Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 27 UMRÆÐAN ALLT frá örófi alda hefur landið helga – Palestína/Ísrael – verið land átaka og ófriðar milli þeirra þjóða sem landið hafa byggt og annarra sem hafa ásælst það og farið með hernaði og of- beldi gegn því. Segja má að landið sé í al- faraleið þjóðanna því þarna hafa farið um fjölmargar þjóðir og þjóðflokkar í aldanna rás. Landsins er getið í gamla testamentinu sem Kaananslands þar sem bjuggu Kaan- anítar og Filistar, áð- ur en Hebrear (gyðingar) sóttu inn í landið. Kaanan var einn af sonum Hams Nóasonar og Filistar eru sagðir afkomendur Jafets Nóason- ar. Í biblíunni er Ham Nóason tal- inn vera forfaðir Hamíta sem eru t.d. Berbar og Egyptar og fleiri þjóðir í Norður- og Norðaustur- Afríku, en Jafet er forfaðir Gentíl- anna, þ.e.s. þeirra sem ekki eru af- komendur Sems forföður Semíta (gyðinga og araba) eða Hams. Talið er að Filistarnir hafi komið til landsins frá Litlu-Asíu á 13. öld f.K. og geta því hafa verið af indó- evrópskum stofni. Filistarnir bjuggu á Miðjarðarhafsströndinni (Gaza) en Kaananítarnir inni í land- inu (milli strandar og árinnar Jórd- an). Í þessu greinarkorni verður í stuttu máli leitast við að upplýsa fólk um fortíð landsins og um leið reynt að velta því fyrir sér hver eða hverjir beri ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir í landinu og í daglegu tali er kallað Palestínuvandamálið. Abraham, Tarasson, Nahorssonar, Serúgs- sonar, Reússonar, Pe- legssonar, Eberssonar, Arpakadssonar, Sems- sonar Nóasonar, var leiðtogi ættbálks He- brea (afkomenda Ebers) sem tók sig upp frá heimkynnum sínum í Haran sem var í Úr í Kaldeu í Mesapótamíu sem við þekkjum í dag sem Írak, að boði Jahve guðs Hebrea (Guð gamla testamentisins) og hóf innreið sína í Kaanansland. Hebrearnir tókust á við íbúa lands- ins og varð lítið ágengt í fyrstu en tókst þó að ná fótfestu í landinu. Það var ekki fyrr en löngu síðar, eftir að Hebrearnir höfðu dvalist ánauðugir um hríð í Egyptalandi og komu öðru sinni til landsins undir forystu Móse, að þeir náðu yfirráðum í landinu um 1200 f.k. Það má því segja að Hebrearnir (gyðingar) hafi farið með ofbeldi gegn íbúum landsins frá fornu fari. En það var eins og það nægði þeim ekki. Þeir áttu einnig í innbyrð- isdeilum og svo fór að ríki þeirra klofnaði í tvennt, Ísraelsríki í norð- urhluta landsins og Júdeu í suður- hlutanum en af nafni þess lands- hluta sem kemur af Júda syni Jakobs er nafn gyðinga á flestum Evrópumálum komið svo sem Jöde á dönsku, Jude á þýsku, Jew á ensku, Juif á frönsku, Judio á spænsku, Ebpén (Jevrjoi) á rúss- nesku og Júði á íslensku en við kjósum að nota virðulegra heitið gyðingur um þessa merku þjóð. Ís- lenska heitið er dregið af þeirri fullyrðingu að gyðingar séu Guðs útvalda þjóð. Það verður þó ekki af sögu þeirra séð að Hann hafi verið þeim sérlega hliðhollur í gegnum tíðina. En þeir áttu sjálfir eftir að þola yfirgang og ofbeldi af hálfu innrásarþjóða síðar. Assýringar lögðu Ísrael undir sig árið 721 f.k. og herleiddu íbúana til Assýríu til svæða í nágrenni við Kaspíahafið. Í þessari herleiðingu hurfu 10 af tólf ættkvíslum Ísraelsmanna, afkom- enda sona Jakobs. Aðeins Júda og Benjamín urðu eftir í Júdeu. Það voru svo Babýloníumenn sem lögðu undir sig Júdeu og herleiddu þá gyðinga sem eftir voru í landinu, af ættum Benjamíns og Júda, til Bab- ýlon árið 586 f.k. Það var ekki fyrr en Persar höfðu sigrað Bab- ýloníumenn að konungur þeirra, Kýros, heimilaði