Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 41
ÓPERUPERLUR
WWW.OPERA.IS
MIÐASALA 511 4200
Í KVÖLD, 23. NÓVEMBER, KL. 20
ANNAÐ KVÖLD, 24. NÓVEMBER, KL. 20
Föstudagur 23. nóvember kl. 20:00
Sungið frá hjartanu
Jón Þorsteinsson tenór og Hörður Áskelsson
orgelleikari flytja sálma af nýútkomnum geisladiski
ásamt annarri tónlist. Miðaverð 1.000 kr.
Sunnudagur 25. nóvember kl. 17:00
Passionale
Tríó skipað Pamelu De Sensi flautuleikara, Martin
Frewer fiðluleikara og Sophie Schoonjans hörpu-
leikara flytur ástríðufulla tónlist ættaða frá
Frakklandi og Spáni. Miðaverð 1.000 kr.
Miðasala við innganginn
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Á NÆTURVAFRI um netheima
rakst ég á upplýsingar sem fengu
mig til að hnykla brýrnar, þó ég yrði
kannski ekki sérstaklega hvumsa við
fréttirnar. Ég hafði verið að skrifa
eilítið um hina vinsælu sveit Weezer
og var kominn einu sinni sem oftar
inn á Wikipedia.org, hið anarkíska
undraverk sem netið var gert til að
þjóna finnst manni. Ég fór að rann-
saka aðeins fyrrum meðlimi Weezer,
en einn bassaleikarinn, Mikey
Welsh, staldraði stutt við í sveitinni,
þurfti að hætta þar sem hann fékk
taugaáfall og fór inn á hæli í kjölfar-
ið. Það var nett drama í kringum
þetta á sínum tíma, fréttaskrif og
slíkt, en Welsh naut þó nokkurra
vinsælda á meðal aðdáenda Weezer.
Hann kom inn í sveitina 1998 en
hætti 2001 en var nógu lengi um
borð til að taka þátt í þriðju breið-
skífu Weezer, sem heitir bara Wee-
zer en er iðulega kölluð græna plat-
an. Sú plata þótti reisa Weezer við á
nýjan leik vinsældalega og inniheld-
ur smellinn „Hash Pipe“.
En ég fer semsagt inn á Wikkipe-
díuvefsíðuna hans Mikey Welsh og
þar stendur efst „Mikey Welsh (Ap-
ril 20, 1971 - November 19, 2007)
was an outsider artist and former
bassist of the band Weezer“. Sam-
kvæmt þessu er hann semsagt lát-
inn, lést á mánudaginn síðasta. Það
er hins vegar ekkert meira sagt um
þetta. Ég var ekki hissa, en líf Welsh
hefur verið plagað af geðsjúkdóm-
um, en ég ákvað nú að leita mér
frekari staðfestingar áður en ég
myndi skrifa frétt um málið, enda
Wikipedia opinn vefur þar sem hver
sem er getur skrifað inn upplýsingar
og hagrætt greinum á fremur auð-
veldan hátt, eitthvað sem er helsti
styrkur en um leið helsti veikleiki
síðunnar.
Eftir þó nokkra rannsóknarvinnu
hef ég ekkert fundið og málið því allt
hið grunsamlegasta. Miðað við um-
ferðina um Wikkipedíuna, og vin-
sældir Weezer, væri þá ekki einhver
búinn að minnast á þetta? Ég fór á
aðdáendatöfluna, sem er vistuð á
weezer.com og ekkert var þar. Mig
grunar helst að Welsh hafi sett þetta
þarna inn sjálfur, í einhverju kasti.
Þetta mál opnar fyrir aðra og víð-
feðmari umræðu sem er ekki hægt
að klára hér og nú; þ.e. um heimild-
argildi Wikkipedíunnar. Í raun er
það rýrt vegna eðli síðunnar, og alla
hluti sem þar er að finna ætti að tví-
tékka séu menn að notast við Wik-
kipedíuna í greinaskrifum. En
viðbúið er að á þeim hraða sem fjöl-
miðlaheimurinn vinnur sjái menn í
gegnum fingur sér með það. Síð-
urnar verða hins vegar traustari,
eftir því sem málin eru stærri.
T.a.m. er vel haldið utan um síður
Pink Floyd og U2, einfaldlega vegna
þess að úti um allan heim eru trúf-
astir aðdáendur sem passa upp á að
hlutirnir séu í lagi og réttir.
Þessar vangaveltur breyta því þó
ekki að enn er það á huldu hvort Mi-
key Welsh er allur eður ei. Ef ein-
hver veit eitthvað má hann senda
mér línu … eða bara setja það sem
hann veit beint inn á Wikkipedíuna!
Skrítið Mikey Welsh var/er ólíkindatól en það á nú líka við Wikkipedíuna.
Lífs
eða
liðinn?
Wikipedia segir
bassaleikara
Weezer látinn
Fréttir á SMS
- kemur þér við
Íslendingar afkasta
litlu í vinnunni
Nemendur beita
kennara ofbeldi
Tölvusjúkir foreldrar
vakna ekki til barnanna
Ólafur Ragnar
verður ríkari
Herra Ísland var
plataður til að vinna
Það besta í bænum
um helgina
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?