dansana stunduðu þau af kappi á meðan heils- an leyfði enda þeim hin mesta skemmtun og sameiginlegt áhuga- mál. Saman ferðuðust þau mikið bæði innan lands og utan. Ingvar var ljúfmenni, vandaður til orðs og æðis og aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Rólynd- islegt yfirbragðið, góðlegt andlitið og þýð röddin var aðlaðandi og við börn var hann sérstaklega hlýr og mildur. Sonum mínum leið vel í návist hans. Asi og þras var ekki Ingvars, hann Friðbjörn Ingvar Björnsson ✝ Friðbjörn Ingv-ar Björnsson fæddist í Ytri- Fagradal á Skarðs- strönd 14. maí 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 22. ágúst síðastliðinn. Útför Ingvars fór fram í kyrrþey 3. september sl. fór sér hægt, ígrundaði handtök sín og valdi orðin áður en hann tal- aði, var athugull og næmur á mannlegt eðli. Hann var lipur penni og gaf sig að skriftum í nokkrum mæli og gat sett saman laglegar vísur. Fyrir margt löngu var ég að blaða í pappírum hjá móður minni og fann þá vísu, orta í febrúar 1996 en þá hafði Ingvar komið að tómum kof- anum hjá mömmu og látið þessi orð falla: Þáði bæði þurrt og vott, þótt enginn væri heima. Þakka kaffið það var gott, því má ekki gleyma. Þegar veikindin sóttu á Ingvar og hann gat ekki lengur búið einn, kom vel í ljós hversu náin vinátta þeirra mömmu var. Það er sárt að horfa á ástvini sína hverfa; tapa persónuleika sínum og jafnvel hætta að þekkja sína nánustu. Það er auðvelt að vera glað- ur í góðærinu, vinur þegar engin vandamál eru og elska, þegar allt gengur vel en að standa við hlið vina sinna og ástvina í langvinnum erfið- leikum er erfitt og tekur á en einmitt þetta gaf mamma Ingvari þegar hann þarfnaðist þess mest. Ég fylgdist með sambandi þeirra þessi misserin og þó nokkrum sinnum heimsóttum við Ingvar á Grund. Undir það síðasta þekkti hann mig ekki en alla tíð þekkti hann mömmu og þó ekkert væri talað var ljóst að orðlaus nærvera og snert- ing var þeim mikilvæg. Fjölskyldu Ingvars votta ég samúð og mæli fyrir hönd mömmu, okkar systkinanna, maka okkar og afkom- enda, þegar ég þakka góðum dreng, sem okkur þótti vænt umsamfylgdina. Á dögunum sagði ég fársjúkri móð- ur minni frá því að ég ætlaði að skrifa minningargrein um Ingvar og langaði að hafa nokkur orð eftir henni þar með. Orðrétt sagði hún: „Ingvar var hlýlegur og góður maður og sam- kvæmur sjálfum sér. Við vorum góðir vinir og okkur kom vel saman. Mér þótti afar vænt um hann.“ Björn Halldórsson. MINNINGAR ✝ Ástkær systir okkar, LILJA GUÐRÚN HANNESDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, er látin. Systkynin. Þegar ég var lítil stelpa í Smálöndun- um var þorpið okkar heimur út af fyrir sig. Þar bjuggum við börnin með mæðr- um okkar á daginn en stóru krakk- arnir og pabbarnir komu heim á kvöldin. Ein af Smálandakonunum mínum var Guðrún Ívars. Í mörg ár var ég heimagangur hjá henni. Hún kall- aði mig vinu sína og var mér ákaf- lega góð. Guðrún var með brún augu, bjó sig upp á þegar hún fór í bæinn, bakaði kryddkökur og bestu flatkökurnar í þorpinu. Hún kunni meira að segja að baka bolludags- bollur með kremi eins og í bak- aríum! Guðrún Ívarsdóttir ✝ Guðrún Ívars-dóttir fæddist í Hafnarfirði 25. júlí 1915. Hún lést á líknardeild á Landa- koti 22. september síðastliðinn. Útför Guðrúnar var gerð frá Foss- vogskirkju 4. októ- ber sl. Guðrún átti líka vaskahús, hænsni, sólskýli, stóra hræri- vél, Erlu vinkonu mína og Sigga Smára, þrjú stór börn, Sig- hvat bónda sinn og seinna Hilmar litla. Hún var gríðarlega dugleg, söng iðulega við eldhússtörfin, og í afmælisboðum gaf hún mér franskbrauð með miklu smjöri. Eini síminn í þorpinu var hjá Guðrúnu Ív- ars, hún átti blómstrandi Kalablóm og oft bárust annað hvort trommu- eða morsehljóð gegnum fannhvíta stórisana í stofugluggunum hennar. Guðrún var ein af þeim sem lögðu hornsteininn að skilningi mínum á gildi góðra nágranna. Fyrir það og ótalmargt fleira er ég þakklát. Elsku Erla, Svanlaug, Siggi Smári, Hilmar, Haukur, Sverrir og fjölskyldur. Ég samhryggist ykkur öllum. Ykkar, Brynja. Það dró ský fyrir sólu þegar við heyrðum um lát Sig- þrúðar systur okkar. Hún var okkur góð systir, alltaf svo elskuleg og svo gott að koma til hennar. Hún var stórbrotin kona, alltaf boðin og búin til að hjálpa þegar eitt- hvað bjátaði á eða vanda bar að höndum. Alltaf stóð heimili hennar okkur opið, hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar og hversu þröngt sem hún bjó. Hún aðstoðaði í veikindum barna og barnabarna og þegar eitt barna- barnanna var á spítala þá heimsótti hún hann á hverjum degi eftir vinnu, las fyrir hann og hafði ofan af fyrir honum á meðan hann lá inni. Hún ólst upp í glaðværum hópi Sigþrúður Pálsdóttir ✝ Sigþrúður Guð-björg Pálsdóttir fæddist í Eyjum í Kaldrananeshreppi 19. desember 1928. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnu- daginn 9. september síðastliðinn. Útför Sigþrúðar var gerð frá Víði- staðakirkju 14. september sl. systkina en var þó glaðværust okkar. Hún var frændrækin og vildi halda tengsl- um við fjölskyldur okkar systkinanna og fylgdist vel með öllu. Alltaf ríkti glaðværð og hlýja þegar við hitt- umst og ávallt var okkur tekið opnum örmum þegar heim- sóttum Dúddu og Dadda. Hún átti svo auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Öll dáðumst við að því hvað glaðværðin og bjartsýnin skein ávallt í gegn þrátt fyrir mikil veikindi síðustu árin. Við biðjum góðan guð að styrkja Dadda og börnin í þeirra miklu sorg og alla þá er henni þótti vænt um. Þú ert sá er sárin græðir sefar harma er vonin dvín. Veitir skjól er naprast næðir náðarljós þitt fagurt skín. Veit oss þína visku faðir verndarenglum ljá þín grið. Veit þá náð við getum glaðir gengið inn í birtu og frið. (Guðmundur Kr. Sigurðsson.) Systkinin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.