Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kjartan Her-björnsson fædd-
ist á Ásunnarstöð-
um í Breiðdal 11.
júlí 1938. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 7. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Elísabet Magnús-
dóttir, f. 5. mars
1919, d. 11. des.
1970, og Herbjörn
Guðmundur Guð-
mundsson, f. 5. okt.
1910, d. 6. júlí 1953. Systkini
Kjartans eru: 1) Ásta María, f. 30.
maí 1939. Maki Þórður Sigfús Sig-
urjónsson, f. 20. des. 1927, d. 13.
maki Kristín Hafþórsdóttir, og
Birgir Örn, maki Svala Jóhanns-
dóttir. 3) Hlíf Bryndís, f. 21. okt.
1947. Maki Björn Hafþór Guð-
mundsson, f. 16. jan. 1947. Börn
Hlífar og Hafþórs eru Halldóra
Dröfn, sambýlismaður Albert
Jensson, og Guðmundur Björns-
son. 4) Halldóra Petra, f. 13. apríl
1949, d. 6. apríl 1962.
Kjartan ólst upp á Ásunnarstöð-
um, Dísarstöðum og Ásgarði í
Breiðdal, en flutti ásamt móður
sinni og systrum í Gljúfraborg í
Breiðdal 17 ára að aldri. Tveimur
árum síðar flutti fjölskyldan í
íbúðarhúsið Sætún á Breiðdalsvík.
Þar bjó Kjartan þangað hann flutti
til Ástu Maríu, systur sinnar í
Snæhvammi árið 1974 og bjó þar
til æviloka.
Útför Kjartans verður gerð frá
Heydalakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
nóv. 1986. Sambýlis-
maður Ástu Maríu er
Sigfús Hallgrímur
Andrésson, f. 20.
mars 1932. Börn
Ástu og Þórðar eru
Herborg Elísabet,
maki Indriði Mar-
geirsson, Jón Elfar,
maki Þórdís Einars-
dóttir, og Herbjörn.
2) Herborg Aðal-
björg, f. 17. júní
1942, maki Sveinn
Reynir Pálmason, f.
26. apríl 1939. Þau
skildu. Sambýlismaður Herborgar
er Jakob V. Kárason, f. 4. feb.
1945. Börn Herborgar og Sveins
eru Jónas Viðar, Björn Halldór,
Þegar mér verður hugsað til
mágs míns, Kjartans Herbjörns-
sonar, vakna eingöngu bjartar
minningar í huga mér. Kjartan er
einn vinnusamasti og heilsteyptasti
maður sem ég hefi kynnst og ber
þar margt til. Hann unni sveitastöf-
um og hefði í raun átt að kjósa ævi-
starf bóndans, þótt fjárbúskapur-
inn væri ætíð aukastarf. Hann var
fjárræktarmaður með afbrigðum og
lagði metnað sinn í að hafa allt
snyrtilegt í sambandi við búskap-
inn. Segja má að búskapurinn hafi
verið ástríða fremur en atvinna því
þrátt fyrir langan vinnudag sinnti
Kjartan honum með afbrigðum vel.
T.d. fór hann í aðra landsfjórðunga
að sækja fé í því skyni að kynbæta
fjárstofn sinn. Ræktunarstarf hans
skilaði þeim árangri að fjárstofninn
er talinn í hæsta gæðaflokki, enda
frjósemi og innlegg í samræmi við
það.
Þegar heyannir stóðu sem hæst
kom í ljós að Snæhvammsbændur
áttu góða að og lögðu margir hönd
á plóg, einkum meðan baggatæknin
var og hét og enn eimdi eftir af
rómantík við heyskaparstörf. Ég
minnist ljúfra síðsumarkvölda, þeg-
ar birtu var farið að bregða, er stór
hópur fólks var önnum kafinn við
að koma böggum upp á vagna og í
hlöðu og töðuilmur lá í loftinu.
Kjartan var vinamargur og til
hans leitað með margt. Hann var
hvorki spor- né verklatur og ákaf-
lega félagslyndur svo sem allar
ökuferðirnar hans „inn í dal eða
austur á Stöðvarfjörð báru með sér.
