Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 14
H vað eruð þið að hugsa?“ spyr Hreinn, 13 ára, ákveðið og skellir íþróttatöskunni á gólfið á heimili sínu í Grafarvog- inum. Hann er að koma af fótbolta- æfingu og er greinilega mikið niðri fyrir. „Hvað áttu við, elskan mín?“ spyr mamma og hrærir í sósunni. „Gekk ekki vel á æfingunni?“ „Jú, það gekk vel á æfingunni. Ég er ekki að tala um það.“ Hreinn ætlast greinilega til þess að spurningunni sé svarað. „Við erum að hugsa um matinn,“ segir pabbi í hálfkæringi og heldur áfram að saxa niður sveppi eins og ekkert hafi í skorist. Alltaf jafnsniðugur, karlinn. „Ég sá alveg geðveika mynd í skólanum í dag,“ heldur Hreinn áfram og lætur ekki slá sig út af lag- inu. „Hvaða mynd var það, vinur?“ „Það var mynd um loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum. Gaurinn sem vildi verða forseti Bandaríkj- anna gerði hana.“ „Al Gore,“ segir pabbi. „Já, hann.“ „Ég hef heyrt um þessa mynd. Hann fékk Óskarsverðlaunin eða eitthvað álíka fyrir hana,“ segir pabbi. „Að hugsa sér ef Al Gore væri forseti Bandaríkjanna en ekki George Bush,“ segir mamma og lætur hugann reika. Ekki gefin fyrir stríðsbrölt, frúin. „Mér er alveg sama um það,“ seg- ir Hreinn óþolinmóður. „Ekki skipta um umræðuefni.“ Bara með jörðina í láni „Hvað er svona merkilegt við þessa mynd, Hreinn minn?“ spyr pabbi og reynir loks að sýna málinu áhuga. „Sko, málið er það að þið eruð bara með jörðina í láni og eigið að skila henni í heilu lagi til okkar, barnanna ykkar,“ útskýrir Hreinn. „Og munum gera það,“ segir mamma. „Nei, það er ein- mitt málið. Þið eruð að skemma jörð- ina,“ segir Hreinn í ásök- unartón og bendir á for- eldra sína. „Nú,“ segir pabbi og hlær. „Við mamma þín, prívat og persónu- lega.“ „Já,“ fullyrðir Hreinn. „Þið gerið ekki neitt í málinu, bíðið bara eftir því að einhver geri það fyrir ykkur. Á meðan hlýnar jafnt og þétt af mannavöldum með skelfilegum af- leiðingum fyrir jörðina og íbúa hennar.“ „Það er naumast. Það væri ósk- andi að þú sýndir stærðfræðinni jafn mikinn áhuga og þessari mynd, Hreinn minn,“ segir mamma. „Mamma, ef við grípum ekki strax í taumana verður stærðfræði minnsta vandamálið.“ „Hvað eigum við þá að gera?“ spyr mamma og sýnir loksins lit. „Það er ógeðslega margt sem þið getið gert til að draga úr gróðurhúsaáhrif- unum. Kennarinn segir að þið getið farið á námskeið og lært að leggja ykkar af mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt, eða eitthvað svoleið- is. Ef allir hugsa eins og þið gerist ekki F+  !    G  8 ;8 (2H$  8 ;18 - 2 <*!   -  8 (2H$ ='8 - 2  1$   8 !  I " (  18 - 2  8 (2H$  ?   - 8 ;18 -  2 . !  (H 8   8 (2H$ 1$ (   G      8 ; J K  " (  18 - 2   7 8 (2H$  8   /8 (2H$ 2 … hin óvissan, sem er meiri, snýst um hversu hratt okkur tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. urstöður IPCC. Sú staða kemur kannski aldrei upp að alveg allir sannfærist og ég held t.d. að Flat Earth Society sé ennþá starfandi.