Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 23

Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 23 Opið hús í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í dag frá kl. 13.00 – 17.00. Lifandi brúðuleiklist og sýning á leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar og fleiri íslenskra brúðulistamanna. Dagskrá: 14.00: Leikbrúðuland: Selurinn Snorri 16.00: Gangandi brúðuleikhús: Petruschka og óheppnu götulistamennirnir (frumsýning á Íslandi). Aðgangur er ókeypis í boði Landsbankans. Einstakt tækifæri að kynnast íslensku brúðuleikhúsi Í VESTURSAL Kjarvalsstaða eru 56 alheimsfegurðar- drottningar komnar upp á veggi, í jafnmörgum málverk- um Birgis Snæbjörns Birgissonar. Sýningin, sem verður opnuð klukkan 16 í dag, nefnist Ljóshærð ungfrú heimur 1951 –. Birgir Snæbjörn hefur getið sér orð fyrir per- sónuleg myndverk, einkum málverk, en einnig postulíns- myndir af fólki úr ólíkum starfsstéttum. Verkin hans ein- kennast af afar ljósum litum, áhorfandinn þarf iðulega að hafa fyrir því að sjá myndirnar. „Ég er ekki að fjalla um konurnar sem persónur, ég er frekar að velta fyrir mér efniviðnum og ímyndinni. Hvað þýðir það að vera með vottorð upp á fegurð? Og hvað þýðir það þegar ég er búinn að gera þær allar ljóshærðar og með blá augu?“ Hann segir vísað í ljóskuþemað, „en einnig vakna spurningar um það hvernig við tákngerum lit, pólitískt og samfélagslega. Mér finnst það henta þessu myndefni vel að mála svona ljóst. Ég nálgast þetta með hlutleysi og læt áhorf- andann svo um að skerpa myndina.“ Morgunblaðið/Einar Falur Portrettmálarinn „Þetta hefur verið þrotlaus vinna í eitt og hálft ár,“ segir Birgir Snæbjörn. Með vottorð upp á fegurð BÓKMENNTAARFUR Íslendinga myndi án efa þykja tónskáldum ná- grannaþjóða öfundsverður, með öll- um sínum auðuga kveðskap á ómenguðu móðurmáli allt frá vík- ingaöld – og megnið af honum enn ótónsett! En gæti hins vegar verið að hann skorti bitastætt efni við hæfi barna og unglinga? Alltjent kvað sagnadansagreinin fátækleg hér miðað við önnur Norðurlönd, og þjóðsögur og ævintýr sömuleiðis, a.m.k. hjá fjársjóði á við sagnabálk H.C. Andersens sem fleiri en dönsk tónskáld ausa enn úr af kappi. Þetta kom ósjálfrátt upp í hugann þegar maður las orð Tryggva M. Baldvinssonar í tónleikaskrá um að hann hefði leitað fanga í þegar tvisv- ar tónsettri sögu Jónasar Hallgríms- sonar um „Stúlkuna í turninum“ – jafnvel þótt tilefni stórafmælis lista- skáldsins góða hafi sett Tryggva þrengri skorður í textavali en ella. Hvað sem því líður þá er ekki ann- að hægt að segja en að tónskáldinu hafi tekizt vel upp með verki sínu ætluðu SÍ til flutnings í skólum. Inn- takið var í samræmi við það, enda markmiðið augljóslega hvorki að vera frumlegur né framsækinn. Aðalstefið kinkaði m.a.s. ofur- litlum kolli til Péturs og úlfsins Pro- kofjevs og tónmálið spannaði brezk- þýzk-rússneska rómantík og ný- klassík. Mismikið kryddað hljóm- ferlið náði reyndar allt fram í ævin- týramyndir Hollywood, með Hringadróttinssögu og Harry Pot- ter í fersku minni, án þess þó að bæri neins staðar á beinni lántöku. Þótt varla sæti neitt stefjanna bein- línis eftir í mér við fyrstu heyrn, og lengdin (29 mín.) virtist fullvel úti- látin, þá var litrík hljómsveitarmeð- ferð Tryggva afar kunnáttusamleg og útkoman oftast bráðhress, þökk sé ekki sízt eitilsnörpum lúðra- blæstri. Tónskáldið fór sjálft með hlutverk sögumanns og tókst allvel upp, utan hvað uppmögnunin reynd- ist of veik á sterkari brass-stöðum. Einleikari kvöldsins, Edda Erlendsdóttir, hefur í mörg ár gert garðinn frægan jafnt í dvalarlandi sínu Frakklandi sem víðar. Við- fangsefnið var sá