Stoppaði hann sjaldan lengi, því yf-
irleitt var vinnudagurinn orðinn
langur og stundum átti hann eftir
að kíkja í húsin, áður en farið væri
að sofa. Átti hann marga vini, eins
og kom í ljós, þegar hann lá bana-
leguna og eru þeim hér með færðar
þakkir fyrir ræktarsemi og hlýju.
Mér eru minnisstæðar göngu-
ferðir með náttúrubarninu, Kjart-
ani t.d. á Jökultind í botni Stöðv-
arfjarðar og á Súlur, sunnan
þorpsins í Stöðvarfirði. Þá var gott
að eiga að trausta hönd og æðru-
leysi, þegar ég þurfti á stuðningi
hans að halda, þótt ekki væri bráð
hætta á ferðum. Kjartan var ekki
göngulega vaxinn við fyrstu sýn, en
seiglan og úthaldið slíkt, að erfitt
var að fylgja honum eftir. Kjartan
örvaði áhuga minn á útiveru og
gönguferðum og eggjaferðirnar í
Súlurnar sunnanverðar á vorin,
mun ég ávallt geyma í hjarta mér.
Sl. haust fór ég í smalamennsku í
Álftafirði og eftir á að hyggja
fannst mér að það hefði verið hon-
um til heiðurs, enda bað ég oft fyrir
honum þennan dag og skynjaði ná-
lægð hans á svipaðan hátt og gerð-
ist, er við kjöguðum saman um
óbyggðir landsins.
Andlát Kjartans Herbjörnssonar
var ákveðinn léttir fyrir okkur öll,
sem honum unnum og honum líkn.
Engu að síður er okkur, sem nú
kveðjum hann, mikill harmur í hug.
Minning um mætan mann mun hins
vegar hjálpa okkur að takast á við
sorgina um ókomna framtíð og
æðruleysið, sem hann innprentaði
okkur með framgöngu sinni mun
auðvelda okkur að sættast við orð-
inn hlut.
Við hjónin færum öllu starfsfólki
Fjórðungssjúkrahússins í Nes-
kaupstað alúðarþakkir fyrir ein-
staka hlýju og umhyggju við Kjart-
an og sömuleiðis fyrir alla aðstoð-
ina við hans nánustu á síðustu
vikum.
Björn Hafþór Guðmundsson.
Haustið merkir ávallt endalok í
svo víðum skilningi. Þá fella trén
laufin, blóm fölna, lömb koma af
fjalli og ljúka stuttri ævi. En svo
vorar á ný og lífið blómstrar aftur.
Nýliðið haust skar sig úr að einu
leyti. Góður vinur veiktist og nú er
hann allur. Enn einn fasti punkt-
urinn í tilverunni er horfinn. Kjart-
an hefur verið hluti af fjölskyldu
minni svo lengi sem ég man. Ef
eitthvað stóð til, afmæli, jólaboð,
ferming eða skírn, þá var Kjartan
þar. Ég er afskaplega glöð að hann
skyldi vera viðstaddur brúðkaup
okkar Guðjóns í vor og ég veit að
hann var stoltur og ánægður þann
dag.
Það er táknrænt að náttúrubarn-
ið Kjartan Herbjörnsson skuli
kveðja á þessum árstíma. Hann var
bóndi af lífi og sál, bar virðingu fyr-
ir náttúrunni og naut þess að ganga
um landið enda var hann fróður
með eindæmum um kennileiti og
örnefni. Mér er minnisstætt þegar
við sátum eitt sinn yfir kaffisopa á
Gljúfraborg, þar sem Kjartan taldi
upp alla tinda, dali, botna og gjótur
í öllum Breiðdalshringnum og það
án þess að líta út um gluggann.
Hann hafði lúmskt gaman af því að
sjá svipinn á mér en honum fannst
þetta sjálfsagt mál, maður átti að
þekkja umhverfi sitt. Ég naut þess
líka sérstaklega að hafa hann sem
farþega í bíl á leið frá Reykjavík til
Breiðdalsvíkur eitt vorið. Ég varð
miklu fróðari um það sem fyrir
augu bar, þrátt fyrir að hafa ekið
leiðina oftar en ég hef tölu á.
