Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á NÝAFSTÖÐNU þingi Ung- mennafélags Íslands (UMFÍ) var aðildarumsókn Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) hafnað. Þetta varð kveikja að grein formanns ÍBR, „Fyrir hverja er UMFÍ?“, sem birt- ist í Morgunblaðinu 27. október sl. Þar velti hann því m.a. fyrir sér hvaða munur sé á íþróttafélögum í Kópavogi og Garðabæ annars vegar og Reykjavík hins vegar, sem rétt- læti það að aðeins hin fyrrnefndu séu talin tæk í UMFÍ. UMFÍ er landssamband ung- mennafélaga. Fé- lagsmenn UMFÍ eru um 81.000 og mætti því ætla að hér væri um að ræða fé- lagsskap sem höfðaði til mikils hluta þjóð- arinnar með stefnu sinni og starfsemi. En hvað er ungmenna- félag? Rifjum upp hvernig heild- arskipulagi íþrótta- hreyfingarinnar er háttað: Landinu er skipt í íþróttahéruð og íþróttafélögin í hverju þeirra mynda héraðs- samband. Ásamt sér- samböndum einstakra íþróttagreina eru öll héraðssamböndin að- ilar að ÍSÍ. Sum hér- aðssambandanna eru þar að auki aðilar að UMFÍ og þar af leið- andi einnig öll félög innan þeirra; þau eru því ungmennafélög. Hin héraðssam- böndin og félög innan þeirra eru ut- an UMFÍ, að frátöldum nokkrum fé- lögum, sem eiga beina aðild að UMFÍ og eru því einnig ungmenna- félög. Því er ljóst að skipting íþrótta- félaga í ungmennafélög og önnur íþróttafélög ræðst einkum af því hvar á landinu þau starfa. Er þá enginn munur á stefnu eða starfi ungmennafélaga og annarra íþróttafélaga? UMFÍ hefur að nokkru leyti markað sér önnur stefnumál og viðfangsefni en ÍSÍ, einkum á sviði umhverfis- og menn- ingarmála. Því fer þó fjarri að slík starfsemi sé stunduð innan allra að- ildarfélaga UMFÍ, hvað þá af öllum félagsmönnum þeirra. Hjá lang- flestum ungmennafélögum er íþróttastarf ýmist eina starfsemin eða sú umfangsmesta og flest þau fjölmennustu sinna eingöngu íþróttastarfi. Án þess að ætlunin sé að gera lítið úr annarri starfsemi UMFÍ en íþróttastarfi er ljóst að að- eins lítill hluti félagsmanna UMFÍ á þess kost að sinna slíku innan síns félags og enn minni hluti þeirra ger- ir það. Fjölmörg aðildarfélög UMFÍ eru sérgreinafélög einstakra íþróttagreina, s.s. golfklúbbar og hestamannafélög, sem eru eingöngu sprottin af áhuga á viðkomandi íþróttagrein, en ekki stefnumálum UMFÍ. Flest aðildarfélög UMFÍ – ungmennafélög – eru í engu frá- brugðin þeim íþróttafélögum sem standa utan UMFÍ. Fæst þeirra hafa reyndar átt þess kost að velja hvort þau vilja vera innan eða utan UMFÍ; ef þau starfa innan íþrótta- héraðs þar sem héraðssambandið er aðili að UMFÍ hafa þau ekki um það neitt val. Ég ber fulla virðingu fyrir UMFÍ, sem á langa og merka sögu, og tel stefnumál félagsins allra góðra gjalda verð. Með núverandi fyr- irkomulagi ræðst aðild mikils hluta félagsmanna að UMFÍ hins vegar fremur af búsetu en málefnum. Það er því ekki hægt að draga þá ályktun að fjöldi félagsmanna UMFÍ gefi rétta mynd af þeim hljómgrunni sem stefna félagsins á meðal landsmanna. Ég tel þetta fyr- irkomulag óeðlilegt og að færa megi fyrir því rök að það samrýmist ekki ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Tökum dæmi: Íþróttafélag í Kópavogi, sem vill fá aðild að ÍSÍ, þarf til þess að ganga í héraðs- sambandið í íþróttahér- aði sínu, UMSK. Vegna þess að UMSK er innan UMFÍ, yrðu fé- lagsmenn því að gerast félagar í UMFÍ til þess að félagið fengi aðild að ÍSÍ, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því. Þetta samrýmist illa stjórnarskrárákvæðum um félagafrelsi. Ef íþróttafélagið starfaði í Reykjavík væri slík kvöð ekki fyrir hendi, þar eð ÍBR er ekki innan UMFÍ. Þetta samrýmist illa jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þessu má líkja við það að allir sem vildu ganga í málfundafélög í sumum lands- hlutum, en ekki öðrum, yrðu jafn- framt sjálfkrafa skráðir í Framsókn- arflokkinn. Til að breyta þessu fyrirkomulagi þarf breytingar á lögum UMFÍ og það verður því ekki gert nema með vilja þeirra sem hafa vald til þess. Einfaldast væri að leggja af aðild héraðssambanda að UMFÍ en taka þess í stað upp beina aðild einstakra félaga. Þá myndu þau félög sem vildu vinna stefnu UMFÍ framgang, óháð því hvar þau störfuðu og hvort þau sinntu íþróttastarfi, geta sóst eftir aðild að UMFÍ. Önnur félög sem ekki hefðu áhuga á að starfa innan UMFÍ, jafnvel þó að einhver þeirra séu þar nú, gætu valið að standa utan samtakanna. Við þetta kæmi í ljós raunveruleg stærð og styrkur UMFÍ, sem hlyti að verða öllum til góðs, einkum félaginu sjálfu. Umræður um breytingar á skipu- lagi íþróttahreyfingarinnar hafa gjarnan strandað á deilum um skipt- ingu arðs af Íslenskri getspá (Lottó). Bæði ÍSÍ og UMFÍ fá þaðan arð, sem þau deila út til sam- bandsaðila sinna. Félög innan UMFÍ fá hlutdeild í arði beggja að- ila og eru fyrir vikið betur sett fjár- hagslega en félög utan UMFÍ. Lík- legt er að sú staðreynd hafi ráðið nokkru, bæði um umsókn ÍBR um inngöngu í UMFÍ og tregðu UMFÍ til að samþykkja hana. Forsenda fyrir skipulagsbreytingunni sem lýst er hér að ofan er því breyting á skiptingu þessa arðs, þannig að hlut- ur hvers félags yrði óháður því hvort það væri aðili að ÍSÍ eingöngu, UMFÍ eingöngu, eða báðum. Þá fyrst gætu félögin látið málefnin ein ráða því hvar í íþróttahreyfingunni þau skipuðu sér í sveit. Hvað er ung- mennafélag? Sigurður Magnússon veltir fyrir sér muninum á íþrótta- félagi og ungmennafélagi Sigurður Magnússon » Flest aðild-arfélög UMFÍ – ung- mennafélög – eru í engu frá- brugðin þeim íþróttafélögum sem standa utan UMFÍ. Höfundur er félagi í UMFÍ.                            VLADIMIR Kramnik leiðir þegar lokið er fimm umferðum af níu á minningarmótinu um Mikhail Tal sem nú stendur yfir í Moskvu. Kram- nik virðist í vígahug eftir heims- meistaramótið í Mexíkó á dögunum og hefur lýst því yfir að hann hafi að- eins „lánað“ Anand heimsmeist- aratitilinn um stundarsakir. Ummæli Kramniks hafa fallið í grýttan jarð- veg hjá Anand en margt bendir til þess að Kramnik sé að sækja í sig veðrið og a.m.k. hafa sigrar hans yfir Leko og Shirov í Moskvu verið afar sannfærandi. Stíll hans kann að henta betur til einvígis taflmennsku, a.m.k. heldur hann því fram sjálfur og kveðst ekki hafa