Morgunblaðið - 06.11.2007, Page 14

Morgunblaðið - 06.11.2007, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Islamabad. AP, AFP. | Pakistanska lög- reglan beitti táragasi og bareflum til að koma í veg fyrir að lögmenn gætu staðið fyrir mótmælaaðgerðum við dómshús landsins í gær. Lögmenn- irnir vildu mótmæla framgöngu Pervez Musharrafs, forseta Pakist- ans, sem á laugardag setti neyðarlög í landinu og rak fjölda dómara við hæstarétt landsins úr embætti. Fjölmargir voru sárir vegna að- gerða lögreglunnar og þá höfðu nokkrir tugir manna verið færðir í fangaklefa. Musharraf hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína og hafa Bandaríkjamenn og Bretar ýjað að því að þeir kunni að hætta fjár- hagsstuðningi við stjórn forsetans. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði m.a. að Mus- harraf yrði að taka aftur upp lýðræð- islega stjórnarhætti í landinu eins fljótt og auðið væri, þar sem stjórn- arskrá væri virt og lög og réttur giltu. Eftir því var hins vegar tekið að Gates passaði sig að ganga ekki of langt, sagði að Bandaríkjastjórn myndi vara sig á því að gera nokkuð sem kynni að grafa undan viðleitni til að ráða niðurlögum hryðjuverka- hópa í Pakistan og Afganistan. Stjórnvöld í Pakistan hafa frá árinu 2001 fengið um ellefu milljarða Bandaríkjadala í aðstoð frá stjórn- völdum í Washington. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sagði í gær að Bandaríkjastjórn myndi endur- skoða aðstoð sína við Pakistan en sló þó þann varnagla, að hluti þessa fjár tengdist beint hryðjuverkavörnum og þeirri aðstoð yrði ekki hætt, hvað sem öðru liði. AP Spenna Lögregla stóð vörð við öll dómshús Pakistans í gær og kom í veg fyrir mótmælaaðgerðir lögmanna. Mikil ólga í Pakistan Pakistanska lögreglan beitti táragasi og bareflum gegn þeim sem vildu mótmæla framgöngu Musharrafs forseta GÓRILLUR eru stærsta apateg- undin og vissulega ógnvekjandi að sjá en í reynd mestu friðsemdardýr sem lifa að mestu á jurtafæðu. Svo- nefndar fjallagórillur, sem eru loðnari og dekkri á lit en górillur á láglendinu, eru orðnar mjög sjald- gæfar, aðeins um 700 dýr. Þau höfðu fengið að vera að mestu í friði í meira en áratug en nú syrtir í álinn, 10 dauð dýr hafa fundist það sem af er árinu. Ekki er vitað með vissu hvað veldur því að þau voru skotin, kjötið var ekki hirt. Er gisk- að á að um geti verið að ræða öfund í garð fólks á svæðum sem njóta góðs af þjónustu við ferðamenn sem koma til að skoða dýrin í sínu nátt- úrulega umhverfi. Aðrir nefna ein- faldlega drápsæði en milljónir manna hafa látið lífið síðustu árin í borgarastríði í Lýðveldinu Kongó. Arthur Mugisha, fyrrverandi veiðivörður í Úganda, fer nú fyrir alþjóðasamtökum um verndun fjallagórillunnar sem margir óttast að verði útrýmt. Segir hann að með því að vekja athygli á örlögum fjallagórillanna sé um leið verið að minna umheiminn á neyðina sem átökin valdi fólki á svæðinu. Mannapar í háska staddir Tíu górillur hafa fundist skotnar                                  !      "   #$% &'( ) &  *                 +%%,- )! & &+&-&& !% & +%%,- )& &'  &. &&!. *% !.(*"&'/ &'"%&' .!& &) &  0&&! "&+%(.&1'&-  &%2& '&" "&% .!%&&- ) '   &" &1, )  )&  &  '"&&!$. 3            !      456&76 &655 4558 4 9:;<4         !! " #      $ $  # %$  &  #    & = <8 '     (! " ! )   # *  !!+ & " ,  -'   "   .   /0&% ."   !  *  %  :9 8 102 $  $&! $ *    !   /3 $ 4  "    567 &       MAFÍUFORINGINN Salvatore Lo Piccolo, sem hefur farið huldu höfði í tuttugu og fjögur ár, var handtekinn af ítölsku lögreglunni skammt frá Palermo á Sikiley í gær, ásamt syni sínum og tveimur öðrum mönnum. Lo Piccolo var í hópi 30 eftirlýst- ustu meðlima ítölsku mafíunnar og er talinn hafa náð yfirráðum í Cosa Nostra-mafíuklíkunni, í kjölfar Bernardo Prov- enzano í fyrra. