Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til leigu er skrifstofuhúsnæði við Austurveg 20 á Reyðarfirði. Um er að ræða 65 fm sérrými fyrir skrifstofu og 16 fm sameiginlegt rými þar sem snyrting og kaffistofa eru sameiginleg með annarri starfsemi í húsinu. Aðgangur að góðum svölum með útsýni út á fjörðinn. Til leigu á Kjalarnesi. Húsið er í byggingu og verður tilbúið í desember. Húsið er stálgrindarhús með veggjahæð 7 metra og 9 metra í mæni og með 6 metra háar innkeyrsludyr. Húsinu verður skipt upp í 3, jafnar einingar. Um er að ræða eitt bil til útleigu, 400 - 600 fm. Milliloft og salur skilast sem eitt rými. Austurvegur 20 - Reyðarfjörður Kistumelur - 116 Kjalarnes Nýtt atvinnuhúsnæði rétt við Helguvík. Alls 10 rými sem hvert um sig er 245 fm, með 34 fm starfsmannarými. Full lofthæð milli bita er ca 5,9 fm en vegghæðin er 5 m. Hurðir eru 3 metrar á hæð og rafdrifnar. Nú þegar eru 4 bil tilbúin. Lóð verður malbikuð að stórum hluta og í kringum húsið. Hólmbergsbraut -230 Reykjanes Til leigu verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Snorrabrautar. Rýmið er á 2 hæðum, alls 185 fm, þar af 10 fm geymslurými á jarðhæð. Góð- ur stigi á milli hæða. Auk þess fylgir eitt bílastæði í bílageymslu. Þetta húsnæði býður upp á marga möguleika. Laugavegur 101 - Reykjavík Til leigu glæsilegt, 1792,6 fm atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Húsnæði á þremur hæðum sem skiptist í vörugeymslu 1.792,6 fm með allt að 11 m lofthæð og innbyggðri kæli og frystigeymslu um 100 fm. Skrifstofuhlutinn er á tveimur hæðum alls 624,3 fm. Samtals er húsið 2416,9 fm á 5.056 fm lóð. Björgvin Víðir Guðmundsson Viðskiptastjóri vidir@domus.is s. 664 6024/440 6024 Köllunarklettsvegur - Reykjavík Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari Sími 440 6020 GSM 664 6020 barbara@rentus.is Þórey Jónsdóttir Viðskiptastjóri thorey@rentus.is s. 664 6061/664 6061 Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari Sími 440 6020 GSM 664 6020 barbara@rentus.is Halldór Jensson Viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sérlega falleg íbúð á þessum vin- sæla stað í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Íbúðin er 83,7 fm og er á þriðju hæð. Skipting eignarinnar: hol, stofa, eldhús með borðkróki, 2 svefnherbergi og baðherbergi, auk geymslu og reglubundinnar sam- eignar. Eign sem vert er að skoða. V. 21,9 millj. STÓRAGERÐI - RVK. Frábær og vel staðsett íbúð í nýlegu lyftuhúsi á einstökum stað við sjáv- arsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur, steinsnar frá miðbænum. Íbúðin er 71,1 fm. Gott aðgengi. Fallegar inn- réttingar, vönduð gólfefni. Falleg eign sem vert er að skoða. V. 23,5 millj. SÓLVALLAGATA - RVK. Sjarmerandi íbúð á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Íbúðin er 75,9 fm auk útiskúrs sem ekki er skráður hjá FMR og er hann um 10 fm. Íbúðin er á jarðhæð og er með sérinngangi. Skipting eignarinnar: forstofa, hol, 2 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, stofa, baðherbergi, geymsluskúr og sameignlegt þvottahús. Falleg eign sem vert er að skoða. V. 23,9 millj. SKÁLAHEIÐI - RVK. 3JA HERBERGJA 2JA HERBERGJA TÍMI aðgerða er runninn upp. Nýir vendir sópa best, segir gamalt orðtæki. Samfylking fékk umhverfisráðuneyti í núverandi ríkisstjórn. Enn hefur ekki mikið sópast undan því ráðuneyti. Sumir muna kannski eftir Júlíusi Sólnes í sambandi við upphaf- ið og vandræðagang, og svo Össur og ein- hvern hávaða, en síð- an hefur ráðuneytið fengist við friðun rjúpu og hálfeyðilegg- ingu á vatnsmiðlun við Þjórsárver. – En nú hefur orðið pilsa- sláttur. Í stað þess að þrasa um mengun í lofti, flúor og ryk, hafa orðið kaflaskil. Þórunn Sveinbjarnardóttir ráðherra hefur náð að beygja álrisana í duftið, og til að koma í ráðuneytið til að fá koltvíoxíðkvóta, bráðsnjöll hug- mynd. Seinna má þrengja að þeim og skrúfa fyrir kvótana, en hér er reynsla af kvótakerfum. Svo má láta þá borga losunartolla. Í stað þess að berjast gegn orkuvinnslu, þá er nú tekið um pústið og því stýrt og skattlagt síðar. Þar sem kolefni er nauðsynlegt við álfram- leiðslu, er defaktó tekið um önd- unarfærin. „Tími aðgerða í lofts- lagsmálum er runninn upp,“ segir ráðherrann. Hrollvekja risanna er komin, málin verða afgreidd á „samræðuvettvangi“ kvenna. – Þar sem ráðherrann