Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 45
✝ Unnur Sigfinns-dóttir fæddist á
Ósi á Borgarfirði
eystra 1. janúar
1931. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað hinn 9. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhanna Hall-
dórsdóttir, f. 15. apr-
íl 1893, d. 22. apríl
1978, og Sigfinnur
Sigmundsson, f. 15.
maí 1882, d. 2. októ-
ber 1961. Unnur var næst yngst tíu
systkina, eftirlifandi er Jónbjörg, f.
10. október 1925.
Unnur giftist 29. nóvember 1953
Jóni Skúla Ölverssyni, f. 20. apríl
1930 og eignuðust þau fjögur börn,
þau eru: 1) Matthildur, f. 27.5. 1953,
gift Kára Hilmarssyni, f. 3.6. 1950,
börn þeirra eru: a) Jón Hilmar, f.
16.2. 1976, kvæntur Heiðu Berg-
1982, sambýlismaður Sigurður
Friðrik Jónsson, f. 14.1. 1981, sonur
þeirra er Dagur Nói, f. 4.5. 2004. 3)
Jóhanna Bryndís, f. 2.11. 1961, gift
Páli Freysteinssyni, f. 5.7. 1960,
börn þeirra eru: a) Hafrún Ósk, f.
29.6. 1982, sambýlismaður Matt-
hías Haraldsson, f. 30.10. 1980, son-
ur þeirra er Emil Páll, f. 1.11. 2004.
b) Bryndís, f. 15.6. 1988. c) Andrea
Sif, f. 3.6. 1992. 4) Erla, f. 25.4.
1963, gift Árna Jóhanni Óðinssyni,
f. 3.4. 1961, börn þeirra eru: a) Jón-
ína Brá, f. 13.5. 1986, b) Brynjar, f.
30.3. 1990, c) Sigurbjörg Lovísa, f.
21.10. 1997, d) Óðinn Skúli, f. 28.5.
2002.
Unnur fæddist og ólst upp á
Borgarfirði eystri og fluttist ung til
Neskaupstaðar þar sem hún bjó
með foreldrum sínum. Þar kynntist
hún síðan eftirlifandi eiginmanni
og bjó þar til æviloka. Unnur helg-
aði fjölskyldu og heimili krafta sína
og vissi fátt skemmtilegra en að
hlúa að barnabörnum og barna-
barnabörnum.
Útför Unnar fer fram frá Norð-
fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
lindi Svavarsdóttur, f.
16.8. 1978, börn
þeirra eru: Anton
Bragi, f. 15.6. 1996,
Amelía Rún, f. 31.5.
2000 og Matthildur
Eik, f. 22.6. 2005. b)
Rakel, f. 6.5. 1979,
sambýlismaður Orri
Stefánsson, f. 1.7.
1977, börn þeirra eru:
Katla Ósk, f. 6.8.
1994, Íris, f. 20.11.
2003, og Arna Rut, f.
23.2. 2006. c) Eva
Björk, f. 13.10. 1986,
sambýlismaður Rúnar Ágúst Svav-
arsson, f. 25.11. 1982. d) Andri, f.
8.1. 1990. 2) Sigfinnur, f. 19.12.
1957, kvæntur Bjarnveigu Jón-
asdóttur, f. 4.10. 1959, börn þeirra
eru: a) Grétar Örn, f. 22.2. 1977,
kvæntur Gerði Guðmundsdóttur, f.
18.8. 1970, börn þeirra eru: Arnór
Berg, f. 2.6. 2004 Patrekur Aron, f.
21.2. 2006. b) Unnur Ósk, f. 25.8.
Elsku mamma.
Okkur börnin þín langar til þess
að skrifa þér fáein kveðjuorð nú
þegar þú hefur kvatt þetta líf og far-
ið á vit ættingja þinna sem voru þér
svo kærir.
Það er svo margt fallegt sem
kemur upp í hugann þegar við hugs-
um til þín, en fyrst og fremst öll
væntumþykjan sem þú sýndir okkur
börnum þínum, barnabörnum og
barnabarnabörnum. Myndir af
barnabörnum þínum prýða einmitt
heimili þitt og eru helstu skraut-
munirnir sem þú hafðir hjá þér. Þú
varst ekki mikið fyrir veraldlegt
glingur en kunnir betur að meta
börnin og blómin sem þú hugsaðir
svo vel um.
