Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 30
uppgjör 30 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ F yrir utan heimili Vil- hjálms Þ. Vilhjálms- sonar borgarstjóra, hafa tveir fundir hafa verið haldnir með árs millibili í beinni útsendingu, annar til að tilkynna um nýjan meirihluta í borgarstjórn og hinn eftir að upp úr slitnaði á miðju kjörtímabili. Það er skrítin tilfinning að koma heim til Vilhjálms til að fara yfir atburðarásina, sem leiddi til þess að nýr meirihluti var myndaður í Reykjavík. Sameining Reykjavík Energy Invest, REI, og Geysis Green Energy kom af stað óvæntri at- burðarás fyrir einni og hálfri viku sem varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Sameining kveikti af sér sundr- ungu. Nú situr Vilhjálmur afslapp- aður í stólnum gegnt blaðamanni og fer yfir sögusviðið. „Allt þetta mál hefur verið mér mjög erfitt og eftir á að hyggja hefði ég átt að beita öðrum aðferðum við und- irbúninginn,“ segir Vilhjálmur. „Ég var ekki á móti þessum samruna vegna þess að hann gefur okkur ákveðin verðmæti og ég taldi mig með því vera að gæta hagsmuna borgarbúa. Þá liggjum við ekki með fjórtán milljarða í þessari fjárfestingu, þ.e. hlut okk- ar í reiðufé og í Hitaveitu Suð- urnesja, og getum notað afrakst- urinn af sölu hlutarins til þess að lækka skuldir Orkuveitu Reykja- víkur. Ef selt er á genginu 2,77 er tryggt að afraksturinn yrði 10 milljarðar og það liggur fyrir að áhugi aðila er fyrir kaupum á hlutnum.“ Misvísandi orðalag – Hvaðan koma þessir 10 millj- arðar? „Það var talað um að sú tækni- þekking og reynsla sem við legðum í REI væri þess virði. En lagt er til á eigendafundinum [um samein- inguna 3. október] að „Orkuveita Reykjavíkur samþykki fyrirliggj- andi samning við Reykjavík Energy Invest hf. um aðgang að tækniþjónustu o.fl.“ og forstjóra verði veitt heimild til undirritunar hans. Samningurinn sem lá þar til grundvallar var ekki ræddur á fundinum og er mun víðtækari en orðalagið gefur til kynna. Ég held að ekki hafi margir stjórnarmenn gert sér grein fyrir að þetta væri einkaréttarsamningur til tuttugu ára sem útilokaði í raun og veru Orkuveituna frá því að veita öðrum fyrirtækjum sérfræðiaðstoð á er- lendri grundu án þess að fara í gegnum REI. Það er ekki í tillög- unni að um sé að ræða einkarétt- arsamning.“ – Hefði það breytt einhverju? „Ég hugsa að menn hefðu velt þessu vandlega fyrir sér. Fullyrt er að þetta sé ekki einsdæmi hér á landi. En það má deila um hvort rétt sé að gera þetta svona. Og það gafst engum tækifæri til að taka afstöðu til þess. Það var bara talað um aðgang að tækniþjónustu í þeim tillögum sem lágu fyrir fund- inum, en ekki einkarétt á aðgangi að „Svæðinu“, sem er heimurinn utan Íslands! Orkuveitan er bundin af þessu í tuttugu ár og það má velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt.“ – Var þetta feluleikur? „Mér finnst misvísandi hvað þessi samningur er kallaður í þeim tillögum sem lagðar voru fram. Það bar ekki með sér að verið væri að veita einkarétt á þjónustu Orku- veitunnar utan Íslands til tuttugu ára. Menn geta sagt: Af hverju lás- uð þið þetta ekki? En við komumst aldrei í gegnum allt sjálf og verð- um að geta treyst starfsfólkinu, ekkert síður en þegar gerðir eru margbrotnir stóriðjusamningar. Við verðum að geta treyst und- irbúningi manna. Það kann að vera að þeir sem sömdu og undirbjuggu fundinn hafi talið þetta eðlilegt, en það orkar tvímælis.“ – Er eðlilegt að veita einu fyr- irtæki forgang með þessum hætti? „Orkuveitan ætlar sér ekki að fara sjálf í stór útrásarverkefni heldur að selja þá tækni og þjón- ustu sem fyrirtækið hefur að bjóða. Það stóð ekki til að kaupa virkjanir heldur selja þá þekkingu. Ef við segjum að það séu fjögur eða fimm útrásarfyrirtæki í orku- geira á landinu, þá geta þau eftir sem áður sótt þjónustu til Orku- veitunnar, en það yrði þá að gerast í gegnum REI. Þetta mun því ekki hindra þau, nema bein álagning REI yrði það há á veittri þjónustu Orkuveitunnar að menn teldu það óviðunandi.