Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„VIÐ munum einbeita okkur að því að auka að-
gang fiskvinnslunnar að því hráefni sem hér kem-
ur á land,“ segir Gunnar Bragi Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði og ný-
kjörinn formaður Samtaka fiskframleiðenda og
útflytjenda, en samtökin héldu
nýlega aðalfund sinn.
„Við erum búnir að ná fram
helstu baráttumálum okkur og
samskiptin við fiskmarkaðina
eru í góðum farvegi,“ segir
Gunnar Bragi um stöðu mála.
Vísar hann til þess að nýleg
reglugerð sjávarútvegsráð-
herra um vigtun sjávarafla
geri starfsskilyrði fiskvinnsl-
unnar sanngjarnari en áður var.
Þá hafi náðst ágæt sátt við fisk-
markaðina um starfsreglur þótt áfram verði unn-
ið að þeim málum.
Útvíkkun og nýtt nafn
Aðalviðfangsefni aðalfundarins var að leita
leiða til að fiskvinnslan geti boðið í þann fisk sem
fluttur er óunninn á erlenda markaði, svonefndan
gámafisk. Fiskframleiðendum svíður það hversu
mikið er flutt úr landi af óunnum fiski á meðan ís-
lensk fiskvinnslufyrirtæki búa við alvarlegan hrá-
efnisskort.
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda er nýtt
nafn á félagi sem starfað hefur frá árinu 1994
undir heitinu Samtök fiskvinnslu án útgerðar.
Óskar Þór Karlsson var helsti frumkvöðull fé-
lagsins og hefur verið formaður frá upphafi en
hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Gunnar Bragi segir að aðstæður hafi verið að
breytast hjá fyrirtækjunum sem aðild eiga að
samtökunum. Mörg þeirra hafi keypt kvóta og
báta og hafið útgerð, það hafi verið eina leið
þeirra til að ná sér í hráefni. Nefnir hann sitt fyr-
irtæki, Nýfisk, sem dæmi um það. Því hafi verið
ákveðið að breyta heiti samtakanna og um leið
hafi starfssvið þeirra verið fært út. Eins og fram
kemur í heitinu er ætlunin að höfða einnig til út-
flytjenda þess fisks sem fyrirtækin framleiða og
bjóða þeim þátttöku í samtökunum. Vonast
Gunnar til að með því verði hægt að gera sam-
tökin öflugri.
Fjölgað var í stjórn og skipa hana nú sjö fé-
lagsmenn. Með Gunnari í stjórn eru Aðalsteinn
Finsen hjá Tor, Albert Svavarsson Ísfiski, Birgir
Kristinsson Nýfiski, Grétar Finnbogason Haf-
gæðum, Jón Steinn Elíasson Toppfiski og Stein-
grímur Leifsson Frostfiski.
Vilja fá að bjóða í gámafisk
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Samþykkt Óskar Karlsson, fráfarandi formaður
Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, ásamt
Björgvini Kjartanssyni.
Í HNOTSKURN
»Samtök fiskframleiðenda og útflytj-enda skora á sjávarútvegsráðherra að
hann beiti sér nú þegar fyrir því að allur
óunnin afli úr íslenskum fiskiskipum, sem
ætlað er að ráðstafa til sölu á fiskmarkaði,
verði boðinn til sölu á innlendum fiskmörk-
uðum.
»Telja samtökin þetta réttmæta kröfuþar sem hún sé eina leiðin til þess að
jafna möguleika íslenskra fiskkaupenda í
samkeppni við erlenda aðila um kaup á ís-
lenskum fiski til vinnslu.
»Samtökin ítreka nauðsyn þess að áskil-inn verði með lögum fjárhagslegur að-
skilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í
landi til að jafna samkeppnisskilyrði.
Gunnar Bragi
Guðmundsson
STOFNAÐ hefur verið félag ungs
fólks í sjávarútvegi. Markmið þess
er að vinna að almennri fræðslu í
sjávarútvegsmálum og stuðla að
opinni umræðu um málefnin.
Það er von fyrstu stjórnar fé-
lagsins að rödd þess unga fólks,
sem starfar í sjávarútvegi, sinnir
þjónustu við greinina eða hefur
áhuga á málefnum hennar, muni
finna sér stað innan félagsins.
