Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ætlarðu að láta mig standa eftir á nærbrókinni, ódámurinn þinn??
VEÐUR
Á forsíðu Morgunblaðsins gat ígær að líta fjögurra dálka frétt
undir fyrirsögninni „Hlutur OR í
Hitaveitu Suðurnesja til Geysir
Green?“
Efnislega var fréttin um „sátta-
tillögu“ sem meirihluti borg-
arstjórnar í stýrihópi um málefni
Orkuveitu Reykjavíkur lagði fram í
liðinni viku.
Samkvæmtfréttinni er
gert ráð fyrir því
að eign OR í Hita-
veitu Suðurnesja
verði látin renna
inn í REI og það-
an inn í GGE, en í
staðinn komi
hlutafé í GGE.
Hvað eru borgarfulltrúarnir fráSamfylkingu, Framsókn,
Vinstri grænum og Frjálslyndum að
hugsa?
Hvað er Svandís Svavarsdóttir aðhugsa? Ætlar hún að láta þá
Dag B. Eggertsson og Björn Inga
Hrafnsson kengbeygja sig í þessu
máli?
Hvað segir forysta VG við þessari„sáttatillögu“ sem enn hefur að
vísu ekki verið afgreidd af stýri-
hópnum? Ætla þau Steingrímur J.
Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Ög-
mundur Jónasson, Kolbrún Hall-
dórsdóttir og Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir að láta borgarfulltrúa sinn,
Svandísi Svavarsdóttur, eina um að
taka skellinn, ef hin ótrúlega sam-
suða „sáttatillögunnar“ verður sam-
þykkt af stýrihópnum?
Miðað við þær upplýsingar semfram komu í forsíðufrétt Morg-
unblaðsins í gær, er kannski ekki svo
undarlegt hvers konar pukur og
leynd hefur verið yfir svonefndri
„sáttatillögu“. Þær upplýsingar
vekja óhug og mikla vantrú á að
stýrihópurinn sé starfi sínu vaxinn.
En það skýrist væntanlega frekar í
dag.
STAKSTEINAR
Svandís
Svavarsdóttir
Leynd og pukur stýrihópsins
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
"
##$!$
%$
%
&
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
##
&
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
% '
'
%
% %
(% %
% % %
%
%
% % '
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
*$BC $$$
! " # $ % & ' ( $
( $ & $ " %) !
% *+ " , - . "
*!
$$B *!
)!* + $
$* $
&
",&
<2
<! <2
<! <2
)+
# $-
.$/#&0
CD! -
62
* '
* $ & $ *
B
# *"
+$
* /
-/- * " ' !
' * 0 " 1 "
12##$!$&33
#&$"!$4 &
"&$-
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 21. nóv.
Vinstri fóturinn
bættur
Fyrir þá sem kunna að
hafa haft áhyggjur af
því að ég væri farin að
stíga of fast í hægri fót-
inn, þá tilkynnist það
hér með að um lækn-
isfræðilega skekkju
upp á heila 2 sm er að ræða sem nú
hefur verið leiðrétt … (við þessa að-
gerð var ekki notaður planka-
strekkjari úr BYKO, heldur fór ég
að hitta „Höfuð, beina og skjald-
hryggs“ sérfræðing í dag...
Meira: bryndisisfold.blog.is
Karl Tómasson | 21. nóvember
Geðblendill
Einhvern veginn felli
ég mig aldrei við nafnið
bloggari, af hverju veit
ég ekki en tel þó aðal-
ástæðuna hjá mér vera
að nafnið sé fjarri ís-
lenskri tungu. Því tel
ég að finna þurfi eitthvert annað
heiti yfir þessa áhugasömu og ötulu
stétt manna sem hefur svo margt til
málanna að leggja. Öll þekkjum við
það að talað er um að skiptast á
skoðunum og öll þekkjum við það að
talað er um að blanda geði...
Meira: ktomm.blog.is
Helena Kristín Gunnarsdóttir | 22. nóv.
Einelti
Hvað er einelti? Einelti
er til dæmis þegar
fleiri en einn er að
stríða einstaklingi, eða
hópur að stríða ein-
staklingi eða öðrum
hópi/einstaklingum.
Einelti getur líka verið að stríða lík-
amlega: lemja, þess vegna eitthvað
verra eða svona í verri kantinum.
Einelti getur líka verið að nota orð
eða baktala fyrir framan ein-
staklinginn eða þannig að hann
heyri…
Meira: helenakristin.blog.is
Dofri Hermannsson | 21. nóvember
Vg, lánakjörin
og krónan
Varaformaður Vinstri
grænna, Katrín Jak-
obsdóttir, kom með
þarfa ábendingu í fyr-
irspurnartíma í þinginu
í gær. Hún benti á að
þeir sem taka lán til
húsnæðiskaupa á núgildandi kjörum
til 40 ára mega búast við að þurfa að
greiða um 6,8 milljónir til baka fyrir
hverja milljón sem þeir fá að láni.
Þetta er hárrétt hjá varaformanni
Vg. Fyrir forvitni sakir sló ég inn í
lánareikni Landsbankans hvað 20
milljóna lán myndi á endanum kosta
eftir 40 ár. Svarið er rúmlega 135
milljónir króna miðað við forsendur
varaformanns Vg.
Greiðslubyrði á mánuði myndi
byrja í 117 þúsundum á mánuði og
eftir 20 ár væri skuldarinn búinn að
greiða um 41,2 milljónir. Þá væri
skuldin hins vegar komin upp í 34,3
milljónir og greiðslubyrðin á mánuði
upp í 254 þúsund krónur. Eins og sjá
má á mynd ætti skuldin enn eftir að
hækka talsvert og síðasta greiðslan
yrði um 556 þúsund krónur.
En dæmið liti talsvert öðruvísi út
ef tekið væri óverðtryggt erlent lán
upp á 20 milljónir á 3,8% vöxtum
með jöfnum afborgunum. Heildar-
endurgreiðsla af 20 milljónum væri
þá 35,5 milljónir eða um 100 millj-
ónum minna en af íslenska láninu.
Greiðslubyrði myndi byrja í rúm-
um 105 þúsund krónum á mánuði og
eftir 20 ár væri skuldarinn búinn að
greiða um 21,6 milljónir. Eftirstöðv-
arnar væru komnar niður í um 10
milljónir króna og greiðslubyrði nið-
ur í 74 þúsund á mánuði. Síðasta
greiðslan af láninu yrði um 42 þús-
und krónur. Þetta er mynd sem er
talsvert hugnanlegri fyrir íslenska
húsnæðiskaupendur. Þessi lán geta
flestir tekið í dag en margir óttast
hvað gerist ef gengið fellur. Að vísu
tel ég að það megi falla býsna mikið
til að erlent lán verði óhagstæðara
en hið íslenska en fyrir marga getur
þetta skipt miklu máli, t.d. þá sem
ekki hafa svigrúm til að mæta tíma-
bundinni hækkun á afborgunum eða
þá sem gætu þurft að selja þegar
gengisskráning er óhagstæð …
Ef almenningur ætti kost á að fá
laun sín að hluta eða öllu leyti
greidd…
Meira: dofri.blog.is
BLOG.IS