gyðingunum að hverfa aftur heim til Palestínu til að endurreisa hof Salómons. Á 4. öld lögðu Grikkir undir forystu Al- exanders landið undir sig og frá 53. f.K. réðu Rómverjar því allt fram á 7. öld, en þeir ráku smiðshöggið á brottrekstur gyðinga frá Palestínu og þegar arabar náðu landinu undir sig var fátt um þá í landinu. Kristnir menn unnu landið í kross- ferðunum á 11. og 12. öld en Egyptar náðu völdum þar um 1260. Tyrkir lögðu landið undir sig á 16. öld og réðu þar ríkjum þar til í lok heimstyrjaldarinnar fyrri árið 1917 þegar Bretar tóku við stjórn lands- ins. Landið helga – landófriðar og átaka Hermann Þórðarson segir frá upphafi Palestínu » ... og reynt að veltaþví fyrir sér hver eða hverjir beri ábyrgð á því ástandi sem nú rík- ir í landinu og í daglegu tali er kallað Palest- ínuvandamálið. Hermann J. E. Þórðarson Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. VAXANDI vitund Reykvíkinga um umhverfismál hefur m.a. beint athyglinni að loft- mengun í borginni. Þar ber svifryk hæst í umræðunni en það er fínasta gerð rykagna sem á greiða leið í önd- unarfærin. Umhverf- issvið Reykjavík- urborgar hefur umsjón með loftmælingum og gefur út viðvaranir til almennings ef talið er að fólk með viðkvæm öndunarfæri, astma eða lungnasjúkdóma þurfi að forðast fjöl- farnar umferðargötur. Í Reykjavík stafar loftmengun fyrst og fremst af vega- samgöngum og hafa yf- irvöld því leitast við að finna leiðir til að skapa fleiri möguleika í ferðavenjum borg- arbúa. Brýnt er m.a. að bæta aðstöðuna fyrir reiðhjólafólk. Í hjól- reiðaáætlun sem borg- in vinnur nú að er gert ráð fyrir að reiðhjólið verði alvörusam- göngutæki. Frítt í strætó fyrir námsmenn er einnig að- ferð til að fækka bílum á götum borgarinnar. Sú aðferð hefur reynst vel. Nokkrir þættir hafa áhrif á loft- gæðin í Reykjavík og tengjast þeir margir áherslum yfirvalda og borg- arbúa. Reykjavíkurborg veitir öku- mönnum, sem velja bifreiðar sem menga minna, tækifæri til að leggja ókeypis í gjaldskyld stæði borginni. Hér er um að ræða stæði við stöðu- mæla og bifreiðar sem sóta minna. Umhverfissvið borgarinnar vill einn- ig sýna gott fordæmi með því að leigja visthæfar bifreiðar og kaupa reiðhjól til að starfsmenn geti skroppið á þeim á fundi eða í eftirlit í nágrenni. Visthæf bensínbifreið eyðir í blönduðum akstri 5,0L/100km eða minna og CO2-útblástur er að há- marki 120 g/km. Mikilvægast er þó að bifreiðin sé ekki á nöglum. Svifryksmengun er alvarlegt mál sem hægt er að rannsaka frá ýmsum hliðum. Meðaltöl sýna t.d. að svif- ryksmengun fækkar lífdögum Stokkhólmsbúa meira en umferð- arslys í borginni. Í rannsókn Christer Jóh- ansson kemur m.a. fram að svifryksmengun styttir lífið um 60-70 daga, umferðaslys um 30-50 daga og reykingar um 400 daga. Áhrif mengunar á heilsufar eru því brýnt rannsókn- arefni hér á landi og er Umhverfissvið nú í samstarfi við lækna á Landspítalanum og sér- fræðinga í Háskóla Ís- lands sem kanna áhrif loftmengunar á heilsu- far almennings. Borgin hefur eflt upplýsingaþjónustu vegna loftmengunar til borgarbúa. Nefna má að Umhverfissvið hefur látið hanna aðgengileg- an vefmæli þar sem al- menningur getur séð hver loftgæðin eru hverju sinni. Þennan mæli má sjá á heima- síðu Reykjavík- urborgar, Umhverf- issviðs, Menntasviðs og Leikskólasviðs. Hann er einnig aðgengilegur á mbl.is undir liðnum „veður“. Þá er skólastjórum í grunnskólum og leikskólum tilkynnt um það í tölvupósti ef ástæða þykir til að gefa út viðvörun vegna