Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 31
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 31
Þessi dagur sem við okkur blasir er
321. dagur ársins. Og í dag byrjar 4.
vika vetrar og tungl er á fyrsta
kvartili, tungli sem kviknaði í norð-
vestri. Sólin hangir þá hæst hún rís
rétt sex gráður yfir sjóndeildarhring
og fer lækkandi. Í gær var dagur ís-
lenskrar tungu en á morgun er dag-
ur hinna 10 meyja. Dagur hinna tíu
meyja fjallar um það að hafa vaðið
fyrir neðan sig og hugsa fram á veg-
inn. Frekari túlkun á þessari til-
vitnun í Mattheus 25 í gömlu bibl-
íuþýðingunni er hér með lokið en
menn geta flett upp á þessu í bók
bókanna.
Það er svolítið umhugsunarefni að
skrifa grein á degi sem hefur nið-
urtalningarröð þ.e.a.s. 321 en ef
maður skoðar upphafið í stað end-
isins þá er 123. dagur ársins 2. maí
hlaupárið 2008 og þá eru flestir far-
fuglar komnir til landsins. Þetta seg-
ir manni bara eitt; að allt á sitt upp-
haf og endi. Þetta gildir hér á
Blönduósi sem og annars staðar. Það
sem kveikti þessa hugleiðingu mína
var það að kvenfélagið okkar hér á
staðnum hefur hrópað eftir hjálp til
að viðhalda hinu ástsæla þorrablóti
bæjarbúa. Hrópið er nákvæmlega
svona: Er ekki einhver eða ein-
hverjir þarna úti sem hafa gaman af
því að gera grín að náunganum og
treysta sér til að taka þetta að sér
gegn góðri borgun og bjarga um leið
okkar árlega og skemmtilega þorra-
blóti?
Hinar tíu meyjar og rúmlega það í
kvenfélaginu hafa þörf fyrir aðstoð
við gerð skemmtiefnis á komandi
þorrablóti. Ef enginn gefur sig fram
verður ekkert þorrablót og annar
maí mun upp rísa, þorrablótinu fá-
tækari, og heimurinn í kringum okk-
ur mun ekki láta sig það neinu skipta
og halda áfram hikstalaus. En við
sem byggjum þetta samfélag verð-
um líklega búin að jafna okkur á
áfallinu en svolítið ör verður eftir í
sálinni.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís-
lands um búferlaflutninga milli
sveitarfélaga fjölgaði íbúum á
Blönduósi, Skagaströnd og í Skaga-
byggð fyrstu níu mánuði ársins. Á
Skagaströnd fjölgaði íbúum um níu,
á Blönduósi um sjö og í Skagabyggð
um einn. Í Húnavatnshreppi fækk-
aði íbúum um 13. Samkvæmt þessu
fjölgaði A–Húnvetningum um fjóra.
Ástandið í íbúaþróun er aðeins verra
í Húnaþingi vestra en þar fækkaði
íbúum um 25.
Nýtt met var slegið í sauðfjárslátrun
á Blönduósi í haust. Rúmlega 93 þús-
und kindum var slátrað og er það
töluverð aukning frá árinu áður en
dilkar voru örlítið léttari þetta árið.
Menn eru farnir að byggja íbúðar-
hús að nýju á Blönduósi og töluverð
gróska er í endurgerð gamalla húsa
og Vilko hefur ekki undan að fram-
leiða vöfflur ofan í landann. Reyndar
stendur það framleiðslugetunni
nokkuð fyrir þrifum að það þarf að
handpakka öllum framleiðsluvörum
en það stendur til bóta því með vor-
inu er væntanleg pökkunarvél.
Það væri hægt að ræða ýmislegt og
á því full þörf eins og það hvers
vegna Húnvetningar séu ekki ekki
með í spurningakeppninni Útsvari.
Göng undir Holtavörðuheiði. Um-
hleypingana frá því í ágústlok.
Reyndar hefur vikan sem nú er að
líða verið nokkuð róleg í veð-
urfræðilegu tilliti en það hlýtur að
breytast. Það væri hægt að ræða
dræma rjúpnaveiði í sýslunni. En
hvað sem öllu þessu líður og mörg-
um spurningum ósvarað þá er eitt
víst að enn eru álftir í sýslunni og
menn eru byrjaðir að skreyta hús sín
fyrir jólin. Svona er lífið við botn
Húnafjarðar um miðjan nóvember.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Brosmildir krakkar Börn í Grunnskólanum á Blönduósi stilla sér upp fyrir
ljósmyndara í handavinnutíma á degi íslenskrar tungu.
BLÖNDUÓS
Jón Sigurðsson fréttaritari
Hreiðar Karlsson var viðstaddurþegar opnuð var ný og stærri
vínbúð á Húsavík í dag. Gestir
fengu kaffi og tertu, en freistandi
búðargluggar vöktu athygli þeirra
er þyrstir voru:
Kátt er nú í höllinni því hvergi ber á
skugga,
kaffi og terta í boði ásamt því sem
varðar mestu.
Talsvert mörgum flöskum er troðið út í
glugga,
til að allir sjái hvað þeim er fyrir bestu.
Hjálmar Freysteinsson samgleðst
Hreiðari:
Efalítið eflir dáð
og allra bætir gengi.
Léleg vínbúð hefur háð
Húsvíkingum lengi.
En Hólmfríði Bjartmarsdóttur á
Sandi, sem kallar sig Fíu, fannst
eitthvað vanta:
Hún er sko ekta, undrun mín
aðeins tertur og kökur!
Því buðu þeir ekki upp á vín
og almennilegar stökur?
Hörður Björgvinsson tók í sama
streng:
Það varpar á veisluna skugga,
– svo viðruð sé gömul tugga,
að koma í búð,
fá kaffi og snúð,
með kræsingar úti í glugga.
Loks Björn Ingólfsson:
Þar er Vínbúð (með stóru V-i)
og vönu og þjálfuðu staffi
og á boðstólum margt
en mörgum finnst hart
að gestum er gefið KAFFI!
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af vínbúð
og Húsavík