Bóngóður var hann og greiðvik-
inn. Þegar við systur vorum við
nám á Egilsstöðum ætluðum við
ekki að missa af árlegu þorrablóti
Breiðdælinga. Spáin var slæm og
því óvíst hvort við kæmumst. Þá
hringdi Kjartan og bauðst til að
sækja okkur á jeppanum og í of-
análag afhenti hann okkur sinn
miðann hvorri á blótið að gjöf. Ófá
eru líka skiptin sem hann hjálpaði
til á Gljúfraborg ef eitthvað þurfti
að gera útivið, í fjárhúsunum eða
eitthvað slíkt. Já óskaplega held ég
að oft hefði gengið brösulega með
búskapinn hennar mömmu ef hún
hefði ekki haft Kjartan til að hjálpa
til við eitt og annað og gefa góð ráð.
Kveðjustundir okkar Kjartans
hafa verið margar í gegnum árin.
Síðast þegar við kvöddumst, í byrj-
un ágúst, var ég að flytjast búferl-
um til Reykjavíkur á ný eftir árs
dvöl í Breiðdalnum. Kveðjustundin
sú var einhvern veginn innilegri en
allar hinar, það var eins og við hefð-
um grun um að þær yrðu ekki fleiri.
Við ætluðum okkur þó að hittast
mánuði síðar þegar ég kæmi austur
að sækja búslóðina en þá var Kjart-
an lagstur inn á spítala og átti ekki
afturkvæmt þaðan. Heilsunni hafði
hrakað mikið undanfarin ár en ekki
kvartaði hann eða ræddi mikið um
heilsuleysi sitt. Þó fann maður að
þetta íþyngdi honum og þá helst
eftir að hann hætti að geta unnið og
sinnt bústörfunum. Hann bar ekki
tilfinningar sínar á torg en var
engu að síður mjög tilfinningaríkur
maður, hlýr og með góða nærveru.
Hans verður sárt saknað.
Að endingu vil ég þakka Kjartani
fyrir tryggð sína og vináttu við
mína fjölskyldu öll árin sem við
vorum honum samferða og bið Guð
að blessa minningu hans. Ástvinum
sendi ég samúðarkveðjur.
Ragnheiður Arna
Höskuldsdóttir.
Elsku frændi. Nú er baráttunni
lokið og þú horfinn á braut til fjar-
lægari heima. Eftir sitja fjölmargar
minningar um kæran frænda sem
ávallt var gaman að hitta. Undan-
farna daga hafa þessar minningar
komið upp í huga mér, ein af ann-
arri.
Þú hefur alla mína ævi verið stór
hluti af fjölskyldunni þar sem þú
bjóst hjá systur þinni, ömmu minni,
í Snæhvammi. Þegar við fjölskyld-
an komum í heimsókn í Snæhvamm
komst þú gjarnan töltandi niður
stigann af efri hæðinni. Sennilega
hefur þú legið þar með bók í hendi
en tekið þér smápásu frá lestrinum
til að vitja gestanna því þú hafðir
ætíð gaman af lestri alls kyns bóka.
Þegar þú komst niður heilsaðir þú
gestunum og oftar en ekki tókstu í
höndina á mér og kreistir örlítið
fastar en gengur og gerist. Ég tók
á móti sem mest ég mátti en hafði
nú lítið í þá baráttu að gera þar
sem þú varst hraustur en ég ekki
mikil að burðum. Svo hlóst þú dátt
og við höfðum bæði gaman af.
Þú hlustaðir mikið á tónlist og
varst vel spilandi á harmonikku.
Þér fannst því ekki leiðinlegt að
mæta á þorrablót og aðra slíka
fagnaði þar sem harmonikkutónlist-
in ómaði um salinn og hægt var
dansa hælana undan skónum. Á
einum slíkum fagnaði, þorrablóti
Breiðdælinga, fyrir um 10 árum
bauð ég þér upp í dans og þá var
sko dansað. Dansinn var polki og
komu tærnar á mér varla við gólfið
allan tímann þar sem þú snerir mér
hring eftir hring meðan lagið ent-
ist. Nú hugsa ég til þessa dags og
efast um að mér verði snúið eins
hressilega um dansgólf á komandi
árum, það verður ekki fyrr en ég
hitti þig næst.
Amma, Hlíf, Ebba og fjölskyldur,
ykkur votta ég mína dýpstu samúð
vegna fráfalls bróður og vinar.
Hvíl í friði kæri frændi, við döns-
um seinna.
