Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MAGNEA Ásmundsdóttir
opnar einkasýningu sína, Á
ferð, í Gallerí Ágúst kl.16 í dag.
Magnea notar ólíka miðla, svo
sem ljósmyndir, myndbands-
verk og margt fleira til þess að
skapa sögu, ferðalag, hring,
samhengi og heild. Magnea er
borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur og hefur víða komið
við í listheiminum. Magnea
nam á Íslandi, Noregi og
Þýskalandi og hefur hún haldið fjölda sýninga
bæði hér heima og erlendis, ásamt því að sinna
listkennslu. Gallerý Ágúst er nýtt myndlistargall-
erí og mun sýningin standa til 29. desember.
Myndlist
Gallerí Ágúst
opnar nýja sýningu
Verk af
sýningunni.
NÚ um helgina lýkur sex mán-
aða löngu sýningartímabili á
verki Unnars Arnar J. Auð-
arsonar í Safni, en verkið ber
titilinn Yfirborðssafnið Girnd-
ararkífið Hrörnunarvirkið. Í
dag kl. 15-17 verður efnt til út-
gáfuhátíðar í Safni vegna út-
gáfu á bókverki Unnars;
Girndar Arkífið / Desire Arc-
hive og er það einn hluti af
verki hans í Safni. Bókin er
byggð á samstarfi við aðra listamenn og boðið
verður upp á léttar veitingar, allir velkomnir. Safn
er á Laugavegi 37 og er þar til sýnis samtímalist á
þremur hæðum, aðgangur ókeypis.
Myndlist
Girndar Arkífið
í Safni
Safn á Lauga-
vegi 37.
Í TILEFNI þess að tvö
hundruð ár eru liðin frá fæð-
ingu skáldsins og nátt-
úrufræðingsins Jónasar Hall-
grímssonar mun
Fífilbrekkuhópurinn koma
fram í Tíbrá í Salnum og
flytja lög eftir Atla Heimi
Sveinsson, en hann hefur
samið mörg lög við ljóð Jón-
asar. Fífilbrekkuhópurinn
mun fara í gegnum lögin á
þessum tónleikum í Salnum. Hópnum til full-
tingis verður leikarinn Arnar Jónsson, sem
tengir lögin lífsferli Jónasar. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 17.00 í Tónlistarhúsi Kópavogs.
Tónlist
Fífilbrekka
gróin grund
Sigrún
Eðvaldsdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„Þetta eru tónleikar, en ekki í al-
hefðbundnasta forminu,“ segir
Stefán Baldursson óperustjóri um
Óperuperlur, tónleikadagskrá með
leikrænu ívafi, sem frumflutt verð-
ur í Óperunni kl. 20 í kvöld. Þar
verða flutt atriði; aríur, dúettar,
terzettar og kvartettar úr hvorki
fleiri né færri en tuttugu óperum.
Einvalalið söngvara þræðir perl-
urnar; þau Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ágúst
Ólafsson og Bjarni Thor Krist-
insson. Tónlistarstjóri Óperunnar
Kurt Kopecki leikur með söngv-
urunum, en það er sjálfur óp-
erustjórinn sem sviðsetur tón-
leikana. Útlit annast Þórunn S.
Þorgrímsdóttir og um lýsingu sér
Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Cherubino er stúlka
„Við viljum fanga stemmn-
inguna í hverju atriði – og í sam-
skiptum persónanna í þeim. Við
sviðsetjum tónlistina því ekki sem
sýnishorn úr viðkomandi óperum,“
segir Stefán og útskýrir það nán-
ar: „Með þessu erum við á okkar
hátt að afklæða óperuna vissum
hátíðleika. Söngvararnir eru
gjarnan í sínum eigin fötum, eða
öðrum nútímaklæðum, en eru
kannski með leikmuni eða annað
til að gefa hverju atriði lit. Þetta
er því ekki heldur útfærð bún-
ingasýning í hefðbundnum skiln-
ingi, þótt ákveðin hugsun sé í öllu
útliti. Það leikræna sem við viljum
ná fram sækjum við í tónlistina.