“ Það skal upplýst að Halldór hefur rétt fyrir sér. Flat Earth Society hefur starfað frá árinu 1547 og á heimasíðu þeirra, www.alaska.net/ ~clund/e_djublonskopf/Flatearthsociety.htm, eru færð vísindaleg rök fyrir því að jörðin sé flöt. Váin ekki umflúin Í umræðunni hér heima eru mótrök einstaka erlendra vísindamann gjarnan dregin fram í dagsljósið. Einn þeirra er danski stjórnmála- fræðingurinn Bjørn Lomborg, kennari við Við- skiptaháskóla Kaupmannahafnar. Hann gagn- rýnir harkalega viðbrögð og aðgerðir alþjóðasamfélagsins vegna loftslagsbreyting- anna, sem hann segir kostnaðarsamar og skila litlum árangri. Hins vegar segir hann hlýnun loftslags raunverulega og af manna völdum þótt hann dragi úr því hversu alvarlegt ástandið sé. Svo virðist sem að fyrir hverja grein og bók sem Lomborg skrifi rísi fjöldinn allur af vís- indamönnum upp til andmæla. Eins hefur danska vísindasiðanefndin (Udvalgene vedrø- rende videnskabelig uredelighed) vítt hann fyrir skrif sín. Sérstaklega virðist umræðan gegn skrifum Lomborg vera hávær í Danmörku og sem dæmi heldur líffræðingurinn Kåre Fog úti sérstakri heimasíðu þar sem villum í bókum og skrifum Lomborgs er haldið til haga. Slóðin á þá síðu er www.lomborg-errors.dk. Í öllum grundvallaratriðum er heimsbyggðin því komin að niðurstöðu um að fyrir dyrum sé vá, sem ekki verði umflúin og nauðsyn sé að hamla gegn. Eða eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon orðaði það á fundi þjóðarleiðtoga í New York í september: „Í dag er tími efans liðinn.“  urfræðings þar sem fjörugar umræður hafa far- ið fram í sumar. „Adolf Hitler sagði: „Berðu á borð fyrir fjöldann stórkostlega lygi og hún verð- ur að sannleika.“ Ég held að þessi orð hans eigi við um hnatthlýnunina af mannavöldum,“ segir annar. Og sá þriðji: „Ég hef fylgst vel með þessari umræðu og væri ég dómari fyrir rétti myndi ég sýkna manninn af mengunarákæru vegna skorts á sönnunargögnum.“ „Staðreyndirnar“ í málinu eru samkvæmt þessu ekki óumdeildar, a.m.k. þar sem leik- menn eru annars vegar. Í partíum deila Jón og Gunna ákaft um hvort loftslagsbreytingar af manna völdum séu raunverulegar eður ei, ekki síst eftir að heimildamyndin „The Great Global Warming Swindle“ var sýnd í Ríkissjónvarpinu í sumar en í henni færa erlendir vísindamenn rök fyrir því að tilgátan um hlýnun loftslags af mannavöldum sé samsæri vísindaheimsins og umhverfisverndarsinna. Eftir að hafa skoðað málið er niðurstaða þeirra sem þetta skrifa sú að ef slíkt samsæri er raunin er það stærra en orð fá lýst. Að IPCC standa hundruð vísindamanna víðs vegar úr heiminum og niðurstöður þeirra þurfa að hljóta samþykki allra aðildarríkja SÞ. Alls staðar þar sem barið var að dyrum hjá íslenskum vís- indamönnum vegna þessara greinarskrifa voru menn sammála um það grundvallaratriði að ekki leiki vafi á að loftslag fari hlýnandi og að menn orsaki a.m.k. hluta þeirrar hlýnunar. Menn deila hugsanlega um afleiðingarnar og viðbrögð en ekki um vandamálið. Halldór Þor- geirsson gengur svo langt að segja að efaum- ræðan sé í sjálfu sér búin. „M.a.s. dregur vís- indaráðgjafi Hvíta hússins þetta ekki lengur í efa og Bandaríkjastjórn hefur fallist á nið- Út í loftið Hvað eruð þið að hugsa ?  Tími efans… 14 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.