Kemur þetta fram í fréttatilkynn-
ingu. Að mati stjórnar hefur um-
ræða undanfarið verið einsleit og
neikvæð í garð sjávarútvegs og
standa vonir til þess að opnari um-
ræða og bætt fræðsla muni færa
umræðuna til betri vegar. Stjórn
félagsins telur að traust og öruggt
kerfi við stjórn fiskveiða skipti
miklu máli til að þeir sem í grein-
inni starfa geti nýtt sóknarfæri
sem gefast, líkt og í öðrum at-
vinnugreinum.
Friðbjörn Orri Ketilsson er for-
maður félagsins og með honum í
stjórn eru Einar Sigurðsson, Fann-
ar Hjálmarsson, Gísli Freyr Val-
dórsson, Geir Ágústsson, Héðinn
Karl Magnússon og Magnús Sig-
urðsson.
Stofna félag
ungs fólks í
sjávarútvegi
ÚR VERINU
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@ mbl.is
FLEST afbrot á höfuðborgarsvæð-
inu eru framin í miðborg Reykjavík-
ur en 18% hegningarlagabrota í lög-
regluumdæminu voru framin þar
árið 2006. Miðborgin var þá vett-
vangur nærri 45% ofbeldisbrota á
höfuðborgarsvæðinu og 24% fíkni-
efnabrota.
Í Breiðholti áttu sér hinsvegar
stað hlutfallslega flestir nytjastuldir
eða 15%. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu LRH um afbrot á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem fjallað er
um hvernig tilkynnt afbrot dreifast
eftir svæðum og hvaða reynslu íbúar
hafa af lögreglu og eigin öryggi.
Einnig var kannað hvaða reynslu
fólk hefur af afbrotum.
Flest hegningarlagabrot, að mið-
borginni frátalinni, voru framin í
Kópavogi í fyrra, eða 11,6%. Næst
kemur Breiðholt með 11%. Minnst
er hinsvegar um afbrot á Álftanesi,
Kjalarnesi, í Grafarholti og á Sel-
tjarnarnesi, 0,2%-1,3%.
Sterk tengsl eru á milli dreifingar
brota og íbúafjölda á svæðum, að
miðborginni frátalinni. Þannig kem-
ur fram að hátt hlutfall brota í Kópa-
vogi skýrist að hluta af því að bær-
inn er fjölmennasta svæði lögreglu-
umdæmisins. En hverskonar brot er
þar um að ræða? Í skýrslunni segir
að fyrirferðarmest séu eignaspjöll
og auðgunarbrot, sem samanlagt
mynda þriðjung brota á svæðinu. Af-
brotum í báðum þessum flokkum
fækkaði milli áranna 2005 og 2006 og
einnig fækkaði kynferðisbrotum
töluvert, úr 13% í 5%. Hinsvegar
fjölgaði nytjastuldum úr 9% í 13,5%.
Í skýrslunni segir að miðborgin og
Breiðholt séu þau hverfi þar sem
meðalatvinnutekjur hafi verið hvað
lægstar árið 2005, en sem að framan
gat eru þau með þeim svæðum um-
dæmisins þar sem afbrotatíðni er
hæst. Um þriðjungur allra afbrota á
höfuðborgarsvæðinu var framinn á
þessum svæðum. Þessu til viðbótar
má nefna að hlutfallslega flestir íbú-
ar í Breiðholti þáðu félagslega að-
stoð árið 2005 og þar er hæst hlutfall
félagslegra íbúða, tæp 7%. Hverfið
hefur því sína sérstöðu eins og fram-
angreindar tölur bera með sér. Lög-
reglan vinnur talsvert af frumkvæð-
isvinnu í Breiðholti og þvertekur
fyrir að þar séu klíkur í afbrotum
eða að þar séu að myndast afbrotak-
líkur.
Kópavogur er álíka efnamikið
svæði og Álftanes en þó er afbrota-
tíðnin í Kópavogi álíka og í Breið-
holti. Þar kemur þó hinn mikli íbúa-
fjöldi til eins og áður segir.
Efnamesta svæðið í öllu umdæminu
er Seltjarnarnes og næst kemur
Garðabær, en á þessum svæðum var
fátt um afbrot.
Þegar þolendarannsókn skýrsl-
unnar er skoðuð kemur fram að
flestir íbúar alls umdæmisins sögðu
innbrot mesta vandamálið í sínu
hverfi eða tæplega 33%. Þá nefndu
næstflestir umferðarlagabrot, 25%,
og eignaspjöll nefndu 20%.
