Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STYRKTARFÉLAG vangefinna hefur einsett sér að vera í far- arbroddi varðandi at- vinnuúrræði fatlaðra og með það í huga stofnað til sérstaks átaks í þeim efnum. Með þessu átaki er ýtt úr vör þróun- arverkefni í atvinnu- málum þar sem nýjar og aðrar áherslur en yfirleitt tíðkast eru lagðar í því ferli þegar fyrirtæki ræður til sín fatlaðan starfsmann. Verkefnið á að stuðla að því að koma sem flestum þjónustuþegum okkar á sem farsælastan hátt í almenna vinnu. Áherslan er ekki lögð á fjöldann heldur að gæði verkefn- isins séu á þann hátt að þeir sem ráðnir eru til vinnu á vegum verk- efnisins endist í þeirri vinnu sem þeir fá, að þeim líði vel og séu teknir inn í þann hóp sem fyrir er. Tilgangurinn er sá að þeir nái að falla sem eðlilegast í hóp starfs- manna staðarins og öðlist þá virð- ingu og stuðning sem þeim ber til þess að líða vel í starfi. Verkefnið er hugsað sem nýtt sjálfstætt tilboð til viðbótar við þau sem fyrir eru. Umsækjendur hafi fjölbreyttara val um atvinnu og á hvern hátt hún er stunduð. Sem dæmi um breyttar áherslur má nefna að umsækjandi getur sótt um vinnu hluta úr degi og/eða hluta úr viku óski hann þess, án þess að missa það tilboð sem hann er í, t.d. á vernduðum vinnustað eða hæfingarstöð. Verkefnið, sem hlotið hefur nafn- ið „Allt að vinna“, einsetur sér að kynna hugmyndafræði verkefnisins sem best fyrir þeim fyrirtækjum sem haft er samband við varðandi atvinnu. Reynt er eftir fremsta megni að vinna sem næst því sem almennt gerist þegar fólk sækir um vinnu á almennum vinnumark- aði. Staðan er metin í hvert skipti og sameiginleg ákvörðun tekin um hvers konar aðstoð henti best. Ávallt er skipaður tengill innan nýja vinnustaðarins sem sér um að nýbyrjaður starfsmaður nái að falla sem eðlilegast í þann starfs- hóp sem fyrir er á vinnustaðnum. Tengill fær kynningu á hlutverki sínu og er hann í nánu sambandi við verk- efnastjóra. Tengillinn er alltaf starfsmaður fyrirtækisins. Hann er útnefndur af yf- irmönnum þess. Grundvöllur þessa fyr- irkomulags er vilji fyr- irtækisins til þess að taka þátt í því. Reynt er að standa að ráðningu fatlaða starfsmannsins eins og um ráðningu ófatl- aðs starfsmanns væri að ræða. Því er eftir fremsta megni reynt að komast hjá þeirri greiðslu sem Tryggingarstofnun ríkisins leggur fram til að liðka fyrir ráðn- ingu fatlaðs starfsmanns til al- mennrar vinnu, þar sem 75% launa eru greidd af Tryggingastofnun fyrstu tvö árin sem starfsmaður er í vinnu. Eftir þessi tvö ár lækkar síðan styrkurinn um 10% á hverju ári. Fyrirkomulag þetta er að mörgu leyti úrelt og hafa sumir fatlaðir á almennum vinnumarkaði kvartað yfir því að þeim finnist þeir ekki vera fullgildir starfsmenn ef þeir eru í vinnu undir þessum formerkjum. Mikilvægt er að málin séu í sívirkri skoðun og ávallt sé metið hlutfall þeirrar greiðslu sem TR greiði ef um slíkt er að ræða. Líka má velta því fyrir sér hvað verði um starfsmanninn þegar styrkurinn lækkar frá Trygg- ingastofnun, hvort fyrirtækin séu tilbúin að greiða honum full laun þegar fram í sækir. Til er raun- verulegt dæmi um það að fyrirtæki vilji ekki hafa starfsmann í vinnu eftir að greiðslum Tryggingastofn- unar lýkur. Hjá Reykjavíkurborg eru nokk- uð skýrar línur um réttindi fatlaðra til að sækja sér vinnu, innan borg- arkerfisins í það minnsta. Í fjórða kafla mannréttindastefnu Reykja- víkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2006, segir meðal annars: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Unnið skal mark- visst að því að gera fötluðum kleift að taka virkan þátt í borgarsam- félaginu. Framlag hvers og eins skal metið að verðleikum.