Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 16
neitt, jöklar bráðna og heilu löndin fara undir vatn. Svo verður geð- veikt heitt.“ Er ekki ágætt að það hlýni? „Er ekki bara ágætt að það hlýni aðeins, það er ekki eins og hitinn sé að drepa okkur hérna uppi á Ís- landi. Alltaf sama rokið og rign- ingin. Það er engin tilviljun að aðal- veðurfræðingurinn er kallaður Siggi stormur,“ segir mamma. Svaka klár. „Þetta er alveg dæmigert fyrir fólk sem veit ekkert um málið, mamma. Við getum ekki bara hugs- að um okkur sjálf, við verðum að hugsa hnattrænt. Ef loftslag heldur áfram að hlýna hefur það skelfileg- ar afleiðingar fyrir heiminn,“ segir Hreinn, kominn í rappstellingar. „Hugsa hnattrænt?“ spyr pabbi sposkur á svip. „Ég vissi ekki einu sinni að þú kynnir svona orð.“ „Lærði það í dag,“ segir Hreinn hróðugur. „Við skulum velta þessu fyrir okkur, Hreinn minn. Það er gaman að heyra hvað þú sýnir þessu mik- inn áhuga. Kannski við ættum að gera það líka. Ég held meira að segja að ég eigi afmæli á Degi óson- lagsins. Þannig að þetta stendur mér nærri,“ segir mamma hug- hreystandi. „Oj, mér þykir lax vondur,“ segir Snæfríður Sól, sjö ára, sem blandað hefur sér í umræðurnar í eldhúsinu. „Hvers vegna segir þú það, ástin mín? Það er ekki lax í matinn, held- ur kjúklingur,“ spyr mamma undr- andi. „Þú varst að tala um Dag óson- laxins.“ Dátt er hlegið að þessum mis- skilningi. „Ein klikkuð,“ segir Hreinn og stuggar við systur sinni. „Jæja, við skulum borða,“ segir mamma. Lítið fylgst með umræðunni Eftir kvöldmatinn gerir fjöl- skyldan hlé á þessum hátimbruðu umræðum en Hreinn bendir annað veifið ásökunarfingri á foreldra sína yfir sjónvarpinu, rétt til að minna þau á alvöru málsins. „Hvað eruð þið að hugsa?“ má lesa af vörum hans. Þau brosa á víxl og lofa að velta þessu betur fyrir sér. Þegar foreldrarnir eru háttaðir upp í rúm taka þeir upp þráðinn. „Það er svo sem alveg rétt hjá Hreini, við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur,“ segir Ísafold, 37 ára hjúkrunarfræðingur á Landspít- ala – Háskólasjúkrahúsi. „Maður er svo upptekinn af sér og sínum að maður horfir kannski ekki nægilega mikið í kringum sig. Ég verð að við- urkenna að ég hef sama og ekkert fylgst með umræðunni um þessi gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar. Ert þú eitthvað inni í þessu, elsk- an?“ „Nei, ekki get ég sagt það,“ segir Loftur, 38 ára tölvunarfræðingur. „Þetta er ekki mikið rætt í mínum kreðsum. Ég held samt að þetta sé bara einhver áróður hjá Gore. Hann er eitthvað frústreraður, karlang- inn. Er ekki gatið á ósonlaginu að minnka?“ „Jú, það skilst manni. En er það ekki annað mál?“ „Nei, er það? Er þetta ekki allt sama tóbakið?“ „Ég veit það ekki. Við ættum kannski að kynna okkur þetta bet- ur? Ég get svosem alveg skilið Hrein. Krakkar eru svo hrifnæmir á þessum aldri. Ég man þegar ég sá The Day After. Manstu ekki eftir henni? Myndinni um kjarn- orkuvána. Ég var dauðhrædd við kjarnorkuslys lengi á eftir. Gat ekki hugsað mér skelfilegri dauðdaga. Getum við ekki leigt þessa mynd hans Gores?“ „Æi, ég veit það ekki. Þá yrðum við alla vega að leigja hina myndina líka.“ „Hvaða mynd er það?“ „Man ekki hvað hún heitir. Svindl eitthvað. Þar koma mótrökin fram, skilst mér.“ „En eru ekki vísindamenn sam- mála um þessar loftslagsbreytingar af mannavöldum?“ „Það held ég ekki. Eru þeir nokk- urn tíma sammála? Sennilega þurf- um við ekki að hafa miklar áhyggj- ur af þessu. Jæja, förum nú að sofa. Hreinn verður búinn að gleyma þessu í fyrramálið.“ Kannski verður það of seint á morgun? Öðru nær. Hreini svellur enn móður um morguninn. „Jæja, mamma og pabbi, ég geri ráð fyrir að þið farið á einum bíl í vinnuna í dag. Ykkur langar að verða gömul, er það ekki?“ spyr hann spekingslega við morgunverð- arborðið. „Svona nú,“ segir pabbi. „Við skulum kynna okkur málið betur, Hreinn minn. Far þú nú að drífa þig í skólann,“ segir mamma. „Byrjið núna! If you snooze, you lose,“ segir Hreinn, sækir fartölvu föður síns og skellir henni á borðið fyrir framan hann. „Gúglaðu orðið loftslagsbreyt- ingar, pabbi. Kannski verður það of seint í kvöld.“ „Hvurslags eiginlega er þetta, drengur. Þú ert að verða eins og Stóri bróðir!“ „Ha, hvaða stóri bróðir?“ spyr Hreinn undrandi. „Ég segi bara svona,“ segir pabbi. „Svaraðu drengnum, Loftur, hef- urðu haldið einhverju leyndu fyrir okkur?“ segir mamma stríðnislega. „Látt’ ekki svona, kona,“ segir pabbi önugur. „Jæja, gúglum þetta þá. Loftslagsbreytingar, segirðu.