Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER óhætt að óska sjálf- boðaliðum Rauða krossins og ann- arra félagasamtaka til hamingju með daginn því alþjóðadagur sjálf- boðaliða er í dag. Það ber ekki alltaf mikið á því í opinberri um- ræðu en sjálfboðaliðar leggja gríð- arlega mikið af mörkum til sam- félagsins. Þeir setja svip á samfélagið sem heild og eiga drjúgan þátt í að auka lífsgæði fjölmargra einstaklinga. Sumir bjarga beinlínis lífi fólks. Því ber reyndar að fagna að kastljósinu hefur sjaldan verið beint eins kröftuglega að störfum sjálfboðaliða og á árinu sem er að líða. 112-dagurinn 2007 var helg- aður störfum sjálfboðaliða að for- vörnum, leit og björgun, almanna- vörnum og neyðaraðstoð og vakti það verðskuldaða athygli. Margoft hefur reynt á styrk og þjálfun þessa fólks á árinu. Kynningarvika Rauða krossins Þá efndi Rauði krossinn nýverið í fyrsta sinn til sérstakrar kynn- ingarviku þar sem störf sjálf- boðaliða félagsins innanlands voru til umfjöllunar. Við sem störfum með Rauða krossinum fáum oft að heyra að við mættum nú gera meira af því að aðstoða þá sem á þurfa að halda hér innanlands en beina ekki allri aðstoð okkar til bágstaddra erlendis. Við bendum þá á að kröftum og fjármagni Rauða krossins er fyrst og fremst varið hér innanlands. Þessari stað- reynd var haldið á lofti í kynning- arvikunni. Hugmyndin að kynningarvik- unni kviknaði þegar forseti Ís- lands heimsótti Kópavogsdeild og fleiri deildir Rauða krossins og gerði sér þá fyrst grein fyrir því fjölbreytta starfi sem sjálf- boðaliðar deildanna vinna. Hann hvatti til að fleirum yrði gert kunnugt um þetta starf. Kynning- arvikan þótti heppnast hið besta og fjölmargir gengu til liðs við Rauða krossinn vegna hennar. Sjálfboðaliðum fjölgar Við í Kópavogsdeild Rauða krossins höfum átt því láni að fagna að sjálf- boðaliðum okkar hefur fjölgað ár frá ári mörg und- anfarin ár. Árið 2007 var engin undantekning frá þeirri reglu. Fyrir réttu ári höfðu 175 sjálfboðaliðar gert samning við deildina og hafði fjöldi þeirra þá þre- faldast á þremur ár- um. Nú ganga um 240 sjálf- boðaliðar á ýmsum aldri reglulega til góðra verka í nafni deild- arinnar. Stærsti hópurinn vinnur að því að draga úr einsemd og fé- lagslegri einangrun. Hundruð manna njóta góðs af því starfi. Hefð er orðin fyrir því hjá Kópavogsdeild að sjálfboðaliðar gera sér glaðan dag á alþjóðadegi sjálfboðaliðans. Á því verður eng- in breyting í ár því í kvöld verður efnt til fjölbreyttrar og skemmti- legrar dagskrár í sjálfboðamið- stöðinni. Um leið og við þökkum fyrir vel unnin störf á árinu, ánægjulegt samstarf og samveru, hvetjum við okkar fólk til að koma og eiga skemmtilega stund saman í sjálfboðamiðstöðinni í kvöld. Störf sjálfboðaliða vekja verðskuldaða athygli Garðar H. Guðjónsson og Linda Ósk Sigurðardóttir fjalla um fjölbreytt sjálfboðið starf í þágu samfélagsins » „Stærsti hópurinnvinnur að því að draga úr einsemd og fé- lagslegri einangrun. Hundruð manna njóta góðs af því starfi. Garðar er stjórnarmaður í Rauða krossi Íslands, formaður Kópavogs- deildar og heimsóknavinur. Linda Ósk er framkvæmdastjóri Kópavogs- deildar og sjálfboðaliði í Dvöl, at- hvarfi fyrir geðfatlaða. Garðar H. Guðjónsson Linda Ósk Sigurðardóttir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er ótrúlegt að horfa upp á háttsetta og virta einstaklinga fara ítrekað fram með ósannindi um Sið- mennt. Í laugardagskvöldfréttum Ríkissjónvarpsins fullyrti Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, að Siðmennt væri á móti trúarbragðafræði og krist- infræði og taldi félagið jafnvel vera á móti jóla- og páskafríum. Í Stak- steinum Morgunblaðsins, sunnu- daginn 2. desember, heldur nafn- laus ritstjórn blaðsins hinu sama fram. Þetta er allt rangt eins og marg- oft hefur komið skýrt fram í mál- flutningi Siðmenntar. Þessar ranghugmyndir um stefnu Siðmenntar, sem andstæðingar