vinsælasti af ann- ars tiltölulega lítt kunnum píanó- konsertum Haydns í D-dúr (1784). Af einhverjum ástæðum virtist henni stundum fatast flugið í I. þætti. En í svífandi fallega hæga miðþættinum, er stóð samsvarandi tónsmíðum Mozarts í engu að baki, komst uppsöfnuð músíkölsk reynsl- an á fegursta skrið, og þótt vottað gæti fyrir úthaldsleysi í „ungverska“ lokaþættinum þá small hann í heild vel fyrir horn. Kurt Kopecky sýndi þetta kvöld að stjórnendahæfileikar hans ná út fyrir sérsvið óperunnar. M.a.s. í 4. og síðustu hljómkviðu Schumanns (1841/51), er vafðist að formgerð jafnt fyrir höfundi sem samtíðar- hlustendum. Ekkert er auðveldara en að gera hjakkandi óskapnað úr þessu verki, en þó að Kopecky hefði stundum mátt teygja ögn markviss- ara úr rúbatóum á kaflaskilum hélt sveitin yfirleitt vel samstilltum dampi undir skýrri stjórn hans. Tónleikaskráin bryddaði upp á þeirri athyglisverðu nýjung að rifja upp fyrri flutning dagskrárliða með SÍ neðanmáls, auk þess að geta til- urðarára verka í efnisskrá. Verður vonandi framhald á því. Fyrsti íslenzki Pétur og úlfurinn TÓNLIST Háskólabíó Tryggvi M. Baldvinsson: Stúlkan í turn- inum (frumfl.). J. Haydn: Píanókonsert í D Hob.XVIII:11. Schumann: Sinfónía nr. 4 í d Op. 120. Edda Erlendsdóttir píanó og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Kurt Kopecky. Fimmtudaginn 15. nóvem- ber kl. 19:30. Sinfóníutónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson INNSETNING Karlottu Blöndal byggist á heimildum rannsóknar á mið- ilsfundi, hljóðupp- tökum og handskrif- uðum skilaboðum. Rannsókn listakon- unnar beinist að formi rannsóknar- innar frekar en að innihalda upplýs- inga þeirra er þar koma fram. Kar- lotta fjallar um það hvernig upp- lýsingum er miðlað, hvernig þær eru meðteknar, túlkaðar og kannski líka hvernig þær skolast til. Miðlun sem slík er því aðalumfjöllunarefni henn- ar er hún skapar lifandi innsetningu með bekk, veggteikningu, ljósmynd og myndbandi. Birting myndbands- ins á athöfn sem átti sér stað í sýn- ingarrýminu og sýndi myndverk hengt upp og tekið niður á víxl endurtekur vinnuaðferð listakon- unnar hvað miðilsfundinn varðar, hér er um endurvarp að ræða frá einhverju sem liðið er. Miðilsfundur er áhugavert dæmi um miðlun upplýsinga og mannleg samskipti, upplýsingar eru sagðar koma frá öðrum heimi sem getur aftur minnt á þá staðreynd að allar upplýsingar sem við fáum berast svo að segja úr öðrum heimi og að miðill- inn sem færir okkur þær brenglar þær óhjákvæmilega, áreiðanleiki þeirra er því vafasamur. Orðið miðill kemur fyrir í mörgum myndum í nú- tímasamfélagi og tengist sjaldnast þeirri tegund miðils sem hér er í að- alhlutverki, heldur er átt við fjöl- miðla, eða þegar um listamenn er að ræða er t.d. sagt að þeir vinni verk sín í marga miðla. Fræg setning Marshall McLuhan kemur einnig upp í hugann, „The medium is the message“; merkingin felst í miðlinum sjálfum. Þannig sver Karlotta sig í ætt við hugmyndalist liðinnar aldar en leikræn stemningin sem svífur yfir vötnum tengir verk hennar samtímanum. Ekki er hægt að horfa framhjá óbeinum tilvísun- um í eðli fjölmiðla og upplýsinga- miðlunar en undirliggjandi er til- finning fyrir skáldskaparkrafti og sannleika sem ekki byggist á stað- reyndum. Ragna Sigurðardóttir Áreiðanleiki skáldskaparins MYNDLIST Listasafn Reykja- víkur, Hafnarhús Til 6. jan. 2008. Opið alla daga frá kl. 10-17. D6, Hreinskrift, Karlotta Blöndal Morgunblaðið/G.Rúnar Miðils-bekkur „Karlotta fjallar um það hvernig upplýsingum er miðlað, hvernig þær eru meðteknar, túlkaðar og kannski líka hvernig þær skolast til.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.