“ Fartölvan lætur ekki segja sér það tvisvar. Ríflega áttatíu þúsund niðurstöður koma fram. „Hvur djöfullinn,“ segir pabbi og rekur upp stór augu. „Uss, pabbi. Það er ljótt að blóta,“ segir Snæfríður Sól – sjálf- skipuð samviska fjölskyldunnar. „Hlýnun loftslags jarðar,“ les pabbi. „Þetta er af vef Umhverf- isstofnunar.“ Mamma er að skola diska í vask- inum og skyndilega hefur Snæfríður Sól misst áhuga á umræðunum. Það dugar ekki. „Hei, mamma. Ertu að hlusta?“ gellur í Hreini. „Þú líka, Snæfríður Sól. Það er aldrei of snemmt að byrja að hugsa um þetta.“ Slæmar afleiðingar fyrir mannkyn „Aukin gróðurhúsaáhrif, m.a. vegna aukinnar losunar gróðurhúsa- lofttegunda af mannavöldum, kunna að valda loftslagsbreytingum,“ les pabbi. „Líklegar afleiðingar lofts- lagsbreytinga á jörðinni yrðu meðal annars þær að gróðurbelti færðust til, yfirborð sjávar myndi hækka 16 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Út í loftið G róðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar eru eitt en eyðing ósonlagsins annað. Fyrir þá sem kættust yfir fréttum af því á dögunum að ósonlagið væri að jafna sig gæti þetta virkað svolítið ruglingslegt enda í báðum tilfellum um að ræða breytingar í loft- hjúpi jarðar sem valdið geta usla meðal mann- fólksins. Ósonlagið sem er úr samnefndri lofttegund er í neðri hluta lofthjúpsins. Það gleypir út- fjólubláa geisla frá sólinni og hindrar að þeir nái niður til jarðarinnar þar sem þeir geta m.a. orsakað húðkrabbamein hjá óvarðri mann- skepnunni. Sú hefur líka verið raunin því eftir að gat uppgötvaðist á ósonlaginu yfir suð- urhveli jarðar jukust tilfelli húðkrabbameins til muna syðst á hnettinum. Gatið var til komið vegna ónáttúrulegra lofttegunda sem hafa eyð- andi áhrif á ósonlagið en voru notaðar m.a. í kæliskápa, úðabrúsa, loftkælingar, slökkvi- tæki, snyrtivörur, gólfteppi og húsgögn svo eitt- hvað sé nefnt. Með Montréal-bókuninni frá árinu 1987 tóku þjóðir heims sig saman um að takmarka notk- un og losun þessara lofttegunda í þeim tilgangi að hindra eyðingu ósonlagsins og hefur árang- urinn ekki látið á sér standa. Dregið hefur veru- lega úr notkun efnanna og hér á Íslandi um heil 99% ef marka má grein sem Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra skrifaði nýlega í Morgunblaðið. Og það sem mest er um vert: Ósonlagið er að jafna sig. Það mun þó taka sinn tíma og er nú gert ráð fyrir því að ósonlag- ið geti náð sama þéttleika og það hafði árið 1980 eftir 65-70 ár. Á meðan er vissara að hafa sólarvarnarbrúsana við höndina þá daga sem sú gula tekur upp á því að kíkja ofan úr skýjunum.  Ósonlagið að jafna sig Morgunblaðið/Þorkell Skaðlegir geislar Þar sem ósónlagið verndar gegn útfjólubláum geislum sólarinnar jókst tíðni húðkrabbameins til muna syðst á hnettinum um leið og gat kom á það á suðurhveli jarðar. » Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna var sam-þykktur í Ríó árið 1992. Með honum skuldbundu aðild- arríki sig til að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, auk almennrar skuldbindingar um að heildarlosun iðnríkjanna yrði ekki meiri árið 2000 en hún var árið 1990. Það takmark náðist ekki. » Svokölluð Kyoto-bókun var samþykkt í Kyoto árið 1997og er hún viðauki við loftslagssamninginn. Samkvæmt henni skuldbinda iðnríkin sig til að halda útstreymi sex gróð- urhúsalofttegunda á árunum 2008–2012 innan útstreymis- heimilda sem eru 5,2% lægri en útstreymi þeirra var á árinu 1990. » Ástralía, Bandaríkin og Kína eru meðal þeirra þjóðasem ekki hafa undirritað Kyoto-bókunina. » Kyoto-bókunin inniheldur íslenska ákvæðið svokallaðasem veitir ríkjum, sem losuðu minna en 0,05% af heild- arkoltvísýringslosun iðnríkjanna árið 1990, heimild til að halda losun frá nýrri stóriðju, sem hefur starfsemi eftir 1990, utan við losunarskuldbindingar bókunarinnar. » Í stefnumörkun íslensku ríkisstjórnarinnar sem kynntvar í febrúar á þessu ári er sett fram það markmið að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990. » Reykjavíkurborg setti fram áætlun um tíu græn skref íapríl sl. M.a. fá námsmenn ókeypis í strætó, ökumenn á visthæfum bílum fá ókeypis bílastæði, boðið er upp á bláar tunnur fyrir pappír og dagblöð, aðalskipulag borgarinnar verður endurskoðað með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og vistvæn innkaup verða meginregla hjá borginni svo eitthvað sé nefnt. Úr brunni Heimsálfsins 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.