“ „Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reyk- vísku borgarsamfélagi og sann- gjarnri og réttlátri meðferð, óháð fötlun …“ og „Fatlaðir ein- staklingar skulu njóta sömu kjara og ófatlaðir …“ Á vegum verkefnisins hefur borgarstjóra verið sent erindi um að fylgja þessari mannréttinda- stefnu í verki og skorað á borgina að sýna gott fordæmi með átaki í atvinnumálum fatlaðra. Viðbrögð borgarstjóra vora almennt jákvæð og hefur hann fullvissað verk- efnastjóra um að þessi mál séu komin í góðan farveg. Styrktarfélag vangefinna vill að réttur fatlaða til að hafa möguleika á að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali í vinnuumhverfi án aðgreiningar sé virtur. Drög að atvinnustefnu hafa verið lögð fyrir stjórn félagsins og þegar þeirri vinnu er lokið verður stefna félags- ins birt á heimasíðu þess. Styrktarfélagið er brautryðjandi í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum mannréttindum og er þetta verk- efni hluti af þeirri baráttu. „Allt að vinna“ er hugsað sem aukið úrræði fyrir fatlað fólk til að fá vinnu á al- mennum vinnumarkaði og er á engan hátt bundið öðrum atvinnu- miðlunum. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um starf geta haft samband við verkefnastjóra og/eða pantað viðtal á skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, Skipholti 50c (3. hæð). Heimasíða félagsins er: http:// www.styrktarfelag.is. Nýtt atvinnuúrræði fyrir fatlaða Sigurður Sigurðsson skrifar um rétt fatlaðra til að hafa möguleika á að afla sér lífsvið- urværis með vinnu » Í tilefni af Alþjóða-degi fatlaðra hinn 3. des. sl. vill Styrkt- arfélag vangefinna kynna nýtt atvinnuúr- ræði fyrir fatlaða Sigurður Sigurðsson Höfundur er verkefnastjóri atvinnu- mála hjá Styrktarfélagi vangefinna. SEM ég sat við sjónvarpsskjáinn í fréttatíma í gær (28. nóv.) og heyrði boðskap fjármálaráðherra um frestun og endurskoðun bygg- ingar Landspítalans varð ég grip- inn því ástandi, sem sálfræðingar kalla „dejavu“, – þetta hefi eg lifað og séð áður! – Þessi upplifun mín var augljós og ekki mjög langsótt og nátengd málinu og gerðist eitthvert árið um 1985-1986. Ég á þar við fund, sem við forsvarsmenn lækninga og deilda á Landspítalanum þá- verandi voru boðaðir á af þáverandi fjár- málaráðherra og heil- brigðismálaráðherra til að tilkynna, að nú yrði hætt við að full- gera svonefnda K- byggingu á Landspít- alalóðinni. Forsaga þeirrar byggingar, sem aldrei var kláruð nema að hálfu leyti og aldrei náði að uppfylla þær fyrirætlanir, skipulagsbreytingar og væntingar, sem við hana voru bundnar, tengist langri og skrautlegri forsögu um endurbyggingu og hönnun Landspítalans, kennd við breskan „snilling“ og löngum nefnd „Weeks“- áætlunin. Allar þær bollaleggingar og umræður sem þar höfðu gerjast gegnum tíð- ina leiddu loks af sér nokkra, að vísu heldur alllauslega, sýn á veru- lega og skynsamlega endurbygg- ingu og útvíkkun spítalans. Þýðing- armikill þáttur í upphafi þess ferlis var einmitt K-byggingin, sem átti að rýma verulegan hluta þeirrar þjónustu- og aðgerðastarfsemi, sem þá var öll í molum og aðþrengdum plássum og er enn. Það má rifja upp, að þar var búið að áætla og nánast fullhanna nýjar skurð- stofueiningar, svæfinga- og gjör- gæsludeild, fullkomna röntgen- og myndgreiningardeild, auk bættrar aðstöðu fyrir ýmsa stoðstarfsemi tengda þessum höfuð-þjónustu- kjörnum. Í framhaldi var svo m.a. gert ráð fyrir nýbyggingum fyrir meinafræði, blóðbanka, auk nútíma- legra fyrirkomulags