ætlar að láta verkin tala, leyfir ritari sér að benda á, að eyðing botnlífs í sjó með fiskum, kóröllum og viðkvæmum vist- kerfum er nú meiri og alvarlegri en losun koltvísýrings og hækkun á hita jarðar, vill ritari benda ráðu- neytinu á slóðina: http://www.savethe- highseas.org/ publicdocs/ WCMCseamounts.pdf (UNEP) Og þar sem Sam- einuðu þjóðirnar (SÞ) eru vettvangur sá, sem ráðherrann vill miða aðgerðir við, þá má benda á, að fjölmargar ályktanir á vegum SÞ eru um bann við botnvörpuveiðum á úthöf- unum. Í framhaldi af ráðstefnu í Kuala Lumpur 2004 rituðu 1.136 þekktir vísindamenn undir áskor- un til SÞ um að botnvörpuveiðar á úthöfunum verði bannaðar. Því er augljóst, að íslenska kvótakerfið verður innan skamms komið á borð ráðherrans athafnasama. Ástandið í sjónum, sem ráða má af breytingum á lífmassa fiska í sjó á síðustu öld, er langalvarlegasta umhverfismálið að mati ritara. Þess vegna er eðlilegt, að senn verði LÍÚ að betla út kvóta fyrir losun á koltvíoxíði og einnig fyrir þorskveiðar. Formaður Samfylk- ingar, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, fór nýlega á fund LÍÚ og lét svo hafa eftir sér, að stöðugleiki ætti að ríkja í sjávarútvegi. Ekki er ljóst hvaða stöðugleika hún á við, þ.e. áframhaldandi þrælstak LÍÚ á kvótunum eða stöðugleika þorsksins eða byggðanna, en það er allt annað. Eina stöðuleikann í sjó er að finna í votri gröf. Og ráð- herrann verður að tala hreint út um botnvörpuna og skaðleg áhrif hennar. Já, Friðriki J. Arngríms- syni verður senn stefnt í umhverf- isráðuneytið. Miðstýrðar þorskveiðar hafa brugðist Það er deginum ljósara, að mið- stýrðar þorskveiðar hafa brugðist. Sýnt hefur verið fram á, að und- irstofnar þorsks eru að lágmarki þrír og vísast eru þeir margir í viðbót, en sjómenn vita um einstök hrygningarsvæði í fjörðum hring- inn í kringum landið. Hvernig er hægt að ætlast til þess, að unnt sé að stjórna veiðum á þorski eins og stofninn sé einn? Þekkingaröflun um þorskinn er langt frá því að vera nægileg og á sama tíma eru sumir háskóla landsins í litlum tengslum við sjóinn. Það liggur beint við að virkja þá. Guðmundur Halldórsson, skipstjóri í Bolung- arvík, er reyndur sjósóknari og hefur lengi barist fyrir hags- munum síns byggðarlags. Hann hefur séð þverstæðurnar í stjórn fiskveiða og hann er þekktur fyrir að hafa beitt sér fyrir línuívilnun fyrir fáeinum árum. Hvers vegna skyldi slæmt ástand þorsks á landsvísu leiða til minnkunar á krókaveiðum við Vestfirði þegar sjómenn þar afla vel og þekkja betur til þorsksins þar á grunn- miðum en aðrir? En nú þessa dag- ana samþykkti Elding, félag smá- bátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, yfirgripsmikla tillögu. – Í henni kemur m.a. fram, að tímabært sé að rjúfa þá einokun, sem ríkt hef- ur í hafrannsóknum á Íslandi og beina þurfi rannsóknum að því hvernig veiða megi með sem minnstri mengun og eldsneyt- isnotkun. Þá þurfi að skoða erfða- fræði þorsksins betur. Einnig er bent á Ísafjörð sem aðsetur fyrir stofnun, sem kemur að verkefninu, en þar sé mikill þekkingarforði á sjávarútvegi til staðar. Slík stofn- un væri nauðynleg tenging og myndi hún styrkja fyrirhugað há- skólanám í haf- og strandsvæð- astjórnun við Háskólasetur Vest- fjarða, en það hefst 2008 í samvinnu við Háskólann á Ak- ureyri. – Já, það er synd að Háskóla Ís- lands hafi ekki tekist að hafa meira frumkvæði að náinni stýr- ingu fiskveiða og rannsókna úti í dreifðum byggðum landsins. Það er eiginlega deginum ljósara, að þorskveiðum verði að stjórna með dreifðum hætti í nánum tengslum við ástand í dreifðum byggðum og að ákvarðanir verði að taka með litlum fyrirvörum og í beinu sam- bandi við sjómenn á miðunum. Það er einnig slæmt, að fiskifræðingar skuli ekki hafa döngun til þess að viðurkenna, að krókaveiðar séu betri en aðrar veiðar og að tog- veiðar allar verði að takmarka sem mest í ljósi mjög mikilla upplýs- inga um skaðsemi þeirra. Það eru tíðindi, þegar Vestfjarðavíking- urinn Guðmundur Halldórsson lætur að sér kveða. Tími aðgerða er runninn upp Ástandið í sjónum er langalvar- legasta umhverfismálið segir Jónas Bjarnason » Þórunn Sveinbjarn-ardóttir umhverf- isráðherra ætlar að láta verkin tala. Hún á að- allega við loftslags- málin, en eyðing fiska í sjó er meira vandamál. Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.