Morgunblaðið - 06.11.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.11.2007, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgir Andrés-son myndlist- armaður fæddist í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1955. Hann lést í Reykjavík 25. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Andrés Gests- son, f. á Stokkseyri 20. júlí 1917, og Sigríður Jóns- dóttir, f. 6. febrúar 1918, d. 30. ágúst 1958. Síðari eig- inkona Andrésar var Elísabet Kristinsdóttir, f. 17. júlí 1918, d. 30. október 1999. Systir Birgis var Ester Guðríður, f. 12. febrúar 1942, d. 5. maí 1974. Birgir kvæntist Sigríði Guð- jónsdóttur árið 1976. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Arn- aldur Freyr, f. 23. desember 1975, sambýliskona Margrét Matthíasdóttir, f. 30. mars 1976. Sonur þeirra er Ingólfur Breki, f. 17. október 2006. Birgir ólst upp í Vestmanna- eyjum til 5 ára aldurs en bjó í Reykjavík eftir það. Hann stund- aði nám við Mynd- lista- og hand- íðaskóla Íslands árin 1973-1977 og að loknu burtfarar- prófi þaðan lá leið hans til Maastricht í Hollandi þar sem hann var við nám í Jan Van Eyck Aka- demie Maastricht árin 1978-1979. Birgir starfaði sam- fellt sem myndlist- armaður frá náms- lokum en vann auk þess við umbrot fyrstu árin og síðar sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundakennari við Listaháskóla Íslands. Hann tók þátt í fjölda samsýninga og hélt tugi einka- sýninga á Íslandi og erlendis. Hann var fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum 1995. Á árinu 2006 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni Íslands og 2007 var hann tilnefndur til Íslensku sjónlistaverðlaunanna. Birgir verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í safni minninga hverrar fjöl- skyldu finnast ævinlega þær perlur sem skína öðrum skærari og hvað mig varðar teljast samverustundir okkar Bigga frænda míns til slíkra gersema. Sjálfur rifjaði hann gjarn- an upp þá daga þegar frænka hans, fjórum árum eldri og að eigin mati talsvert vitrari en hann, kom á harðaspretti – enda gjarnan orðin of sein – til að sækja hann og fara með hann í bíó. Eldri frænkan hafði þá fengið það verkefni að gæta frænda síns og gera honum einhvern daga- mun, en þegar í bíóið var komið vildi frænkan oftast heldur eyða bíópen- ingunum í sælgæti. Það þótti Bigga slæm hugmynd og þráttaði þar til sú eldri lét sig og teymdi hann inn í sal- inn – en þá var ósjaldan „komið E- N-D“, eins og Biggi orðaði það. Þessi frænka hans var ég og þessar samverustundir okkar, og ótal fleiri í gegnum árin, rifjast upp fyrir mér nú þegar Birgir Andrésson er farinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Við Birgir vorum systrabörn og uxum úr grasi að flestu leyti eins og systkini, ekki síst vegna þess að Sig- ríður móðir hans dó þegar Birgir var aðeins þriggja ára og hann heimsótti okkur oft. Um tíma bjuggu þeir feðgarnir hjá okkur á Hólmgarðin- um og á Rauðalæknum. Með Bigga fylgdi ævinlega tuskuapi sem var nefndur Jobbi og var Bigga ákaflega kær, en hann var gjöf frá Ester syst- ur hans sem fluttist ung til Banda- ríkjanna og giftist þar. Það kom enda ekki til greina að hitta Bigga án þess að heilsa í leiðinni upp á Jobba. Böndin á milli okkar Bigga rofn- uðu aldrei og það var mér sérstök gleði að afmælisdag yngri dóttur minnar skyldi bera upp á