Það eru okkur dýrmætar minn-
ingar þegar þú tókst nýfædd börnin
okkar í fangið, vafðir þau í hekluð
teppi frá þér og talaðir svo fallega
til þeirra. Þú kunnir þetta svo vel og
af þér ljómaði svo mikil umhyggja.
Þessi alúð og umhyggja kom
einnig fram í allri handavinnunni
sem þú vannst að alla þína tíð. Þær
eru ófáar saumuðu myndirnar og
koddaverin, hekluðu millistykkin og
dúkarnir, prjónuðu peysurnar,
sokkarnir og vettlingarnir sem eiga
eftir að hlýja stórum sem smáum.
Væru slík verk metin að verðleik-
um hefðir þú náð langt á frama-
brautinni.
Eitt af því sem okkur er minn-
isstætt við þig eru blómin sem þú
hafðir svo gaman af að sinna, bæði
inni sem úti, og ófáar voru þær
berjaferðirnar sem þið pabbi fóruð í
og færðuð okkur þá gjarnan ber.
Við munum ávallt minnast þín er við
í framtíðinni förum í berjamó þar
sem ilmur af lyngi og berjum vottar
að minning þín og nálægð er ávallt
með okkur.
Ein er sú minning sem okkur er
einnig kær, en það er að þú varst
heimavinnandi húsmóðir á meðan
þú ólst okkur systkinin upp. Þú
varst alltaf til staðar þegar við kom-
um heim úr skólanum og oft mætti
okkur bökunarilmur af kanelsnúð-
um og vínarbrauði, ilmur sem mun
kalla fram ljúfar minningar um
ókomin ár. Þetta þekkja einnig
ömmubörnin þín, alltaf var til eitt-
hvert bakkelsi í skápnum hjá ömmu
og þangað var öllum frjálst að fara
og næla sér í eitthvert góðgætið.
Viðkvæði þitt var alltaf ef við for-
eldrarnir ætluðum að banna eitt-
hvað: „Æ, leyfið nú litlu greyjunum
að fá sér.“
En þó þú værir örlát við ungana
þína þá varstu alltaf svo lítillát í
kröfum fyrir sjálfa þig og vildir
aldrei láta hafa neitt fyrir þér. Þetta
kom skýrt fram nú í veikindum þín-
um, en þá fannst þér verst að geta
ekki gert allt sjálf. Þú vildir ekki
tefja aðra og sagðir oft við okkur er
við komum í heimsókn til þín veikr-
ar: „Farðu nú bara að drífa þig.“
Það er ekki auðvelt að rifja upp
minningar um þig án þess að minn-
ast á samband ykkar pabba. Þið
voruð sem eitt þrátt fyrir mikla fjar-
veru pabba vegna sjómennsku á
uppvaxtarárum okkar og það ríkti
mikil hlýja og samstaða á milli ykk-
ar allt til enda.
Að lokum langar okkur til þess að
þakka þér fyrir allt það veganesti
sem þú gafst okkur og börnum okk-
ar, vináttu og skilning, en fyrir utan
að vera okkur yndisleg mamma og
amma, varstu einnig góð vinkona.
Hvíl þú í friði nú þegar þrautir
þínar eru á enda. Þess biðja börnin
þín,
Matthildur, Sigfinnur,
Jóhanna Bryndís og Erla.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku amma. Mig langar að reyna
með þessu fallega ljóði og örfáum
orðum að minnast þín, elsku amma.
Mamma færði mér þær sorglegu
fréttir að þú hefðir kvatt þennan
heim seinnipart föstudags. Mér
varð einmitt hugsað svo mikið til þín
þennan dag. Fyrr um daginn var ég
að skoða myndirnar og vídeó sem ég
tók af þér í símanum mínum, þú
varst efst í huga mínum og það fékk
mig til að brosa.
Það er svo margt sem flýgur um
hugann núna á svona erfiðri stund
sem þessari. Allar góðu minning-
arnar okkar saman frá því ég var lít-
il stelpa að leika mér hjá ykkur afa.
Við barnabörnin fundum okkur allt-
af eitthvað skemmtilegt að gera
hvort sem það var blossaleikur á
ganginum, Hollinn skollinn eða Yfir
úti í garði þá var alltaf gaman hjá
okkur. Þessar æskuminningar mín-
ar hjá ykkur afa sitja ofarlega í
huga mínum. Ég er svo þakklát fyr-
ir þær dýrmætu stundir sem við átt-
um saman síðastliðna mánuði. Það
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti
þegar mér bárust þær fréttir að þú
hefðir greinst með ólæknandi sjúk-
dóm. Þú barðist hetjulega við þessi
veikindi og komst okkur sífellt á
óvart. Þú varst alltaf svo jákvæð og
hafðir von. Þú reyttir af þér brand-
arana og gullkornin. Get ekki annað
en brosað þegar ég rifja upp þessar
minningar, því þú varst með svo æð-
islegan hlátur sem mér þykir svo
vænt um. Þetta voru ómetanlegar
stundir sem ég kem aldrei til með að
gleyma.
Mér verður alltaf hugsað til þín
þegar ég sé fallegar rósir. Frá því
ég man eftir mér var garðurinn hjá
ykkur afa alltaf svo fallegur og þá
sérstaklega rósirnar þínar, enda
hugsaðirðu alltaf svo vel um blómin
þín. Mér þótti svo vænt um hvað þú
varðst glöð þegar ég færði þér rós-
irnar þínar úr garðinum.
Elsku amma, ég vona að þú sért
komin á betri stað og hafir það gott.
Ég bið algóðan Guð að geyma þig,
og vernda og blessa fjölskyldu þína.
Elsku amma ég kveð þig með
söknuði.
Blessuð sé minning þín. Saknað-
arkveðja
Hafrún Ósk.
Elsku amma mín, mér finnst svo
sárt að hugsa til þess þú sért farin
frá okkur. Margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar ég hugsa
um þig, amma mín, þú varst alltaf
svo glöð og tilbúin til að sinna okkar
þörfum.
Það var alltaf gaman að koma til
ykkar afa, nógur tími til að sinna
barnabörnunum leika með bollas-
tellið, gömlu kjólana og allt dótið í
kjallaranum, eða úti í garði á sumrin
og í tjaldvagninum. Fengum okkur
svo ristað brauð með osti og heima-
löguðu marmelaði eða sultu í
kaffinu.
Tíminn sem við fengum með þér
eftir að við fluttum heim frá Dan-
mörku er mér mjög dýrmætur og
það að Dagur minn skuli hafa fengið
að kynnast Unn’ömmu, eða „lang-
ömmu sem er alltaf svo glöð,“ eins
og hann sagði. Þú varst svo mikil
barnakerling og svo myndarleg í
höndunum, alltaf með eitthvað á
prjónunum og öll nutum við góðs af.
Veikindi þín voru okkur öllum
mikið áfall en þú barðist eins og
hetja allt til síðasta dags og alltaf
var stutt í húmorinn. Það var eins
og þú værir að reyna að kæta okkur
og rífa okkur upp úr volæðinu –
vildir að við færum að „gera eitt-
hvað af viti“, það mátti aldrei hafa
neitt fyrir þér amma mín, ekki einu
sinni þegar þú varst veik.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég þakka allar góðu stundirnar
sem við áttum saman, elsku amma
mín, minning þín lifir í hjörtum okk-
ar.
Saknaðarkveðja. Þín nafna,
Unnur.
Drottinn gefur. Drottinn tekur.
Mig langar til að skrifa nokkur
orð um elskulega ömmu mína, hana
Unn-ömmu eins og við „börnin
hennar“ kölluðum hana í gamla
daga. Amma var einstök kona, rétt-
sýn, hjartahlý, einlæg, róleg,
áhyggjufull og um leið afar stolt af
öllum sínum afkomendum.
Látlaust fas og falslaust hjarta,
finnst ei annað betra skraut.
(Grímur Thomsen)
Henni varð tíðrætt um dásamlega
fegurð Borgafjarðar, þar sem hún
ólst upp. Þegar ég bjó einn hafði
hún miklar áhyggjur af því, hver
myndi þvo af mér og gefa mér að
borða, svo að ég myndi ekki horast
upp. Þess á milli varð maður nú að
passa sig á bjórnum, svo maður yrði
nú ekki of feitur. Það er alltaf gott
að koma á Þiljuvelli 12, „feeling
blue“ við komu og hnarreistur,
tilbúinn að sigra heiminn við brott-
för.
