Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 23.11.2007, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SveinbjörnBjarkason fædd- ist í Reykjavík 27. október 1954. Hann lést 18. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Bjarki Elíasson, fyrrv. yfirlög- regluþjónn og skólastjóri Lög- regluskóla ríkisins, f. 15. maí 1923, og Kristín Sveinbjörns- dóttir húsmóðir, f. 10. maí 1930, d. 31. desember 2006. Þau skildu. Al- systkini Sveinbjörns eru Björk verkefnastjóri, f. 1950, og Stefán Elías íþrótta- og tómstunda- fulltrúi, f. 1952. Seinni kona Bjarka er Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir kenn- ari, f. 22. júlí 1938. Dóttir þeirra er Þórunn María lögfræðingur, f. 1974. Síðari eiginmaður Kristínar var Björn Jakobsson. Börn þeirra eru Þórdís, f. 1956, Árni Haukur lögfræðingur, f. 1958, og Björn Bragi, f. 1962, d. 1994. Sveinbjörn kvæntist hinn 5. desember 1981 Kristjönu Þráins- dóttur, f. 4. janúar 1953. Þau skildu. Foreldrar Kristjönu eru Þráinn Sigtryggsson vélstjóri, f. 3. júní 1927, og Ása Haraldsdóttir verslunarkona, f. 12. júlí 1928. Dætur Sveinbjörns og Kristjönu eru 1) Katrín Sjöfn sölumaður, f. 9 mars 1981, maki Jósef Zarioh sjó- maður, f. 18. desember 1973. Börn þeirra eru Axel, f. 26 maí 2001, og Aðalheiður Lára, f. 4. júní 2003. 2) Guðrún Lára þolfimi- kennari og sorphirðir, f. 18. jan- úar 1983, maki Þorsteinn Bjarna- son listamaður og sorphirðir, f. 20. september 1976. Seinni kona Sveinbjörns er Sól- veig Franklínsdóttir námsmaður, f. 4. nóvember 1968 (ógift). Foreldrar Sólveigar eru Franklín Frið- leifsson iðn- aðarmaður, f. 8. jan- úar 1945, og Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 19. júlí 1947. Sveinbjörn lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og námi í grafískri hönnun frá Rafiðnaðarskóla Ís- lands. Á sínum yngri árum tók hann þátt í söngleikjum, tískusýn- ingum og var virkur þátttakandi í tónlistarlífi. Hann vann lengi vel í tískuvöruverslununum Karnabæ og Adam. Einnig var hann einn af stofnendum plötubúðarinnar Hljómar, sem er Skífan í dag. Hann vann hjá Glóbus við sölu- störf til margra ára. Síðar stofn- aði hann auglýsingastofuna Augnablik sem var meðal fyrstu auglýsingastofa á Íslandi. Jafn- framt stofnaði hann auglýs- ingastofuna Smart. Hann var söngelskur og söng með Fóst- bræðrum í nokkur ár. Undanfarin tvö ár var hann virkur þátttak- andi í Samhjálp, AA-starfinu og SÁÁ, og vann að velferðarmálum fyrir þá sem minna mega sín. Útför Sveinbjörns fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það eru mörg tár sem renna úr augum mér þegar ég skrái þessa hinstu kveðju til þín, elsku Svein- björn minn. Það er sárt að sjá á bak barni sínu í blóma lífsins, þeg- ar ég vonaði að allt væri að breyt- ast til betri vegar í þínum málum. Við áttum saman bæði gleði- og sorgartíma allt frá því að þú varst lífsglatt barn sem fagnaði pabba þegar hann kom heim úr vinnunni og við fórum að lesa Andrés Önd, þar til þú slasaðist og þurftir að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi bæði í Reykjavík og í London. Þá tengdumst við þeim tryggðabönd- um sem aldrei rofnuðu, þrátt fyrir að við ættum ekki alltaf samleið. Þú féllst fyrir Bakkusi sem reynd- ist þér harður húsbóndi þrátt fyrir harða baráttu við hann árum sam- an. Það voru því mikil