Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 35
BÆÐI á Alþingi og í borg-
arstjórn Reykjavíkur sjáum við nú
merki þess að víðtæk andmæli
geta borið árangur. Það er verið
að rétta lýðræðishalla sem ber
þessi gamalkunnu einkenni: Reynt
að þvinga fram samþykki með því
að stilla andmælendum upp við
vegg, skapa tímaþröng, fullyrða
að málið sé eiginlega útkljáð og
þegja um staðreyndir eða skrum-
skæla þær. Þannig var frumvarp-
inu um forréttindi alþingismanna
og ráðherra til eftirlauna snarað
gegnum Alþingi fyrir nær fjórum
árum eftir að tálbeita var lögð
fyrir stjórnarandstöðuna og ýmsu
logið til um forsendurnar í grein-
argerð. Valgerður Bjarnadóttir
hefur nú ásamt fjórum öðrum
þingmönnum Samfylkingarinnar
opnað leið fyrir syndaaflausn Al-
þingis með frumvarpi sínu um af-
nám eftirlaunaósómans. Enn meiri
athygli hefur beinst að við-
brögðum til varnar lýðræði í land-
inu eftir að fulltrúar í borg-
arstjórn Reykjavíkur fengu að
kenna á leikaðferðum forkólfa hjá
Orkuveitunni og fésýslumanna
með reynslu af sýndarveruleika
hlutabréfamarkaðarins. Þar voru
yfirhylmingin, tímaþröngin, sér-
hagsmunagæslan og fortöluskil-
greiningarnar komnar í mun
hærra veldi en við eigum að venj-
ast. Þannig að sex borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hrukku í bak-
gír; sem betur fer.
Oft er valdamönnum lagt til
lasts ef þeir skipta um skoðun.
Það er mál til komið að við áttum
okkur á því að raunsætt endurmat
á fyrri skoðunum er fólki fremur
til sóma en skammar og raunar
æskilegt að fulltrúar okkar á Al-
þingi og í sveitarstjórnum við-
urkenni sem oftast mistök sín og
skipti um skoðun þegar afleið-
ingar af samþykktum þeirra og
nýjar upplýsingar gefa tilefni til
þess. Það hallar á lýðræði í land-
inu ef samþykktir, sem vekja al-
menna hneykslun og mótmæli, eru
látnar standa eins og ekkert hafi í
skorist. Því er ánægjulegt að fá
nú í skammdeginu merki frá Al-
þingi og borgarstjórn um viðleitni
til að rétta af lýðræðishalla sem
þessar stofnanir bera ábyrgð á,
sjá þar vilja til að viðurkenna mis-
tök. Jákvæð viðbrögð Valgerðar
Sverrisdóttur, Péturs Blöndals og
Jóns Magnússonar á Alþingi við
fyrstu umræðu um eftirlauna-
frumvarpið vekja vonir um
breytta tíma. Sama má segja um
hin sterku viðbrögð í samfélaginu
við því sem hékk á spýtunni í fyr-
irhuguðum samruna fyrirtækis í
eigu Orkuveitu Reykjavíkur og
einkafyrirtækis. Uppreisn borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
vitnaði um einlæga hneykslun og
vilja til að bera siðferðilega
ábyrgð gagnvart almenningi. At-
burðarásin gefur okkur innsýn í
veikleika opinberrar stjórnsýslu
þegar glímt er við fjársterka fé-
sýslumenn. Við hljótum að mega
vona að sú samstaða, sem tókst
milli fulltrúa allra flokka í borg-
arstjórn um að fallast ekki á hinar
umdeildu áætlanir leiði til vökulli
gæslu almannahags, mistök verði
leiðrétt og lærdómur dreginn af
þeim. Ofurlaun, sérsniðnir kaup-
réttarsamningar og sjónhverf-
ingar með „óefnislegar eignir“
eiga ekki heima á sviði opinbers
rekstrar.
Þeir þingmenn, sem hjálpa Val-
gerði Bjarnadóttur að koma áð-
urnefndu frumvarpi sem fyrst
gegnum Alþingi, verðskulda þakk-
læti og gefa þjóðinni tilefni til að
breyta viðhorfi sínu til þingsins.
Ekki veitir af. Þegar reglubundin
skoðanakönnun á afstöðu almenn-
ings til helstu stofnana samfélags-
ins fór fram á liðnu vori kom í ljós
að einungis 29% báru traust til
Alþingis og hafði það
aldrei mælst svo lítið
fyrr. Ég er sann-
færður um að ein
ástæðan var eins kon-
ar sjálftaka ráðherra
og annarra alþing-
ismanna á eftirlauna-
forréttindum og drátt-
ur sem orðinn var á
afnámi þeirra. Sá
gjörningur hefur
sennilega valdið sárari
vonbrigðum fleiri
kjósenda með sína
menn en áður eru
dæmi til. Það verður
léttir bæði fyrir þing
og þjóð ef fréttir af
viðunandi lyktum
málsins berast úr
þingsölum fyrir ára-
mót.
Enn hafa þeir borg-
arfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, sem risu
gegn yfirgangi for-
kólfa hjá Orkuveit-
unni og Reykjavik
Energy Invest og
vanrækslusyndum fyrrverandi
borgarstjóra, ekki fengið það lof
sem þeir eiga skilið. Ef grannt er
skoðað eiga þeir að hafa álíka
sóma af andmælum sínum og
Svandís Svavarsdóttir, eiga þakk-
læti skilið fyrir að afhjúpa yf-
irhylmingar, sérgæsku, ástæðu-
lausa tímapressu og vanreifaðar
áætlanir um framtíð fyrirtækis í
opinberri eigu. Ef lærdómurinn af
átökunum um verkefni og
mannaflanotkun Orkuveitunnar
verður til þess að kröftum fyr-
irtækisins verður einkum beitt til
að finna leiðir til að lækka orku-
verð til almennings eiga bæði
borgarfulltrúar meiri- og minni-
hluta heiður skilinn. Það hlýtur að
teljast nærtækara verkefni en að
sækjast eftir einhvers konar
manndómsvígslu á Filippseyjum
eða leita vonarpeninga í Indónesíu.
Öflug andmæli bera árangur
Ráðamenn eiga að viður
kenna mistök sín segir
Hörður Bergmann
»Um viðleitni á Al-þingi og í borg-
arstjórn til að leiðrétta
mistök sem þessar
stofnanir bera ábyrgð
á.
Hörður
Bergmann Höfundur er kennari og rithöfundur.