afmælis- daginn hans. Stúlkan var enda skírð Ester í höfuðið á systur Bigga og hann gerði sér ævinlega far um að mæta í afmælið hennar ef þess var kostur, sem var Ester yngri sérstakt tilhlökkunarefni. Sama ár og Ester fæddist eignaðist Biggi son sinn Arnald Frey, fallegan dreng sem kom í heiminn á Þorláksmessu. Þau Sigríður voru alla tíð mjög samhent við uppeldi Arnaldar og þó sambúð þeirra lyki ríkti alltaf einstök vinátta og hlýja á milli þeirra. Fjölskyldan var Bigga ákaflega dýrmæt og gleði hans var mikil þegar barnabarnið Ingólfur Breki fæddist. Strax á bernskuárunum tók ég eftir listamannseðli hans, enda varð allt að kúnst í höndum hans. Um af- rek hans á listasviðinu þarf ekki að fjölyrða; til þess verða eflaust aðrir en ég. Fátt hefur glatt mig meira en blýantsteikningin sem Biggi gaf mér eftir sýningu hans í Gerðubergi árið 1996. Sú mynd, og annað listaverk sem hann gaf okkur hjónunum, skreytir heimili okkar. Ég minnist hans þó fyrst og fremst sem vinar, bróður, frænda og félaga, sem alltaf kom glaður á vina- fund og naut þess manna best að gleðjast með ástvinum sínum. Sumir þeirra ástvina eru fjarri okkur og tekur sárt að geta ekki fylgt Bigga. Álfheiður systir mín á líkt og ég ljúfar minningar um frænda sinn og syrgir hann með okkur. Okkur Bigga tókst ekki alltaf að komast í bíóið áður en myndin var búin en samverustundirnar urðu æv- inlega jafnljúfar fyrir því og nú þeg- ar bíóferðirnar verða ekki fleiri að sinni kveður Tóta frænka vin sinn og frænda með djúpum söknuði. Þórunn Ósk Ástþórsdóttir. Mér barst harmafregn að kveldi 25. október sl. Birgir Andrésson myndlistarmaður látinn, hafði and- ast fyrr um daginn. Mig setti óneit- anlega hljóðan við þá andlátsfregn, því fallinn var í valinn mjög náinn uppeldisbróðir minn og sálufélagi í áratugi í myndlist. Við félagarnir vorum nefnilega trúnaðarvinir og skáldbræður í listinni og á köflum þjáningarbræður þegar best lét og verulega vont var í sjóinn og veður öll válynd. Þá leitaði ég oft á fund vinar míns Birgis Andréssonar. Sannast sagna var maðurinn oftar en ekki minn helsti ráðgjafi í umróti og ólgusjó sköpunargáfu minnar sem gat verið ansi óstýrilát. Sam- ræður okkar voru einatt mjög gef- andi og lausar við hálfkæring. Þær voru ekta. Okkar uppáhald var gjarnan að draga hvor annan sundur og saman í háði svo að nærstöddum þótti nóg um, – flestallt var nú sagt í bróðerni, en sumum yfirsást nú það og gerðu athugasemd, brugðu svip, gerðust fölleitir. Skelltum við þá ein- att uppúr, svo allt ætlaði um koll að keyra. Við vorum umdeildir lista- menn en kærðum okkur kollótta. Við vorum framúrstefnulistamenn. Fyr- ir mig að þekkja Birgi Andrésson í ein heil þrjátíu og fjögur ár var og er sannast sagna ein myndlistarveisla út í gegn frá fyrstu kynnum og þangað til núna er jarðsetning list- bróður míns er framundan. Fjöl- margir eru réttirnir og fjölbreyttir er skartað hafa sínu fegursta í teiti því öllu saman. Ég er hálfhvumsa við að reyna gera því skil í slíkum fá- tæklegum orðum er hér ber við. Birgir Andrésson var stórbrotinn maður í hugsun, fjölhæfur í meira lagi, skarpur vel og fráneygður, rík- ur í geði, glöggskyggn, næmhuga, vel gefinn í anda, eðlisgreindur, formsær, greiðvikinn, lífsglaður, hrókur alls fagnaðar ef vera vildi, af- ar tilfinninganæmur maður, kraft- mikill listamaður, ódrepandi fram- kvæmdamaður