Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 9
FRÉTTIR
FJÖLMENNT var á ráðstefnu Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga
(FÍH), Hjúkrun 2007, sem fram fór á
Hótel Nordica í gær. Ráðstefnunni
er ætlað að endurspegla það nýjasta
í hjúkrunarfræði og rannsóknum á
Íslandi í dag.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
FÍH, setti ráðstefnuna og Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra ávarpaði ráðstefnugesti.
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, annar aðalfyrirles-
ara ráðstefnunnar, fjallaði um rann-
sókn sína á ofneyslu áfengis meðal
unglinga á framhaldsskólastigi sem
sýndi m.a. að tíðni ofneyslu
áfengis var 59,4% meðal þátttak-
enda.
Ráðstefnunni er haldið áfram í
dag. Frekari upplýsingar eru á
hjukrun.is.
Fjölbreytt erindi á
ráðstefnu um hjúkrun
Morgunblaðið/Frikki
Áhugi Það nýjasta í rannsóknum og starfi hjúkrunarfræðinga kynnt.
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur dæmt karlmann til 15 mánaða
fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot.
Manninum var jafnframt gert að
greiða fórnarlambi sínu 800 þúsund
krónur í miskabætur auk þess sem
sakarkostnaður féll á hann.
Maðurinn var ákærður fyrir að
nauðga konu sem hann kannaðist
vel við – frænku barnsmóður sinnar
– þegar hún gat ekki spornað við
verknaðinum vegna ölvunar. Við
fyrstu skýrslutöku neitaði hann að
hafa haft samfarir við konuna en
hvarf síðar frá þeim framburði og
sagði hana hafa átt upptökin að
þeim. Hélt hann sig við þann fram-
burð fyrir dómi.
Málsatvik í stuttu máli eru þau að
fólkið var með fleirum saman á
skemmtistað þegar konan veiktist
sökum áfengisneyslu. Maðurinn
bauðst til að fara með konuna heim
til frænku hennar og fékk hjá
frænkunni lykla að íbúð hennar.
Þegar þangað var komið bjó mað-
urinn um konuna í sófa og lagðist í
kjölfarið til atlögu. Eftir einhverjar
mínútur varð hann frá að hverfa
þegar dyrabjöllunni var hringt, en
þar var frænkan komin heim. Konan
sagðist hafa verið algjörlega mátt-
laus vegna áfengisneyslu og ekkert
getað sagt, hvorki á meðan samför-
unum stóð né eftir að frænkan kom
heim.
Treysti ekki manninum
Nokkur vitni voru leidd fyrir
dóminn, m.a. vinkona fórnarlambs-
ins, en þær ræddust saman í síma
stuttu áður en nauðgunin átti sér
stað. Sagði þá konan vinkonu sinni
að hún treysti ekki manninum. Vin-
konan ræddi einnig við manninn í
síma og sagði hann þá m.a.: „láttu
ekki svona, ég er ekki þannig mað-
ur“.
Héraðsdómararnir Hjörtur O.
Aðalsteinsson, Ásgeir Magnússon
og Ástríður Grímsdóttir kváðu upp
dóminn. Ragnheiður Harðardóttir
vararíkissaksóknari sótti málið og
Bjarni Lárusson hdl. varði manninn.
Sagðist ekki vera
„þannig“ maður
Hlaut 15 mánaða fangelsi fyrir nauðgun
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
framlengingu gæsluvarðhalds yfir
tveimur Litháum sem grunaðir eru
um nauðgun sem átti sér stað í
húsasundi við Laugaveg. Mennirn-
ir munu sitja í varðhaldi til 21. des-
ember nk.
Í greinargerð lögreglunnar kem-
ur fram að rætt hafi verið við vitni
vegna málsins, m.a. starfsmenn
skemmtistaðar sem fólkið kom út
af áður en brotið var framið. Þeim
ber saman um að mennirnir hafi
verið með dónaskap og yfirgang
inni á staðnum. Upptökur úr ör-
yggismyndavélum sýna þá að
mennirnir fóru út af staðnum
nokkru fyrr en brotaþoli. Einnig
kemur fram að mennirnir eiga báð-
ir að baki sakaferil, s.s. þjófnað,
rán og fjárkúgun.
Annar mannanna ber við minn-
isleysi sökum áfengisneyslu en
hinn hefur viðurkennt að hafa haft
mök við konuna, en segir það hafa
verið með samþykki hennar.
Eiga sakaferil að baki
RANGLEGA var vitnað í kvöld-
fréttir Stöðvar 2 frá sl. þriðjudegi
í frétt Morgunblaðsins í gær um
sölu Þróunarfélags Keflavík-
urflugvallar til Háskólavalla á
eignum á varnarsvæðinu. Sagt var
að aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra ætti sæti í stjórn Þróun-
arfélags Keflavíkurflugvallar, sem
er rangt. Hið rétta er að hann sit-
ur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
ásamt Árna Sigfússyni, sem er
stjórnarformaður Þróunarfélags-
ins. Beðist er velvirðingar á þess-
um leiðu mistökum.
Eins og fram kom í frétt Morg-
unblaðsins í gær er Þróun-
arfélagið einkahlutafélag í 100%
eigu ríkisins. Rétt er að ítreka, að,
eins og fram kemur í 4. gr. laga
nr. 176/2006, þá er það forsætis-
ráðherra sem fer með hlutafé rík-
isins í félaginu.
LEIÐRÉTT
Ranglega
vitnað í frétt
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
H O S I E R Y
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
af öllum buxum, bolum
og toppum
15% afsláttur
Ný
sending
Sparibuxur
í svörtu og
brúnu
3 Síddir
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
M
bl
.9
29
34
3
Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16
og í Eddufelli kl. 10-14
Kolefnisjöfnuð bók!!
holar@simnet.is
Íslenskar gamansögur 1
Stórskemmtileg bók.