svif- ryksmengunar. Reykjavíkurborg leitar leiða til að draga úr mengun og er skuldbundin til þess samkvæmt reglugerð (nr. 521/2002) en þar segir að svif- ryksmengun megi ekki fara oftar en 23 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Þessum skiptum fækkar til ársins 2010 en þá verða skiptin að- eins sjö. Bæði borgaryfirvöld og íbú- ar þurfa því að leggja sitt af mörkum til að ná þessu mikilvæga markmiði. Fjölmargt er hægt að gera til að draga úr svifryksmengun, m.a. breyta ferðavenjum sínum, nota al- menningssamgöngur, ganga og hjóla úr og í skóla og vinnu, og nota góð vetrardekk í stað nagladekkja. Reykjavíkurborg hefur af þessu tilefni veitt upplýsingar til almenn- ings um að nagladekkin eigi að vera liðin tíð. Margt er hægt að tína til þeirri skoðun til stuðnings, mik- ilvægast er þó að gera sér grein fyrir því að góð vetrardekk virðast standa nagladekkjum framar að flestu leyti. Ryklaus Reykjavík Fluttar hafa verið útvarpsauglýs- ingar og fræðsluveggspjöld verið hengd upp undir heitinu „Ryklaus Reykjavík“. Nagladekkin skapa tvenns konar mengun; hljóðmengun og loftmengun. Nagladekkin spæna upp malbikið og má nefna að í ný- legri rannsókn á svifryki í Reykjavík var talið að ef nagladekkjum fækkaði um helming myndi draga úr meng- uninni um allt að 30%. Á heimasíðu Umhverfissviðs kem- ur fram að rannsókn á uppruna svif- ryks að vetrarlagi sýni að samsetn- ingin sé þessi: malbik (55%), bremsuborðar (2%), sót (7%), salt (11%) og jarðvegur (25%). Því má segja að 60% allrar loftmengunar að vetri til verði til vegna samgöngu- tækja. Hér er því gild ástæða til að- gerða. Mælingar á ferðavenjum borg- arbúa hafa einnig sýnt að 33% öku- ferða í borginni eru undir einum km og yfir 60% ökuferða eru styttri en þrír km. Þessar upplýsingar vekja fólk óneitanlega til umhugsunar um ferðavenjur sínar og hvort það geti hagrætt ferðum sínum. Sennilega geta flestir lagt eitthvað af mörkum. Leiðir til að draga úr svifryksmengun Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um loftmengun í Reykjavík Þorleifur Gunnlaugsson »Reykjavík-urborg hef- ur eflt upplýs- ingaþjónustu vegna loftmeng- unar til borg- arbúa, m.a. með nýjum vefmæli sem sjá má á heimasíðu borg- arinnar. Höfundur er formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. Á ÞESSU ári eru 100 ár liðin síðan Alþingi Íslendinga sam- þykkti lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands. Það er almenn- ur skilningur að þessi lagasetning hafi í senn bjargað þeim skógarleifum sem eft- ir voru á landinu og stuðlað að upp- græðslu, vörnum gegn sandfoki og landeyð- ingu. Segja má að þessi lög hafi verið fyrsta skrefið í átt til umhverfisverndar og bættrar umgengni við gróður landsins. Lögin um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands voru samþykkt á Alþingi 22. nóv- ember 1907. Á grundvelli þessara laga var forstjóri skógræktarmála landsins ráðinn og ráðherra gefin heimild til þess að skipa skóg- arverði. Upphefð vor kom að utan Þessa framsýni í upphafi ald- arinnar má eflaust með rökum tengja almennri vakningu um mál- efni lands og þjóðar en þó ber að geta þess að sú hvatning sem kom róti á landgræðslu og skógrækt- armálin í upphafi 20. aldar kom að utan. Dönskum sjóliðsforingja Carl Ryder blöskraði svo eldiviðarleysi Íslendinga að hann hafði frum- kvæði að því að sækja um styrk til danska landbúnaðarfélagsins til þess að koma á fót skógrækt- artilraunum á Íslandi. Saga skógræktar verður ekki rakin hér en