Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Fundarboð Sparisjóðs Vestfirðinga Stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga boðar hér með til fundar stofnfjáreigenda, föstudaginn 30. nóvember 2007, klukkan 17.00. Fundarstaður er Félagsheimilið á Þingeyri. Dagskrá: 1. Tillaga um samruna við Sparisjóðinn í Keflavík og Sparisjóð Húnaþings og Stranda. 2. Tillaga um aukningu stofnfjár, þ.e. heimild til stjórnar að auka stofnfé að söluverðmæti allt að kr. 1.229.325.000 og að samfara falli niður eldri heimild til aukningar stofnfjár. 3. Kynning á stofnun menningarsjóðs. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn verða afhent stofnfjáreigendum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 16.00. 22. nóvember 2007, stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hjarðarland 6, 208-3702, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hilmar Þór Sævars- son, Guðrún Elvira Guðmundsdóttir og Guðmundur Eggertsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Glitnir banki hf, Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., Mosfellsbær, Sparisjóður Vestfirðinga og Sparisjóðurinn á Suðurlandi, þriðju- daginn 27. nóvember 2007 kl. 11:00. Markholt 17, 208-3887, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hilmar Bergmann, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Tollstjóraemb- ættið, þriðjudaginn 27. nóvember 2007 kl. 10:30. Miðholt 11, 208-4144, 51% ehl., Mosfellsbæ, þingl. eig. Erna Björg Kjartansdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., þriðjudaginn 27. nóvember 2007 kl. 10:00. Rauðarárstígur 11, 200-9690, Reykjavík, þingl. eig. Bryn ehf, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 27. nóvember 2007 kl. 14:30. Rauðarárstígur 30, 201-0837, Reykjavík, þingl. eig. Guðjón Ágúst Agnarsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 27. nóv- ember 2007 kl. 15:00. Skeljatangi 25-27, 222-2935, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ásgeir Baldur Böðvarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 27. nóvember 2007 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 22. nóvember 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hamratún 38, íb. 07-0101, Akureyri (227-6835), þingl. eig. Lilja Björg Þórðardóttir og Kraftverk Byggingaverkt. ehf, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, miðvikudaginn 28. nóvember 2007 kl. 11:00. Helgamagrastræti 26, Akureyri (214-7292), þingl. eig. Jónborg Sigurð- ardóttir og Sigurður Guðmundsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 28. nóvember 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 22. nóvember 2007. Til sölu Bókaveisla í Kolaportinu 50% afsláttur af öllum bókum hjá Þorvaldi. Ath. Aðeins þessa helgi. Opið kl. 11-17. Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Grunnar, dren, skolplagnir, jarðvegsskipti, efnissala og smágröfuleiga o.fl. Gerum föst verðtilboð. Guðjón, s. 897 2288. Tilkynningar IN THE HIGH COURT OF JUSTICE, CHANCERY DIVISION, COMPANIES COURT No. 7034 of 2007 IN THE MATTER OF NM PENSIONS LIMITED and IN THE MATTER OF NM LIFE LIMITED (together the “Transferor Companies”) and IN THE MATTER OF WINDSOR LIFE ASSURANCE COMPANY LIMITED and IN THE MATTER OF THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000 NOTICE IS HEREBY GIVEN that, on 2 October 2007, an application was presented to Her Majesty’s High Court of Justice by the Transferor Companies (as defined above) for an order under Section 111 of the Financial Services and Markets Act 2000 sanctioning a scheme (“the Scheme”) for the transfer of their insurance businesses including all of their policies, assets and liabilities to Windsor Life Assurance Company Limited (“Windsor Life”). Copies of the Scheme, of a report in accordance with Section 109 of the said Act on the terms of the Scheme by Mr N Dumbreck (an Independent Expert, whose appointment was approved by the Financial Services Authority), and of a statement which sets out the terms of the Scheme and contains a summary of the Independent Expert’s report may be obtained by any person free of charge by contacting the Transferor Companies or