umskipti þegar þú snerir við blaðinu fyrir tveimur árum og varðst á ný gamli góði Sveinbjörn sem allir dáðu og dýrkuðu og öllum vildi hjálpa og aðstoða. Ég minnist sérstaklega ferðanna á Fiskidaginn mikla á Dalvík síðastliðin tvö sumur sem er ógleymanleg minning sem ég geymi í sjóði minninganna. Ég minnist allra símtalanna okkar en við töluðum saman hvert kvöld síð- astliðin tvö ár, í síðasta sinn síð- asta kvöldið sem þú lifðir. Ég á eftir að sakna þín sárt en ég mun geyma í minni mér allar góðu minningarnar og ég veit að vel er tekið á móti þér á strönd hinnar miklu móðu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þinn elskandi pabbi. Elsku stóri bróðir. Það síðasta sem ég bjóst við þegar ég vaknaði á sunnudaginn var að fá fréttir af andláti þínu. Mér brá illilega þegar ég heyrði rödd stóru systur hinum megin á línunni og ekki var auð- veldara að færa pabba sorgarfrétt- irnar. Þótt það væri 20 ára aldurs- munur á okkur breytti það ekki miklu. Þið Kittý voruð dugleg að koma í heimsókn þegar ég var krakki og ég man hvað ég var ætíð spennt að sjá ykkur. Það var ætíð líf og fjör í kringum þig og ég var alltaf voða montin af flotta stóra bróður. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég var eitt sinn í pössun hjá þér í Æsufellinu og þú lékst á als oddi svo að litlu systur myndi nú alveg örugglega ekki leiðast. Þú lumaðir á alls kyns spennandi dóti og sérstaklega fannst mér gaman að leika mér með segulkúlurnar sem áttu sinn fasta stað á stofu- borðinu. Eftir því sem árin liðu og aldursbilið „styttist“ áttum við margar góðar stundir. Þegar ég bjó í London vorum við í góðu sambandi í gegnum netið og alltaf varstu að tala um að koma í heim- sókn en því miður varð aldrei úr því. Þig langaði mikið til að koma aftur til London, borgarinnar þar sem þú varst á sjúkrahúsi sem barn. Þrátt fyrir harða baráttu þína við Bakkus áttum við góðar sam- verustundir síðustu tvö æviár þín þegar þér tókst að snúa við blaðinu. Loks hafði ég endurheimt stóra bróður og mikið óskaplega var það notaleg tilfinning. Við hitt- umst ævinlega þegar ég kom til landsins og ég man hversu sæll þú varst þegar ég færði þér eitt sinn kaffikönnu með uppáhaldsvini þín- um, Mikka mús. Einnig komstu oft í mat og ógleymanleg er lamb- asteikin sem þú bauðst okkur pabba og mömmu í fyrr í haust enda varstu frábær kokkur. Við áttum yndislegan tíma sam- an á Dalvík á Fiskideginum mikla í ágúst fyrr á þessu ári. Þú varst bílstjóri ferðarinnar og sást til þess að farþegunum myndi ekki leiðast. Þú hafðir búið til geisla- disk með ýmsum gullmolum og fékkst okkur öll til að raula með hverju laginu á eftir öðru, sama hvort við kunnum textann eða ekki. Á Fiskideginum sjálfum átt- um við gott spjall niðri við höfn þegar við vorum að rölta á milli bása og gæða okkur á öllum þeim kræsingum sem voru í boði. Ég á margar góðar myndir frá þessari helgi sem ég mun geyma vel, sem og minningar um dásamlegan tíma. Ég talaði við þig síðast fimmtu- daginn fyrir andlátið. Við spjöll- uðum saman í góðan tíma og með því síðasta sem þú sagðir við mig var að ég ætti þig alltaf að, ég gæti ætíð leitað til þín og hversu vænt þér þætti um litlu systur. Einnig gaf ég þér loforð sem ég ætla að halda og býst fastlega við að þú fylgist með af himnum ofan. Ég sakna þín svo mikið. Að