sjúkradeilda, bæði með breytingum og nýbygg- ingu. Auðvitað sáu menn, að rými spít- alalóðarinnar væri takmarkað, þó mátti auka byggingahlutfall tals- vert. Ég fer ekkert í felur með það, að mér persónulega hugnaðist bet- ur að byggður yrði nýr háskólaspít- ali frá grunni, og reyndi af veikum mætti að hafa áhrif á að lóð Borgarspítalans yrði þar fyrir valinu auk sameiningar spít- alanna. Ég held, að skammsýni og hrepp- arígur hafi valdið ein- hverju um, að ekki var hlustað af alvöru á þær raddir; m.a. þótti mér borgaryfirvöld sýna málinu sérlega lítinn skilning. Reyndar má ég nefna aðra hug- mynd, sem ég fleytti við spítalayfirvöld og heilbrigðisráðherra einhvern tíma, en hún var að kaupa allan reitinn milli Eiríksgötu og Egilsgötu til niður- rifs og uppbyggingar myndarlegs háskóla- sjúkrahúss. Ég er enn þeirrar skoðunar að það hefði verið lausn, mun hugnanlegri en sú staðsetning sem nú er á teikniborðinu. Enda þótt hug- myndin hafi þótt stórkarlaleg og óframkvæmanleg á sínum tíma, er hún í fullu samræmi við þær skipu- lagsbyltingar sem nú eru í gangi og í vændum, og þætti ekki frágangs- sök í framkvæmdaumhverfi okkar í dag. Minnugur örlaga K-bygging- aráætlananna og hafandi í huga loðin ummæli fjármálaráherra í gær og nokkuð óljós orð heilbrigð- ismálaráðherra í þessum efnum, er ég ekki mjög bjartsýnn á fram- haldið, en verði framhald, þá ætti að huga að annarri staðsetningu; annaðhvort „Eiríksgötureitinn“ eða Vífilsstaðatúnið! Landspítali –loforð eða efndir? Ásmundur Brekkan fjallar um uppbyggingu Landspítala Ásmundur Brekkan »Ég fer ekk-ert í felur með það, að mér persónulega hugnaðist betur að byggður yrði nýr háskólaspít- ali frá grunni … Höfundur er prófessor emeritus. ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐAN undanfarna daga og vikur hefur verið sérkennileg, svo ekki sé nú meira sagt. Það er tekist á um orkumál og útrás, pólitík og pen- inga, auð og fátækt, en þrátt fyrir mikinn orðaflaum hefur um- ræðan ekki leitt til framfara. Við skulum byrja á borgarstjórn Reykja- víkur, þar sem fulltrúi Framsóknar framdi pólitískt sjálfsmorð með því að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Það gerði kapp- inn án þess að geta bent á málefnalegan ágreining, um leið og hann efndi í nýjan Reykja- víkurlista. Þetta upphlaup lyktar af pólitískum hefndum framsókn- armanna. Þeir voru ekki sáttir við stjórnarslitin eftir síðustu kosn- ingar og fyrir skömmu var for- maður þeirrar nefndar, sem átti að leiða byggingu á nýju háskóla- sjúkrahúsi, settur af fyrirvaralaust af ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Sá var einn af „gulldrengjum“ Framsóknar, sem þekktir eru fyr- ir að gjalda rauðan belg fyrir grá- an. Mér segir svo hugur, að Guðni Ágústsson og Alfreð Þorsteinsson hafi verið skipstjórarnir á bak við stjórnarskiptin hjá Reykjavík- urborg. Væntanlega með þá von í brjósti, að sömu flokkar geti tekið yfir stjórn landsmálanna áður en langt um líð- ur. Að þessu slepptu snýst umræðan um hækkandi fast- eignaverð og erf- iðleika unga fólksins, ekki síst námsmanna, við að eignast þak yf- ir höfuðið. Það er eins og þjóðfélagið sé að sporðreisast vegna þess að unga fólkið geti ekki gengið inn í nýja íbúð um leið og efnt er til sambýlis eða hjónabands. Í mínu ungdæmi þurfti unga fólkið að hafa fyrir þessu. Margir sættu sig við að hokra fyrstu árin í skjóli pabba og mömmu, „í horninu“ eða kjall- aranum, með notaðan viðbúnað. Þegar efni og aðstæður leyfðu var hafist handa við að byggja, stund- um frá grunni í orðsins fyllstu merkingu, en upp úr miðri síðustu