fé- lagsins setja reglulega fram, hafa margoft verið leiðréttar. Margoft! Það er því forkastanlegt að virtir aðilar í samfélaginu geti leyft sér að rægja skoðanir samborgara sinna með þessum hætti. Það er lágmarks krafa mín að umræddur ráðherra og nafnlausi ritstjórnarfulltrúinn biðji Siðmennt afsökunar. Að lokum hvet ég lesendur til að skoða vefsíðu Siðmenntar – www.sidmennt.is og kynna sér raunverulega stefnu félagsins. SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON, Vallarhúsum 6, Reykjavík. Ráðherra og ritstjórn skálda stefnu Siðmenntar Frá Sigurði Hólm Gunnarssyni REYKJANESSKAGINN í heild er merkilegur og einstakur á heims- mælikvarða. Hann er hluti af neð- ansjávarhrygg, sem spannar öll heimshöfin, og er hvergi jafn sýni- legur ofansjávar og á Íslandi. Hrygg- urinn er brotabelti á flekaskilum landreks og þannig sérstakur í sinni mynd (jarðhiti, eldvirkni, hraun) og einn bakhjarla þekkingar á jarð- skorpunni (landrek). Það var svo seint sem upp úr 1960 að jarðvísindin leiddu það í ljós með nokkuð óyggj- andi hætti með mælingum á Reykja- neshrygg suðvestur af Íslandi. Nátt- úrumyndanir á Reykjanesskaga eru því merkar á heimsvísu svo ekki sé höfðað til náttúrulegrar fegurðar hans. Reykjanesskaginn býður þann- ig upp á einstakt umhverfi, ekki ein- göngu fyrir jarðvísindin heldur og fyrir m.a. þéttbýlið í næstu nánd, þar sem læra má að lesa í jarðsögu lands- ins og njóta útivistar. Þarna er m.a. að finna skíðaland höfuðborgarinnar (Bláfjöll) og einnig lögformlegan fólkvang (Reykjanesfólkvangur) með ákveðnum nýtingarreglum. Önnur svæði eru á náttúruminjaskrá og skilgreind sem útivistarsvæði á að- alskipulagi Ölfuss (Ölkelduháls; Bitra). Það er því mikið í húfi að vel sé vandað til verka á þessu merka svæði og að mið sé tekið af ásýnd landsins og þeim náttúrumyndunum sem ríkja á Reykjanesskaganum við ásókn í orkulindir landsins og land- nám fyrir mengandi stóriðju. Flýtum okkur hægt í þeim efnum og stöndum vörð um ómanngerða ásýnd og víðáttur landsins. Svo má að lokum vitna í nýjan og gamlan draum. Rætt hefur verið um að koma þeim hluta Reykjanesskag- ans sem liggur út í sjó – Reykjanes- hrygg – á heimsminjaskrá UNESCO. Þá vaknar gamall draum- ur um að tengja hrygginn og fólk- vanginn á Reykjanesskaga við þjóð- garðinn á Þingvöllum á einn eða annan hátt. Það væri nú aldeilis stór- kostlegt. SVEND-AAGE MALMBERG haffræðingur, Sólvangi 3, Hafnarfirði. Um gufuaflsvirkjanir á Reykjanesskaganum Frá Svend-Aage Malmberg Á Hengli með útsýni til Þingvallavatns. BISKUP Íslands skoraði á áheyr- endur sína í viðtali í sjónvarpi að standa vörð um kristin lífsgildi og boðskap kirkjunnar í nútímanum. Ástæða þessarar sérstöku áskorunar biskups er sá þrýstingur, sem nú er uppi víða í þjóðfélaginu, að ekki megi halda fram kristinni siðfræði og kristnum gildum í uppeldi barna og unglinga. Þrýstingur þessi er sagður koma frá aðilum sem ekki tengjast trú- félögum heldur séu á ferðinni aðilar sem vilja allt trúartengt efni og um- ræðu burt. Mér finnst þetta athyglisverð og um leið ógnvekjandi þróun. Það er já- kvætt að hér er að skjóta rótum fjöl- breyttur hópur fólks sem aðhyllist flest af stærstu trúarbrögðum heims. Þessi trúarbrögð öll eiga meira sam- eiginlegt en skilur þau að og þess vegna verður sambúð þeirra í okkar litla þjóðfélagi að byggjast á umburð- arlyndi og gagnkvæmri virðingu. Fram hjá því verður samt ekki litið að við búum í kristnu samfélagi sem byggist á kristnum gildum og flestir íbúar landsins aðhyllast kristna trú. Ég trúi því að meginþorri þeirra, sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða alls engin, virði þessa staðreynd og geri sér grein fyrir hvað hún þýðir. Ég er þess líka fullviss að allur þorri landsmanna er hlynntur því að börnin okkar fái uppeldi sem byggist á siðfræði kristindómsins. Ég óska því að hinn þögli meiri- hluti kristinna manna og kvenna á Ís- landi