Katrín Heiða.
Jæja frændi minn, þá er þessi
stund runnin upp, þessi stund sem
maður vildi aldrei trúa að myndi
koma en það er svosem búið að
stefna í þetta alllengi í þessum
miklu veikindum þínum.
Maður spyr sig bara hvar rétt-
lætið sé og fær náttúrlega ekki
svar. En það er margs að minnast í
okkar samskiptum í gegnum tíðina
og man ég ekki eftir neinu nema
skemmtilegu í þeim efnum. Þú
varst alltaf mikill heimilisvinur og
frændi frá því að ég var lítill krakki
og hefur verið það alla tíð síðan. Þú
komst oft í heimsókn og ef það leið
lengri tími en vanalega frá því að
þú komst síðast þá var maður far-
inn að vonast eftir þér aftur.
Það verður söknuður um jólin
þegar þú kemur ekki lengur til að
taka í spil með okkur en það gerðir
þú alltaf. Það var alltaf svo gaman
þegar þú „tromfaðir“ en það gerðir
þú stundum þegar var að síga á
verri veginn og svo slóst þú nokkuð
fast í borðið um leið.
Við vorum miklir samherjar og
áttum eitt sérstakt áhugamál en
það voru kindurnar. Þó vorum við
nú ekki alltaf sammála í ræktuninni
en það var nú bara skemmtilegra.
Þú varst með kollótt fé en ég hyrnt,
svo skiptumst við á skoðunum á
víxl. Þú vast alltaf mikill fjármaður
og gat maður lært margt af þér.
Þér fannst nú líka nóg um í það
eina skipti sem mér tókst að eiga
þyngri lömb en þú. Þá svaraðir þú
svo flott fyrir þig að það gleymist
aldrei, þú sagðir snöggur uppá lag-
ið: „Maður verður sjálfsagt að fara
að horfóðra til að fá almennileg
lömb.“ Svo hlógum við bara að öllu
saman. Eins og okkar samskipti
gengu alltaf út á, en það var að hafa
gaman af hlutunum.
Einu sinni þurfti ég að fækka
hrútunum um tvo og þá kemur
frændi í húsin og ég spyr þig hvaða
tvo hrúta ég eigi að taka, þú leist
yfir hópinn og sagðir: „Ég myndi
skera þá alla.“ Svo hlógum við bara.
Best kynntist ég þér nú samt
þegar við byggðum fjárhúsin hér
árið 1998, það var skemmtilegur
tími og þá komst ég að því hvað þú
varst mikill harðjaxl, það var aldrei
gefið eftir. Þar voru samhentir
frændur á ferð.
Það var alltaf svo gaman að
heyra hvað þú varst ánægður með
verkið því þú sagðir oft þegar þú
komst í heimsókn og horfðir út á
fjárhúsin: „Maður verður alltaf jafn
stoltur þegar maður horfir á fjár-
húsin.“ Það var erfitt fyrir bæði
mig og þig í sumar þegar ég var að
byggja skemmuna hvað þig langaði
mikið að hjálpa mér, þú fylgdist vel
með ganginum og komst alltaf inn-
eftir þegar heilsan leyfði og hafðir
oft orð á því hvað þú vildir óska
þess að þú gætir hjálpað mér við
þetta.
Það leyndi sér ekki hvar hug-
urinn var í veikindum þínum, ef ég
gleymdi mér og hringdi ekki með
jöfnu millibili þá hringdir þú og
spurðir hvað væri að frétta af mér
og hvað ég væri að brasa.
Alltaf hafðir þú tíma til að spjalla
við krakkana og færðir þeim oft
eitthvað þegar þú komst, enda
varstu í hávegum hafður hjá þeim.
Það var eitt af þínum síðustu
verkum þegar þú komst í sumar að
fara í berjamó en þá sá ég að það
var orðið mikið að heilsunni því þú
hafðir ekki orku nema í smástund
en þú gast tínt nokkur ber á æsku-
slóðunum og það var þér mjög dýr-
mætt. Þetta síðasta sumar sem við
áttum saman varst þú orðinn mjög
veikur. Ég gat samt sagt þér að ég
væri búinn að loka skemmunni og
þá fann ég að þér létti mikið og
hafðir orð á því að það væri gott að
það hefði náðst að loka fyrir vet-
urinn.