öld fóru margir þá leið að kaupa „fokhelt“ eða „tilbúið undir tré- verk“. Þá lögðu menn oft nótt við dag, því þetta var gert samhliða fastri vinnu. Þetta var mörgum erfitt, en herti menn um leið. Ekki er ég að mælast til þess að við hverfum aftur til fortíðar, en höf- um við gengið til góðs í úrbótum. Í lífgæðakapphlaupi undanfarinna missera þykir það sjálfsagður hlutur, að opinberir sjóðir fjár- magni nýja íbúð fyrir þá sem eru að hefja búskap og síðan sjá kortafyrirtækin um mublurnar og tækin, allt nýtt. Margir reisa sér hurðarás um öxl, eru í raun búnir að binda sig í afborgarnir öll bestu ár ævinnar. Margir kikna og oft endar þetta fjárfestingafyllirí með skilnaði, gráti og gnístran tanna. Er þá gengið til góðs? Alla umræðu í landinu skapa fjölmiðlar, sem allir þeir áhrifa- mestu eru með bækistöðvar í Reykjavík. Sú umræða er því mið- ur að verða allt of sjálfhverf; þar falla menn sí og æ í þá gryfju, að vera að fjalla hver um annan. Sumir fjölmiðlamenn mega ekki skipta um brók, án þess að koll- egar þeirra láti þess getið. Þátt eftir þátt er kallað í sama fólkið til að fjalla um málefni dagsins, sem flest hver eru bundin við hags- muni höfuðborgarbúa. „Pakkið“ á landsbyggðinni á ekki erindi upp á dekk, að þeirra mati. „Lúkkið“ þarf að vera flott, segja stjórn- endur fjölmiðlanna, við þurfum unga og „sexý“ stjórnendur, en kærum okkur ekki um gráa djúp- siglandi reynslubolta. Þetta þotul- ið lætur þess af og til getið, að það sé allt í steik úti á landi, en sjaldan er reynt að komast að raun um, hvers vegna. Það er sjaldan fjallað um málefni lands- byggðarinnar af þekkingu eða reynslu. Það liggur ljóst fyrir, að allt frá því vistarbandinu var slitið hefur íslenska þjóðin verið að færa sig úr sveitum í bæ og þaðan í borg. Nú er lokaþátturinn hafinn. Unga fólkið er horfið úr sveitum lands- ins. Það stefnir í algjört hrun þeg- ar núverandi kynslóð er gengin. Það er engin til að taka við. Skól- arnir eru talandi dæmi, en í fá- mennustu sveitarfélögum landsins eru þeir vart starfhæfir. Fámenn- asti skólinn er á Ströndum, með þrjá nemendur. Á norðausturhorni landsins hefur hvert áfallið rekið annað. Skammsýnir menn aflífuðu Kísiliðjuna í Mývatnssveit með þeim afleiðingum að allt athafnalíf sveitarinnar er í dróma. Við þekkjum söguna um Raufarhöfn og fleiri lítil sjávarpláss, sem hef- ur verið að blæða út á und- anförnum árum. Það verður að gera eitthvað, segja stjórn- málamenn hver um annan þveran, en það er ekkert gert. Það er eins og þessi byggðarlög, íbúarnir, eignir þeirra og velferð skipti stjórnarherrana engu máli. Það er löngu ljóst, að unga fólk- ið á Íslandi vill ganga mennta- veginn, sé þess nokkur kostur. Þetta á við um ungt fólk um allt land, ekki bara unga fólkið á suð- vesturhorninu. Þetta fólk þarf líka vinnu við hæfi að námi loknu. Ef við ætlum ekki að safna þjóðinni allri saman við Faxaflóa, þá þarf sterka vítamínsprautu inn í at- vinnulífið á landsbyggðinni, sér- staklega á Vestfjörðum, Norður- landi vestra og á Norðausturhorninu. Undirbún- ingur að álveri á Bakka við Húsa- vík er komin hvað lengst. Það þarf að hraða þeim framkvæmdum og undirbúa sókn fyrir vestan. Um leið má draga úr þenslunni á suð- vesturhorninu. Þetta þarf að ger- ast ekki seinna en strax. Látið verkin tala Sverrir Leósson skrifar um málefni líðandi stundar »Ef við ætlum ekki aðsafna þjóðinni allri saman við Faxaflóa þá þarf sterka vítamín- sprautu inn í atvinnu- lífið á landsbyggðinni og það strax. Sverrir Leósson Höfundur er útgerðar- maður á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.