Við erum til dæmis með litla aríu
Cherubinos úr Brúðkaupi Fígarós,
þar sem hann er að uppgötva ást-
ina. Í óperunni er Cherubino ung-
ur piltur, sunginn af konu, klædd-
ur í kvenföt – en við sleppum
svoleiðis flækjum. Hjá okkur er
Cherubino bara ung stúlka sem er
að uppgötva sömu tilfinningar –
upplifa ástina í fyrsta sinn og
spyr: „Hvað er að gerast hjá mér?
Þið sem betur vitið, er þetta ást-
in?“ Þannig tökum við hvert atriði,
notum úr því kjarna innihaldsins,
og yfirfærum á aðrar persónur
sem standa nær okkur í tíma –
næstum því í eldhúsinu eða stof-
unni heima. Við hnikum þó hvergi
til orði í textanum né tóni. Tónlist-
in er flutt algjörlega eins og hún
kemur frá tónskáldinu, en við leik-
um okkur að forminu.“
Stefán og Kurt völdu tónlistina,
en þegar búið var að velja söngv-
ara fengu þeir líka að koma með
tillögur um hvað þeir vildu syngja.
„Það er því sameiginleg ákvörðun
okkar allra hvað sungið er.“
Stefán segir að óperutextarnir
verði ekki þýddir orð fyrir orð, en
skjátextar gefi til kynna úr hvaða
óperu sungið sé hverju sinni og
upplýsi ennfremur það sem gerist
í viðkomandi atriði. Og það er
óhætt að segja að efnisskráin sé
glæsileg; þar er að finna mörg
ástsælustu atriði óperubók-
menntanna úr óperum eftir Moz-
art, Verdi, Puccini, Bellini, Ross-
ini, Tsjaíkvoskíj, Wagner,
Gershwin, Bernstein og fleiri.
Stefán Baldursson kveðst kunna
vel við sig í starfi óperustjórans
og fyrsta sýning nýja óperustjór-
ans, Ariadne sem sýnd var í haust,
gekk með mestu ágætum. „Það er
gríðarlega gaman að vinna hér
með tónlistina allt í kringum sig.
Haustið gekk vel, nú erum við
með þetta og svo fer stórsýningin
La traviata í æfingu eftir áramót-
in.“
Óperuperlur, tónleikadagskrá með leikrænu ívafi frumsýnd í Óperunni í kvöld
Óperan afklædd hátíðleikanum
Reiði Er það Næturdrottningin sem þarna leggur dóttur sinni lífsreglurnar? Diddú og Sigríður Aðalsteinsdóttir.
TENGLAR
..............................................
www.opera.is.
SÉRA Sigurður Haukur Guð-
jónsson, fyrrverandi sóknarprestur í
Langholtsprestakalli, féll frá þann
13. ágúst síðastliðinn. Hann var
fyrsti heiðursfélagi kórs Langholts-
kirkju og mun kórinn, ásamt hljóm-
sveit og einsöngvurum, halda tón-
leika í kirkjunni annað kvöld kl. 20
til minningar um hann.
Á efnisskrá verða verkin Actus
Tragicus og Magnificat eftir Johann
Sebastian Bach, en það síðarnefnda
var frumflutt fyrir 300 árum.
Björn Jónsson, tónlistarráðunaut-
ur kirkjunnar, segir Bach hafa sam-
ið Actus Tragicus til minningar um
látinn vin og að með flutningi þess
vilji kórinn með sama hætti minnast
látins vinar, Sigurðar Hauks. „Inni-
hald og tilfinning verksins varð til
þess að það var valið. Þetta hefur
veitt mörgum huggun við erfiðar að-
stæður,“ segir Björn. Verkið sé flutt
við sérstakar aðstæður af kórnum,
en það var flutt fyrir 20 árum þegar
einn kórmeðlima lést með sviplegum
hætti. Hitt verkið, Magnificat, hefur
kórinn aldrei flutt. Það er samið fyr-
ir hljómsveit, einsöngvara og fimm
radda kór, textinn er „Lofsöngur
Maríu“ úr Lúkasarguðspjalli.
Björn segir því bæði verið að
kveðja góðan vin og fagna end-
urfæðingunni, svo að segja. Björn er
einn einsöngvaranna á tónleikunum
en hinir eru Þóra Einarsdóttir sópr-
an, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr-
an, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
messósópran og Alex Ashworth
bassi.