Windsor Life using the appropriate telephone numbers or appropriate addresses set out below until the making of an order sanctioning the Scheme. Alternatively you can access these documents on the websites set out below until the making of such an order. The application is directed to be heard before the Applications Judge at the Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL on 11 December 2007. Any person (including an employee of either of the Transferor Companies or Windsor Life) who alleges that he/she would be adversely affected by the carrying out of the Scheme may appear at the hearing in person or by counsel or solicitor advocate. Any person who intends so to appear, and any policyholder of either of the Transferor Companies or Windsor Life who dissents from the Scheme but does not intend so to appear, is requested to give notice in writing of such intention or dissent, and the reasons therefor, to the solicitors named below not less than two clear days before the hearing. The Transferor Companies can both be contacted at Tomorrow, Tilehouse Street, Hitchin, Herts, SG5 2DX or on 0845 606 4130 for enquiries relating to this transfer. Their website address is www.tomorrow.co.uk Windsor Life can be contacted at Windsor Life Assurance Company Limited, Windsor House, Ironmasters Way, Telford Centre, TF3 4NB or on 0870 887 3333. Their website address is www.windsor-life.com 23rd November 2007 Linklaters LLP (for the attention of DEOB), One Silk Street, London EC2Y 8HQ Solicitors for the Transferor Companies and Windsor Life Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur séra Tómas Sveinsson erindi sem hann nefnir “Brúðarmystík í Biblíunni” í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Á laugardag 24. nóvember kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30 heldur Sigríður Einarsdóttir erindi: “Maríusaga í máli og myndum.” Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin svo og bókasafn félagsins m. miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  188112381/2  E.T.1. I.O.O.F. 1  18811238  E.T.2 Raðauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR Rangt farið með nafn RANGT var farið með nafn Hafþórs Arnar Þórðarsonar, skipstjóra á Er- ling KE, í viðtali við hann í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT JÓLAKORT Geð- hjálpar 2007 eru komin út. Mynd- in á kortunum í ár er helgimynd eftir Þorstein Einarsson. Kortin eru af stærðinni 10,4 x 14,8 cm. Verð á jólakortum með umslögum, 10 stk. í pakka með texta, er 1.200 kr. Kortin eru til sölu á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykja- vík, í síma 570-1700, virka daga kl. 9-16, einnig er hægt að senda fyrir- spurnir/ pantanir á netfangið: ged- hjalp@gedhjalp.is. Jólakort Geð- hjálpar komin út STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu mála á húsnæð- ismarkaði í ályktun sem stjórnin samþykkti. „Verðmyndun á markaðnum sem og aðstæður á lánamarkaði gera það nú að verkum að ungu fólki er nánast ómögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Þá er leigumarkaðurinn ekki valkostur til lengri tíma enda leigu- verð á íbúðarhúsnæði nú einnig í sögulegu hámarki. Ungt fólk krefst raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda, enda ekki boðlegt að einu viðbrögð for- sætisráðherra þjóðarinnar séu að segja fólki að kaupa sér ekki hús- næði. Þörf fólks fyrir húsnæði hverf- ur ekki þótt forsætisráðherra kunni að óska sér þess. Stjórnvöld verða að stemma stigu við villtum dansi bankanna á mark- aðnum og standa vörð um Íbúðalána- sjóð sem tryggir aðgang allra lands- manna að ódýru lánsfé, óháð búsetu. SUF hefur í hyggju að halda áfram að láta til sín taka í umræðu um húsnæðismál ungs fólks. Stefnt er að málþingi um efnið sem nánar verður auglýst síðar.“ SUF krefst aðgerða í hús- næðismálum MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu vegna frétta um sölu á fasteignum á varnarliðssvæðinu. „Við brottför varnarliðsins haustið 2006 tóku íslensk stjórn- völd við varnarsvæðinu á Keflavík- urflugvelli ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Alþingi samþykkti þá um haustið lög um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu en því var skipt í þrjá hluta, flugvall- arsvæði, öryggissvæði og þróun- arsvæði. Lögin heimila Þróunar- félagi Keflavíkurflugvallar ehf., sem stofnað hafði verið 26. október 2006, að annast í umboði ríkisins umsýslu fasteigna á svæði sem koma eigi hið fyrsta í arðbær borgaraleg not. Fram kemur í at- hugasemdum með frumvarpinu að í umsýslu felist m.a. úttekt á svæð- inu, hreinsun þess og eftir atvikum niðurrif mannvirkja, rekstur, sala og útleiga fasteigna. Þar segir ennfremur að fjármálaráðherra muni gera þjónustusamning við fé- lagið í samræmi við lög um fjár- reiður ríkisins. Félagið sjálft muni gagnvart þriðju aðilum lúta sömu reglum og ríkið varðandi t.d. út- boðsskyldu verkefna og gagnsæi og jafnræði í rekstri og umsýslu eigna. Í fjárlögum ársins 2007 er ennfremur heimild til fjármálaráð- herra til að selja eignir ríkisins á varnarsvæðinu. Þjónustusamningur Þróunar- félagsins við fjármálaráðherra var undirritaður 8. desember 2006. Þar segir meðal annars að tilgang- urinn með stofnun félagsins hafi verið sá að koma fasteignum í eigu ríkisins á svæðinu sem fyrst í skipuleg, hagfelld, borgaraleg not með það að markmiði að jákvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæðum áhrifum á nærsam- félagið verði haldið í lágmarki. Lögð er áhersla á að ljúka sölunni á sem stystum tíma, þó þannig að það samrýmist markmiðum um hagkvæma nýtingu eignanna. Áréttað er að félagið skuli ávallt við sölu eigna ríkisins gæta þess að mismuna ekki aðilum og í því skyni skuli eignirnar auglýstar op- inberlega til sölu og val á viðsemj- endum ekki byggjast á öðrum sjónarmiðum en mati á hagstæð- asta tilboði. Þá eru í þjónustu- samningnum ákvæði um almennar skyldur samningsaðila, þ.m.t. um að Þróunarfélagið skuli virða út- boðsskyldu skv. lögum um opinber innkaup og hæfisreglur stjórn- sýslulaga. Rétt er að taka fram að tilvísunin í lög um opinber inn- kaup vísar fyrst og fremst í kaup félagsins á verki, þjónustu eða vöru. Tryggilega var þannig frá því gengið af hálfu löggjafans og fjár- málaráðherra að traust umgjörð væri um starfsemi Þróunarfélags- ins og sölu fasteigna ríkisins af þess hálfu. Sú fullyrðing að Rík- iskaup hefðu átt að annast sölu fasteignanna á ekki við rök að styðjast, sbr. t.d. 9. gr. reglugerð- ar um ráðstöfun eigna ríkisins nr. 206/2003 þar sem segir að fjár- málaráðherra geti við sérstakar aðstæður veitt heimild til að víkja frá ákvæðum hennar varðandi framkvæmd við sölu eigna ríkisins. Þá eiga ákvæði laga um útboðs- skyldu á Evrópska efnahagssvæð- inu ekki við um þá sölu fasteigna sem hér um ræðir. Þróunarfélag Keflavíkurflugvall- ar er alfarið í eigu ríkisins og fer forsætisráðherra með hlutabréf ríkisins í félaginu. Ákveðið var við stofnun þess að bjóða sveitarfélög- unum á Suðurnesjum aðild að stjórn félagsins enda eiga þau mikið undir því að umbreyting varnarsvæðisins í borgaraleg not heppnist vel. Sveitarfélögin eiga einn fulltrúa af þremur í stjórn fé- lagsins og geta meðal annars þannig haft umtalsverð áhrif á þróun svæða, val á starfsemi sem laða á að og þar með á ráðstöfun eigna. Fljótlega eftir að félagið tók til starfa kom í ljós að sala eigna gæti gengið hraðar en búist var við. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur reglulega upplýst bæði fjármálaráðuneytið og forsætis- ráðuneytið, sem handhafa hluta- bréfs ríkisins í félaginu, um fyr- irkomulag sölu á eignum og önnur verkefni félagsins. Þá er rétt að geta þess að fjármálaráðherra gaf Þróunarfélaginu 8. maí sl. almennt umboð til sölu fasteigna þannig að hver einstök sala hefur ekki verið borin upp við fjármálaráðherra til samþykktar.“ Yfirlýsing vegna umræðu um Þróunarfélagið OPIÐ hús verður hjá dagvist og endurhæfingu MS-félagins, Sléttu- vegi 5, á morgun, laugardaginn 24. nóvember, kl. 13-16. Boðið verður upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu verði. Munir sem unnir eru í dagvistinni verða til sölu. Hljómsveitin South River Band mun spila kl. 14. Hún verður með nýja diskinn sinn til sölu, til styrkt- ar MS-félagi Íslands. Opið hús hjá dag- vist MS-félagsins ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.