á 100 ára tímamótum er rétt að staldra við nokkur atriði sem marka farveginn og mótað hafa stefnu í skógrækt hér á landi. Árið 1908 var Skógrækt ríkisins stofnuð og fyrsti skógræktarstjór- inn ráðinn. Skógrækt ríkisins var svo helsta framkvæmdastofnun skógræktar nær alla 20. öldina. Árið 1930 var Skógræktarfélag Ís- lands stofnað á Þingvöllum og beitti það sér fyrir því að vekja áhuga almennings á skógrækt. Ár- ið 1967 var stofnuð Rannsókn- arstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá en hún var að mestu leyti byggð fyrir rausn- arlega þjóðargjöf Norðmanna. Fljótsdalsáætlun um skógrækt komst á framkvæmdastig árið 1970 og markaði nýja stefnu, sem gerði bændum kleift að stunda skógrækt sem búgrein og auka með því verðgildi jarða sinna. Fljótsdalsáætl- unin varð svo und- anfari fimm landshlutaverkefna í skógrækt sem fengu sérstaka lög- gjöf árið 1999. Með þeim lögum og síðari tíma breytingum (2006) fluttist framkvæmdaþáttur skóg- ræktarstarfsins að mestu leyti frá Skógrækt ríkisins yfir til bænda sem gerðu samninga við lands- hlutaverkefnin um framkvæmdir á jörðum sínum. Á tímamótum er tilefni til þess að líta fram á veg og skoða fram- tíðina í ljósi þess sem áunnist hef- ur. Nýir tímar Núna liggur fyrir Alþingi Ís- lendinga frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórn- arráðs Íslands, mál 130. Þar eru blikur á lofti varðandi málefni Skógræktar ríkisins. Ráð- gert er að Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins færist frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyti í umhverfisráðuneyti. Reynd- ar er gert ráð fyrir að landshluta- verkefnin, þar sem langmestu skógræktarframkvæmdirnar eiga sér nú stað, verði áfram hjá land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyti. Þetta er vafasöm ráðstöfun og erfitt að sjá að meginmark- miðum frumvarpsins um einföldun stjórnsýslu sé náð fram með þess- um hætti. Annað og miklu vafasamara er að ákveðinn hluti í starfi Skóg- ræktar ríkisins á að verða áfram í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyti. Hér er um að ræða þjóð- skógana og lönd þau sem tilheyrt hafa Skógrækt ríkisins. Einnig er gert ráð fyrir að fjárveitingar til verkefna Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá verði háðar samningi milli umhverfisráðuneytis og land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytis. Ekki verður séð að þetta fyr- irkomulag, verði það samþykkt óbreytt, leiði til þeirrar einföld- unar og að skipa skyldum málum undir eina stjórn eins og segir í fyrr nefndu í frumvarpi. Fyrir eitt hundrað árum kom frumkvæði um skógræktarlög á Íslandi frá dönsk- um áhugamönnum um velferð Ís- lands. Nú er þörf á nýjum lögum um skógrækt á Íslandi. Ætla má að Alþingi Íslendinga sé í stakk búið til þess að semja laga- frumvarp sem byggist á þeirri þekkingu og reynslu sem eitt hundrað ára starf Skógræktar rík- isins grundvallast á. Lagafrumvarp sem bæði einfaldar, skýrir og skapar forsendur fyrir öflugu skógræktarstarfi á Íslandi í nán- ustu framtíð. 100 ár frá samþykkt laga um skógrækt og varnir gegn uppblæstri Hallgrímur Indriðason skrifar um skógrækt og uppgræðslu » Það er almennurskilningur að þessi lagasetning hafi í senn bjargað þeim skóg- arleifum sem eftir voru á landinu og stuðlað að uppgræðslu … Hallgrímur Indriðason Höfundur hefur starfað við skógrækt á Íslandi í rúm 30 ár og er nú skipu- lagsfulltrúi Skógræktar ríkisins á Ak- ureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.