tapað einvígi á ferlinum sem er merkilegt misminni því hann hefur tapað a.m.k. tvisvar í einvígi þ. á m. fyrir Alexei Shirov ár- ið 1998 í einvígi sem átti að ákvarða hver tefldi við Kasparov um heims- meistaratitilinn. Sakir frámunalega lélegs árangurs Shirovs gegn Kasparov – 11 töp eng- inn sigur – fékkst enginn magni til að halda það einvígi. Breytti Kasparov þá um kúrs og í London árið 2000 gaf hann Kramnik kost á heimsmeist- araeinvígi og skaut sig þar illilega í fótinn því Kramnik greip tækifærið og vann eins og frægt er orðið, 8½ : 6½. Fyrir ári var haldið móti til minn- ingar um Mikhail Tal sem hefði þá orðið 70 ára. Þessari hefð er nú hald- ið við og er það vel til fundið. Tal er án efa einn dáðasti heimsmeistari sögunnar, jafnt fyrir stórkostlegar flugeldasýningar við skákborðið og einstaka persónutöfra. Hann var einnig frægur fyrir dálæti sitt á hrað- skák og varð fyrsti opinberi heims- meistari í þeirri grein árið 1988 í Sa- int John í Kanada. Þar kom vel í ljós hversu góð skemmtun hressilegar hraðskákir geta verið. En á minning- armótinu vekur frábær frammistaða Magnúsar Carlsen athygli en efir fimm umferðir er hann í 2. sæti. Staðan: 1. Vladimir Kramnik (Rússland) 3 ½ v. 2.-3. Magnús Carl- sen (Noregur) og Shakriyar Mame- dyarov (Azerbadsjan) 3 v. 4.-6. Boris Gelfand (Ísrael), Peter Leko (Ung- verjaland) og Evgení Alexseev (Rússland) 2½ v. 7.-10. Vasilí Ivant- sjúk (Úkraína), Alexei Shirov (Spánn) Gata Kamsky (Bandaríkin) og Dmitru Jakovenko (Rússlandi) 2 v. Meðhöndlun Kramniks á kata- lónsku byrjuninni, sem í skákinni hér að neðan hefst með leiknum 4. g3, hefur reynst mönnum erfið. Áður hafði hann unnið Peter Leko örugg- lega með þessari leikaðferð og nú var komið að Shirov. Þessi rólega byrjun hentar stíl Rússans ágætlega en eins og svo margt sem hann tekur sér fyr- ir hendur á skáksviðinu hefur hann sótt vopnið í smiðju Kasparovs sem beitti katónsku byrjuninni í með góð- um árangri í einvígjum sínu við Kortsnoj 1983 og Ulf Andersson 1985. Erfitt er erfitt að henda reiður á mistökum Shirovs. Það eina sem Kramnik hefur eftir byrjunina er að- eins meira rými og betri kóngsstaða. Stundum þarf ekki meira til. Skákin talar sínu máli: Minningarmót um Tal; 5. umferð: Vladimir Kramnik – Alexei Shirov Katalónsk byrjun 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. g3 Be7 5. Bg2 0-0 6. Dc2 dxc4 7. Dxc4 a6 8. Bf4 Bd6 9. 0-0 b5 10. Dc2 Bb7 11. Rbd2 Rbd7 12. Rb3 Be4 13. Dd2 De7 14. Hfc1 Hfc8 15. Bxd6 cxd6 16. Da5 Hcb8 17. Rbd2 Bd5 18. Hc2 Dd8 19. Dxd8+ Hxd8 20. Hac1 Rb6 21. Re1 Hac8 22. Rd3 Hxc2 23. Hxc2 Hc8 24. Hxc8+ Rxc8 25. Rb4 Bxg2 26. Kxg2 a5 27. Rc6 a4 28. e4 Re8 29. Kf3 Kf8 30. Ke3 Rc7 31. Kd3 Ke8 32. Kc3 Ra6 33. Rb4 Rc7 34. Rf1 Kd7 35. Re3 Re7 36. g4 g5 37. Rd3 f6 38. f4 gxf4 39. Rxf4 e5 40. dxe5 fxe5 41. Rfd5 Rcxd5+ 42. exd5 Kc7 43. g5 Kb6 44. b4 axb3 45. axb3 Ka5 46. h4 Rg6 47. h5 Rf4 48. g6 hxg6 49. h6 g5 50. h7 Rg6 51. Kd3 – og svartur gafst upp, kóngurinn labbar sér a riddaranum og h-peðið verður að drottningu. Topalov vann „Meistaradeildina“ Anatolí Karpov er að öllum lík- indum