á sviði myndlistar- innar, gjörsamlega ófeiminn við að halda ótroðnar slóðir í listsköpun sinni sem einkenndist af óslökkvandi þrótti og áræði í bráð og lengd. Birg- ir var þungavigtarmaður í list sinni sem einkenndist af sálrænu innsæi og sjálfsöryggi. Stærð Birgis í ís- lenskri myndlistarsögu verða án efa gerð skil síðar á tíma. En nú er Birg- ir frá. Fleiri sigrar frá hans hendi ekki í sjónmáli. En verk hans munu lifa höfund sinn, svo mikið er víst. Öllum landsmönnum, jafnt nánum vinum, aðdáendum og nánustu að- standendum listamannsins, votta ég djúpa hryggð og dýpstu samúð með þökk fyrir góðan dreng með stórt hjarta og bjarta lund. Mikill og góð- ur drengur er nú fallinn frá. En minning hans verður langvinn. Mér þykir rétt og við hæfi að ljúka þessu minningakorni um Birgi með eftirfarandi vísu eftir hann, ortri skömmu eftir uppgötvun mína á sjónþingi og sjónháttafræði þ.e. benduvísifræðinni, en Birgir átti drjúgan þátt í þeirri uppgötvun sem ég mun rekja síðar á öðrum vett- vangi. Jöklar bráðna og bugðast ár brestur land og melur. Þetta er bölvað bendufár Bjarna þorstinn kvelur. Ég orti svarvísu um hæl, en hún er ekki birtingarhæf í minningar- grein sem þessari. Bjarni H. Þórarinsson. Fallinn er fyrir aldur fram mynd- listarmaðurinn Birgir Andrésson. Honum kynntist ég fyrst fyrir rúm- um 30 árum. Við vorum jafnaldrar, vinir, félagar og samstarfsmenn í áraraðir. Það eru nú samt nokkur ár síðan leiðir skildi að mestu. Ekki svo að maður óskaði þess. Það bara varð að vera svo. Birgir var fyrst og fremst framúrskarandi björt og góð sál. Hann tók sjálfan sig ávallt mátu- lega alvarlega og lék alltaf vitlausari mann en hann raunverulega var. Hann gerði sér lítið fyrir og plantaði sér frjálslega í innsta garði listarinn- ar eiginlega strax í skóla. Hann tók sér samt alltaf stöðu utangarðs- mannsins – þar var hjarta hans. Hann kallaði sig þjóðargersemina þegar vel lá á honum en gamla skrjóðinn þegar kaldhæðnin var við völd. Hann var lúsiðinn og var vinnusmitandi. Fátt var skemmti- legra en að vinna með honum. Tím- inn flaug. Ef ekki var verið að kjafta og spekúlera var hlustað á sinfóníur, viðtöl í Laufskálanum, framhalds- sögur og Hlaupanótuna í Gufunni – varla neitt annað nema stundum var Njála eða Góði dátinn Svejk í hljóð- bókaútgáfu sett í kassettutæki. Bókasafn hans er stórmerkilegt og þar liggur grunnurinn að mörgum myndlistarverkum hans ásamt upp- vaxtarárunum á Blindraheimilinu sem skipta líka miklu máli. Safnið kom að mestu leyti frá Braga meðan hann var nágranni hinum megin á Vesturgötunni. Þetta eru mest bæk- ur um íslenska menningu sem hann staflaði í kringum sig. Sérstaklega frásögur og lýsingar frá því fyrir tíma ljósmyndarinnar. Hann áttaði sig á því að þar væri hrein myndlist- ararfleifð á ferðinni sem tapaðist þegar ljósmyndir tóku við lýsing- unni og eyðilögðu gáfuna. Þar væru ljóslifandi portrett, landslagsmyndir og arkítektúr. Mikið var líka klippt úr Mogganum, hversdagsleg íslensk snilldarfyrirbæri flokkuð og sett í möppur sem síðar var gripið til þeg- ar vinna átti listaverk fyrir sýningar. Birgir var vinmargur. Hann var ótrúlega vel liðinn af nágrönnum og gestagangur var alla tíð mikill. Allir í hverfinu vissu að hann var góðmenni niður í rót. Vinnustofa hans og heim- ili var mikil uppspretta frétta, lær- dóms og kynna við annað