Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 38
efnahagslíf 38 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ um Jónsmessuna 2007. „Ég tel að þetta eigi möguleika á því að verða stærsta útrásarverkefni Íslands frá byrjun,“ sagði Árni Jensen, annar stofnenda Icelandic Energy, í sam- tali við Morgunblaðið.4 Það varð ekki lítill hvellur þegar Reykjavík Energy Invest, útrás- arfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sameinaðist Geysi Green Energy. Ágreiningur er uppi um hvernig á gæðinginn skuli lagt – hverjir setjist í hnakkinn og taki um tauminn út í hinn stóra heim. Það eru eðlilegir vaxtarverkir. Það er vandaverk að skipa málum svo verði íslenskri þjóð til gæfu. Sú skoðun var ríkjandi að afleidd áhrif stóriðju yrðu mæld út frá full- vinnslu áls, líkt og Alpan á Eyrar- bakka við framleiðslu álpotta og panna. Alpan náði aldrei að verða kröftugt fyrirtæki sem greiddi há laun. Það var flutt úr landi til lág- launasvæða A-Evrópu. Auk iðn- þekkingar hafa áhrif stóriðju skilað sér í hátækni íslenska orkugeirans. Þjóðin skiptist þó í andstæðar fylk- ingar. Það kom skýrt fram í kosn- ingum um stækkun álversins í Straumsvík á útmánuðum 2007. Fé- lagarnir í Spaugstofunni færðu þjóð- sönginn í nýjan búning: Ó, stuð vors lands, ó lands vors stuð, við lofum að virkja og verja þitt nafn. Úr rafkerfum háspennan hnýtir þér krans er hún knýr allt þitt álverasafn. Fyrir þér er hver lækur sem teravattstund og teravatt dugar ei meir. Við erum eitt smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Alcan og deyr, Íslands jökulár, Íslands jökulár! Við erum eitt smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Alcan og deyr. „Ísland getur orðið risi á heimsvísu … Saudi Arabía í hreinni orku“ Skoðanir landsmanna eru skiptar en útlendingar sjá íslenska orku- ævintýrið með öðrum augum. Þeir furða sig á allri þessari vistvænu orku; 72% af orkunotkun lands- manna er endurnýjanleg saman- borið við 7% í Evrópusambandinu. Þetta á ríkan þátt í að litið er á Ís- land sem fyrirmynd – vistvænt land. Yoko Ono kveðst yngjast um mörg ár við komu til eyjunnar við ysta haf. Friðarsúlan tileinkuð John Lennon á að lýsa um allan heim. Heims- pressan birtir myndir af affalli raf- orkuvers í Svartsengi – Bláa lóninu sem hefur orðið ein helsta táknmynd hins tandurhreina lands. Íslensk orka vekur athygli langt út fyrir landsteinana. „Ísland getur orðið risi á heimsvísu í hreinni orku … Ísland getur orðið Saudi Arabía í hreinni orku,“ sagði Andrew Kershner, aðstoðarorkumálaráð- herra Bandaríkjanna, á Stöð 2 í lok júlí 2007. Innan orkugeirans hafa verkfræðistofur þroskað fag sitt á liðnum áratugum. Þær eru kraft- mikill mótor í útrásinni. Verkfræði- stofan HRV var stofnuð 1996 til þess að vinna að uppbyggingu álversins á Grundartanga. Í HRV koma saman VGK hönnun, Rafhönnun og Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen. Félögin unnu hvert fyrir sig að verk- efnum vegna stækkunar ÍSALs 1996-97. HRV hefur unnið með Bechtel við Fjarðaál og vinnur að undirbúningi álvera á Húsavík og í Helguvík. Félagið hefur í vaxandi mæli haslað sér völl erlendis. HRV er stærsta verkfræðistofa landsins með 320 starfsmenn. Markmiðið er að verða leiðandi á heimsvísu á sviði álframleiðslu og umhverfisvænnar orku … Við höf- Útflutningur Árið 2008 verða sjávarafurðir ekki lengur helsta útflutningsvara Íslendinga, ál tekur fyrsta sætið. Þorskveiðar á lýðveldistíð Eftir sigur í landhelgisstríðunum tók við hömlulaus þorskveiði sem náði hámarki 1981 með 460 þúsund tonna afla. Kvóti næsta árs er 130 þúsund tonn. Orkunotkun Fyrir tæpri hálfri öld var orkunotkun liðlega 500 GWst. en verður tæplega sextán þúsund árið 2008. Umskipti Hagfræðingar sjá fram á vaxandi útflutning og minnkandi við- skiptahalla á næstu misserum. Morgunverðarfundir verða haldnir á Grand hóteli - Háteigi (salur á 4. hæð) þann 19. október, 2. nóvember og 15. nóvember 2007. Dagskrá: 19. október kl. 8:30-10:00 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, ávarpar fundar- gesti. Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, fjallar um samverkan launa- og lífeyris- tekna og hvort það sé þjóðhagslegur ávinningur af atvinnu- þátttöku eldra fólks. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar ríkisins, fjallar um kostnað samfélagsins af því að missa fólk fyrr af vinnumarkaði út frá heilsufarsleg- um og félagslegum forsendum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um breytingar í mannfjöldaþróun næstu áratuga og áhrif breytinganna á íslenskan vinnumarkað. 2. nóvember kl. 8:30-10:00 Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslun- arinnar, fjallar um rannsókn Rannsóknarsetursins á ávinningi fyrirtækja af atvinnuþátttöku eldra fólks. Guðríður H. Baldursdóttir, starfsmannastjóri Kaupáss, fjallar um möguleika og reynslu fyrirtækjanna af að ráða eldra fólk til starfa. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður þjónustuskrif- stofu Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, fjallar um mentora hugmyndina - félagsvinakerfi- og möguleika fyrirtækjanna til að nýta sér hana. 15. nóvember kl. 8:30-10:00 Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, starfs- menntar Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, fjallar um Evrópuverkefni sem Starfsafl tekur þátt í, og miðar að því að styrkja stöðu eldra fólks á vinnumarkaði. Séra Bernharður Guðmundsson, fulltrúi Öldrunarráðs Ís- lands í norrænni nefnd - Ældre i arbejdslivet - fjallar um breytilegar þarfir og aðstæður fólks á vinnumarkaði. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM og nefndarmaður í Verkefnisstjórn 50+, fjallar um erlend verkefni sem unnin hafa verið með þennan aldurshóp í fyrirtækjum. Árið 2005 skipaði félagsmálaráðherra, sjö manna verkefnisstjórn sem ætlað er að stýra fimm ára verkefni sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Eitt af því sem verkefninu er ætlað, er að styrkja stöðu þeirra sem eru 50 ára og eldri með því að skapa jákvæða umræðu um mið- aldra og eldra fólk á vinnumarkaði. Mark- miðið er m.a. að bæta ímynd þeirra með því að vekja athygli á kostum þeirra sem starfsmanna og móta farveg fyrir viðhorfs- breytingu í þjóðfélaginu. m b l 9 21 85 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.