Gamlir kórmeðlimir munu ljá lið
sitt á morgun og verða alls 105 í
kórnum. Þóra Einarsdóttir er fyrr-
verandi kórmeðlimur og þekkti séra
Sigurð vel. „Hann gifti okkur hjónin
og skírði eldri son okkar,“ segir
Þóra sem syngur í Magnificat. Verk-
in séu bæði falleg og aðgengileg.
Kór Langholtskirkju flytur Magnificat og Actus Tragicus ásamt hljómsveit og einsöngvurum
Til minningar
um góðan vin
Sópranar og tenór Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Björn Jónsson og Þóra
Einarsdóttir æfa á meðan Jón sonur Björns og Þóru fylgist með.
EKKI virtist fyrirferðarlítil forkynn-
ing (miðað við hvað þarf orðið mikið
til) draga teljandi úr aðsókn forntón-
kera í fyrrum Landsbókasafni á mið-
vikudag, þótt vafalaust hefði mátt
fylla út úr dyrum með lengri og viða-
meiri fyrirvara. Því þótt hinn ungi ís-
lenzk-sænski barokkhópur hefði þeg-
ar getið sér gott orð hér sem
erlendis, þá gat hann nú óneitanlega
hampað alþjóðlegum stjörnugesti; ef
að líkum lætur í fyrsta sinn á Íslandi
(Hvers vegna slíkt er jafn sjaldan
tekið fram og raun ber vitni má ann-
ars furðu gegna og virðist jaðra við
feimnismál).
Sænski sópraninn Susanne Rydén
hefur á síðustu áratugum komið víða
við, hvort heldur á hljómleikum sem
diskum, og þykir meðal fremstu túlk-
enda, ekki sízt á barokksöngverkum
17.-18. aldar, sérskeiðs NoA. En þótt
ég gæti í þessu tilviki ekki státað af
sömu ferilþekkingu og sérhæfðustu
plötusafnarar, þá nægði mér einn
minnisstæður dúett, „Så nyttjen nu i
allsköns nöje“ úr Bröllopsmusik J.H.
Romans á sýnisdiski Musicae Sveci-
ae frá 1993, til að örva forvitni mína
um núverandi getu söngkonunnar,
enda er sá enn með glæsilegustu
dæmum í fórum undirritaðs um tær-
an örðu- og áreynslulausan barokk-
flúrsöng.
Sú sérgrein var að vísu ekki í for-
grunni að þessu sinni. En söngles og
aríur Rydéns úr Gli equivoci Aless-
andros Scarlattis og ítölskum verald-
legum kantötum hins unga Händels,
Ah! Che pur troppo è vero og síðast
hinni bráðskemmtilegu Tu fedel? tu
constante? auk alkunnrar óperuaríu
„Saxans“ Lascia la spina (seinna end-
urnýtt í Rinaldo) ollu sannarlega
engum vonbrigðum í hagvanri og
gjörsamlega óþvingaðri meist-
aratúlkun mezzo-litaða sópransins.
Funheitu undirtektirnar voru í sam-
ræmi við það og kölluðu á aðra út-
gáfu af Lascia sem aukalag.
NoA var þetta kvöld skipaður
dæmigerðri tríósónötuáhöfn með
tveim fiðlum á móti fylgibassa semb-
als, sellós og „theorbo“ bassalútu.
Flutti hópurinn auk nefndra söng-
verka fjórþætta Sonata da camera
Corellis í C Op. 4,2 og síðar fjórþætta
Sónötu Händels í h Op. 2,2 af engu
ósamstilltari fágun. Í líflegri tón-
leikaskrárumfjöllun Höllu Steinu
Stefánsdóttur saknaði maður aðeins
ársetninga á sónötunum tveimur.
Ítalíuár
hins unga
Händels
TÓNLIST
Þjóðmenningarhúsið
Verk eftir Corelli, A. Scarlatti og Händel.
Einsöngur: Susanne Rydén. Nordic Af-
fect-hópurinn (Halla S. Stefánsdóttir og
Julia Fredersdorff fiðlur, Hanna Lofts-
dóttir selló, Karl Nyhlin þjorba og Guðrún
Óskarsdóttir semball). Miðvikudaginn
14. nóvember kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson