Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FORSETI Alþingis, Sturla Böðvars-
son, opnar Skólaþing, kennsluver
Alþingis fyrir efstu bekki grunn-
skóla, 23. nóvember nk. kl. 10. Á
Skólaþingi fara nemendur í hlut-
verkaleik og fylgja í stórum drátt-
um reglum um starfshætti Alþingis.
Nemendur úr 9. bekk Lindaskóla í
Kópavogi hefja leikinn.
Öllum grunnskólum í landinu
verður sent bréf til kynningar á
starfsemi Skólaþings.
Miðað er við að einn bekkur komi
í Skólaþing í einu og heimsóknin
taki um tvær og hálfa klukkustund.
Á þeim tíma fá nemendur tækifæri
til að setja sig í spor þingmanna
með því að leiða ákveðin mál til
lykta á þingflokksfundum, nefnda-
fundum og þingfundum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alþingi Nemendur setjast á þing.
Skólaþing í dag
LÁRUS Blöndal, vinnumarkaðs-
fræðingur og deildarstjóri hjá Hag-
stofu Íslands, heldur fyrirlestur
undir heitinu „Erlent vinnuafl á Ís-
landi – þróun undanfarinna ára“,
sem Rannsóknastofa í vinnuvernd
býður upp á í dag kl. 12.15-13.15.
Fyrirlesturinn verður í Háskóla Ís-
lands, stofu 201 í Lögbergi.
Á örskömmum tíma hefur er-
lendum starfsmönnum stórfjölgað
og þeir valdið umbyltingu á íslensk-
um vinnumarkaði. Hvaðan koma
erlendu starfsmennirnir og við
hvað vinna þeir? Í fyrirlestrinum
verður fjallað um þessa þróun og
hún sett í samhengi við sambæri-
lega þróun í nágrannalöndunum.
Fyrirlestur um
erlent vinnuafl
UNIFEM á Ís-
landi mun í dag
standa fyrir ár-
legum morg-
unverðarfundi
sínum á Hótel
Loftleiðum kl.
8.15-9.30. Heið-
ursgestur fund-
arins verður Lin-
dora Howard-
Diawara, fram-
kvæmdastjóri WIPNET í Líberíu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra ávarpar fundinn og
nýútkomið tímarit UNIFEM verður
kynnt.
Women in Peacebuilding Net-
work (WIPNET) eru líberísk kven-
réttinda- og friðarsamtök sem tekið
hafa virkan þátt í friðar- og endur-
reisnarferlinu í Líberíu undanfarin
ár. Stofnendur WIPNET voru tíu
konur, sem fengið höfðu sig full-
saddar á ofbeldinu sem gegnsýrt
hafði líberískt samfélag alltof lengi
og fannst vera kominn tími til láta
til sín taka: „Áður sögðum við ekki
neitt en núna, þegar búið er að
drepa, nauðga, niðurlægja og smita
okkur með sjúkdómum, og við höf-
um glatað börnum og fjölskyldum
okkar, hefur stríðið kennt okkur að
framtíðin liggur í því að segja NEI
við ofbeldi og JÁ við friði.“
Morgunverðarfundurinn markar
upphaf 16 daga átaks gegn kyn-
bundnu ofbeldi sem hefst næsta
sunnudag, en sá dagur er alþjóð-
legur baráttudagur gegn ofbeldi
gegn konum.
Fundur hjá
UNIFEM
Lindora Howard-
Diawara
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
RÆKTUN repju hér á landi hefur
lítið verið reynd, að sögn Jónatans
Hermannssonar, tilraunastjóra á til-
raunastöð Landbúnaðarháskóla Ís-
lands. Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að hægt væri að kolefnisjafna
allan koltvísýring (CO2) frá íslenska
skipaflotanum, alls um eina milljón
tonna, með því að rækta repju og
framleiða úr henni jurtaolíu sem
notuð yrði sem eldsneyti í stað dísil-
olíu sem nú er notuð.
Jónatan segir að nóg landrými sé
fyrir hendi á Íslandi til ræktunar
repju. Ætla megi að um fimmtungur
mögulegs ræktarlands hér á landi sé
nýttur í dag. Mest sé af ónýttu rækt-
arlandi í Rangárvallasýslu.
Tvær tilraunir gerðar
Hann hefur gert tvær smáar til-
raunir með ræktun á repju af
sænskum stofni á Korpu, tilrauna-
stöð Landbúnaðarháskólans, en veit
ekki til þess að fleiri slíkar tilraunir
hafi verið gerðar. Önnur tilraunin
var gerð árið 1999 og uppskorið var
2000. Hin var gerð 2006 og upp-
skorið í ár.