svari kalli biskupsins okkar og tali fyrir kristnum lífsgildum hvar sem tækifæri gefst. Hvenær er betra tækifæri til þess en einmitt núna á dimmasta tíma ársins þegar ljós heimsins kviknar? ÁRNI GUNNARSSON, Sólvallagötu 20, Reykjavík. Svörum kallinu Frá Árna Gunnarssyni UNDANFARIÐ hefur mikil um- fjöllun verið um stöðu afbrotaung- linga. Eiga þeir að sitja í fangelsum eða á að setja þá inn á dvalarstaði sem eru á samningi hjá Barna- verndarstofu? Árið 1972 var í fyrsta sinn starf- ræktur meðferð- arstaður fyrir ung- linga. Faðir minn Kristján Sigurðsson var þá fenginn til að stýra Unglingaheimili ríkisins. Til hans var leitað vegna þess að til margra ára hafði hann haft umsjón með unglingamálum hjá Reykjavík- urborg. Hann hafði einnig til margra ára séð um og yfirheyrt afbrotaunglinga í vinnu sinni hjá lögreglu. Hann var ákafur tals- maður þess að reynt yrði að hafa áhrif á ungmennin sem voru á „hraðri leið í fangelsið“ eins og hann orðaði það. Hann talaði alltaf fyrir því að mikilvægt væri að reyna að halda börnum frá fang- elsum, koma þeim til hjálpar, snúa þeim á rétta braut. Ef þau færu þangað inn væri leiðin út mjög ill- fær, líkur á að þá yrðu þau fangar til frambúðar. Ef hægt væri að af- stýra fangelsisvistun losnuðu börn- in og fjölskyldur þeirra undan miklum erfiðleikum. Þjóðhags- lega væri líka mjög hagkvæmt og sparaði þjóðfélaginu ómælda peninga ef hægt væri að snúa börnum á rétta leið. Við sem störfuðum með Kristjáni á UHR urðum fyrir miklum áhrifum af honum. Mikil umræða var um aðferðafræði meðferð- arvinnu. Umhverf- ismeðferð var beitt, reynt að tengja skjólstæðinga tilfinningaböndum og skapa þeim umhverfi sem þyrfti og bjóða þeim nám sem hægt væri að nota til að breyta lífi þeirra. Markmiðið var að ná jákvæðum breytingum hjá ungmennunum. Ekkert var ómögulegt, reynt skyldi til þrautar. Kristján gafst aldrei upp og mörg okkar lærðu þraut- seigju og seiglu. Undanfarna daga hef ég hlustað á Guðjón, starfsmann Barnavernd- arstofu, og Braga Guðbrandsson, forstöðumann hennar, tala fyrir því að rétt sé að börn fari í fangelsi hafi þau brotið oft af sér. Báðir hafa þessi menn talað um margar vistanir barna á stofnunum sem eru reknar af BVS og árangurs- leysi. Starfsmaður Stuðla sagði í fréttum að dæmi væri um barn sem hefði verið vistað 30 sinnum á stofnunum Barnaverndarstofu. Nið- urstaða BVS er að börnin skulu fangelsast. Ég fæ bara hroll niður bakið. Hvar eru fögur orð um vel- ferðarmál fjölskyldna? Mér finnst mjög undarlegt að Bragi skuli ekki skoða eigið árang- ursleysi, bregðast við því og búa til meðferðarumhverfi sem virkar. Kristján Sigurðsson og starfsfólk hans hefðu aldrei leyft sér að gef- ast upp, stöðugt var reynt að finna leiðir til að þjónusta þá sem þurftu þjónustu. Finna nýjar leiðir til að breyta börnum og aðstæðum þeirra. Barnaverndarstofa hefur ekki meðferðarúrræði sem virka. Það þarf að taka alvarlega. Sveit- arfélögin og ríkið gerðu samning um að BVS sæi um þjónustu við þá sem erfiðast ættu, skapaði þeim meðferðarumhverfi en BVS ræður ekki við verkefnið. Nú 35 árum eftir að meðferð- arvinna hófst með ungmenni hefur fjöldi fræðinga, félagsráðgjafa, sál- fræðinga, sérfræðinga og forvarn- arfræðinga hundrað- ef ekki þús- undfaldast. Þrátt fyrir það er fólk úrræðalaust og talar fyrir því að börn séu sett í fangelsi. Ég býð hér með fram reynslu mína og færni til að koma ríkisvaldinu hjálpar við að útbúa meðferðarumhverfi fyrir börn sem BVS hefur ekki getað sinnt eða breytt þrátt fyrir 30 með- ferðarvistanir. Úrræðaleysi Barnavernd- arstofu í unglingamálum Drífa Kristjánsdóttir býður fram reynslu sína til að útbúa meðferðarumhverfi fyrir af- brotabörn »Ég fæ bara hroll nið-ur bakið. Hvar eru fögur orð um velferð- armál fjölskyldna? Drífa Kristjánsdóttir Höfundur var forstjóri Meðferð- arheimilisins Torfastöðum 1979-2005. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.