sigursælasti skákmaður sög- unnar. Hann hefur unnið vel á annað hundrað skákmót, háð ellefu heims- meistaraeinvígi, og tíu einvígi í áskorendakeppni FIDE og þar af unnið níu þeirra. Hann hefur teflt ná- lega fjögur þúsund kappskákir. Eftir því sem næst verður komist hefur hann aðeins einu sinni hefur fengið undir 50% vinningshlutfall á skák- móti, í Las Palmas 1996. Undanfarin ár hefur hann verið að sinna stjórn- málum, viðskiptum og góðgerð- armálum. Það var einmitt á sviði góð- gerðarmála að mótshaldarar í bænum Vitoria Gasteiz á Spáni fengu Karpov til að tefla aftur á alvörumóti sem kallað var „Meistaradeildin“. Tilgangur mótsins var að safna fé til byggingar sjúkrahúss í Afríkuríkinu Mbuij-Mai. Sex skákmenn auk Kar- povs tefldu tvöfalda umferð. Nið- urstaðan varð sú að Topalov vann eindreginn sigur en Karpov varð neðstur með aðeins 3 vinninga af 10 mögulegum. Hann var að vísu ekki mjög farsæll en það sást ekkert til þeirra takta sem gerðu hann að yf- irburðamanni á skáksviðinu í ára- tugi. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Ve- selin Topalov (Búlgaríu) 7 v. 2. Rusl- an Ponomariov (Úkraínu) 5½ v. 3.–4. Liviu–Dieter Nisipeanu (Rúmeníu) og Judit Polgar (Ungverjaland) 5 v. 5. Rustam Kasimdzanov (Uzbek- istan) 6. Anatolí Karpov (Rússland) 3 v. Judit Polgar átti möguleika á að deila efsta sæti með Topalov en til þess þurfti hún að vinna Búlgarann síðustu umferð. Viðureign þeirra fer hér á eftir: Meistaradeildin; 10. umferð: Judit Pogar – Venselin Topalov Sikileyjarvörn Topalov hefur í seinni tíða mætt „ensku árásinni“ 6. Be3, f3, Dd2 og 0- 0-0 með því að leika 6. … e5 og leika síðan – h5. Ein besta leið hvíts og raunar sú sem Judit velur hefur löngum verið talin að hróka stutt en Judit gerist full bráðlát þegar lætur peðið á c2 af hendi, 16. Hf2 eða 16. Hfc1 var öruggara. Í ofanálag þarf hún að kljást við öfluga biskupa svarts og gegn þeim mega ridd- ararnir sín lítils, 35. … e3 er gott dæmi þegar peði er leikið með ár- angri ofan í vel valdaðan reit. Manns- fórn hvíts síðar má sín lítils gegn öruggri taflmennsku Topalovs: 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 h5 9. Be2 Rbd7 10. 0-0 Hc8 11. Dd2 Be7 12. a4 Rb6 13. a5 Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15. Dd3 Dc8 16. Ra4 Hxc2 17. Rb6 Dc7 18. Hfc1 Hxc1+ 19. Hxc1 Db8 20. f4 0-0 21. f5 Bd7 22. Bg5 Bc6 23. De2 Dd8 24. Bxf6 Bxf6 25. Hd1 Bg5 26. Rc5 Bf4 27. Rd3 Dg5 28. Rxf4 Dxf4 29. He1 g6 30. Dd3 gxf5 31. Dxd6 fxe4 32. Rc4 He8 33. Re3 Dg5 34. Dc5 f5 35. Rc4 e3 36. Rxe3 f4 37. Dc4+ Kg7 38. h4 Dg6 39. Rd5 De6 40. Rb6 Dg4 41. Rd5 Dxh4 42. He2 Dg4 43. Hd2 De6 44. Dc5 Dd7 45. Hd3 Df7 46. Dd6 Dg6 47. Dc7+ Kh6 48. Rxf4 exf4 49. Dxf4+ Kh7 50. Hg3 Hf8 51. De5 Hf5 52. Dc7+ Df7 53. Dd6 Hd5 54. Db8 Hxa5 55. Dd8 Hd5 56. Dh4 Hf5 57. Kh2 Df6 58. Dc4 Hg5 og hvítur gafst upp. Kramnik hyggst endur- heimta heimsmeistaratitilinn Helgi Ólafsson SKÁK 10.-19. nóvember Minningarmót um Mikhail Tal helol@simnet.is Úrslitaskák Judit Polgar reynir að knésetja Topalov í lokaumferðinni á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.