Jónatan segir að báðar tilraun-
irnar hafi skilað repjuuppskeru.
Þrisvar sáði hann mismunandi af-
brigðum vorrepju, en hún er skorin
upp sama ár og til hennar er sáð.
„Það hefur reynst erfitt því hún þarf
ívið lengra sumar en við höfum hér.“
Tvisvar sinnum sáði Jónatan haust-
afbrigði af repju, en því er sáð síðla
sumars. „Upp koma plöntur sem
minna á litlar gulrófuplöntur. Þær
lifa af veturinn og geta byrjað að
spretta snemma næsta vor. Þær
hafa náð sæmilegum þroska hér,“
segir Jónatan.
Hann segir að áhættuþáttur í
ræktuninni sé hvort plantan lifi af
veturinn. „Síðastliðinn vetur lifði
hún vel hér á Korpu. Ég sáði sum-
arið 2006 og uppskar núna í haust.
Plantan lifði vel og skilaði ágætri
uppskeru. En þetta er bara ein til-
raun á einum stað og er því miður af-
skaplega lítill grunnur til að byggja
á. Ef þetta yrði alvara þyrftum við
að gera miklu fleiri tilraunir á fleiri
stöðum,“ segir Jónatan. Gera mætti
ráð fyrir að slíkar tilraunir tækju
nokkur ár. Hann segir að gera þyrfti
þær víðar á landinu og myndu þær
skera úr um hvort ræktunin skili
fullnægjandi uppskeru sem og hvað
slík ræktun myndi kosta. T.d. þurfi
olíu til þess að plægja og til að búa til
áburð til að nota við ræktunina.
Aðild Íslands að EES skuldbindur
Íslendinga til að uppfylla kröfur um
að árið 2010 verði 6,5% af því elds-
neyti sem eytt er á þjóðvegum og
götum endurnýjanlegt eldsneyti, en
í dag er þetta hlutfall 0%. Jónatan
segir að sér finnist ekki líklegt að
það næðist að rækta repju til að
framleiða jurtaolíu fyrir þann tíma.
„Ég held við verðum að leita ann-
arra leiða. Nú eru menn að leita fyr-
ir sér með því að nota lífmassa til
þess að framleiða úr honum elds-
neyti, t.d. með heyi,“ segir hann.
Spurður hvort siðferðileg álitamál
kunni að koma upp vegna ræktunar
repju, þar sem mikið land þurfi und-
ir hana, segir Jónatan það geta átt
við þar sem ræktarland er takmark-
að. „Í þeim löndum sem gott rækt-
unarland er tekið úr matvælafram-
leiðslu yfir í eldsneytisframleiðslu
hlýtur það að hafa áhrif,“ segir hann.
Það hljóti að koma fram í minnkandi
framboði á landbúnaðarvörum og
þar með hærra verði.
Íslensk stjórnvöld
skoði skattamál
Að sögn Herberts Herbertssonar,
tæknilegs ráðgjafa varðandi elds-
neyti og smurolíur hjá N1, væri
hugsanlegt að vera með tvo skika
undir ræktun repju til að tryggja að
uppskera fengist hvert ár.
Þá væri sáð að hausti en ekki
skorið upp fyrr en svo seint ári síðar
að of seint yrði orðið að gróðursetja
að nýju í þann reit.
Herbert segist ekki sjá eins og
staðan er núna, hvernig íslensk
stjórnvöld ætli að fara að því að
standa við skuldbindingar gagnvart
EES um 6,5% endurnýjanlegt elds-
neyti árið 2010. Hann telji þó að það
ætti ekki að taka mörg ár að fá
repjuuppskeru, hefjist ræktunin
innan tíðar. Það sé í höndum ís-
lenskra stjórnvalda að ákveða að
taka ekki þunga skatta af endurnýj-
anlegu eldsneyti eða lækka skatt-
ana, enda eigi endurnýjanlegt elds-
neyti ekki að verða dýrara í notkun
fyrir neytendur.
Fáar tilraunir verið gerðar
með ræktun repju á Íslandi
Ræktun repju hefur lít-
ið verið reynd hér-
lendis, en úr henni má
vinna olíu til að nota í
stað dísilolíu en nóg er
af landi til ræktunar á
jurtinni.
Í HNOTSKURN
»Repja er gult blóm með fræj-um, en þau innihalda jurta-
olíu og eru notuð til framleiðslu á
dísilolíu.
»Við ræktun hennar í N-Evrópu er repjunni plantað
að hausti. Hún hættir að vaxa
yfir veturinn en vex að nýju þeg-
ar vorar og kemst á legg.
»Bandaríkjamenn eru komnirlengst í að framleiða dísilolíu
úr jurtum.
