Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 24
24 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
SKÓLINN að Þelamörk í Hörg-
árdal er sá sem næstur er fæðing-
arstað Jónasar Hallgrímssonar að
Hrauni í Öxnadal. Þess vegna fengu
nemendur þar á bæ fyrstu eintök
hinnar nýju bókar um Jónas, sem
menningarfélagið Hraun í Öxnadal
ehf. gefur út og færir öllum nem-
endum 10. bekkjar grunnskóla á Ís-
landi að gjöf.
Nemendur Þelamerkurskóla tóku
vel á móti forseta lýðveldisins í gær-
morgun, þeir yngstu höfðu stillt sér
upp í tveimur röðum fyrir utan skól-
ann með heimatilbúna íslenska fána,
þegar forsetinn kom í hlaðið. Nokkr-
ir dropar féllu úr lofti í þann mund
sem forsetinn gekk heim að húsinu
en börnin létu það vitaskuld ekki á
sig fá. Eftir að Ólafur Ragnar hafði
heilsað upp á börnin og spjallað við
þau um stund var gengið á sal þar
sem athöfnin fór fram. Nemendur
lásu ljóð, bæði eftir Jónas og fleiri,
og forsetinn afhenti bók Böðvars
Guðmundssonar.
Í verkinu rekur Böðvar ævi og
störf skáldsins, náttúrufræðingsins
og stjórnmálamannsins Jónasar
Hallgrímssonar og bregður ljósi á þá
þætti í lífi hans sem gerðu hann að
skáldi. Inn í ævisöguna er fléttað
kvæðum Jónasar og brotum úr bréf-
um hans og dagbókum sem tengjast
sérstaklega þroskaferli hans sem
manns og skálds.
Ólafur Ragnar sagði, þegar hann
ávarpaði nemendur, að þau væru í
raun og veru í mikilli forréttinda-
sveit í þessum skóla „því þótt öll
ungmenni á Íslandi lesi um Jónas og
fari með ljóðin þá njótið þið þeirra
forréttinda að geta haft æskuslóðir
hans á hverjum degi í návígi og í
hjartastað, og hugleitt hvernig fjöll-
in og dalurinn hafa mótað Jónas, því
Hraun í Öxnadal er satt að segja svo
samofið Jónasi að það er ekki hægt
að slíta þar á milli“.
Ólafur þakkaði menningarfélag-
inu Hrauni í Öxnadal sérstaklega
fyrir það framtak að gefa út um-
rædda bók og færa hópi grunnskóla-
nemenda að gjöf. Nefndi hann sér-
staklega að Sparisjóður
Norðlendinga og Byr sparisjóður
hefðu styrkt útgáfuna og færði fyrir-
tækjunum þakkir.
Forsetinn sagði bókargjöfina
bæði veglega og vel við hæfi. Hann
sagðist reyndar hafa sérstaklega
gaman af því að afhenda bókina því
höfundurinn, Böðvar, væri gamall
skólabróðir hans úr Mennta-
skólanum í Reykjavík. „Böðvar er
[…] eins og Jónas, sveitadrengur að
uppruna […] en líkt og Jónas fór
hann til Danmerkur og hefur dvalið
þar lengi og það er gaman að því að
þessi bók skuli vera skrifuð í Dan-
mörku eins og reyndar obbinn af
verkum Jónasar. Það er því gaman
og hugljúft að fá að afhenda þessa
bók eftir minn gamla og góða vin,
Böðvar Guðmundsson.“
Ólafur Ragnar sagði að mynd-
irnar í bókinni væru svo fallegar og
textinn svo snjall „að ég veit að þið
munuð öll varðveita hana og minnast
þessa dags, þegar þið farið að sýna
börnum ykkar og barnabörnum
þessa góðu bók. Þið getið lesið fyrir
þau um Jónas og minnist þess þegar
þið tókuð við henni þegar minnst var
200 ára afmælis Jónasar Hallgríms-
onar.“
Góður rómur var gerður að máli
forseta Íslands, og eftir að hann
gekk um salinn og heilsaði öllum
með handabandi í lok athafnarinnar
svifu börnin á Ólaf Ragnar og báðu
hann um eiginhandaráritun. Varð
hann við þeirra bón, eins og sannur
íþróttamaður, og víst er að bókin
mun víða þykja enn dýrmætari grip-
ur en ella þegar hana prýðir eigin-
handaráritun forseta lýðveldisins.
