Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 21

Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 21
|föstudagur|23. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf urbjörn Einarsson bað þess að sú hugsun fengi aldrei þrifizt á Íslandi að íslenzkan sé öðrum málum óæðri í íslenzk- um umsvifum. Og Matt- hías Johannessen benti okkur á að við erum öll Fjölnismenn, málrækt- arstefna þeirra er ekki einasta arfur liðins tíma heldur logandi kyndill sem við öll tökum við og eigum að bera fram til farsældar. Víkverji fékk hreinlega gæsahúð, þegar hann bergði á skáldlegum fullum þessara víkinga til heið- urs móðurmálinu. Víkverji vill vera Fjölnismaður! x x x Víkverji sá leikritið Dag vonar eft-ir Birgi Sigurðsson, þegar það var fyrst sýnt og hefur nú endurnýjað kynnin í Borgarleikhúsinu. Víkverji ætlar sér ekki þá dul að bera sýning- arnar saman, en getur ekki annað en glaðst við, hversu glæsilega leikrit Birgis hefur staðizt tímans tönn. Það rataði að hjarta Víkverja nú af engu minni krafti en áður. Auðvitað segir það sitt um sýninguna sjálfa; hún er alla vega samboðin leikritinu og ekki getur það verið annað en hrós. En fyrst og fremst er það leik- ritið sjálft sem er enn jafnferskt og þegar það kom úr penna Birgis. Leikhúsin ættu að hafa það að leið- arljósi að sýna úthaldsbeztu leikrit ís- lenzk með reglulegu millibili til þess að hver kynslóð leikhúsgesta fái að kynnast þessum sígildu perlum. x x x Ein er sú bók ný sem Víkverji sérástæðu til þess að hvetja alla til þess að lesa. Þetta er Postulín eftir Freyju Haraldsdóttur og Ölmu Guð- mundsdóttur. Freyja hefur glímt við erfiða fötlun af fádæma dugnaði og í bókinni segir hún sögu sína af mikilli hreinskilni. Það hefur áreiðanlega þurft mikinn kjark til þess að opna okkur hinum svo undanbragðalausa sýn inn í heim Freyju. Víkverji fylgdist meðJónasarhátíðinni í Þjóðleikhúsinu í endur- sýningu sjónvarpsins og fannst mikið til um. Dagskráin var fjöl- breytt, góð og skemmtileg og ástæða til þess að vekja athygli á handbragði Sveins Einarssonar, sem þarna var við stjórnvöl- inn. En að því efni ólöstuðu skildu ræðu- mennirnir tveir mest eftir hjá Víkverja. Hvor um sig setti fram her- hvöt, sem hafði mikil áhrif á Víkverja. Sig-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Alveg frá því ég var ungurdrengur hef ég gert mikiðaf því að sauma út enda erég alinn upp við hannyrðir heima í Svíþjóð. Amma mín sáluga bjó oft heima hjá okkur og hún tók ekki í mál að fólk hefði ekkert í hönd- unum, enda var hún mikil handa- vinnukona. Hún kenndi mér að hekla og prjóna en annað hef ég tekið upp hjá sjálfum mér. Harðangur, klaust- ursaumur og flatsaumur eru ekkert mál fyrir mig og vefnaði hef ég líka sinnt heilmikið,“ segir Herder And- ersson sem hefur setið fast við sauma til að klára þær gjafir sem hann ákvað að búa til og færði Langholts- kirkju að gjöf í vor, en hún hefur ver- ið kirkjan hans undanfarin 20 ár. Gjafir Herders til kirkjunnar eru stórvirki sem mikil vinna liggur á bakvið og vandvirknin við útsauminn fer ekki framhjá þeim sem skoðar. Meðal gjafanna er forláta altaris- dúkur, altarisklæði, fimm höklar í ýmsum litum sem og stólur, og allt handsaumað. „Ég saumaði líka fjóra aðra hökla sem fóru í aðrar kirkjur en ég saumaði einn hökul sérstaklega á Jón Helga Þórarinsson sóknarprest, en það er persónuleg gjöf mín til hans, enda hefur hann reynst mér vel og er afskaplega hlýr maður.“ Herder segist hafa fengið hug- myndina að þessu framtaki vegna greinar sem hann sá í Morgunblað- inu. „Þar var sagt frá manni sem gaf kirkjunni sinni altarisklæði og ég hugsaði með mér að þetta gæti ég nú aldeilis líka gert. Ég fór með mál- band með mér til messu upp í Lang- holtskirkju og fékk að taka mál af alt- arinu eftir messugjörð. Strax daginn eftir fór ég í bæinn og keypti efnið og byrjaði á verkinu.“ Herder neitar því ekki að þetta hafi verið mikil vinna. „Ég sat við í tíu tíma á hverjum degi í eitt og hálft ár og stundum var ég alveg að gefast upp. Ég þurfti að eiga mörg viðtöl við Drottin vegna þessa en hann er harð- ur húsbóndi og rak mig áfram. Hann veitti mér styrk til að klára þetta, enda er ég mjög trúaður maður og var nánast alinn upp í kirkju.