eiga ekki eftir að sjá brosið þitt aftur og heyra smitandi hlátur þinn er svo óraunverulegt. Ég á þó góðar minningar um stóra bróður og einnig á ég hin ýmsu listaverk sem þú hefur gefið mér í gegnum tíð- ina, sem ég mun varðveita. Ég veit að þú ert nú kominn á öruggan stað, í faðm Guðs. Ég þakka fyrir að hafa átt þig sem stóra bróður sem ég kveð í dag með söknuði. Guð blessi þig. Ástar- og saknaðarkveðja, þín litla systir Þórunn María. Tilkynningar um andlát eru allt- af eins og högg í andlitið. Jafnvel þó maður eigi von á slíkri fregn hvenær sem er, eins og í þínu til- felli, elsku bróðir. Ég var svo feginn að þú fékkst að fara á þennan hátt. Líf þitt bauð upp á aðra og ljótari staði til að deyja á en heima. Líf mitt hefði svo sannarlega orðið fátæklegra ef ég hefði ekki átt þig að sem bróður og góðan vin og ég veit að það var gagnkvæmt. Það var svo óteljandi margt sem tengdi okkur saman bæði í gleði og sorg og nú þegar sorgin flæðir yfir geymi ég í hjartanu allar gleði- stundirnar okkar, samtölin og ljóð- in. Auðvitað sárnaði mér stundum þegar við höfðum setið og spjallað heila nótt og þú mundir varla orð af því daginn eftir. Þá hafði ég eytt orðum mínum og tíma í Svarta- Sveinbjörn sem sat alltof oft á öxl þinni og stjórnaði of lengi lífi þínu og gjörðum. Á hinni öxlinni sat hinn raunverulegi Sveinbjörn. Það var listamaðurinn, hugmyndasmið- urinn, húmoristinn og hinn góð- hjartaði pabbi og afi. Það var sá Sveinbjörn sem ég fékk að kynnast aftur tvö síðustu árin þín og er svo ómetanlega þakklátur fyrir. Þú sagðir mér að þú hefðir ekk- ert óskað þér að verða opinber talsmaður utangarðsfólks og bar- áttumaður fyrir húsnæði því til handa. En ég veit að það gaf þér mikið og kjarkurinn sem þú sýndir með því að koma fram opinberlega og segja þína sögu hefur örugg- lega hjálpað einhverjum sem stóð eða stendur kannski enn í þínum sporum. Ég var svo stoltur af þér, elsku bróðir, og hvatti þig til dáða en eins og oft áður þurftir þú líka að berjast við þann sjúkdóm sem enn í dag mætir fordómum og dóm- hörku. Elsku Katrín og Lára. Guð veiti ykkur styrk í sorginni og munið að láta ljósið vísa ykkur veginn á þessum erfiða tíma. Elsku bróðir. Hvíl í friði. Stefán Bjarkason. Sveinbjörn minn, þá er komið að kveðjustundinni. Við eiginlega ólumst upp saman, frá unglingsárum, í rúmlega 20 ár. Við áttum yndislega tíma saman, og líka ekki svo yndislega, en ég ætla ekki að muna þá, bara okkar góðu stundir, skemmtilegar, mikið um að vera. Við áttum saman eitt stórkostlegt. Stelpurnar okkar. Fyrst kom Katrín og svo Lára, við, komin með tvær stelpur, á einu ári! Þú varst FRÁBÆR pabbi, alltaf til í að leika með þeim, liggja í gólfinu, kubba, barbí, lesa, syngja, já syngja, kenna þeim lög og texta, enda kunnu þær að syngja allt, og voru alltaf syngj- andi, bara litlar stelpur. Fara út að hjóla, búa til engil í snjónum, fara niður á tjörn, á skauta, eða bara eitthvað. Þú lagðir það meira að segja á þig eitt kvöldið að skríða um skóginn í Húsafelli og fela strumpa út um allt, og hvílíkt ÆV- INTÝRI að vakna í Strumpaskógi! Ég fann einn, ég líka, ég fann, ég fann, allan daginn hljómuðu köllin í stelpunum. Öll börn elskuðu þig, vinir stelpnanna, barnapíur, frænkur, þú varst svo skemmti- legur, hlýr og góður, talaðir við þau á þeirra nótum. Þú mátt vera