Þið njótið
forréttinda
Elstu nemendur allra grunnskóla fá að gjöf nýja
bók um Jónas Hallgrímsson, sem Böðvar Guð-
mundsson hefur skrifað. Skapti Hallgrímsson
fylgdist með þegar forseti lýðveldisins, Ólafur
Ragnar Grímsson, afhenti fyrstu eintök bók-
arinnar í Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð í gær.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ævimynd Ólafur Ragnar ásamt nokkrum þeirra sem fengu bók; frá vinstri:
Ásta Magnea Einarsdóttir, Sigurbjörg Ásta Hauksdóttir, Ágúst Heiðar
Hannesson, Guðlaug Jana Sigurðardóttir og Anna Bára Unnarsdóttir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Áritun Börnin í Þelamerkurskóla föluðust mörg eftir eiginhandaráritun
forsetans og Ólafur Ragnar gaf sér góðan tíma til þess að skrifa fyrir þau.
Í HNOTSKURN
»Í stjórn menningarfélagsinsHrauns í Öxnadal ehf. sitja
Guðrún María Kristinsdóttir
fornleifafræðingur, Jón Kr. Sól-
nes lögmaður og Tryggvi Gísla-
son magister.
»Sparisjóður Norðlendinga ogByr sparisjóður kosta útgáfu
bókarinnar nýju um Jónas Hall-
grímsson, eftir Böðvar Guð-
mundsson, sem kom út í gær.
»Ævisagan; Jónas Hall-grímsson – Ævimynd, er
prýdd teikningum eftir Halldór
Þorsteinsson.
NÝ móttaka fyrir fólk
með sykursýki var opn-
uð formlega á dag- og
göngudeild lyflækn-
inga á Sjúkrahúsinu á
Akureyri í vikunni, á
alþjóðadegi sykur-
sjúkra. Ingvar Teits-
son, sérfræðingur í lyf-
lækningum, sagði við
það tækifæri að með
þessu væri verið að
færa út kvíarnar og
þjónustan yrði betri.
Í ávarpi við opnun
móttökunnar sagðist
Ingvar Teitsson vonast
til þess að starfsemin
myndi vaxa og dafna enn frekar,
enda væri sykursýki vaxandi vanda-
mál hér á landi. Hann sagði 5-7 þús-
und manns með sykursýki og ekki
væru allir meðvitaður um að þeir
væru með sjúkdóminn. Ingvar
nefndi að sykursýkin tengdist offitu
og nauðsynlegt væri að auka enn
frekar fræðslu um sjúkdóminn.
Ingvar lagði einnig áherslu á að
sykursýki væri þannig sjúkdómur að
nauðsynlegt væri að sjúklingarnir
tækju fullan þátt í meðferð hverju
sinni.
Lyflækningadeildinni barst góð
gjöf við þetta tækifæri; Samtök syk-
ursjúkra á Norðurlandi
gaf tæki til að mæla
langtíma blóðsykur, en
með því tekur aðeins
sjö mínútur að fá nið-
urstöðu. Með eldra
tæki sem notast hefur
verið við þurfti að bíða í
10 daga.
Nýja móttakan er
staðsett á 1. hæð í suð-
urálmu sjúkrahússins
og er gengið inn að
sunnanverðu.
Í vikunni urðu einnig
þau tímamót á Sjúkra-
húsinu á Akureyri að
25 ár voru liðin frá opn-
un bæklunardeildar. Upphaflega var
gert ráð fyrir 15 rúmum, að innlagn-
ir yrðu um 300 og gerðar yrðu 30
gerviliðaaðgerðir árlega. „Húsnæðið
rúmaði þó ekki meira en 13 rúm. Á
nokkurra ára tímabili eftir úrbætur
á húsnæði 1992 var deildin rekin sem
15 rúma eining, en í dag er aðgengi
að 13 rúmum nema yfir sumartím-
ann,“ segir þar.
Biðtími fyrir fólk með bráða þörf
fyrir gerviliðaaðgerð er nú talinn í
vikum eða mánuðum og fyrir aðra
um eitt ár þrátt fyrir að meðaltal
fjölda gerviliðaaðgerða áranna 2002-
2006 sé 170 gerviliðaaðgerðir á ári.
Frekari fræðsla nauð-
synleg um sjúkdóminn
Stórbætt aðstaða fyrir sykursjúka
Ingvar Teitsson
FORSETI Íslands sagði í Þelamerk-
urskóla í gær að þegar menn ör-
væntu um framtíð íslenskrar tungu,
og hæfu orðræðu um að hún þyrfti
að víkja, ættu þeir að skoða fram-
lag Jónasar Hallgrímssonar.