“ Næstkomandi sunnudag mun ný kapella í anddyri Langholtskirkju vera vígð við hátíðarmessu, en Herd- er hefur gefið alla muni sem prýða munu kapell- una. „Þessi kapella verður kennd við Guð- brand Þorláksson Hólabiskup og bibl- íuútgefanda en ég gef munina til minningar um sam- býlismann minn sem einnig hét Guðbrand- ur, en hann lést fyrir nokkrum árum,“ segir Herder sem hefur búið á Íslandi í tæpa hálfa öld og er löngu orðinn Íslendingur. Hann á 74 ára afmæli í dag en á þessum degi fyrir 50 ár- um settu hann og Guð- brandur upp hringana í Svíþjóð þar sem þeir kynntust. Guðbrandur starfaði þar sem dýra- læknir og Herder var við ballettnám sem og tískuteiknun í háskóla í Stokkhólmi. Þeir ætluðu sér að búa í Svíþjóð til frambúðar en örlögin gripu í taumana. Skagfirðingar gott fólk Árið 1958 varð óvænt dauðsfall í fjölskyldu Guðbrandar þegar Gunnar bróðir hans dó af slysförum frá konu og börnum. Sigurður Hlíðar faðir Guðbrandar lagði hart að syni sínum að flytja heim til Íslands vegna þessa og sagði að hann gæti fengið stöðu dýralæknis fyrir norðan, en Sigurður var sjálfur dýralæknir og einnig þingmaður. „Þetta var erfið ákvörðun fyrir okkur báða og ekki auðvelt fyrir mig ungan manninn að yfirgefa allt mitt fólk og flytjast til Sauðárkróks þar sem bjuggu aðeins 800 manns og þar var ekki talað um neitt nema fisk,“ segir Herder og hlær að minning- unni. „Ég get ekki neitað því að hver einasta gardína blakti í gluggum þorpsins þegar ég gekk fyrst um göt- urnar, því ég var eins og klipptur út stofuna að verki loknu og allt var svo fínt hjá henni við þessar aðstæður sem hún bjó. Ég dáist að þessari merku konu og stúlkunum hennar.“ Síðan fluttu þeir Guðbrandur og Herder aftur til Svíþjóðar þar sem Guðbrandur fékk sína stöðu að nýju og Herder kláraði sitt ballettnám sem og klæðskeranám. „Ballett hefur alla tíð verið mitt líf og yndi. Ég lærði ballett í ellefu ár og menntaði mig til ballettkennara og það voru mikil von- brigði að geta ekki sinnt ballett- kennslu eftir að við fluttumst aftur til Íslands árið 1963 en á þeim tíma voru tækifærin færri. Ég tók þetta nærri mér en maður getur víst ekki fengið allt sem mann langar í þessu lífi,“ segir Herder sem hefur með árunum tamið sér æðruleysi. „Fyrst ég gat ekki unnið við ballettinn þá ákvað ég að fara til Danmerkur og læra gerlafræði. Ég starfaði við það fag í 20 ár hjá Mjólkursamsöl- unni en Guðbrandur var forstjóri rannsóknar- stofunnar þar og réð mig sem sinn aðstoðar- mann. Við vorum við júgurbólgurannsóknir og okkur farnaðist vel að vinna saman.“ Herder er ekki aðeins hagur á hönd, hann er líka rithöfundur góður og hefur samið fjölda sagna á sænsku sem bíða í handritum í hillunum hjá honum. „Kannski að systur mínar láti gefa þetta út í Svíþjóð eftir minn dag, hver veit,“ segir Herder sem aldrei er verkefnalaus enda segist hann þurfa að hafa eitthvað við að vera í einverunni eftir að Guðbrandur lést. Núna er hann með forláta jóladúk í vinnslu. „Saumastofan mín er hér heima hjá mér og ég set gjarnan góða tónlist á fóninn og nýt þess að hlusta á meðan ég sauma út. Þetta er svo ró- andi.“ Morgunblaðið/Golli Nálin leikur í höndum gerlafræðings Hann sneri sér að gerlafræði þegar hann þurfti að sleppa hendi af ballettdrauminum. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti hagleiksmann sem flutti til Íslands fyrir hálfri öld og ætlar að gefa alla þá muni sem prýða nýja kapellu í Lang- holtskirkju til minningar um sambýlismann sinn. Alltaf að Herder fellur sjaldan verk úr hendi og hér bróderar hann fagran dúk. Höklar Þrír af þeim tíu höklum sem Herder saum- aði og bróderaði. úr tískublaði og var í fötum sem höfðu aldrei sést hér á landi enda var ríkjandi fátækt og enginn innflutn- ingur á fatnaði. En þetta var góður tími og allir tóku mér vel og þarna bjuggum við í tvö ár. Skagfirðingar eru gott fólk og miklir hestamenn og ég hefði sjálfur orðið hestamaður ef við hefðum búið þarna áfram, því ég er mikið fyrir hesta.“ Gelding hjá Móniku á Merkigili Herder aðstoðaði Guðbrand í dýra- læknastarfinu og ferðaðist heilmikið með honum þess vegna. Hann fór m.a. með honum til Móniku á Merki- gili og dætranna sjö. „Við þurftum að gelda nokkra fola fyrir hana. Það var mikil upplifun að koma að Merkigili, landslagið ótrúlegt og Mónika sér- lega elskuleg. Hún bauð okkur í betri Ég sat við í tíu tíma á hverjum degi í eitt og hálft ár og stundum var ég alveg að gefast upp. Hátíðarmessa verður í Langholts- kirkju á sunnudag kl. 11 en þá verð- ur nýja Guðbrandskapellan vígð.                     

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.