Morgunblaðið - 05.12.2007, Page 6

Morgunblaðið - 05.12.2007, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „MIÐAÐ við stöðuna á mörkuðum, þann óróa sem nú er og hugsanlegan óróa fram- undan þá töldum við að þyrfti að styrkja eig- infjárgrunn FL Group,“ segir Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjórnarformaður FL Group og Baugs Group, spurður um ástæður þess að styrkja þurfi efnahag FL Group. „Fl Group er kjölfestufjárfestir í banka og rekur tryggingafélag. Við teljum að fast- eignir passi mjög vel við þær eignir og þær muni styrkja hvorar aðrar. En það er engin launung að eiginfjárhlutfall félagsins var orð- ið heldur lágt.“ Jón Ásgeir segir að gengið 14,7 á nýju hlutafé í FL Group sé samkvæmt útreikningi sem hafi verið rökstuddur af bönkunum. Hann neitar því að það gengi sem hefur verið á bréfum félagsins að undanförnu, þ.e. 19 til 20, sé of hátt. Hins vegar sé eðlilegt, þegar um svo stór viðskipti sé að ræða og í því ár- ferði sem við búum nú við, að gefa afslátt af verðinu. Afsláttur af verði eðlilegur „Við sjáum dæmi eins og Finnair, sem við þekkjum mjög vel enda höfum við fjárfest í því, sem var að gefa út hlutafé með 25% af- slætti. Og Storebrand var að gefa út með 40% afslætti. Þetta gera menn til að ná inn fé á erfiðum tímum. Það breytir því ekki að eft- ir stendur sterkara félag fyrir þá fjárfesta sem eru núna inni. Þess vegna eru meiri lík- ur á því að gengið fari upp frá 14,7.“ Hann staðfestir að miklir sviptivindar hafi leikið um FL Group á þriðja ársfjórðungi vegna þrenginga á fjármálamarkaði sem gengið hafa yfir að undanförnu og telur að vextir á lánsfé séu orðnir alltof háir, bæði hér á landi og í Evrópu. Jón Ásgeir boðar hagræðingu í rekstri FL Group og segir ýmislegt verða skoðað hvað það varðar. Þó liggur fyrir að skrifstofa fé- lagsins í Danmörku verði lögð niður og reksturinn þar sameinaður rekstrinum í London. „Það er alveg ljóst að það eru færri fjár- festingartækifæri sem menn geta klárað á þessum tímum. Við munum velja mjög vel næstu fjárfestingar. Auk þess höfum við nóg að gera innanhúss, að byggja upp TM, byggja upp Glitni, byggja upp fasteignirnar.“ Hvað varðar Baug segir Jón Ásgeir að fjárfestinga- og fasteignaarmur Baugs verði nú eingöngu fjárfestingaarmur og það ein- faldi rekstur Baugs. Baugur geti því einbeitt sér meira að smásölunni og í því sjái hann tækifæri. Hann segir af og frá að sett hafi verið skil- yrði í viðskiptunum um að Hannes Smárason færi úr forstjórastólnum. „Alls ekki. Þetta er allt í góðri sátt. Hannes átti hugmyndina að því að standa upp úr stólnum á þessum tíma- punkti, þar sem Baugur var orðinn kjölfestu- fjárfestir í fyrirtækinu.“ „Eiginfjárhlutfallið var orðið heldur lágt“ Morgunblaðið/Ómar Jón Ásgeir „Við munum velja mjög vel næstu fjárfestingar.“ HANNES Smárason hættir sem forstjóri FL Group og tekur sæti í stjórn félagsins. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að und- anfarin ár hef ég gegnt tveimur hlutverkum hjá félaginu. Annars vegar hef ég verið kjölfestu- fjárfestir með stærsta eignarhlutinn og hins vegar forstjóri. Með þessum miklu breytingum sem verða á félaginu kemur inn nýr kjölfestu- fjárfestir í félaginu og þá finnst mér mjög eðli- legt að stíga til hliðar en koma áfram að starf- semi félagsins sem fjárfestir í stjórn þess. Ég vil gefa nýjum aðila tækifæri til að stíga fram og móta framtíðina þannig að ekki sé verið að blanda saman annars vegar ímynd Hannesar Smárasonar og ímynd FL Group, vegna þess að hún er í rauninni svolítið samtvinnuð út af sögunni.“ Við hlutafjáraukninguna þynnist eign- arhlutur Hannesar í FL Group og hann áætlar að þegar upp verði staðið muni hans hlutur í fé- laginu nema í kringum 15%. Hann segist mjög sáttur við þessa niðurstöðu mála. „Við verðum að horfast í augu við að nú eru þannig tímar, eins og við höfum séð bæði hér innanlands og á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum, að menn þurfa að búa sig undir að þurfa að herða ólina. Þetta þýðir fyrir fyrirtæki eins og FL Group, sem er með stórar fjárfestingar og þá sérstaklega í fjármálageiranum, að það þarf sterkari eiginfjárgrunn til þess að geta staðið þessar sveiflur af sér. Þess vegna er þessi styrking svo mikilvæg. Á þessum tilteknu tímamótun sem eru í raun alveg ný fyrir heim- inn – það eru 20 ár síðan við höfum séð viðlíka tíma á fjármálamörkuðum – þá þarf maður að hugsa meira um sinn hag sem fjárfestir og um hag fyrirtækisins heldur en endilega hvað væri hagkvæmast ef tímarnir væru öðruvísi. Mér finnst þetta vera skynsamleg og rétt nálgun.“ Hannes segist sjá mörg tækifæri fyrir sjálf- an sig á öðrum vettvangi, t.d. á sviði orkumála. Þar sjái hann tækifæri sem þurfi að sinna vel. „Ég hef mjög gaman af því að byggja hluti upp frá grunni og að fjárfesta í mörgum ólíkum verkefnum og held að það henti mér mjög vel að vera í því hlutverki. Eins og ég hef sagt áður við svipuð tækifæri, þá horfi ég aldrei í baksýnis- spegilinn. Hann er bara ekki til,“ hlær hann við. Um styrkinguna á FL Group segir Hannes að ástæðan liggi að mestu í þeim sveiflum sem kunni að vera framundan. „Félagið var í sjálfu sér fjárhagslega sterkt, með eigið fé langt yfir 100 milljarða, þannig að í sjálfu sér var aldrei nein hætta á því að það yrði illa statt. Menn rugla stundum saman sveiflum á undirliggjandi eignum og eigin fé. Eigið fé félagsins var alveg nægjanlegt. Hins vegar, til þess að hafa borð fyrir báru og geta tekið enn frekari dýfur á sig, þá held ég að þessi aðgerð hafi verið nauðsyn- leg. Og ekki síður til að renna fleiri stoðum und- ir reksturinn, fá fjölbreyttari tekjumyndun og gera fyrirtækinu kleift að draga úr markaðs- áhættu með því að fara þarna inn á nýtt svið,“ segir Hannes. „Mjög eðlilegt að stíga til hliðar“ Morgunblaðið/Ómar Hannes „Ég vil gefa nýjum aðila tækifæri til að stíga fram og móta framtíðina.“ „ÞETTA eru vissulega ánægjuleg tímamót hjá fyrirtækinu FL Group. Þessi mikla styrking sem felst í þessari hlutafjáraukningu mun gefa fyrirtækinu kost á því að styrkjast og eflast til áframhaldandi sóknar. Og er það mjög ánægjulegt,“ sagði Hannes Smárason, fráfarandi for- stjóri FL Group, á blaðamannafundi í gær, þar sem tilkynnt var að for- svarsmenn Baugs Group hefðu ákveðið að auka hlutafé sitt í FL Group um allt að 67 milljarða króna. Á sama fundi var tilkynnt að Jón Sigurðsson, sem verið hefur aðstoð- arforstjóri FL Group, tæki við for- stjórastarfinu. „Ég held að þetta sé rétti tíminn fyrir mig að stíga til hliðar og var það alfarið mín eigin ákvörðun. Ég á von á því og tel fullvíst að Baugur sem leiðandi fjárfestir í þessu fyr- irtæki muni gegna sinni skyldu með miklum ágætum og verða til mikilla hagsbóta fyrir hluthafa,“ segir Hannes. „Ég er mjög ánægður með þessar breytingar. Þetta er áhugavert tæki- færi fyrir mig að taka við félaginu á þessum tímapunkti, því með þeim breytingum sem átt hafa sér stað hér í dag skapast mikil tækifæri,“ sagði Jón Sigurðsson, nýr forstjóri FL Group. Benti hann á að með breytingunni færi eigið fé félagsins í 180 milljarða króna sem gerði félag- ið að öðru stærsta fjárfestingafélagi landsins, mælt út frá eigin fé. Sagði hann það gefa félaginu gríðarmikinn styrk, bæði til að takast á við þær sveiflur sem verið hefðu á mörk- uðum að undanförnu og jafnframt til að nýta sér þau tækifæri sem væru á markaði um þessar mundir og myndast hefðu í fyrrnefndum sveifl- um. Benti Jón á að þegar félagið yrði búið að ljúka þeirri endurfjár- mögnun sem unnið væri að hefði það 35 milljarða króna í handbæru fé sem þýddi að félagið yrði vel í stakk búið til að takast á við frekari verk- efni. „Ég held að þetta verði farsælt fyrir félagið. Það lýsir trú manna á félagið að þeir eru tilbúnir til að koma með svo afgerandi hætti að fé- laginu,“ sagði Jón og minnti á að all- ir aðilar og markaðurinn hefðu tæki- færi til að koma að FL Group á þessum tímapunkti. „Og taka þátt í þeim spennandi tímum sem fram- undan eru hjá félaginu,“ sagði Jón. Minnka á áhættu og vernda eiginfjárgrunn félagsins Fram kom í máli Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, stjórnarformanns Baugs Group, á fundinum, að eitt af þeim verkefnum sem eigendur FL Group ætluðu að fara í væri að minnka áhættu félagsins og vernda þann eiginfjárgrunn sem þegar væri til staðar. Sagði hann félagið þegar hafa dregið úr markaðsáhættu og vísaði þar til þess að það seldi nýver- ið hlut sinn í American Airlines. Spurður hvort hann teldi að farið hefði verið of geyst í fjárfestingum félagsins svaraði Jón Ásgeir neit- andi og benti á að menn hefðu séð tækifæri í þeirri fjárfestingu. Benti hann á að þekking hefði verið fyrir hendi innan félagsins á svona rekstri. Hins vegar hefði hátt olíu- verð keyrt niður verðmæti flug- félaga þrátt fyrir að þeim hefði gengið betur en áður fyrr. Hann sagði fjárfestingarfélög þurfa stöð- ugt að endurmeta stöðu sína og minnti jafnframt á að innan FL Gro- ups væru mjög góðar eignir, meðal annars Glitnir banki og Trygginga- miðstöðin. Jón Ásgeir tók fram að með því að renna fasteignahluta Baugs Groups inn í FL Group væri verið að setja þriðja stóra hjólið und- ir félagið, þar sem fasteignir hefðu í gegnum tíðina reynst vera besta langtímafjárfesting sem hugsast gæti. „Við höfum verið að vinna þetta verkefni í dálítinn tíma og reynt að hraða því sem mest. Verkefnið snýst um það að byggja upp efnahag FL Group og efla félagið til framtíðar,“ sagði Jón Ásgeir á fundinum. Einnig væri verið að endurfjármagna félag- ið en það hefur fengið vilyrði fyrir 45 milljarða langtímafjármögnun sem gerir því kleift að greiða upp skammtímaskuldir. Jón Ásgeir segir það búa félagið undir þann óróa sem er á mörkuðum og styrkja það enn frekar.“ Morgunblaðið/Ómar Allir ánægðir Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson segja breytingarnar miða að því að byggja upp efnahag FL Group. „Þetta verður til mikilla hagsbóta fyrir hluthafa“ Hlutafjáraukning, for- stjóraskipti, hagræð- ing, endurfjármögnun og kaup á fasteigna- félögum eru meðal breytinga hjá FL Gro- up sem kynntar voru á fundi með blaðamönn- um í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.