Ólafur Ragnar Grímsson sagðist
vilja nefna þetta við nemendur, „því
miklar umræður hafa farið fram
um framtíð íslenskunnar og sumir
sett fram þá skoðun að nauðsynlegt
sé, bæði í háskólum og fyr-
irtækjum, að tala jöfnum höndum
annað tungumál, ensku, í daglegri
önn; kennslu og rannsóknum í há-
skólunum og starfinu á vettvangi
fyrirtækjanna.“
Málþing?
Forsetinn sagðist vilja minna þjóð-
ina alla á að þegar Jónas hélt til
náms í Kaupmannahöfn „átti ís-
lenskan á brattan að sækja hér á
landi, var orðin dönskuskotnari en
hún hafði löngum verið áður og
tungumálið á engan hátt jafn hreint
og fagurt og við þekkjum það á
okkar tíma.“
Hann sagði að þá hefði mjög
skort orð yfir margt það sem um
var fjallað í öðrum löndum „en Jón-
as sýndi það og sannaði með ný-
yrðasmíð sinni og tökum sínum á ís-
lenskri tungu að það var hægt að
orða sérhverja nýja þekkingu í vís-
indum og tækni, hugsanir og
heimsmynd þeirrar tíðar á svo gull-
fallegri íslensku, að þessi nýyrði
hans eru orðin svo samofin tung-
unni að okkur finnst eiginlega sjálf-
sagt að þau hafi alltaf verið til.“
Ólafur Ragnar lýsti þeirri skoðun
sinni að þegar menn örvæntu um
framtíð íslenskunnar, „eða hefja
orðræðu um það að nú þurfi hún að
víkja fyrir öðru, þá bið ég menn
vinsamlega að skoða Jónas Hall-
grímsson og framlag hans.“
Forsetinn varpaði fram þeirri
hugmynd að efna til sérstaks mál-
þings um nýyrðasmíð Jónasar, til
að minna á hve íslenskan er
skemmtilegt tæki, hægt væri að
skapa nýja hugsun og ný orð og
fella íslenskuna „að þeirri heims-
mynd og þeirri framþróun vísinda,
tækni og menningar, og viðskipta,
sem birtist okkur á hverjum degi.“
Ættu að
skoða fram-
lag Jónasar
MIKILL fjöldi barna hefur síðustu
ár heimsótt jólasveinana í Dimmu-
borgum í Mývatnssveit og brátt
gefst jólabörnum á öllum aldri
tækifæri til að njóta sýningar á Ak-
ureyri þar sem Stúfur úr Dimmu-
borgum segir sögu kryddaða með
tónlist, brúðum og leikhústöfrum.
Sýnt verður í Rýminu hjá LA.
Stúfur var mættur á svæðið fyrir
helgina þegar blaðamaður leit þar
við, hann var þá m.a. að kanna
hvort ljósabúnaður hússins væri
ekki örugglega í góðu lagi.
Frumsýnt verður 2. desember og
sýnt allar helgar fram að jólum og á
milli jóla og nýárs. Leikstjóri er
Ágústa Skúladóttir, sem meðal ann-
ars leikstýrði Klaufum og kóngs-
dætrum í Þjóðleikhúsinu.
Þú ert nú
meiri jóla-
sveinninn!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
HALDIÐ var upp á það í gær í
Verkmenntaskólanum á Akureyri
að 25 ár voru síðan málmsmíða-
deild skólans flutti úr þröngu hús-
næði við Glerárgötu í nýbyggt og
rúmgott húsnæði á Eyrarlands-
holti.
Málmsmíðadeildin var fyrsta
deild skólans sem flutti í hið nýja
hús á Eyrarlandsholti, en bygging-
arsaga skólans hefur verið óslitin
síðan öll þessi 25 ár og enn stendur
til að stækka húsnæðið. Fjöldi fólks
sótti VMA heim í gær í tilefni dags-
ins, en boðið var til fagnaðar síð-
degis.
Hákon Hákonarson, formaður
Félags málmiðnaðarmanna, mætti
færandi hendi í samkvæmið með
tvær girnilegar tertur sem þeir fá
sér hér sneið af, Ingólfur Sverris-
son frá Samtökum iðnaðarins, til
vinstri, og Baldvin Ringsted,
kennslustjóri tæknissviðs VMA.
Ljósmynd/Krist́ján
Aldarfjórðungur
á Eyrarlandsholti