fólk. Fáum mönnum á ég eins mikið að þakka. Stór hluti af minni daglegu tilveru í dag á rætur sínar að rekja til þess- arar samveru. Ég sakna hans og votta hans nánustu mína dýpstu samúð. Guðmundur Oddur Magnússon. Síst hvarflaði það að mér að það væri síðasta samtal okkar vinanna sem við áttum fáum dögum áður en mér barst sú fregn að nú væri Birgir Andrésson allur. Oft hringdumst við á daglega eða áttum góðar stundir á Vesturgötunni eða Seyðisfirði, ef einhver skemmtileg verkefni voru í bígerð hjá Birgi. Í sumar leið nokk- uð langur tími sem ég heyrði ekki í Bigga, en skýringin kom svo þegar næsta hrina samtala gekk yfir. Birg- ir Andrésson var búinn að eignast unnustu, hana Helgu. Hann var mjög hamingjusamur og ánægður með lífið. Við vinir hans samglödd- umst honum og sáum fram á góða tíma hjá Bigga. Nú er það sorgin yf- ir að missa góðan vin og mikinn listamann sem við munum kljást við. Ég kynntist Birgi seint á áttunda áratugnum, þegar við unnum báðir hjá Jóhanni Briem útgefanda. Þá var Birgir ungur og nýkominn heim frá Hollandi eftir framhaldsnám. Þau voru mörg skemmtileg tiltækin sem við vinnufélagarnir urðum vitni að hjá honum og vorum mismóttæki- leg fyrir því sem honum datt í hug. Myndlist Birgis og húmor fóru skemmtilega saman. Ég ætla mér ekki þá dul að geta lýst svo miklum og stórbrotnum listamanni, sem Birgir var. Freistandi væri að stríða Birgi með því að grípa til þeirra orða sem voru upphaf á mannlýsingu hans á mér á textaverki á 50 ára af- mæli mínu: „Ef tekið skal mið til þess eins að lýsa þessum kankvísa kverúlant, yrði það bringusund sköpunargleðinnar ugglaust að ófyr- irgefanlegu hundasundi heimskunn- ar.“ Birgir hefði áreiðanlega orðið frá- bær rithöfundur ef hann hefði lagt það fyrir sig. Það var hins vegar leið hans að ganga veg myndlistarinnar, þar sem hann vann mörg afrek. Hann þróaði list sína með sterkum þjóðlegum tilvísunum og ekki síður tilvísunum í íslenska náttúru. Mynd- list Birgis var mjög beinskeytt og hnitmiðuð, samt bæði margræð og einföld í senn. Það er margs að minnast í áranna rás. Sýning í Gallerí Pálshúsi 1995, húsakaup á Seyðisfirði, ferðalög á milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur þar sem „Góði dátinn Sveijk“ kemur við sögu, stórkostlegar matarveisl- ur, ferð til Þýskalands í tengslum við það þegar Birgi var falið að gera „ís- lenska“ verkið í ferjunni Norröna. Í einni af okkar ágætu ferðum yfir Fjarðarheiðina varð til hugmynd að sýningunni „Fossar í firði“ sem Birgir og Magnús Reynir ljósmynd- ari unnu saman með þeim hætti að Magnús tók ljósmyndir af öllum fossunum í Fjarðarheiði og vann þær ljósmyndir, en Birgir gerði blý- antsteikningar sem voru spegilmynd af þeim. Saman unnum við að upp- setningu og bókagerð sem fylgdi sýningunni. Þessi sýning fór víða og fékk góða gagnrýni. Fjölskyldan var Birgi mikilvæg. Samband hans við foreldra sína og föður sinn eftir að fósturmóðir hans lést var einstakt. Þeir feðgar töluðu saman daglega. Birgir varð innilega glaður og hreykinn þegar hann eign- aðist afastrák og sagði miklar sögur af litla Ingólfi Breka. Við hjónin fær- um Helgu, Arnaldi, Margréti, Ing- ólfi Breka og föður hans Andrési innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um þeim huggunar og styrks í sorg þeirra. Garðar Rúnar og Arnbjörg. Það var í Hlíðunum á björtum vor- degi í æsku