Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ÁGREININGUR um verð er ástæða
þess að Reykjavík Energy Invest
(REI) og Geysir Green Energy
(GGE) hafa ákveðið vera ekki aðilar
að kauptilboði ásamt First Gen undir
merkjum Red Vulkan á 60% hlut í fil-
ippseyska orkufélaginu PNOC-EDC.
Hvorki forsvarsmenn REI né GGE
vildu tjá sig um málið í gær þegar eft-
ir því var leitað og báru því við að
samstarfssamningur væri enn í gildi
milli REI, GGE og First Gen og því
væru aðilar bundnir trúnaði. Eftir því
sem blaðamaður kemst næst gildir sá
samningur út nóvember og tjái menn
sig um málið fyrir þann tíma gæti það
bakað þeim skaðabótaskyldu.
Eins og greint var frá í gær reynd-
ist tilboð Red Vulkan hæst eða 58,5
milljarðar pesóa, sem jafngildir 84
milljörðum íslenskra króna, en lág-
marksverð ríkisins var rúmir 45 millj-
arðar pesóa. Stjórnvöld á Filippseyj-
um ákváðu í gær að ganga til
samninga við Red Vulkan á grund-
velli tilboðsins.
Segja First Gen sætta sig
við lægri ávöxtunarkröfu
Samkvæmt upplýsingum blaða-
manns var í samstarfssamningi REI,
GGE og First Gen að finna ákvæði
þess efnis að væru aðilar ekki sam-
mála um verð mætti það fyrirtæki
sem hæst vildi bjóða fara út í kaupin
eitt og sér undir merkjum Red Vulk-
an. Þetta ákvæði hafi verið sett inn til
þess að enginn yrði neyddur til að
greiða meira fyrir hlutinn en hann
væri reiðubúinn að gera. Eftir því
sem blaðamaður kemst næst má ætla
að forsendurnar sem First Gen gaf
sér hafi verið aðrar en forsendur for-
svarsmanna íslensku fyrirtækjanna
tveggja, þar sem First Gen sætti sig
við lægri ávöxtunarkröfu, sem end-
urspeglar að þeir telji áhættuna af
rekstrinum ekki eins mikla og sam-
starfsfélagar þeirra. Viðmælendur
blaðamanns benda á að þau önnur til-
boð sem hafi borist í hlutinn hafi
reynst nokkru lægri en hæsta boð,
sem staðfesti að verðmat forsvars-
manna REI og GGE hafi verið raun-
hæfara, enda er tilboð First Gen 10
milljörðum pesóa, eða 14 milljörðum
íslenskra króna, hærra en næsthæsta
boðið.
Enginn viðmælenda vildi hins veg-
ar nefna upphæðir við blaðamann
sem endurspegluðu hvað forsvars-
menn REI og GGE hefðu verið reiðu-
búnir að greiða fyrir hlutinn. Bent
hefur verið á að samkvæmt sam-
starfssamningi REI og GGE við First
Gen geti íslensku fyrirtækin komið
inn í kaup Red Vulkan á PNOC-EDC
á síðari stigum ef þau kjósi það. Eftir
því sem blaðamaður kemst næst telja
menn ekki líklegt að af því verði nema
forsendur breytist, því eftir standi að
menn séu ósáttir við of hátt verð á
hlutnum.
Í kvöldfréttum Sjónvarpsins sl.
miðvikudag kom fram að óvissa um
framtíð REI og sú staðreynd að fyr-
irtækið verði ekki sameinað GGE
væru meðal helstu ástæðna þess að
hvorki REI né GGE vildu vera með í
kauptilboði Red Vulkan. Enginn
þeirra sem blaðamaður talaði við tók
undir þessa skýringu og ítrekuðu allir
að ósætti um kaupverðið sjálft hefði
verið aðalástæðan. Allir voru þó sam-
mála um að mikilvægt væri að fá nið-
urstöðu um framtíð REI sem fyrst,
enda ætti fyrirtækið erfitt með að at-
hafna sig meðan hlutirnir væru jafnó-
ljósir og raun bæri vitni.
REI og GGE ekki aðilar að
kauptilboðinu á Filippseyjum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Of hátt REI og GGE finnst tilboð Red Vulkan of hátt í hlut í orkufélaginu
PNOC-EDC og hyggjast því ekki standa að baki tilboðinu með First Gen.
Í HNOTSKURN
»Boðuðum framhaldseig-endafundi Orkuveitu
Reykjavíkur, sem halda átti í
dag, hefur verið frestað um
viku.
» Sökum þessa var boð-uðum framhaldseigenda-
fundi REI, sem halda átti í
beinu framhaldi af fundi OR,
einnig frestað um viku.
GISINN ís var næst landi um 18 sjó-
mílur norður af Straumnesi í gær.
Þetta kom í ljós í ísflugi Landhelg-
isgæslunnar. Miðað við árstíma er
ísinn óvenjunálægt landi. Hann
gæti færst eitthvað nær landinu en
ætti þó að fjarlægjast það aftur í
dag þar sem von er á austlægum
áttum samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni.
Ís norður af
Straumnesi
„VINNUBRÖGÐ meirihlutans í svo-
kölluðum stýrihóp eru síður en svo í
samræmi við það sem boðað var, að
fram færi opin og lýðræðisleg um-
ræða um stefnu-
mörkun til fram-
tíðar um hlutverk
REI-OR í útrás-
arverkefnum.
Þegar kemur að
þeim þætti í starfi
stýrihópsins hef-
ur meirihlutinn
kosið að ræða þau
mál í bakher-
bergjum án nokk-
urs samráðs við
fulltrúa minnihlutans, enda hefur
greinilega aldrei verið tilgangurinn
að hafa slíkt samráð nema e.t.v. að
forminu til,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna
í borgarstjórn, þegar leitað var við-
bragða hans við fréttum Morg-
unblaðsins í gær af sáttatillögu eða
vinnuskjali sem meirihluti borg-
arstjórnar í stýrihóp um málefni OR
hefur lagt fram.
„Meirihlutinn er augljóslega bú-
inn að ákveða í hvaða farveg hann
ætlar að setja þetta mál. Í ljósi þeirr-
ar umræðu sem fram hefur farið um
útrásarmálin að undanförnu og um
hlutverk og stöðu REI-OR í því sam-
bandi, ekki síst afstöðu fulltrúa
Vinstri grænna, eru þessi vinnu-
brögð hreint út sagt ótrúleg. Menn
hljóta að spyrja sig hver stjórni ferð-
inni í þessum málum hjá meirihlut-
anum. Er það Dagur [B. Eggerts-
son], Svandís [Svavarsdóttir],
formaður stýrihópsins, eða er það
Björn Ingi [Hrafnsson], sem reyndar
á ekki sæti í hópnum?“ segir Vil-
hjálmur. Eins og fram kom í blaðinu
í gær hefur hann farið fram á það í
borgarráði að borgarfulltrúar í
stýrihópnum upplýsi um efni tillög-
unnar í borgarráði. „Ég vænti þess
enn að þessi tillaga verði gerð op-
inber.“
Ekkert
samráð við
minnihluta
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
GERT er ráð fyrir því að verklok
við endurbætur á nýrri Grímseyj-
arferju verði 28. nóvember nk., að
sögn Eiríks Orms Víglundssonar
hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar
ehf. í Hafnarfirði. Ferjan verður þó
ekki afhent Siglfirðingum fyrr en
eftir áramót.
„Það er unnið á fullu í öllum
hornum þessa síðustu daga,“ segir
Eiríkur Ormur en hann segir verk-
lok samkvæmt áætlun, sé miðað við
nýja áætlun sem samið var um eftir
að farið var af stað á nýjan leik við
endurbæturnar í vor.
Vegagerðin fær skipið afhent í
næstu viku, sem fyrr segir, en skip-
ið verður þó ekki tilbúið til að sigla
þá, enda á enn eftir að gera nokkr-
ar minniháttar breytingar. Hjá G.
Pétri Matthíassyni, upplýsingafull-
trúa Vegagerðarinnar, fengust þær
upplýsingar að ráðgert væri m.a. að
byggja nýja innganga í skipið, bæði
stjórnborðs- og bakborðsmegin.
Það verk verði boðið út. Pétur
sagði hins vegar að hér væri ekki
um stór verk að ræða og gert væri
ráð fyrir því að skipið yrði tekið í
notkun upp úr áramótum. Pétur
sagði að aðalinngangur skipsins
yrði stjórnborðsmegin en dyr bak-
borðsmegin væru til þess ætlaðar
að auka öryggi um borð í skipinu,
þ.e. þær yrðu neyðarútgangur, en
auk þess myndu þær auðvelda að-
gengi hreyfihamlaðra.
Grímseyjarferja líklega
í notkun eftir áramót
Vegagerðin fær ferjuna væntanlega afhenta í næstu viku
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
♦♦♦
Girnileg nýjung með 2 í pakka.
Fæst í næstu verslun.
Meistara-flokkssúpur
Masterklass
Nýjung
ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í
húsnæði við Tangagötu í Vest-
mannaeyjum um miðjan dag í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu
bæjarins liggja eldsupptök ekki fyrir en
líkegt er talið að mannshöndin hafi ver-
ið nærri.
Húsnæðið skiptist í þrennt; tvær
geymslur og veitingastað. Eldsupptök
eru talin hafa verið á lofti annarrar
geymslunnar en þar voru kör með ein-
angrun ásamt öðrum munum. Í sama
rými voru tveir hópferðabílar sem
sluppu án skemmda. Reykjarlykt lagði
inn á veitingastaðinn án þess að það
hefði merkjanleg áhrif á starfsemina.
Að sögn lögreglu verður tekin
ákvörðun um það í dag hvort fengin
verði aðstoð frá slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins.
Eldur við
Tangagötu
Morgunblaðið/Sigurgeir