Þín verður sárt saknað, en minn-
ing þín er ljós í lífi mínu. Megir þú
hvíla í friði.
Rúnar Ásgeirsson.
Ég gerði mér ekki grein fyrir að
það væri komið að kveðjustund
þegar ég heyrði í Kjartani kvöldið
áður en hann dó. Svo hress var
hann. Þá var ég að trufla hann við
kvöldverðinn á spítalanum í Nes-
kaupstað og á boðstólum var hafra-
grautur. Við meira að segja náðum
að grínast með það hvort þessi
grautur væri jafn góður og sá sem
hann sjálfur var vanur að elda sér
með aðstoð örbylgjuofnsins en
hann hrósaði sér nú ekki yfir
hversu flinkur hann var við elda-
mennskuna. Morguninn eftir var
hann allur.
Ég man ekki aðra daga heldur en
að Kjartan hafi verið skammt und-
an. Mín uppvaxtarár kom hann oft í
Ásgarð og var sem einn af fjöl-
skyldunni. Margar skemmtilegar
stundir áttum við saman þar og eru
mér minnisstæðar spilatarnirnar
sem við tókum oft á tíðum. Var þá
gjarnan spiluð fjögurra manna vist
í marga klukkutíma og þar var
Kjartan oftar en ekki í sigurliðinu.
Hann kunni líka að spila á fleira en
spil því hann hafði mjög gaman af
músík og spilaði á hljómborð og
harmonikku. Heimamenn settu oft
saman hljómsveit til að spila á böll-
um í Breiðdalnum og eru mér
minnisstæð böllin sem haldin voru
til að fagna nýju ári en þar var
Kjartan fremstur meðal jafningja.
Var þá dansað og trallað í sam-
komuhúsinu í Staðarborg langt
fram á morgun.
Hann var mikið búinn að vinna
við fiskvinnslu, var meðal annars á
sjó á sínum yngri árum og síðan
fiskmatsmaður í mörg ár, einnig
var hann verkstjóri í saltfiskvinnslu
á Breiðdalsvík um tíma en þar hóf
ég vinnuferilinn minn þá ung að
aldri og trúi ég að Kjartan hafi
staðið þétt við bakið á frænku sinni
þar.
Eftir að Kjartan flutti í Snæ-
hvamm fékk hann sér kindur. Þar
kunni hann nú vel við sig. Hann var
mikill sveitamaður og var ekkert til
sparað í fóðrun og dekri á búfén-
aðinum og skilaði það sér ævinlega
í fallþunga lambanna hans á haust-
in.
Árið 1999 greindist Kjartan fyrst
með krabbamein. Eftir það þurfti
hann oft að koma í bæinn til rann-
sókna og eftirlits. Bjó hann þá hjá
okkur í Heimalindinni og höfum við
fylgst með baráttunni hans í öll
þessi ár. Ófáar ferðirnar var hann
búinn að fara til lækna og alltaf
voru þeir bjartsýnir fyrir hans
hönd. Ég held að hann sjálfur hafi
verið búinn að gera sér grein fyrir í
hvað stefndi fyrir alllöngu þó svo að
hann bæri það ekki á torg. Hann
var dulur og ekki alltaf að kvarta
þótt heilsan væri ekki góð. Þrátt
fyrir stöðugt eftirlit og lyfjameð-
ferðir þá varð Kjartan að lúta í gras
fyrir þessum illvíga sjúkdómi að-
eins 69 ára að aldri. Traustur og
duglegur maður er fallinn frá.
Ég kveð Kjartan með trega og
eftirsjá, símtölin og samverustund-
irnar verða ekki fleiri. Ég trúi því
að honum sé ætlað hlutverk á æðri
stöðum.
Systrum Kjartans og fjölskyldum
þeirra votta ég mína dýpstu samúð.
Ásgerður frænka.
Kjartan Herbjörnsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Okkar ástkæra
Áslaug Pétursdóttir,
Þinghólsbraut 18,
Kópavogi,
andaðist miðvikudaginn 14. nóvember á líknardeild
LSH, Kópavogi.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
22. nóvember kl. 13.00.
Jón Haukur Jóelsson,
Pétur Jónsson, Ásta Lorange,
Jón Haukur, Kristinn og Rakel.