Morgunblaðið - 17.11.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.11.2007, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Tónlistarlíf í Þor- lákshöfn er fjölbreytt, þar starfa þrír kórar, lúðrasveit og fjölmarg- ar hljómsveitir. Ekki minnkar fjöl- breytnin því nú hefur 20 manna hópur eldri borgara bæst í hópinn. Hópurinn kallar sig „Tónar og trix“ og segist ekki vera kór í þeirri merkingu þó að vissulega sé söngurinn eitt aðalatriðið, líka er leikið á hljóðfæri dansað og samin tónlist. Upphafið má rekja til þess að í vor lauk Ása Berglind Hjálm- arsdóttir tónlistarkennaraprófi frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni Ásu Berglindar var tvíþætt, annars vegar fræðileg ritgerð um tónlist- armanninn og tónskáldið Karl Orff og hins vegar verkefni sem hún og samnemandi hennar Guðrún Árný Karlsdóttir unnu með Félagi eldri borgara í Þorlákshöfn. „Ég ræddi við eldri borgara í Þorlákshöfn og spurði hvort þau væru til í að taka þátt í þessu lokaverkefni með okk- ur. Undirtektir voru framar öllum vonum því á fyrstu æfingu mættu konur og karlar full eftirvæntingar og vissu lítið hvað beið þeirra. Margir sögðust bara hafa komið af því að þeir þekktu mig og vildu hjálpa til,“ sagði Ása Berglind. „Verkefnið fólst í því að æfa og skapa tónlist með eldri borgurum, við byrjuðum á því að syngja sam- an, síðan fórum við að slá taktinn með alls konar ásláttarhljóðfærum, þar á meðal notuðum við eigin lík- ama verulega. Búkslátturinn varð mjög vinsæll, það kom okkur veru- lega á óvart hvað þetta fólk var tilbúið að prófa eitthvað nýtt. Afr- ísk tónlist var mikið notuð enda mikið unnið með rythma og þar hentar Afríkutónlistin vel. Þessi tónlist kallar fram í fólki þörf fyrir að hreyfa sig því kom það af sjálfu sér að bæta dansi við og gekk það vel.“ Tónlist er skapandi listform „Tónlist er skapandi listform, því var það eðlilegt framhald að semja sjálf lag og þó að ég segi sjálf frá sömdu þau rosalega fallegt lag. Við lögðum upp með það að tæknin og fullkomnunin væru ekki aðalatriðið heldur að njóta þess sem verið var að gera, hafa gaman af og sleppa fram af sér beislinu. Það er erfitt að lýsa þessu, þetta verður fólk að sjá. Lokapunktur verkefnisins var svo flutningur á öllu saman í Saln- um í Kópavogi þar sem vel var mætt og fengu þau frábærar mót- tökur. Við fengum styrk til starfs- ins úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss,“ sagði Ása Berglind. „Ánægjan og áhuginn var svo mik- ill að í haust var þráðurinn tekinn upp að nýju þó að verkefnið væri að baki. Við höfum þrisvar komið fram opinberlega í vetur, bæði hér í Þorlákshöfn og á Selfossi. Nú er- um við að æfa jólaprógramm sem flutt verður í aðstöðu eldri borgara hinn 16. desember. Þar mun Ás- berg Lárenzínusson leika á sner- iltrommu og Erla Markúsdóttir á píanó,“ sagði Ása að lokum. Ragna Erlendsdóttir er formað- ur Tóna og trix, hún sagði að mikil ánægja væri með störf Ásu Berg- lindar. „Hún nær öllu því besta út úr okkur og það er alltaf gaman að því sem við erum að gera, við viss- um ekkert hvað við vorum að fara út í en áhuginn er mikill og heldur hefur fjölgað í hópnum hjá okkur. Margir hafa sungið í kórum og spilað í lúðrasveit og annað slíkt þannig að við höfum virkilega hæfileikafólk í hópnum,“ sagði Ragna. Ása Berglind starfar í dag sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Árnesinga og Grunnskóla Þorláks- hafnar. Hún leikur á trompet í Stórsveit Suðurlands og í Lúðra- sveit Þorlákshafnar en þar hefur hún leikið frá unga aldri. Tónar og trix Fjöllistahópur eldri borgara Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hópurinn Tónar og trix stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann, yfirleitt er ekki svona hefðbundin uppstilling. Tónlistin Ásberg Lárenzinusson, bregður sér stundum á trommurnar. Stjórinn Ása Berglind Hjálm- arsdóttir, stjórnandi fjöllistahóps eldri borgara í Þorlákshöfn. 3 Selfoss | Selfyssingar eru, sumir hverjir, komnir í jólaskapið. Fjöl- skyldan að Grashaga 3 er byrjuð að skreyta og um liðna helgi voru sett- ar upp fjórar seríur. Í heildina verða þær um 20. „Lóðin er enn næsta sumargræn og á meðan ég setti upp seríurnar í rjómablíðu voru konan og krakk- arnir þrír – þriggja, fjögurra og fimm ára – að skreyta piparkökur með jólalögin ómandi. Þegar ég kom inn frá því að tendra jólaljósin sagði sonur minn fimm ára, Vilberg Fannar: Hér eru allir í jólastuði,“ segir Kristján Kristjánsson íbúi að Grashaga 3 Bæjaryfirvöld í Árborg eru líka að komast í jólaskap og hafa starfs- menn bæjarins verið að setja upp skreytingar að undanförnu. Ljósin á Ölfusárbrú loga og nú vantar ekk- ert nema snjóinn. „Þegar ég spurði soninn fimm ára hvenær hann teldi að snjórinn kæmi, svaraði hann að bragði: „Hringjum í Sigga Storm, hann veit það,“ segir Kristján. Jólastuð á Selfossi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.