að ég sá Birgi Andr- éssyni fyrst bregða fyrir, leiðandi blinda foreldra sína um hverfið. Ég tók strax eftir sérstöku göngulagi þessa bráðþroska stráks sem hafði miklar augnabrýr og talaði hátt og skýrt er hann tiplaði hálfpartinn á tánum um leið og hann vaggaði sér eilítið til beggja hliða. Þetta göngu- lag átti síðan eftir að fylgja honum alla ævi. Það hlýtur að hafa verið sérkennilegt fyrir tápmikinn dreng úr Eyjum að alast upp á blindra- heimili og hygg ég að það hafi á djúpstæðan hátt mótað persónugerð hans fyrir utan að vera sífellt við- fangsefni í myndlistarsköpun seinna meir. Hér kemur stutt frásögn Birgis um vin sinn Helga frá Grund sem hann tileinkaði og gaf út í bók í fyrra: „Begga systir Helga bjó til jólasveinahúfur á okkur og við sett- um pappaskegg framan í okkur sem ég klippti út. Svo fórum við niður í burstagerð og lékum jólasveina. Breyttum röddunum og sögðum: „Hvað er títt, hvernig hafið þið það, ætliði að vera stillt á jólunum?“ – Veriði ekki með þennan helvítis fífla- gang, sagði fólkið við okkur. Ég var sá eini sem sá.“ Seinna lágu leiðir okkar saman í gegnum myndlistina og við urðum strax góðir vinir. Árið 1995 var ég aðstoðarmaður Birgis á Feneyjabíennalnum og þar var einnig með í för Arnaldur sonur hans. Það var gaman að líða um stræti Feneyja í félagsskap þeirra feðga, umluktir skvampandi vatns- hljóðum og með söguna greypta í hvern stein. Framlag Birgis á sýn- ingunni var til fyrirmyndar en í skál- anum héngu m.a. nokkur eintök af íslenska þjóðfánanum, prjónuð í sauðalitunum, og urðu fánarnir enn áhrifameiri eftir því sem hitastigið hækkaði á svæðinu. Birgir bjó yfir einstakri frásagn- argáfu sem skýrir kannski orðræð- una og lýsingarnar sem koma fram í myndum hans af mönnum, fyrirbær- um eða landslagi. Hann var grúskari í eðli sínu og glennti í hvert skipti upp augun ef hann rakst á þjóðlegan fróðleik í bókahillunum mínum. Þar lúrði uppsprettan í myndverkin, staðbundin og í senn alþjóðleg. Birg- ir hafði góða kímnigáfu og var gjaf- mildur með eindæmum, næmur og viðkvæmur, ljúfur og góður maður. Þó að við höfum búið hlið við hlið síðustu árin var sambandið ekki eins mikið og áður, sumpart út af lang- dvölum mínum erlendis, en vináttan var ætíð til staðar. Síðast hittumst við eftir jarðarför Guðmundar Árnasonar í sumar er hann bauð mér heim til sín og ljóm- aði allur þegar hann sagði frá vin- konu sinni, Helgu, sem hann hafði þá nýverið kynnst. Já, það var bjart framundan, fjórði ættliðurinn í bein- an karllegg, augasteinninn Breki, kominn í heiminn, nýtt hentugt hús- næði beið úti á Granda og sannar- lega byr í myndseglunum. Og þá er hann allt í einu hrifsaður frá okkur einhvern veginn svo óvænt að það er eins og mér finnist hann vera þarna ennþá handan við vegg- inn í portinu sem skildi okkur að. Ég sé hann standa við ljósaborðið, er jafnvel kominn með uppleysta „svarta köttinn“ sér við hlið svona rétt til þess að heilsa nýjum degi, en er nú horfinn um stund og virðist hafa runnið saman við ljósaborðið og breyst í hreint ljós. – Við erum far- þegar ljóssins, kæri vinur. Halldór Ásgeirsson. Birgir Andrésson var stór. Hann var blíður og góður, barnavinur hinn mesti og hafði sjálfur varðveitt þá eiginleika sem gera börn að eftir- sóknarverðum félögum. Við vorum Birgir Andrésson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.