Morgunblaðið - 05.12.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 05.12.2007, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Viltu reyna að skýla andlitinu svolítið betur á bak við skjóðuna Björgólfur minn, það er allt- af verið að tuða eitthvað. VEÐUR Sameinað Rússland, flokkur Pút-íns forseta, vann stórsigur í þingkosningunum um helgina. Það kann að verða afdrifaríkt fyrir lýð- ræðisþróun í Rússlandi, enda hefur flokkurinn þingstyrk til að hrinda í gegn stjórnarskrárbreytingum.     Erlendir þjóðarleiðtogar, fulltrúarþingmannasamtaka ÖSE og stjórnarandstæð- ingar gagnrýna hvernig staðið var að kosning- unum; það stand- ist ekki kröfur um lýðræðislegar kosningar – ráða- menn í Kreml hafi misbeitt valdi sínu.     Það eru svo semekki ný tíðindi. Það hefur verið áberandi hversu tjáningarfrelsi hef- ur átt erfitt uppdráttar í Rússlandi, ríkisfjölmiðlar hafa verið hlut- drægir og leiðtogar stjórnarand- stöðunnar verið teknir af lögreglu. Enn á eftir að staðfesta hvort brögð voru í tafli í kosningunum sjálfum, þó að komið hafi fram að fram- kvæmdin hafi verið ósanngjörn.     Valgerður Sverrisdóttir, þingmað-ur og fyrrv. utanríkisráðherra, bíður hins vegar ekkert með sitt álit. Hún var á meðal erlendra eftirlits- manna, sá ekki betur en kosning- arnar færu vel fram, kæmu raunar „mjög trúverðuglega fyrir sjónir“ og hún segir stöðu Pútíns sterka „eftir þessar kosningar“.     Það vakti athygli hennar að nýirkjósendur „fengu gjafir, mán- aðardagatal og súkkulaðistykki með hamingjuóskum“. Og hún sagði í fréttum RÚV: „Það er alveg óhætt að segja að við höfum ekki orðið vör við neitt óeðlilegt. Það sem okkur heyrist er að það sé mikil þátttaka og það sé mikill áhugi fyrir þessum kosningum og náttúrlega búin að vera mikil umræða í landinu um þær.“ STAKSTEINAR Valgerður Sverrisdóttir Trúverðugleiki og Valgerður SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                        *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              !  !                    :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !  "! ! #!   "! !" "!"       !  !   !                        *$BC                           !   " #           !   $             !  %   &'   %         ( !     *! $$ B *! $% &   %     ' (' <2 <! <2 <! <2 $&  ) * + ,'-  D -                 *    B  )    ! %  & !   <7       )    %          '&!   && *+  ,      <   )       # "     -        +.&           *+   (   &  ./  '00 '  1 ' ' ) * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Anna Ólafsdóttir Björnsson | 4. des. Gleðipopp Það er svo gaman að gramsa á YouTube. Eftir að ég gróf upp eitt af mínum gömlu uppáhaldslögum, Lazy Sunday Afternoon með Small Faces varð ég auðvitað að sækja gleðipopp-stuðlag allra tíma. Hér er það: Itchycoo Park, og fékk þá auðvitað smáá- hyggjuleysis gleði- og hamingju- poppkast. Þetta er örugglega eitt- hvað sálrænt, kannski af því að ég er að byrja í próflestri. Meira: annabjo.blog.is Friðjón R. Friðjónsson | 4. desember Það sem Bónus-Jóa tókst ekki … … í vor reyna húskarlar hans að hausti. Það er sorglegt að horfa upp á Guðmund Andra Thorsson og Reyni Traustason reyna að búa til hugmyndina um að dómsmálaráðherra sé stjórn- arandstæðingur og þurfi því að víkja honum úr ríkisstjórninni. … það er spurning hvort þeir séu ekki að brjóta reglur nr. 580/1998 um verðmerk- ingar að valsa svona um ómerktir. Meira: fridjon.blog.is Inga Lilý Gunnarsdóttir | 4. desember Eru femínistar búnir að missa vitið? Ég hélt að ruglið hefði náð hámarki með um- ræðunum á Alþingi um bleiku og bláu fötin en, nei. … Ég trúi ekki að manneskjunni sé al- vara: femínistablogg. Ef þið viljið endilega fá kvenkyns jólasveina var þá Jesús ekki karl- remba? … í fyrsta lagi var hann karlmaður og í öðru lagi var hann með 12 lærisveina … Meira: ingalily.blog.is Þorsteinn Siglaugsson | 4. desember Rosalega fyndið leikrit? Ég las fyrst Ham- skiptin eftir Kafka 16 eða 17 ára minnir mig. Það á við sjálfan mig