Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 41
degi beið Bjarni eftir að Gunnhild-
ur kæmi í heimsókn til hans, sem
aldrei brást, og sat hjá honum með
prjónana sína eða las fyrir hann.
Við þökkum Bjarna samfylgdina
og sendum vinkonu okkar Gunn-
hildi, börnum þeirra og afkomend-
um öllum, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Birna og Trúmann.
Hinn 9. nóvember síðastliðinn
lést góður vinur minn Bjarni Ey-
vindsson.
Okkar kynni hófust árið 1973
þegar hann stóð að stofnun Lands-
sambands slökkviliðsmanna ásamt
nokkrum slökkviliðsmönnum víðs-
vegar að af landinu.
Hann vann mikið og gott starf
fyrir samtök slökkviliðsmanna um
árabil og lét mikið að sér kveða.
Einnig sat hann í fyrstu stjórn
sambandsins.
Bjarni átti alltaf gott samstarf
við starfsfólk Brunamálastofnunar.
Fyrsta slökkviáætlun á meiriháttar
áhættu var gerð á húsnæði NLF,
náttúrulækningafélagsins í Hvera-
gerði. Þar voru allir þættir æfðir
sem Bjarni stjórnaði af öryggi.
Þessi áætlun var síðan notuð til
kennslu fyrir önnur slökkvilið
landsins um árabil.
Í ágúst 1973 fóru 12 slökkviliðs-
menn til Þýskalands í boði slökkvi-
liðsins í Seelenberg, sem er í Tau-
nusfjöllum. Þar mynduðust mikil
vináttubönd við þessa þýsku
slökkviliðsmenn en Bjarni vann öt-
ullega að því að þessi tengsl héld-
ust
Síðar tók Brunavarðafélag
Reykjavíkur við og hefur haldið
þessum tengslum.
Bjarni kom víða við í félagsmál-
um og starfaði m.a. mikið fyrir
Framsóknarflokkinn.
Það var ávallt gott að starfa með
Bjarna. Hann var gamansamur og
sló oft á létta strengi, en þó fastur
fyrir og kom sínum meiningum
fram og fylgdi þeim eftir.
Ég vil nota þetta tækifæri og
þakka fyrir öll þau góðu samskipti
sem starfsfólk Brunamálastofnunar
átti við þig og votta Gunnhildi,
börnum og öðrum ættingjum okkar
innilegustu samúð.
Guðmundur Haraldsson.
Kveðja frá
Lionsklúbbi Hveragerðis
Seiður lífs uppurinn, elju slokknað ljós,
andans kraftur slunginn, mörgum veitti hrós.
Er nú leið á enda, lífsins brostið boð,
ljúft er því að lenda við drottins stóru stoð.
(KGK)
Félagar koma og félagar fara.
Má þar fá samlíkingu við lífið sjálft.
Menn koma og menn fara, það er
lífsins gangur. Þó er það svo að
misjafnt er hve djúp spor hver og
einn markar, bæði á ævinnar veg
og ekki síður, hvað einstaklingur
getur sett mikinn svip á þann fé-
lagsskap sem hann hefur átt sam-
leið með. Bjarni Eyvindsson var
einn af stofnfélögum Lionsklúbbs
Hveragerðis. Hann kom á fundi svo
lengi sem heilsan leyfði. Hann var
einn þessara traustu félaga sem
koma á alla fundi og ganga í öll
verkefni þegar kallað er. Þó svo að
aldur og heilsa leyfðu ekki félags-
málavafstur síðustu árin hafði
Bjarni alltaf áhuga fyrir að vita
hvernig gengi hjá Lionsklúbbnum.
Bjarni dvaldi síðustu misseri á
hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera-
gerði og lét mjög vel af öllum að-
búnaði þar og hrósaði starfsfólkinu
fyrir gott viðmót, hlýju og góða
umhyggju. Bjarna verður sárt
saknað um ókomin ár og eru hér
þökkuð öll hans störf innan Lions-
hreyfingarinnar.
Við vottum fjölskyldu hans, vin-
um og venslafólki okkar einlægustu
samúð og þökkum um leið þann
tíma sem okkur hlotnaðist að hafa
hann á meðal okkar.
Minningin lifir um traustan fé-
laga sem var stoltur af veru sinni
innan Lionsklúbbsins.
Fyrir hönd Lionsklúbbs Hvera-
gerðis,
Kristinn G. Kristjánsson.
✝ Fjóla Þorleifs-dóttir fyrrver-
andi ljósmóðir,
fæddist í Sól-
heimum í Svína-
vatnshreppi í A-
Hún. 20. ágúst
1928. Hún lést á
gjörgæsludeild
Sjúkrahússins á
Akureyri 6. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorleifur
Ingvarsson bóndi í
Sólheimum, f. 9.10.
1900, d. 27.8. 1982, og kona hans
Sigurlaug Hansdóttir, f. 6.6.
