Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 31
✝ Christel Hil-degaard Jón-
asson (f. Lettau)
fæddist í Königs-
berg í Þýskalandi
16. október 1920.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Eir 16. nóvember
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
August Lettau, f.
1887, d. 1957, og
Mörtu Lettau (f.
Schoel), f. 1888, d.
1972. Christel var
einkabarn foreldra sinna.
Christel giftist 1942 Wilhelm
Borst, sjóliðsforingja frá Königs-
berg, d. 1945.
Hinn 6. júní 1953 giftist hún
Jakobi Jónassyni, lækni frá Ak-
ureyri, f. 28. október 1920, d. 8.
júlí 2003. Þau eignuðust tvö
börn. Þau eru: 1) Hildigerður
Marta, f. 21. maí 1954, gift Lars
Gimstedt, f. 19. september 1946.
Þau eiga tvö börn, Jakob, f. 1998,
og Signýju, f. 2000. 2) Finnbogi,
f. 9. desember 1956,
kvæntur Elínu Fly-
genring, f. 12. maí
1957. Þau eiga tvær
dætur, Kristel, f.
1989, og Björgu, f.
1991.
Christel ólst upp
og bjó í Königsberg
til ársins 1945 er
hún flúði undan
innrás Rússa í Kö-
nigsberg til Lübeck
í Þýskalandi. Hún
flutti til Íslands árið
1949 og starfaði
þar í fyrstu sem heimilishjálp og
síðar á Landakotsspítala. Hún
gerðist síðan húsmóðir og bjó í
Bretlandi og Svíþjóð árin 1953-
1960 þar sem Jakob stundaði sér-
nám í geðlækningum. Þau fluttu
til Íslands og bjuggu lengst af í
Safamýri 43. Christel dvaldist
síðustu 10 árin á hjúkrunarheim-
ilinu Eir.
Útför Christelar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Christel hefur nú fengið að sofna
svefninum langa. Lífshlaup hennar
framan af ævi var ólíkt lífshlaupi ann-
arra Íslendinga og saga hennar að
sumu leyti samtvinnuð sögu Evrópu
og þeirrar kynslóðar sem upplifði
hörmungar stríðsins. Þessi kynslóð
er nú óðum að hverfa.
Christel fæddist í borginni Königs-
berg sem staðsett var í Austur-
Prússlandi við Eystrasaltið (nú Kal-
iningrad). Hún kom í heiminn ári eft-
ir að Versalasamningarnir höfðu
verið gerðir sem skiptu Þýskalandi í
tvö svæði en borgin var vagga menn-
ingar og viðskipta í Evrópu. Þrátt
fyrir óstöðugleika millistríðsáranna
voru uppvaxtarár Christelar ham-
ingjurík. Faðir hennar var nudd-
læknir en móðir hennar húsmóðir.
Eftir skólagöngu starfaði Christel við
skrifstofustörf. Hún kynnist Wilhelm
Borst sumarið 1938 er þau störfuðu
saman. Þau trúlofuðust, en í stríðs-
byrjun 1939 var hann kallaður í her-
inn og gerður að sjóliðsforingja. Þau
hittust einungis í örfáum leyfum sem
hann fékk og giftu sig árið 1942. Wil-
helm féll í orrustu á Ítalíu árið 1945
nokkrum dögum eftir að stríðinu
formlega lauk.
Königsberg var gereyðilögð í stríð-
inu. Fjölskyldur tvístruðust og hver
átti fótum sínum fjör að launa. Chris-
tel flúði burt úr borginni ásamt vin-
konu sinni og barni hennar og kom-
ust þær í skip í hafnarborginni Pillau
sem sigldi með þær til Lübeck. Faðir
hennar var í hernum en móðir hennar
varð eftir til að sjá um aldraða móður
sína.
Þýskaland eftirstríðsáranna var
dapurlegt og ekki mikið til bragðs að
taka fyrir unga ekkju. Christel frétti
af fjölskyldu Níelsar Dungal, pró-
fessors í Reykjavík, sem óskaði eftir
þýskri húshjálp. Hún skildi foreldra
sína eftir og sigldi með togaranum
Maí til Íslands árið 1949. Eftir að
hafa unnið sem heimilishjálp um
skeið starfaði Christel á Landakots-
spítala þar sem hún kynntist Jakobi
Jónassyni, aðstoðarlækni. Hann
hafði þá ákveðið að hefja sérnám í
geðlækningum og fluttu þau til Lond-
on þar sem þau giftu sig. Tveimur ár-
um seinna fluttu þau til Svíþjóðar.
Þegar til Íslands var komið árið 1960
hóf Jakob störf sem geðlæknir og
gerðist síðar sérfræðingur á Kleppi.