eins og væntanlega fleiri að mér finnst ég aldrei hafa skilið til fulls hvað höfundurinn er að fara, svo margræð er þessi saga, rétt eins og flest verk höfundarins önnur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég fór um daginn að sjá upp- færslu Þjóðleikhússins, enda hafði hún fengið góða dóma, bæði hér og í London. Fyrir þá sem ekki þekkja söguna fjallar hún um eftirleik þess að skrifstofumaðurinn Gregor Samsa vaknar upp og hefur þá breyst í tröll- aukna bjöllu. Smátt og smátt rofna tengslin milli Gregors og fjölskyldu hans og lýkur sögunni á dauða Greg- ors. „Þetta var rosalega fyndið leik- rit!“ heyrði ég manneskju sem sat fyrir framan okkur segja við sessu- naut sinn þegar sýningunni var lokið. Það kom mér ekki á óvart, enda hafði viðkomandi persóna og sessunautar hennar, ásamt fáeinum öðrum tak- mörkuðum hópum í salnum, legið í nær stöðugu hláturskasti alla sýn- inguna. Ekki virtist þurfa mikið til að vekja kátínuna – ankannaleg eða ýkt hreyfing, ruddalegt orðaval eða eitt- hvað þess háttar dugði til. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki auðvelt með að sjá eitthvað sérstaklega fynd- ið í Hamskiptunum. Að vísu fannst mér leikurinn á stundum helst til ýktur, jafnvel farsakenndur, sem ekki hjálpaði til við að koma and- rúmslofti verksins til skila. En dóm- inn „rosalega fyndið leikrit“ verð ég að viðurkenna að ég skil alls ekki. Á undanförnum árum hafa alls konar farsar tröllriðið leikhúslífi hér á landi. Getur verið að talsverður hluti leikhúsgesta gangi orðið út frá því að leikrit séu alltaf farsar og þess vegna sé allt í þeim fyndið? Ég velti því fyr- ir mér hvort það sé raunin því þetta er ekki eina dæmið sem ég hef upp- lifað, og fleiri sem ég hef borið þetta undir taka undir það. Og gæti jafnvel verið að leikstjórar væru farnir að gera út á þetta einkennilega viðhorf til að þóknast áhorfendum? Eða er þetta einfaldara? Á bara að láta fólk taka greindarpróf fyrst ef það ætlar að kaupa leikhúsmiða? Meira: tsiglaugsson.blog.is BLOG.IS INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur skipað þverfaglegan starfshóp til að gera vandað og faglegt hættumat fyrir Ísland. Verklok eru áætluð fyrir næsta haust. Formaður verður Valur Ingi- mundarson prófessor. Aðrir í nefndinni eru Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur, Ellý Katrín Guðmundsdóttir forstjóri, Einar Benediktsson sendiherra, Jón Ólafsson prófessor, Jón Sigurðs- son rekstrarhagfræðingur, Mar- grét S. Björnsdóttir forstöðumað- ur, Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri, Silja Bára Ómarsdóttir forstöðu- maður, Sturla Sigurjónsson sendi- herra, Þór Whitehead prófessor, Þórir Ibsen skrifstofustjóri og Þórunn J. Hafstein skrifstofu- stjóri. Ráðgjafi nefndarinnar verður Alyson Bailes, fyrrverandi for- stöðumaður friðarrannsóknar- stofnunarinnar í Stokkhólmi (SIPRI). Starfsmaður nefndarinn- ar verður Erlingur Erlingsson sendiráðsritari. Í frétt frá ráðu- neytinu segir: Öryggi og varnir landsins standa á sögulegum tíma- mótum. Með gerbreyttu alþjóðlegu öryggisum- hverfi og lokun bandarísku flotastöðvarinn- ar í Keflavík er brýnt að unnið sé hættumat fyrir Ísland sem leiði af sér umræðu um ör- yggis- og varn- armál til þess að ná fram al- mennu sammæli í þeim málaflokki. Nú nær öryggishugtakið til fleiri þátta en áður þekktist. Öryggis- og varnarmál fjalla ekki eingöngu um hefðbundin stríðsátök heldur einnig um varnir gegn hryðjuverk- um og viðbrögð við umhverfisvá, mengun, náttúruhamförum og far- sóttum. Starfinu er ætlað að byggja á bestu þekkingu og hópurinn mun víða leita fanga í fræðum og með nánu samstarfi við stofnanir í sam- starfsríkjum Íslands á sviði örygg- ismála. Gert er ráð fyrir reglulegum upplýsingafundum með utanríkis- málanefnd Alþingis en engir þing- menn sitja í hópnum. Starfshópur gerir hættumat fyrir Ísland Hópnum er ætlað að leita fanga víða og ljúka störfum fyrir næsta haust Valur Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.