1889, d. 16.3. 1980. Hálfsystir
Fjólu var Lára Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 4.8. 1912 (látin).
Alsystkin eru Ingvar, f. 17.3.
1930, Steingrímur Th., f. 27.4.
1932 og Svanhildur Sóley, f. 9.9.
1934 (látin). Uppeldissystir er
Sjöfn Ingólfsdóttir, f. 17.7. 1939,
dóttir Láru Sigríðar.
Fjóla giftist 9. október 1950
Ingólfi Guðmundssyni bifvéla-
virkja, f. 19.4. 1929, d. 16.6.
1991. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Árnason bóndi á Þor-
bjargarstöðum og kona hans
Kristín Árnadóttir. Börn Fjólu
og Ingólfs eru: 1) Þorleifur, f.
21.2. 1950, maki Brynja Ólafs-
dóttir, f. 27.10. 1951. Börn þeirra
eru: a) Kristín, f. 10.11. 1969,
sambýlismaður Finnur Daní-
elsson, f. 8.6. 1968, dóttir þeirra
er Sigrún Freygerður, f. 24.2.
2006. b) Ingólfur Áki, f. 24.7.
1975, maki Monika Kapanke, f.
30.3. 1974. Börn þeirra eru Kar-
en Dís, f. 27.5. 2001 og Kristian
Þorleifur, f. 11.11. 2005. c) Guð-
mundur Haukur, f. 28.4. 1980,
sambýliskona Elva Rún Rúnars-
dóttir, f. 6.5. 1986. 2) Guð-
mundur Örn, f. 19.10. 1952, maki
Sigríður Sigurjóns-
dóttir, f. 16.4. 1955.
Sonur Guðmundar
og Jóhönnu Sveins-
dóttur er Sveinn
Hinrik, f. 25.5.
1974, sambýliskona
Særún Brynja
Níelsdóttir, f. 27.5.
1975. Börn þeirra
eru Rebekka
Sunna, f. 11.6. 2004
og Arnór Ísak, f.
7.6. 2007. Börn
Guðmundar og Sig-
ríðar eru: a) Her-
dís, f. 1.10. 1978, sambýlismaður
Gunnar Andri Gunnarsson, f.
5.10. 1975. b) Ingólfur, f. 4.8.
1980. c) Fjóla Kristín, f. 10.4.
1987. d) Sóley Björk, f. 18.8.
1988. 3) Jóhann Helgi, f. 3.7.
1960, maki Hrönn Pétursdóttir,
f. 1.3. 1964. Synir þeirra eru Pét-
ur Örn, f. 2.7. 1992 og Friðrik
Hrafn, f. 11.12. 1996.
Fjóla nam við Húsmæðraskól-
ann á Blönduósi árin 1944-1945.
Hún lauk ljósmæðraprófi frá
LMSÍ 1949. Hún starfaði sem
ljósmóðir í Skagafirði allt frá
árinu 1955, fyrst í Skefilsstaða-
hreppsumdæmi og síðar einnig í
Seylu- og Staðarhreppsumd. og
Akra- og Rípurhreppsumd. Frá
árinu 1971 starfaði Fjóla sem
ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki þar til hún lét af
störfum 1991. Fjóla var alla tíð
virk í félagsstörfum og var m.a.
formaður Kvenfélags Sauðár-
króks um árabil og síðar formað-
ur Félags eldriborgara. Fjóla og
Olli bjuggu alla tíð á Sauðár-
króki, fyrst í prestshúsinu við
Kirkjutorg og síðar á Hólavegi
21.
Fjóla verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Fjóla amma er dáin, mikil og
merkileg kona.
Fjóla amma og Olli afi bjuggu á
Hólavegi 21 þegar ég kom í fjöl-
skylduna og voru þau mér alla tíð
einstök. Bakkakot var í burðarliðn-
um og varð það þeirra annað heim-
ili og griðastaður frá erilsömum
störfum. Bæði heimilin báru hand-
bragði og söfnunaráráttu ömmu
skýr merki. Hún var mikill steina-
safnari og fljótlega fylltu steinar
frá öllum heimshornum hvert
pláss, enda voru vinir og vanda-
menn duglegir við að færa henni
steina í safnið. Hún sótti ýmis
námskeið í gegnum tíðina þar sem
hún bjó til ótrúlegustu hluti sem
skreyttu heimilin hennar og man
ég t.d. eftir keramikinu, sokka-
blómunum, glerinu og afrakstrin-
um af hnýtingarnámskeiðinu sem
fyllti alla jólapakka það árið.