Þegar ég kynntist Christel á átt-
unda áratugnum kom hún mér fyrir
sjónir sem ákaflega hlý kona með
sterkan vilja sem fór ekki í felur með
skoðanir sínar. Lítið bar á því í fari
hennar að hún hefði lifað tímanna
tvenna, en við nánari kynni fór það
ekki á milli mála. Hún var ólík ís-
lenskum konum að mörgu leyti og
bar með sér ákveðinn heimsborg-
arablæ. Christel veiktist af Alzheim-
ers-sjúkdómnum við 75 ára aldur.
Jakob eiginmaður hennar sá um
hana fyrstu árin þar til hún fékk vist
á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem
hún dvaldist til dauðadags. Þar naut
hún einstakrar hlýju og umhyggju-
semi. Öllum þeim er komu að umönn-
un Christelar þökkum við aðstand-
endur hennar af alhug og biðjum
þeim blessunar.
Í eitt af þeim síðustu skiptum sem
Christel kom heim til okkar var hún
óróleg og vildi fljótlega fara. „Pabbi
og mamma bíða eftir mér,“ sagði hún.
Nú hefur Christel horfið á vit þeirra
og fengið hina eilífu hvíld. Blessuð sé
minning hennar.
Elín Flygenring.
Meira: www.mbl.is/minningar
Christel Hildegaard
Jónasson
erfiða baráttu við krabbamein. Við
viljum ekki ennþá trúa því hversu
fljótt þetta tók enda hjá þér. Við höf-
um átt yndislegar stundir saman
þrátt fyrir okkar unga aldur. Í minn-
ingu okkar lifir þú sem hressi,
skemmtilegi, fyndni frændi okkar
sem alltaf var svo gaman að vera ná-
lægt.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. ÓGK)
Elsku Linda, Þorsteinn Rúnar,
Kristófer, Viktoria og fjölskylda. Við
færum ykkur okkar dýpstu samúð
og biðjum góðan guð að vernda okk-
ur öll á þessum erfiðu tímum þegar
við kveðjum elsku Ása frænda, með
miklum söknuði.
Elísabet Inga, Berglind,
Arnar Páll og Ingvar Þór.
Elsku vinur, ekki óraði mig fyrir
þessari stundu þegar leiðir okkar
lágu fyrst saman fyrir rúmum tutt-
ugu árum. Kristinn kynnti mig fyrir
bræðrum sínum, ungum töffurum
sem áttu alla framtíðina fyrir sér.
Því er brottför þín frá okkur svo
ótímabær og ósanngjörn. Stórt
skarð hefur verið höggvið í fjölskyld-
una okkar. Eftir sitjum við sár og
leyfum huganum að reika um allar
samverustundirnar, stundum með
bros á vör en þó oftar með tárvot
augu af söknuði. Þær eru okkur allar
jafn verðmætar en dýrmætustu
stundirnar mínar með þér voru und-
ir lokin. Á sunnudeginum fyrir and-
látið lástu og raulaðir með danska
laginu hress og kátur, en það hlýjaði
okkur Kristni mikið að sjá þig ágæt-
lega hressan. Síðan þegar við sátum
bara tvö nokkrum andartökum fyrir
brottför þína og ég gat sagt þér
hversu óendanlega vænt mér þætti
um þig en ég trúi að það hafirðu allt-
af vitað. Bara að sitja hjá þér og vera
í návist þinni var yndislegt, það þarf
ekki alltaf orð til að njóta stundar-
innar og greypa hana í hjarta og
huga að eilífu.
Ási minn, ég veit þú vakir yfir
englunum þínum og leiðbeinir þeim
á þinn hátt frá æðri tilveru. Það er
huggun harmi gegn að eiga minning-
arnar um samveru okkar.
Elsku Linda, Kristófer, Viktoría,
Þorsteinn Rúnar, Einar, Brynjar og
Kristinn minn. Missir okkar og
harmur er mikill. Megi Guð styðja
okkur í gegnum þessar erfiðu stund-
ir.
Margrét (Gréta).
Undanfarna daga og vikur hef ég
haldið á vit minninganna og rifjað
upp góðar stundir sl. 17-18 ár. Hann
dyravörður, hún bardama, og bæði
unnu þau á skemmtistaðnum Breið-
vangi. Við Ásgeir hittumst fyrst í
áramótagleði í Kópavoginum þegar
við Linda Björk vinkona mín, fögn-
uðum nýjum áratug ásamt starfs-
fólki staðarins og öðrum góðum
gestum. Ég vissi ekki hver þessi
myndarlegi strákur var sem stóð
inni í eldhúsinu, í dyravarðarstell-
ingunni góðu, en eftir snörp orða-
skipti okkar á milli birtist skyndilega
í loftinu svífandi blaut borðtuska og
lenti, beint á andliti mínu. Ásgeiri
þótti vel við hæfi að lækka aðeins
rostann í þessari trítilóðu stelpu sem
æsti sig óþarflega mikið að hans
mati. Handboltakappinn missti ekki
marks. Ekki var ég alveg tilbúin að
fyrirgefa honum strax, það tók nú
reyndar hálft ár og sættir náðust á
bjartri júnínóttu á Laugarvatni þar
sem við ræddum saman í margar
klukkustundir fram undir morgun.