“ – Mér skilst að heimsóknir séu tíðar erlendis frá til Orkuveit- unnar, að minnsta kosti vikulegar. Situr REI að þeim verkefnum sem berast með þeim hætti? Sameining og Það hefur verið mikið öldurót í kringum Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson undanfarna daga í at- burðarás sem lauk með falli meirihlutans. Pétur Blöndal ræðir m.a. við hann um sameininguna og fall meirihlutans. Morgunblaðið/Golli Kaupréttur Vilhjálmur segir Björn Inga hafa rætt við sig kaupréttarmál stjórnarmanna í Orkuveitunni og REI. »En það var greinilegt að minnihlutinn hafði áhuga á því, einkum að finna út hvað kosn- ingastjóri Björns Inga, sem var kominn til starfa í REI, væri að fá mikið og þau réðust hart að Birni Inga út af því. En núna er ekkert meira talað um það. „Við verðum að beina þeim til REI ef þær snerta svæði utan Ís- lands. En ef REI vísar slíkum verkefnum frá sér getur komið til kasta annarra.“ – Í samningnum fólst einnig að REI hefur leyfi til að nota vöru- merki og viðskiptaheiti Orkuveitu Reykjavíkur. Varstu meðvitaður um það? „Nei, það var ekki farið yfir samninginn á fundinum. Og það bað enginn um það. Enda getur borgarstjóri ekki sett sig inn í alla hluti. Tveir fulltrúar borgarinnar í stjórn REI unnu að þessum samn- ingi með forstjóranum, Björn Ingi og Haukur Leósson. Ég hafði enga ástæðu nema síður sé til að van- treysta þessum einstaklingum.“ Meðferð mátti vera skilvirkari – Það var gagnrýnt hvað at- burðarásin var hröð. „Málið var unnið í samstarfi REI, Orkuveitunnar og Geysis Green Energy. Ef til vill var erfitt að vera með undirbúning málsins á opinberum vettvangi. Það getur verið viðkvæmt þegar á í hlut fyr- irtæki í Kauphöllinni. Ég hef heyrt eftir á að þetta kunni að hafa tengst fundi sem FL Group var með í London. Mér var ekki kunn- ugt um það á neinu stigi að hrað- inn hafi miðast við það. Kannski væri rétt að spyrja Bjarna Ár- mannsson að því. Það kom aldrei til umræðu.“ – Hefði ekki verið ráðlegra að taka umræðuna á opinberum vett- vangi og upplýsa markaðinn bara um það? „Það hefði örugglega verið hægt að gera þetta með betri og skil- virkari hætti. Það er augljóst þeg- ar litið er baka. Þetta mál er við- kvæmt og margar skoðanir á því. En ég ítreka að það sem mér gekk til var að takmarka ábyrgð okkar á þessu sviði við sölu á hluta Orku- veitunnar í REI, sem var alveg ljóst að við gætum selt á gengi sem skapaði okkur mikil verðmæti. En það hefði verið miklu betra ef menn hefðu fengið meiri tíma til að skoða þetta mál frá öllum hliðum.“ – Af hverju þessi asi? „Töluverður tími fór í undirbún- ing málsins sem leiddur var af stjórn REI og forstjórum REI og Orkuveitu Reykjavíkur. Ég skal fúslega viðurkenna að það hefði verið gott að fresta þessum fundi og boða til nýs fundar, þannig að það væri 100% skýrt að hann væri lögmætur og ekki hægt að draga það í efa. En ég varð aldrei fyrir neinum þrýstingi, að öðru leyti en því að menn töldu mikilvægt að ljúka þessu máli með þeim hætti sem lagt hafði verið til og unnið með.“ Talað um ofsagróða – Eftir því hefur verið tekið hversu harðir sjálfstæðismenn hafa verið í garð Björns Inga og jafnvel ýjað að annarlegum ástæð- um fyrir samstarfsslitunum? „Ég ætla ekki að halda neinu slíku fram. En það kom okkur borgarfulltrúum á óvart hversu mjög Björn Ingi hélt því til streitu að selja ekki hlut Orkuveitunnar og losa okkur sem fyrst út.“ – Varst þú ekki til að byrja með sjálfur á sömu skoðun? „Nei, við gátum ákveðið þá tíma- setningu sem við seldum hlut okk- ar. Og ég var í grundvallaratriðum sammála öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hvað það varð- ar. Enda kom ég fram með tillögu um að selja sem fyrst [á fundi borgarstjórnarflokksins sl. mánu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.