Þátttakendur voru almennt
ánægðir með störf lögreglu í sínu
hverfi. Árbæingar og Grafarholts-
búar voru einna ánægðastir, sem
lögreglunni þykir áhugavert í ljósi
þess að afbrot eru ekki fátíðari á
þessum svæðum en öðrum miðað við
íbúafjölda. Hinsvegar kom það lög-
reglunni ekki á óvart að íbúar mið-
borginnar voru líklegastir til að vera
óánægðir með lögregluna, eða rúm
17%. Mosfellingar og Kjalnesingar
voru samt óánægðari, en 30% íbúa
þar töldu lögregluna skila frekar eða
mjög slæmu starfi.
90% segjast mjög eða
frekar örugg í sínu hverfi
Þegar þátttakendur voru spurðir
út í eigið öryggi þegar þeir eru einir
á gangi að næturlagi og ótta við að
verða fyrir afbroti voru svörin þann-
ig að um 90% fólks eru mjög eða
frekar örugg við þessar aðstæður.
Íbúar Grafarvogs töldu sig örugg-
asta en fólk í Breiðholti og í mið-
borginni taldi sig einna óöruggast á
gangi eftir myrkur.
Töluverður munur var á upplifun
fólks á öryggi í miðborg Reykjavík-
ur eftir því í hvaða hverfi það býr.
Garðbæingar töldu sig t.d. einna
óöruggasta í miðborginni en mið-
borgarbúar sjálfir voru hins vegar
líklegastir til að segjast mjög eða
frekar öruggir þar.
Þá segir skýrslan að 18% þátttak-
enda hafi lent í innbroti, ofbeldi eða
eignaspjöllum. Flestir, um 12%,
höfðu reynslu af eignaspjöllum.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
LRH, segir mest koma á óvart í
skýrslunni að brotum hafi fjölgað
milli ára um 25%. „Þetta er auðvitað
umhugsunarefni, en að sumu leyti
erum við í einkennilegri stöðu,“ seg-
ir hann. „Markmiðið er að fækka af-
brotum en um leið sjáum við að fjöldi
ofbeldisbrota sem eru tilkynnt til
okkar er 47%. Við viljum hækka þá
tölu,“ segir hann en spyr þá hvort
það feli í sér að dregið hafi verið úr
örygginu vegna fjölgandi ofbeld-
isbrota. „Það er erfitt að finna jafn-
vægið þarna. Við viljum t.d. fjölga
kærum vegna kynferðisbrota en hef-
ur það í för með sér að öryggis-
tilfinning fólks eykst ef tilkynntum
kynferðisbrotum fjölgar? Eða bend-
ir það til meiri öryggistilfinningar
vegna meiri tiltrúar á lögreglunni?“
Nærri fimmtungur afbrotanna
framinn í miðborg Reykjavíkur
Morgunblaðið/Júlíus
Skýrsluhöfundar Rannveig Þórisdóttir og Benjamín Gíslason hjá Upplýsinga- og áætlanadeild með Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á milli sín við kynningu skýrslunnar í höfuðstöðvum lögreglunnar í gær.
Í HNOTSKURN
»Í skýrslunni er byggt áupplýsingum um fjölda til-
kynntra brota til lögreglu á ár-
unum 2005 og 2006 og við-
horfskönnun sem framkvæmd
var af Félagsvísindastofnun og
í samstarfi við Rannsóknar-
stofu í afbrotafræðum í maí
2007. Rannsóknin náði til 2.400
manna tilviljanaúrtaks ein-
staklinga á aldrinum 18 til 75
ára sem búsettir voru á höfuð-
borgarsvæðinu. Svarhlutfall
var 61%, sem er í lægri kant-
inum en telst þó viðunandi að
mati skýrsluhöfundanna.
9.666 hegningarlaga-
brot voru tilkynnt til
lögregluembættanna
á höfuðborgarsvæðinu
í fyrra, sem er tæp-
lega 25% aukning frá
árinu 2005.
!"#
#
$ %
&" " #
!#'
'
'
'
'#
"
'' '(#
)' '
'
'
*'
'+'( #, # '-../
0-1/2
-3142
-.1.2
/102
3132
51.2
-142 4162 41.2 .102 .142