Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 75 Á LOFTINU í StartArt við Lauga- veg sýnir Steingrímur Eyfjörð nokk- ur verk af sama toga og þau sem sýnd eru á Feneyjatvíæringnum. Feneyjasýninguna fáum við síðan að sjá í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, frá 18. janúar á næsta ári. Steingrímur sýnir ljósmyndir af stöðum sem tengjast álfasögum og eftir því sem skrifað er í bæklingi, þjóna morgunkornspakkar þeir sem hann sýnir líka hlutverki camera obscura, en slíka kassa með örsmáu gati er hægt að nota til að taka myndir. Tæknikunnátta mín leyfir ekki raunhæft mat á því hvort mynd- irnar gætu hugsanlega raunverulega verið teknar með pökkunum, en möguleikinn er gefinn til kynna. Handskrifaðar álfasögur fylgja verkunum og kallast á við álfa og furðuverur morgunkornspakkanna; enn lifir álfatrú í mörgum myndum í neyslusamfélagi nútímans. Pakk- arnir minna líka á innrás alþjóðlegra markaðsafla í íslenskt samfélag en samspil íslenskrar þjóðarvitundar og erlendra áhrifa er rauður þráður í list Steingríms. Annað álfa- og tröllaminni er að finna í útskornum skúlptúrum á stöpli, en Steingrímur hefur gert allnokkra slíka. Form grjóts og steina minna á tröll og eru endursköpuð í fjölföldunarformi. Steingrími tekst vel að velta upp spurningum um íslenska þjóð- arímynd sem einkennist af álfa- klisjum og sjálfsmyndarkreppu, samblandi af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Mér sýnist listamaðurinn leggja áherslu á mik- ilvægi einhvers annars en hvers- dagsleikans í lífinu og að trú á yf- irnáttúrleg fyrirbæri geti verið dýrmætur eiginleiki í samtíma sem einkennist af trú á peninga. Það er líka mikilvægt að velta fyr- ir sér stöðu okkar sem Íslendinga innan Evrópu, og viðhalda heil- brigðu flæði hugmynda í báðar áttir. Á sama tíma lifa listaverk Stein- gríms sjálfstæðu lífi, þau eru ekki aðeins málpípur hugmynda. Sýning hans, þó ekki sé stór í sniðum, er for- vitnilegur forsmekkur þess sem koma skal í Hafnarhúsinu í janúar. Þjóðarímyndin skoðuð MYNDLIST StartArt Til 27. okt. Opið virka daga kl. 10-17 og lau. kl. 11-16. Aðgangur ókeypis. Steingrímur Eyfjörð Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/RAX Steingrímur „Handskrifaðar álfasögur fylgja verkunum og kallast á við álfa og furðuverur morgunkornspakkanna.“ Tryggðu þér sæti á spennandi sýningar. Sjáðu og heyrðu meira á leikhusid.is Hamskiptin Kafka og sonur Kafka í Þjóðleikhúsinu Frábær uppfærsla Vesturports á klassískri sögu Franz Kafka á Stóra sviðinu. Athugið síðasta sýning 1. desember. „Leikhús eins og það gerist best. Ekki missa af þessu!“ CBC Radio „Ein af bestu sýningum ársins 2008“ Globe and Mail Einstakt tækifæri Gestaleikurinn Kafka og sonur frá Threshold og Theaturtle leikhúsunum í Kanada Afhjúpandi, íhugul og grimmilega fyndinn einleikur um samskipti Kafka við föður sinn. Sýningar á Smíðaverkstæðinu 18.-21. október. Hvað er það við Kafka? Málþing um höfundinn í Þjóðleikhúskjallaranum 17. október, kl. 20. Allir velkomnir. GOTT ATVINNUTÆKIFÆRI Hverfisbar í fullum rekstri til sölu Gyða sölufulltrúi veitir upplýsingar í 695 1095 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.