Amma lagði mikinn metnað í að
eiga falleg og smekkleg heimili og
þreyttist aldrei á að breyta og
bæta við það sem fyrir var, sem þó
var ærið. Hún var húsmæðraskóla-
gengin og vitnaði oft í það þegar
matur og þrif voru annars vegar,
enda konan snillingur með tusk-
una. Amma vildi vera „móðins“
sem gerði það að verkum að ætíð
var gaman að spjalla við hana því
hún fylgdist svo vel með. Hún vissi
alltaf mun betur en ég hvað var í
tísku og flestar tískuflíkur sem ég
eignaðist á yngri árum voru keypt-
ar af ömmu.
Amma var útivinnandi ljósmóðir
alla ævi og hafði gríðarlega ánægju
af sínu starfi, sem þó var oft æði
strembið með öllum sínum nætur-
vöktum og yfirsetum. Hún var al-
fræðibók um meðgöngu, fæðingar
og brjóstagjafir og margir leituðu
til hennar löngu eftir að hún hætti
að starfa sem ljósmóðir. Ég hef þá
trú að amma hafi verið einstök í
sínu starfi því þær voru margar
mæðurnar sem sendu henni þakk-
ir, gjafir og myndir af börnunum
og hvar sem hún fór fékk hún hlýj-
ar kveðjur og kossa. Þegar kom að
starfslokum í ljósmóðurstarfinu fór
hún að sinna „gamla fólkinu“ á
sjúkrahúsinu í sjálfboðavinnu og
eyddi þar jólum og áramótum við
miklar vinsældir þeirra sem nutu.
Hún tók mikinn þátt í félagsmálum
og er óhætt að segja að alls staðar
hafi sópað að henni.
Amma er afskaplega eftirminni-
leg kona sem hefur kennt mér
margt og það verður margs að
sakna. Umhyggjusöm og alúðleg
manneskja, en skapstór og ákveðin
þegar á reyndi. Hún var á sínu eig-
in heimili fram á síðasta dag, við
þokkalega heilsu. Ekki datt mér í
hug þegar ég heimsótti hana fyrir
tveimur vikum að það yrði okkar
hinsti fundur. En þannig er það
víst og blessunarlega fékk hún að
fara á þann hátt sem flestir óska
sér, að sofna og vakna ei meir.
Hvíl í friði, amma mín, minning
þín lifir.
Kristín.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita, stóra hjarta,
þá helgu tryggð og vináttunnar ljós,
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
( M.J.)
Þakkir fyrir mikla og einlæga
vináttu í gegnum árin.
Sigrún Clausen.
Fjóla Þorleifsdóttir
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELSA HALLDÓRSDÓTTIR
áður til heimilis að
Lindasíðu 2,
Akureyri,
lést að dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn
13. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
26. nóvember kl. 13:30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Starfsfólki Hlíðar eru færðar hjartans þakkir fyrir góða alúð og umönnun.
Birgir Pálmason, Sigurbjörg Sigfúsdóttir,
Elísabet Pálmadóttir, Ketill Tryggvason,
Ásta Pálmadóttir,
Hjördís Pálmadóttir, Pétur Haraldsson,
Elsa Pálmadóttir, Valmundur Einarsson,
Hreinn Pálmason, Þórunn Sigurðardóttir,
Jón Karl Pálmason, Kolbrún Jónasdóttir,
Viðar Pálmason, Kamilla Hansen,
stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RANNVEIG SNÓT EINARSDÓTTIR
frá Götu,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfarnótt fimmtudagsins 15. nóvember.
Jarðarför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Ebba Harðardóttir.
✝
SIGRÍÐUR BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 46,
Reykjavík,
lést að morgni fimmtudagsins 15. nóvember.
Jarðarför auglýst síðar.
Ingunn Hrefna Albertsdóttir,
Þorsteinn Sigurðsson,
Albert Ólafur,
Sigríður Hrefna.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
GUTTORMUR ÓSKARSSON,
lést þriðjudaginn 13. nóvember á Dvalarheimili
aldraðra á Sauðárkróki.
Hann verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00.
Ingveldur Rögnvaldsdóttir,
Sigríður Guttormsdóttir, Pétur Skarphéðinsson
Ragnheiður Guttormsdóttir, Sigurður Frostason
Elísabet Vilhjálmsdóttir,
börn, barnabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR JENSÍNA BJARMAN,
Naustahlein 26,
Garðabæ,
sem lést mánudaginn 12. nóvember sl., verður
jarðsungin mánudaginn 19. nóvember.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarsjóð Guðrúnar Marteinsdóttur
(sími 525 4960)
Marteinn Friðriksson,
Sveinn Bjarman Marteinsson, Eva Bjarman,
Friðrik Marteinsson, Ólöf Bragadóttir,
Guðbjörg Marteinsdóttir, Helgi Baldursson,
Sigurður Marteinsson, Guðrún Árnadóttir,
Ragnar Marteinsson, Sigríður Anna Guðjónsdóttir,
Sigríður Jóna Marteinsdóttir, Timo Kallio,
barnabörn og barnabarnabörn.