VESTUR-ÍSLENDINGURINN dr.
Baldur R. Stefansson plöntuerfða-
fræðingur, sem lést árið 2002, hefur
verið nefndur „faðir matarolíunnar“.
Hann kom ásamt öðrum að rann-
sóknum á repjufræi í Kanada en
rannsóknirnar fóru fram við Mani-
toba-háskóla á
árunum 1970-
1975. Baldri og
samstarfs-
mönnum hans
tókst að útiloka
eiturefni úr
repjufræi og búa
til repjuolíu
(canola-olíu) til
manneldis.
Emöke Szat-
hmáry, rektor
Manitoba-háskóla, sagði í samtali
við Morgunblaðið árið 2000 að upp-
götvunin hefði haft „gríðarmikla
þýðingu“ fyrir efnahag Manitoba.
Baldur fæddist í Vestfold í Mani-
toba árið 1917. Hann hlaut heims-
frægð sem vísindamaður. Baldur
kenndi við Manitoba-háskóla í
Winnipeg eftir að hann lauk þaðan
doktorsnámi árið 1952. Hann var
meðal annars sæmdur Kanadaorð-
unni, Manitoba-orðunni og Fálka-
orðunni.
„Faðir matar-
olíunnar“
Baldur R.
Stefansson
Ljósmynd/Jónatan Hermannsson
Repjurækt Myndin var tekin við Korpu í júní s.l. en gul blóm repjunnar
glöddu augað í sumar. Tvær tilraunir hafa verið gerðar með ræktunina.
HUGMYNDIR munu vera uppi í
stýrihóp meirihlutans í Reykjavík
um að eign Orkuveitu Reykjavíkur í
Hitaveitu Suður-
nesja verði látin
renna inn í
Reykjavík
Energy Invest og
þaðan í Geysir
Green Energy. Í
staðinn fái REI
hlutafé í GGE.
Steingrímur J.
Sigfússon, for-
maður Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs, segir að hann vilji
sem minnst tjá sig um hugmyndir
sem séu á vinnslustigi.
„Ég vil því ekki tjá mig um ein-
stakar hugmyndir og vil hvorki stað-
festa þetta né neita því, það er ekki
mitt hlutverk,“ sagði Steingrímur.
„Ég veit ekki hverjir ykkar heimild-
armenn eru og hversu áreiðanlegar
þessar fréttir eru. En ég get bara
sagt að það er unnið að þessu af
miklu kappi og við fylgjumst með
þessari vinnu eins og eðlilegt er, höf-
um gott samráð í flokknum. Það ríkir
algert trúnaðartraust á milli okkar
allra. En fyrst og fremst er þetta
auðvitað á forræði okkar fólks hjá
borginni, Svandís veitir þessu for-
ystu.“
– En nú hefur VG mjög ákveðna
stefnu varðandi eignarhald á orku-
lindum. Hvernig horfir þetta við þér í
ljósi þeirrar grundvallarstefnu, er
þetta ekki í andstöðu við hana?
„Við skulum nú ekki tala eins og
þetta sé orðin niðurstaða og þetta er
nú ekki endilega eitthvað sem snýr
að auðlindunum sem slíkum þó að
þarna sé verið að reyna að sortera
upp þetta samkrull sem þetta var
komið í. Menn tala eins og þessi nýi
meirihluti hafi komið að hreinu borði
en það er nú öðru nær. Ætli það sé nú
ekki sönnu nær að flækjurnar sem
voru búnar til í tíð fyrri meirihluta
reynist býsna snúnar úrlausnar?
Ég get algerlega lofað að við mun-
um reyna frekar hið gagnstæða, að
bjarga auðlindunum aftur í hendur
opinberra aðila og sveitarfélaganna,
eftir því sem það er í valdi OR og
meirihlutans í Reykjavík.“
Aðeins hugmynd-
ir á vinnslustigi
Steingrímur J.
Sigfússon
OPNAÐUR hefur verið vefurinn www.netsvar.is þar sem finna má spurn-
ingar og svör um jákvæða og örugga netnotkun. Vefurinn er samstarfs-
verkefni SAFT-verkefnisins hjá Heimili og skóla, Póst- og fjarskiptastofn-
unar og Barnaheilla.
Við opnunina kynntu María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og
skóla, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, og Petrína Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla, vefinn og samstarfið.
Síðan opnuðu tvö ungmenni úr Lækjarskóla í Hafnarfirði, þau Birgitta
Björg Jónsdóttir og Alexander Arason, vefinn formlega fyrir almenna
notkun.
Hjálparvefur um
örugga netnotkun
Morgunblaðið/Brynjar Gauti