Amma er búin að lifa ótrúlega
tíma og líf hennar gott. Hún talaði
um hvað við værum heppin, hefðum
lítið misst. Nú þegar hún er öll
streyma minningarnar fram í hug-
ann og kalla fram sorgina. Ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið góðan
tíma til að kveðja. Aðeins viku fyrir
andlátið var enn hægt að fíflast í
henni, en bjargið var ókleift. Mér er
margt minnisstætt, en sögurnar og
minningarnar geymi ég.
Nú ertu horfin héðan kæra
hjartans vina, burt mér frá
þér ég nú vil þakkir færa
þögul tárin leika um brá.
Lengi götu ganga máttum
grýtt og hörð var stundum braut
en við margar einnig áttum
yndisstundir, gegnum þraut.
Því ég stilli harm í hljóði,
horfi yfir forna slóð,
kveð þig nú, með litlu ljóði,
ljúfa amma, kona góð.
Fyrir handan hafið kalda
hygg ég, að þú bíðir mín.
Minning þín um aldir alda
eflaust verður sólin mín.
Elsku amma, einnig viljum
eiga stund við beðinn þinn.
Núna er hljótt, er hér við skiljum,
hjörtun klökkna nú um sinn.
Muna blíða, bernsku kæra
börnin þín og þakkir nú
fyrir ást og allt það kæra
okkur, sem að veittir þú.
Barnabörnin bljúg nú senda
blíða hinstu kveðju þér.
Tengdabörn og tryggir vinir
til þín allir beinast hér,
koma nú, að kistu þinni,
krjúpa þar svo undur hljótt.
Allir hafa sama sinni
segja þökk – og góða nótt.
(Borgfjörð)
Minningin um þig mun ylja okkur
um ókomna framtíð. Ég kveð ömmu
með þessum fátæklegu orðum,
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast henni. Ég veit að hún fylg-
ist með okkur. Við biðjum Guð að
styrkja afa okkar og geyma ömmu.
Takk fyrir allt og sjáumst aftur einn
daginn.
Grétar Örn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku amma, mig langar að
kveðja þig með þessum sálm, en þú
varst vön að raula hann fyrir mig
þegar ég gat ekki sofnað þegar ég
var lítil. Nú þegar þú ert farin fara
svo margar minningar um huga
minn. Ég minnist þess alltaf með
gleði í hjarta þegar ég hugsa til
æskuáranna, þegar við frænkurnar
voru í heimsókn hjá ykkur afa. Iðu-
lega lékum við okkur inni í „langa
herbergi“, eins og við nefndum það,
og lékum okkur að fallegu, fallegu
kjólunum þínum. Eða þegar við
rusluðum allt út og þú þóttist verða
reið. Við vorum fljótar að taka til
aftur og vorum vissar um að þú
hefðir aldrei séð herbergið eins
hreint og fínt. En það var alltaf svo
fallegt og fínt hjá þér, amma mín.
Inni á heimilinu og í garðinum. Ég
tala nú ekki um alla kanelsnúðana
sem þú hefur stungið að okkur í
gegnum tíðina, það var alltaf eitt-
hvað gott í gogginn hjá henni
ömmu.
Liðið sumar er mér ofarlega í
huga. Þú varst svo hress og kát. Ég
minnist þess þegar ég kom í heim-
sókn til þín og afa og fékk lang-
þráðar ömmukjötbollur. Þær eru og
verða alltaf í uppáhaldi. Þú gafst
mér líka einn af fallegu, fallegu kjól-
unum þínum og það þótti mér afar
dýrmætt.
Þrátt fyrir skyndileg veikindi þín
núna í haust varstu samt alltaf
hress og kát, elsku amma. Slóst á
létta strengi og síðustu stundir okk-
ar saman munu ávallt verða í huga
og hjarta mínu. Ég er viss um að þú
ert komin á góðan stað, amma mín,
og passar upp á okkur öll.
Með saknaðarkveðju,
Jónína Brá.
Unnur Sigfinnsdóttir
Bless langamma í stórahús-
inu, og takk fyrir allt og allt!
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku langamma, þín
verður sárt saknað. Hvíl þú í
friði.
Arnór Berg og
Patrekur Aron.
HINSTA KVEÐJA
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar