Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 33 SUM mál eru þess eðlis að álits- gjöfum og stjórnmálamönnum finnst gott að halda sig frá um- ræðunni. Stefnumörkun í innflytj- endamálum er dæmi um slíkt. Þeir sem ræða málefnalega um innflytjendamál eiga það á hættu að vera sakaðir um ras- isma af vinstri sinn- uðum stjórn- málamönnum. Samt sem áður hefur fólk almennt áhyggjur af miklum straumi inn- flytjenda til landsins og þeim breytingum sem eru að verða. Þetta gerist án þess að alvarleg málefnaleg umræða fari fram um málið. Ótti stjórnmálamanna við að vera sakaðir um öfgar hefur leitt til þess að stærstu stjórnmálaflokk- arnir hafa almennt þagað um málið eða fjallað um það yfirborðslega. Íslenskt samfélag hefur í mörgu notið starfa innflytjenda bæði efna- hagslega og menningarlega. Samt sem áður verður því ekki neitað að innflytjendastraumurinn er meiri en nokkur átti von á. Þegar 1.300 manns koma til landsins til lengri dvalar í hverjum mánuði þá er fjöldinn slíkur að hann veldur ýms- um vandamálum. Sá mikli fjöldi innflytjenda sem hingað kemur til lengri dvalar hef- ur mikil áhrif og veldur vissum vandamálum m.a. í húsnæðis-, heil- brigðis-, skóla- og menntamálum. Formaður eins fjölmennasta félags iðnaðarmanna segir að þetta hafi leitt til lægri launa hjá verka- og iðnaðarmönnum. Samt heyrist nán- ast ekkert frá talsmönnum rík- isstjórnarinnar. Sú stefna stjórn- valda sem birtist er óheiðarleg og ófullnægjandi og hefur leitt til fé- lagslegra undirboða. Ríkisstjórnin hefur í raun hvatt til þess að aukinn fjöldi innflytj- enda kæmi til landsins í þeirri trú að það mundi styrkja efnahagslífið sem er í sjálfu sér ekki slæmt. Í mörgum tilvikum hafa ný sjón- armið, verkmenning, þekking og vinnubrögð haft góða þýðingu á vinnumarkaðnum. Af talsmönnum ýmissa hagsmunaaðila sem hagnast á fjölgun innflytjenda hefur því verið haldið fram að um einhliða efnahagslegan hagnað þjóðfélagsins væri að ræða þegar innflytjendum sem kæmu til að vinna fjölgaði. Nýlega tjáði hins vegar einn virt- asti hagfræðiprófessor í Cambridge í Englandi, Bob Rowthorn, sig með þeim hætti að hagnaðurinn af straumi innflytjenda til Bretlands væri minniháttar en hefði líka kom- ið í veg fyrir að nauðsynlegar um- bætur og aðgerðir væru gerðar af hálfu ríkisstjórnarinnar. Virtir bandarískir hagfræðingar hafa haldið hinu sama fram. Bent hefur verið á að það sé lítið sem ríkisstjórnin geti gert í málinu þar sem borgarar aðildarlanda Evrópska efnahagssvæðisins geti komið og farið eins og þá lystir. Slíkt býður upp á ákveðna hættu fyrir fámenna þjóð eins og okkur. Af þeim sökum markaði Frjálslyndi flokkurinn sér þá stefnu að tekinn væri upp ákveðnari stjórn á inn- flutningi erlends vinnuafls til lands- ins og lagðar voru til aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins til að hjálpa inn- flytjendum til að að- lagast samfélaginu. Jafnframt kröfðumst við þess að stjórnvöld hefðu fullt eftirlit með komu erlends verka- fólks til landsins og tryggt væri að réttur þess yrði virtur í hví- vetna. Af því að Frjálslyndi flokkurinn nýtti sér ekki þann rétt að þegja reyndu hinir stjórnmálaflokk- arnir að gera þessa sjálfsögðu og eðlilegu stefnumörkun Frjálslynda flokksins tortryggilega. Stefnumörkun Frjálslynda flokksins í innflytj- endamálum er nauðsynleg hverri sjálfstæðri þjóð sem vill halda áfram að vera til og varðveita sögu sína menningu og séreinkenni. Í umræðum á Alþingi um daginn þar sem fjallað var um ágætt laga- frumvarp Paul Nikolov um breyt- ingu á lögum um útlendinga ákvað iðnaðarráðherra að halda áfram að fiska í gruggugu vatni og reyndi að láta líta svo út í umræðunni og þá enn frekar á bloggsíðu sinni að um stefnubreytingu væri að ræða hjá Frjálslynda flokknum og allt aðrar áherslur væru nú en verið hefðu í málefnum innflytjenda. Það er rangt og það veit iðnaðarráðherra. Ekki er við öðru að búast af ráð- herra sem telur sér sæmandi að vera með dólgshátt og fíflaskap og uppnefningar um mæta menn og flokka. Vel kann að vera að iðn- aðarráðherra vilji með orðheng- ilshætti reyna að breiða yfir það, að ríkisstjórnin hefur enga lang- tímastefnu um Ísland og þróunina í landinu í kjölfar þeirra gjörbreyttu aðstæðna sem mikil fjölgun inn- flytjenda veldur. Flokkssystir hans, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur grip- ið til ákveðinna ráðstafana sem við Frjálslynd kröfðumst í vor að yrðu gerðar. Samt sem áður er engin langtímasýn á þróun þjóðfélagsins eða langtímaáætlanir. Ekki er fjallað um með hvaða hætti við eig- um að fara að vegna þessa mikla straums innflytjenda og með hvaða hætti það fólk sem hingað kemur geti aðlagast þjóðfélaginu og lýst yfir hollustu og trúnaði við það samfélag sem það er komið til og ætlar að búa í. Atlaga iðn- aðarráðherra og margra flokks- systkina hans að okkur Frjáls- lyndum stafar af því að hvorki hann, flokkur hans né ríkisstjórnin hafa nokkur ráð eða langtímastefnu sem máli skiptir í þessu mikilvæga máli. Slíkt er ekki sæmandi rík- isstjórn sem vill láta taka sig alvar- lega. Innflytjendur og stefna ríkisstjórnarinnar Jón Magnússon skrifar um stefnumörkun stjórnmála- flokka í málefnum innflytjenda »Ríkisstjórnin hefurvanrækt að móta langtímastefnu í mál- efnum innflytjenda. Jón Magnússon Höfundur er alþingismaður. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu 84,1 m2, 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í litlu 2ja hæða fjölbýli við Hulduhlíð 9 í Mosfellsbæ. Í íbúðinni eru tvö rúmgóð svefnherbergi með skápum, baðherbergi m/ sturtu, sér þvottahús, geymsla/tölvuherbergi, góð stofa og eldhús með borðkrók. Svalir í suður og opinn stigagangur. Lágafellsskóli, leikskóli, glæsileg sundlaug o.fl. í næstu götu. Verð 24,4 m. Hulduhlíð - 3ja herb. Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 57,7 m2, 2ja herbergja (ósamþykkt) íbúð á jarðhæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er mjög smekklega innréttuð og vel nýtt, flísar á gólfum, rúmgóð stofa og eldhús og baðherbergi með fullkomnum sturtuklefa. Mjög gott aðgengi, sér inngangur beint af bílaplani. Verð kr. 14,9 m. Þverholt – 2ja herb. Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.