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, fagnaði handtökunni en Lo Piccolo, sem er 65 ára, er tal- inn hafa gegnt mikilvægu hlut- verki sem tengiliður við glæpaklíkur í Bandaríkjunum. Lo Piccolo, eða „Baróninn“ eins og hann var nefnd- ur, hóf feril sinn sem lífvörður fyrir sikileyskan glæpamann en vann sig fljótt upp metorðastigann. Handtak- an þykir sæta miklum tíðindum og sagðist Giuliano Amato innanríkis- ráðherra vonast til að hún yrði bana- högg Cosa Nostra-mafíugengisins. „Baróninn“ tekinn höndum Salvatore Lo Piccolo HART er deilt um tillögur hugveit- unnar Senlis Council sem vill gera tilraun með löglega framleiðslu á morfíni úr valmúa í Afganistan. Markmiðið er að gefa fátækum bændum færi á að auka tekjur sínar án þess að framleiða ólögleg eiturlyf til útflutnings. Ætlunin er að veita í fyrstunni fáeinum þorpum fram- leiðsluleyfi. Tillagan hefur fengið stuðning á þingi Evrópusambandsins. Er bent á að baráttan gegn talíbönum, sem hafa helst stuðning í sunnanverðu Afganistan, gangi illa og ein ástæðan sé að þurrkar hafi plagað bændur ár- um saman á svæðinu. Þeir reyni í ör- væntingu sinni að komast af með því að rækta valmúa sem þolir afar vel þurrka. Þeir sjái lítið vit í að styðja stjórnina í Kabúl sem berst gegn eit- urlyfjaútflutningnum en getur fátt boðið bændum í staðinn. Stjórn Afganistans fordæmir hins vegar hugmyndina og bendir á að trúarleiðtogar hafi sagt eiturlyfja- framleiðslu stríða gegn lögum ísl- ams. Einnig er bent á að erfitt muni reynast að fylgjast með því að bún- aður sem nota á í umræddum þorp- um til að vinna morfín úr valmúanum verði ekki einnig notaður til að búa til ólögleg eiturlyf. Þótt svipuð verk- efni hafi tekist í nokkrum öðrum löndum með fíkniefnavanda sé Afg- anistan ekki reiðubúið; of mikil upp- lausn og lögleysa ríki í landinu. „Senlis Council og Evrópuþingið ýta undir óstöðugleika í Afganistan,“ segir Khodaidad, ráðherra fíkniefna- mála í Kabúl-stjórninni. Fái að framleiða morfín SÓSÍALÍSKI þjóðarflokk- urinn, SF, vinnur mest á ef marka má könnun sem gerð var fyrir Jyllandsposten um dönsku kosn- ingarnar. SF fær 24 sæti en er með 11. Vinstrivæng- urinn á þingi og sá til hægri fá jafn- mörg sæti, 83 hvor en alls eru sætin 179. Gangi þetta eftir mun nýr miðjuflokkur, Nýtt bandalag Nasers Khaders, ráða hvor fylk- ingin myndar stjórn. Nýtt bandalag í lykilstöðu Naser Khader SÓSÍALDEMÓKRATINN Alvaro Colom sigraði í annari umferð for- setakosninganna í Gvatemala um helgina. Hann tekur við af Oscar Berger sem lætur af embætti 14. janúar nk. Mikil fátækt er í landinu, spilling útbreidd og glæpatíðni há. Colom náði kjöri GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti veitti í gær Ellen Johnson- Sirleaf, forseta Líberíu, Frelsisorðu forsetaembættisins við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu. Líkti Bush Sirleaf við Nelson Mandela fyrir baráttu hennar fyrir lýðræði. Fékk frelsisorðu FJÓRÐUNGUR karla og kvenna í 63 ríkjum á við offitu að stríða, að því er helsta rannsóknarstofnun Frakka í heilbrigðisfræðum skýrði frá í gær. Rannsóknin var viðamikil og náði til 168.000 karla og kvenna á aldrinum 18 til 80 ára árið 2005. Margir of þungir Hver á Norðurpólinn? Málstofa um réttarstöðu Norður-Íshafsins Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 9. nóvember kl. 11-14. Dagskrá: 11.00 Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.15 Ron Macnab, meðlimur Norðurskautsnefndar Kanada: The Central Arctic Ocean - Shrinking Ice and Expanding Jurisdiction. 11.45 Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Fiskveiðar á norðurslóð við breyttar aðstæður. 12.15 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.00 Douglas Brubaker, Fridtjof Nansen-stofnuninni: The Northern Sea Routes - Legal Considerations. 13.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Þátttakandi ásamt frummælendum: Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.