stoltur af stelp- unum þínum, þær eru yndislegar ungar konur núna, sterkar, dug- legar, heilbrigðar, fallegar að utan sem innan. Vinir vina sinna, eins og þú. En þín hefur verið þörf á ein- hverjum öðrum stað, til að skemmta börnum og leika við þau. Ég veit að þú passar stelpurnar okkar og vakir yfir þeim, og litlu afabörnunum, Axel og Allý. Þú hefðir orðið frábær afi! Sveinbjörn minn, far þú í friði, vinur. Þín Kristjana (Kittý). Það er sárt að setjast niður og skrifa minningargrein um frábær- an mann sem deyr langt fyrir ald- ur fram og hafði svo margt til að bera, meira en margur annar. Ég minnist Sveinbjörns bara á já- kvæðan hátt, hann var hlýr og ein- staklega fallegur maður jafnt utan sem innan og gaf endalaust mikið af sér, vildi allt fyrir alla gera og gerði vel við marga. Hann hafði svo mikla hæfileika á listasviðinu, það er óhætt að segja að hann hafi verið mjög fjölhæfur, hann var frá- bær hönnuður og söng yndislega vel með sinni djúpu fallegu rödd, hann var svo hugmyndaríkur og kom manni sífellt á óvart með skemmtilegum uppfinningum sín- um, sem hann samviskusamlega teiknaði og skrifaði niður og geymdi í möppum. Hann samdi mikið af ljóðum og sögum, málaði myndir og bjó til alls konar hluti og listaverk sem engum öðrum hefði dottið í hug að framkvæma nema honum, já einstakur var hann og frumlegur í sinni list. Hann var góður faðir og var of- boðslega stoltur af dætrum sínum og talaði mikið um þær og barna- börnin sín við mig, heimilið hans var líka einstaklega hlýlegt og smekklegt. Hann var smekkmaður á allan hátt og hafði rosalega gott auga fyrir að gera heimili sitt fal- legt. Hann var mjög klár og datt oft í djúpar pælingar um lífið og tilveruna og við áttum mjög marg- ar stundir þar sem við töluðum tímunum saman um allt milli him- ins og jarðar, tilgang lífsins og Guð. Það er bara svo stutt síðan við áttum svona langt og gott spjall og ég heyrði það vel á hon- um að hann einlæglega vildi og ætlaði sér að gera svo marga góða hluti í framtíðinni, bæði fyrir sjálf- an sig og aðra og ég er þakklát fyrir að hann skyldi deila því með mér. Já, mér þykir bara svo leitt að hann getur ekki verið hérna lengur á meðal okkar til að fram- kvæma þetta allt saman. Þótt hann hafi átt ansi langa og erfiða kafla oft á tíðum í lífinu var hann eins og fuglinn Fönix sem reis upp úr öskunni og var kraftmikill sem aldrei fyrr, hann gafst sko ekki auðveldlega upp! Ég efast ekki um að hann sé kominn á betri stað núna, svona stórfenglegur maður með sitt fallega hjartalag getur bara verið í faðmi Guðs á meðal fallegustu englanna í himnaríki. Ég geymi minningar mínar um hann sem gull og hann hafði djúp- stæð áhrif á mig og mitt líf, sem ég mun alltaf varðveita í hjarta mínu. En nú kveð ég Sveinbjörn og það er sárt því ég veit ég mun aldrei hitta neinn líkan honum aft- ur. Söknuðurinn verður alltaf til staðar hjá mér og öllum sem voru svo lánsamir að fá að kynnast hon- um. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga svona margar stundir með honum og ég er viss um að hann tekur vel á móti mér þegar minn tími kemur. Ég vil votta Láru og Katrínu og allri hans fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð og megi Guð gefa þeim styrk til að halda áfram með lífið sem mun án efa verða fá- tæklegra án hans. Er augum ég beini út í ómælisgeim ertu samt nálægur mér því stjarnanna blik og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. (Persnesk speki) Hvíl í friði, elsku hjartans Svein- björn minn. Þín vinkona Sonja Berglind Hauksdóttir. Hver er sinnar gæfu smiður seg- ir í máltækinu. En líkt er með þær smíðar sem aðrar, að sumt hrein- lega leikur í höndunum á einum meðan fátt gengur upp hjá öðrum. Sá sem hér er kvaddur bjó yfir margvíslegum kostum og kunn- áttu. En einhvern veginn tókst ekki alltaf að samhæfa. Samleið mín og Sveinbjörns Bjarkasonar varði um tíma er við sungum saman í Karlakórnum Fóstbræðrum. Sveinbjörn kom mér fyrir sjónir sem rólyndur og yfirvegaður maður sem hafði á takteinum margvíslegar hugmynd- ir, enda bjó hann yfir frjórri hugs- un. Rödd hans var þýð og djúp bassarödd sem hann nýtti af góðri tónvísi. Þrátt fyrir að söngurinn gæfi honum mikið og honum þætti vænt um Fóstbræður, var því líkt farið með kórinn og annað í lífi hans, stjórnvölurinn var ekki alltaf hans. Bakkus konungur var aldrei fjarri og átti til að taka hraustlega í stjórntaumana í lífi Sveinbjörns. Samhljómurinn sem hann átti svo auðvelt með í söng, var ekki eins auðveldur utan söngsins. Af þeim sökum varð samvera okkar í kórn- um styttri en til stóð. Undanfarin ár fór ekki framhjá neinum að Bakkus hafði náð al- gjörum yfirráðum í lífi Sveinbjörns og bjó honum afar erfiða kosti. En, þrátt fyrir það, bar hann sig alltaf vel ef leiðir okkar lágu saman. Mér fannst það stundum vera vegna þess að hann var maður til þess að mæta sjálfum sér. Hann sá sig eins og ég sá hann. Síðast þegar ég var á Íslandi, á göngu niður Bankastrætið, flautar á mig bíll. Ökumaðurinn heilsar skælbrosandi og leit svona ljóm- andi vel út. Var Sveinbjörn þar á ferð. Er ég spurðist fyrir um hann var mér sagt að hann væri búinn að ná tökum á lífi sínu að nýju og farinn að berjast fyrir málefnum þeirra sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Það fannst mér honum líkt. Það er erfitt að setja sig inn í hugarheim þess sem lifað hefur svo ólíka tíma, hvað þá að setjast í dómarastól. Öll bregðumst við einhvern tíma. Einhvern veginn. Eyþór Eðvarðsson. Kæri vinur. Það er sárt að þurfa að kveðja þig með þessum fátæk- legu orðum, þegar maður getur sagt svo ótalmargt. Þegar stórt er spurt, er fátt um svör. Þú varst svo fallegur að utan sem innan. Þú varst svo góður drengur, hjartalag þitt gagnvart öðrum var svo stórt og mikið. Og þegar þú birtist hjá mér sagðir þú alltaf eitthvað svo fallegt, sem yljaði manni um hjartarætur. Þú hafðir átt við veikindi að stríða, vinur minn, og þá þótti þér sárt að særa dætur þínar og aldr- aðan föður. Þú sagðir mér oft hvað þér liði illa yfir því. En sem betur fer náðir þú að gleðja þau með bata þínum áður en þú kvaddir. Góða ferð, kæri vinur. Góður Guð styrki fjölskyldu þína í sorg sinni. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði of margt, ef telja skyldi það allt. Í lífsins bók það lif- ir samt og er letrað skýrt á eitt- hvaðblað. Ég fann í þínu stóra hjarta helstu tryggð og vináttunn- ar ljós og gerir dimman vetur bjartan. Úr dufti sprettur lífsins rós. Þín vinkona og vinnufélagi, Borghildur Símonardóttir. Sveinbjörn Bjarkason  Fleiri minningargreinar um Sveinbjörn Bjarkason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.