Ég hafði þá gert mér grein fyrir að
ég yrði að kyngja stolti mínu, því
þarna hafði vinkona mín hitt sálu-
félaga sinn. Oft höfum við nú hlegið
að þessum fyrstu kynnum.
Óteljandi minningar koma í hug-
ann, Ási að baka upp sósu í sum-
arbústaðaferðum, Þórsmörk í svarta
Blazernum, spilakvöld í Breiðholt-
inu, Gullteignum og Kleppsveginum,
milljón trilljón notalegum stundum
við spjall og annað, partí aldarinnar
áður en þau hjón héldu til Danaveld-
is í nám.
Það kom fljótt í ljós að Ásgeir var
liðtækur í heimilishaldi þeirra og
gaman að sjá hann taka til hendinni
þegar þess þurfti. Linda var sú
fyrsta af okkur vinkonunum sem
hófu sambúð og það var alveg frá-
bært hvað hann var ætíð þolinmóður
við okkur stelpurnar að hlusta á okk-
ur röfla um okkar strákavesen og
tilbúinn að hjálpa til þyrfti þess með.
Ási var mikill húmoristi og glaðvær
maður sem gaman var að þekkja.
Þetta voru góðir og glaðværir tímar,
sem ylja manni um hjartaræturnar.
En lífið er hverfult og enginn veit
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér. Eina stundina er allt bjart og
gott en þá næstu dynur yfir hræði-
legt áfall og skyndilega er allt
breytt. Ég hef á hverjum degi beðið
um kraftaverk og að Ásgeir myndi
ná sér af veikindum sínum og allt
yrði gott á ný. Ég vildi geta tekið
sorgina og sársaukann í burtu og
veitt þér gleðina á ný, elsku hjartans
Linda mín. Ég vildi geta fært þér
aftur það sem þú þráir heitast, en
það er því miður ekki í mannlegu
valdi að breyta því sem komið er. En
við stelpurnar munum hjálpa þér af
okkar fremsta megni að takast á við
þann erfiða tíma sem framundan er.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil
ég votta þeim Lindu Björk, Viktoríu,
Kristófer, Þorsteini Rúnari, Einari,
Fríði og Hávarði, bræðrum Ása og
Lindu, og fjölskyldum þeirra og ást-
vinum öllum, djúpa og innilega sam-
úð og bið almáttugan Guð að veita
þeim styrk í sorginni. Mikill er miss-
ir ykkar.
Með þessum orðum vil ég kveðja
þig, Ásgeir, og þakka þér fyrir allt
og allt, líka borðtuskuna. Minning
þín mun lifa í hjörtum okkar. Hvíl í
friði.
Anna Rudolfsdóttir og fjölskylda.
Meira: mbl.is/minningar
Fleiri minningargreinar um Ás-
geir Einarsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
LILJU INGIMARSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Auðbjörg Díana Árnadóttir, Jón Hermannsson,
Ingimundur Árnason, Jónína Þórarinsdóttir,
Ingvi Jens Árnason, Ása Helga Halldórsdóttir,
Ingimar Arndal Árnason, Dace Rumba,
Rakel Árnadóttir, Bjarni Vestmann
og ömmubörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur stuðning og veittu styrk við andlát og útför
kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
PETREU GUÐNÝJAR KONRÁÐSDÓTTUR
ljósmóður,
Hjallalundi 13b,
Akureyri.
l
Helgi Tryggvason, Janice Tryggvason,
Guðlaug Inga Tryggvadóttir, Valur Fannar,
Svandís Tryggvadóttir, Sigurjón Már Manfreðsson,
Tryggvi Pétur Tryggvason,
Ingveldur Tryggvadóttir, Sigmundur Björnsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
MARTEINN VIGFÚSSON,
Hafnarbyggð 35,
Vopnafirði,
verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 24. nóvember kl 14.00.
Bergþóra Friðbjörnsdóttir,
Friðbjörn Marteinsson, Þórunn Björnsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEFÁN LÁRUS ÁRNASON
múrari,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 22. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Haraldsdóttir,
Stella K. Stefánsdóttir, Stefán Valdimarsson,
Sigrún M. Stefánsdóttir,
Erla D. Stefánsdóttir,
Helga Stefánsdóttir, Leifur Þórsson,
Halla Björk Stefánsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður,
mágs og afa,
ERLINGS BERTELSSONAR,
Unnarbraut 13b,
Seltjarnarnesi.
Marga Thome,
Katrín Erlingsdóttir, Kristján Freyr Einarsson,
Erlingur Snær Kristjánsson,
Sigríður Bertelsdóttir,
Alfons Thome, Agathe Hahn og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
STEINGERÐAR JÚLÍÖNU JÓSAVINSDÓTTUR,
Brakanda,
Hörgárbyggð.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalarheimilinu
Hlíð fyrir góða umönnun og alúð.
Börn hennar og aðrir aðstandendur.